Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.2001, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.2001, Blaðsíða 25
LAUGARDAGUR 7. JÚLÍ 2001 DV Helgarblað Sægarpurinn Svavar Tryggvason er sestur í helgan stein í Vancouver: Hugsar og dreymir aftur á íslensku - faðir geimfarans vill síður fljúga en heldur sig við sjóinn Fjölskyldan Svavar Tryggvason og Sveinbjörg Haraldsdóttir nokkru áöur en þau tóku sig upp frá íslandi og fluttu til Kanada meö sex börn. í Kanada bættist sjöunda barniö viö. F.v. Ólöf, Sveinbjörg, Svavar, Nína, Haraldur, Gústaf, Svavar og Bjarni ánægöur með lamaðar samgöngur í höfuðstað Bresku Kólumbíu: „Það ert óskiljanlegt að ekki skuli vera samið í þessarri deilu. Verkfallið kemur mjög illa við fólk og þá sérstaklega þá eldri sem treysta á almenningssamgöngur." Ríkir skattlagðir Svavar býr í einni útborga Vancou- ver, Burnaby. Hann segir gott að vera á eftirlaunum í Kanada. „Hér er farið vel með gamalt fólk og ég þarf ekki að kvarta. Hér eru þeir ríku skattlagðir langt umfram þá sem minna hafa handa i milli. Mér sýnist þessu öðruvísi farið á íslandi þar sem aðeins er eitt skattþrep. Hér er grunn- hugsunin sú að gamalt fólk geti lifað,“ segir Svavar. Hann segir ekki koma til greina að eyða elliárunum á íslandi. „Þar er allt svo dýrt að ég kæmist ekki af eins og hér. Börnin mín og af- komendur þeirra eru öll i Ameríku og ég vil vera nálægt þeim. Ég kom til ís- lands árið 1999 og stoppaði i mánuö. Þá fannst mér ég ekki þekkja neitt þar lengur. Það er svo langt síðan ég fór að heiman að allt er gjörbreytt og engin leið að snúa hjóli tímans til baka. Ég hef stundum sagt eins og skáldið að ég eigi einhvern veginn ekkert fóðurland lengur og þaö má til sanns vegar færa,“ segir Svavar. Þrátt fyrir að Svavar segist ekki eiga neitt fóðurland segir hann engan vafa á því hvar hann eigi heima. „Draumar mínir eru á íslensku og oftlega dreymir mig að ég sé að reyna að komast heim til íslands. Þá er ég að reyna að komast inn i gamla húsið mitt í Fossvoginum en ég kemst aldrei þangað inn. Ég kann ekki að útskýra þær draumfarir en heima hjá mér er á íslandi. Það er bara engin leið aö ég geti snúið þangað aftur. Gamla landið mitt er horfið," segir Svavar Tryggva- son. -rt DV, VANCOUVER: „Eftir að ég hætti að vinna fór ég smám saman að hugsa á íslensku í stað ensku. Áður hugsaði ég á ensku og mig dreymdi oftast á því tungu- máli,“ segir Svavar Tryggvason, 85 ára fyrrverandi skipstjóri í Vancouver sem búið hefur í Kanada síðan 1953. Hann er rúmlega áttræður en teinrétt- ur í baki. Hann tók vel á móti DV á heimili sínu og bauð til stofu. Glaðlyndi hans vekur eftirtekt og þrátt fyrir rúmlega hálfrar aldar fjarvist frá gamla landinu talar hann sannkallað gullaldarmál. „Ég tala mikið við íslendinga 1 síma og þannig held ég málinu við,“ segir Svavar. Svavar er ættaður úr Svarfaðardal en bjó um tíma á ísafirði og.í Reykja- vik ásamt konu sinni, Sveinbjörgu Haraldsdóttur, kennara frá ísafiröi. Sveinbjörg lést áriö 1977 en alls komu þau hjónin sjö bömum á legg. Elstur er Haraldur sem fæddist árið 1938 og næst í röðinni er Nina Guðrún, fædd árið 1939. Gústaf fæddist árið 1942 en lést fyrir nokkmm árum. Fjórði í röð- inni er Svavar, fæddur 1944. Árið 1946 fæddist Bjarni og árið 1948 Ólöf. Tveimur árum eftir komuna til Kanada fæddist þeim hjónum sjöunda barnið, Gunnar. Þeirra þekktast er eflaust Bjami Tryggvason, vísindamaður og geim- fari, sem er landskunnur í Kanada. Böm Svavars og Sveinbjargar luku öll háskólanámi og þau komust öll vel áfram í lífínu. Afkomendur Nína Jobin. dóttir Svavars, ásamt börnum Bjarna geimfara, peim Mich- ael Kristjan og Lauren Stephanie. „Þau voru öll fyrirmyndarböm," segir Svavar. Að Bjama undanskildum búa börn- in í Bresku Kólumbíu, ekki langt frá Svavari. Hann segist vera stoltur af syni sínum geimfaranum. Bjarni á að baki langan feril sem flugmaður en Svavar hefur aldrei vOjað fljúga með honum. Enda segist hann flughræddur og forðast í lengstu lög þá farkosti sem ferðast um loftin blá. „Ég kýs að halda mig við sjóinn og mér er meinilla við að fljúga. Ég læt Bjama alveg um flugið en hef gaman af því að fylgjast með afrekum hans,“ segir hann og hlær dátt. Feögarnir Svavar Tryggvason ásamt syni sínum Bjarna Tryggvason geimfara. Bjarni býr á Flórída en var í heimsókn hjá föður sín- um þegar DV leit inn. / baksýn er teikning af Bjarna geimfara. Um árabil var Svavar aflasæll skip- stjóri og stýrimaður á fiskiskipum. Ferill hans hófst á íslandsmiðum þar sem hann var á togurum. Á stríðsámn- um sigldi hann meðal annars með afla til Bretlands. Eftir komuna tO Kanada réðst hann tO starfa á fiskiskip frá Nova Scotia á austurströnd Kanada. Um fjögurra ára skeið starfaði hann í álveri í Kitimat en síðar stundaði hann sjó frá Vancouver. Þá var hann meðal annars við lúðuveiðar út af Alaska. Nú er hinn aldni sægarpur sestur í helgan stein en ornar sér gjaman við endur- minningamar. „Það voru skemmtOegir tímar og gaman að fást við lúöuna," segir Svav- ar og andlit hans ljómar við endur- minninguna. Um tíma átti hann eigin bát sem gerður var út frá vesturströnd Kanada. „Eftir að ég veiktist af krabbameini og var lengi miOi heims og helju lauk þeirri útgerð," segir Svavar. Hann segist ekki umgangast marga lengur. Nú tali hann mest i sima og þá oftar en ekki við aðra íslendinga. „Ég þarf svo sem ekkert að kvarta þó ég umgangist fáa. Það er sjálfsagt mér sjálfum að kenna enda er ég lítið að gefa mig að fólki því það er svo margt misskOið sem maður segir. Ég hef þó spOað brids reglulega aOt fram að því að verkfaO strætisvagnabfl- stjóra skaO á fyrir þremur mánuðum. Síðan hef ég ekki komist neitt nema í næstu hús,“ segir hann og er ekki Minningar Svavar rifjaöi upp gamla tíma þegar hann veiddi spriklandi lúöu viö Alaska. Sjómennskan var ævistarf hans allt þar til hann veiktist illa og varö aö hætta. 25 Suzuki Baleno Wagon, ssk.Skr. 6/97, ek. 56 þús. Verð kr. 940 þús. Suzuki Jimny JLX, 3 d., bsk.Skr. 11/98, ek. 35 þús. Verð kr. 1.190 Suzuki Grand Vitara V-6, bsk.Skr. 6/99, ek. 44 þús. Suzuki Baleno GL, 3dr., ssk. Skr. 6/99, ek. 15 þús. Verð kr. 995 þús. Suzuki Baleno GLX, 4d., ssk.Skr. 6/96, ek. 58 þús. Verð kr. 790 þús. Suzuki Vítara JLX, 5 d., bsk.Skr. 7/95, ek. 95 þús. Verð kr. 890 þús. Daihatsu Applause Xi, 4 d., ssk.Skr. 10/98, ek. 15 þús. Verð kr. 1.090 þús. Subaru Impreza GL, 2,0,4 wd.Skr. 7/96, ek. 71 þús. Verð kr. 1.020 þús. Suzuki Vitara JLX, 5 d., bsk.Skr. 5/97, ek. 115 þús. Verð kr. 990 þús. Mazda 323 F, 5 d„ ssk.Skr. 12/99, ek. 21 þús. Verð kr. 1.370 þús. Sjáöu fleiri á suzukibilar.is $ SUZUKI ----✓///--------------.. SUZUKI BÍLAR HF. Skeifunni 17, simi 568-5100 Suzuki Wagon R+ 4wd, 5d. Skr. 5/00, ek. 8 þús. Verð kr. 1.140 þús. Toyota Corolla, 1.6, 4 d., bsk.Skr. 5/98, ek. 31 þús. Verð kr. 990
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.