Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.2001, Blaðsíða 44

Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.2001, Blaðsíða 44
52 LAUGARDAGUR 7. JÚLÍ 2001 Tilvera DV Andarnir eru stað- reynd - melónur fullar af sírópi Kína er fiölmennasta ríki heims meó rúmlega 1,3 milljaróa íbúa. Landió hef- ur alltaf verió sveipaó dulúó og ferða- menn sagt furðusögur um matarvenjur, hegöun, siöi og trúarbrögð íbúanna. Þegar kommúnistar komust til valda árið 1949 voru trúarbrögð afnumin og opinber rétthugsun lögleidd. Samkvœmt henni eru guðir, draugar og illir andar sköpunarverk gömlu valdastéttanna til þess aö kúga alþýöuna og halda henni í skejjum. Þrátt fyrir þetta heldur • almenningur fast við gamlar hefðir og anda- trú stendur föstum fótum. Helstu trúar- brögð Kínverja eru búddatrú, taó eóa daó- ismi og konfúsíusarhyggja auk þess sem mikið er um múslíma og ein- hvern reyting af kristnum mönnum. Kínverjar gera mikiö af því að hengja upp myndir af guðum og verndarvættum í og við heim- kynni sín. Á útidyrahurðum má sjá myndir af hurðaguðunum og pappirsmyndir af litlum börnum eru gjarnan hengdar upp á snúrur eða límdar í glugga i kringum ára- mótin sem tákn um nýja árið. Þeg- ar vorið gengur í garð taka svo við renningar með orðatiltækjum og spakmælum. Andaveggir í Húsi alþýðunnar Samkvæmt kínverskri þjóðtrú geta andar og draugar ekki tekið beygjur eða farið fyrir horn og verða því alltaf að halda beint áfram. Til þess að verj- ast ásókn illra anda hafa Kínverjar gripið til þess ráðs að reisa svonefnda andaveggi. Veggirnir standa yfirleitt rétt innan við garðshliðið eða inn- ganginn í stóra sali. Þeir eru bæði hærri og breiðari en inngangurinn og til þess ætlaðir að rugla andana í rým- inu. Þegar undirritaður var í Kína vakti það athygli að í þinghúsinu í Peking eða Húsi alþýðunnar, eins og það er nefnt á rikistungunni, er mikið um andaveggi. Það var sama inn í hvaða sal var gengið, alls staðar mætti manni stór veggur sem sveigja þurfti fyrir. Þetta er í sjálfu sér ekki frásagnar- vert nema fyrir þær sakir að opinber- lega eru draugar og andar ekki til í Kina. Ég spurði leiðsögumanninn hvemig á því stæði að það væru Eldhúsguðinn Kínverski eldhúsguöirm var sendur til jarðarinnar til að stjórna eldhús- haldi. Guð auðsældar Auraguðinn~er sagður einstaklega nískur og umbuna þeim sem fara vel með peninga en refsa þeim sem sýna óráðsíu. Qin Shubao og Yuchi Gong Kínverjar hengja upp myndir af hurðaguðunum þegar nýtt ár gengur í garð og dugar vernd þeirra út árið. hindranir fyrir atida og drauga í sjálfu þinghúsinu þegar þingið hefði lýst því yfir að þeir væru ekki til. Svarið sem ég fékk var að tilvera anda væri stað- reynd sem enginn leyfði sér að draga í efa, ekki einu sinni þingfulltrúamir sjálfir, þrátt fyrir allar samþykktir þingsins. Talnaspekí í Kina hafa menn mikla trú á tölum og dagsetningar skipta miklu máli. Níu var tala keisarans sem enginn mátti nota nema hann og lá við dauða- sök að brúka töluna að óþörfu. Almúg- inn og embættismenn urðu að hneigja sig níu sinnum í duftið fyrir keisaran- um ef þeir fengu áheyrn eða þegar hann fór hjá. Þessi regla gilti einnig fyrir erlenda erindreka og var einum sendiherra Breta vísað úr landi fyrr á tímum þegar hann neitaði að hneigja sig nema einu sinni fyrir hans hátign. Kínverjar leggja mikið upp úr lífs- gæðum, eins og langlífi, góðri heilsu og veraldlegu ríkidæmi. Talan 1 þýðir það sama og „ég verð“ og talan 8 tákn- ar ríkidæmi. Það er því talið gott að fæðast á 18. degi mánaðarins eða gifta sig þann átjánda þvi þá verða menn ríkir. Þeir Kínverjar sem eiga bifreið sækjast stíft eftir að hafa töluna 8 f númeri hennar og því oftar sem hún kemur fyrir þvi betra. Guðir og verndarandar Andaheimur Kínverja er gríðarlega Qölbreyttur og stéttaskipting mikil, al- veg eins og í mannheimum. Meðal æðri guða má nefna jaðikeisarann á himnum, kónginn í helvíti, drekakon- ung undirdjúpanna, eldhúsguðinn og guði útidyrahurðarinnar sem eru alltaf tveb' saman. Auk þess er urmull af lægra settum vættum sem vernda fjöll, fossa, borgir, hús og fleira, ásamt guðum starfsstétta og lista. Æðstur á himnum Jaðikeisarinn er æðstur allra guða sem halda til á himninum. Sagan seg- ir að fyrir langa löngu, áður en Kína var sameinað í eitt ríki, hafi barnlaus konungur í smáríki beðið himininn um erfmgja tO að taka við ríkinu. Skömmu síðar dreymir konu hans að guðinn Lao Zi komi til hennar með lít- ið bam og níu mánuðum seinna fæddi hún son. öllum til mikillar furðu af- salaði drengurinn sér völdum og hélt til fjalla þar sem hann helgaði sig hug- leiðslu og meinlætalifnaði. Eftir margra ára íhugun og mörg hundruð hugljómanir sveif hann upp i loftið og varð að jaðikeisara himinsins. Áður en þetta gerðist hafði verið mikil óreiða á öllum málum himins- ins og guðirnir barist um völdin. Þetta endurspeglaðist í mannheimi og olli styrjöldum, uppskerubresti, hung- ursneyð, mannfelli og annarri röskun á daglegu llfi. Nokkrar háttsettar himnaverur kölluðu þvi saman guða- þing til að kjósa eins konar yfirguð sem allir gætu treyst. Eins og búast mátti við buðu margir sig fram en enginn þótti traustsins verður. Að lok- um kom fram tillaga um að leita að nothæfum kandídat í mannheimi. Eftir margra ára leit fúndu guðirnir rikis- erfingjann sem afsal- aði sér jarðneskum auði til að stunda hug- leyðslu og meinlæta- lifnað. Guðirnir urðu sammála um að hann væri upplagður leiðtogi og skutu honum til himna þar sem hann var gerður að jaðikeisara himinsins. Þrátt fyrir að jaðikeisarinn á himn- um hafi komið til sögunnar seinna en flestir aðrir guðir er hann forveri, fað- ir og jafnvel afi margra eldri guða. Til dæmis eru til mun eldri sagnir um eldhúsguðinn en samt sem áður er hann yngsti sonur jaðikeisarans. Tveir hurðaguöir Það er algeng sjón í Suður-Kína að sjá myndir af tveimur hraustlegum striðs- verum á útidyrahurð- um heimila. Myndirn- ar eru af hurðaguðum sem vernda heimOið fyrir iUum öndum. í einni sögunni um upp- runa hurðaguðanna segir að þeir hafi verið stríðsmenn Taizong keisara, sem var upp á Tang-tímabUinu (618-907 e. kr.) og heitið Qin Shubao og Yuchi Gong. Á kvöldin þegar keisarinn lagðist tU svefns ásóttu hann illir and- ar og afturgöngur þeirra sem hann hafði látið myrða i valdatíð sinni. Ár- amir öskruðu og ýlfruðu aUa nóttina og gengu svo nærri keisaranum með barsmíðum og djöflalátum að andlegur þróttur hans var á þrotum og það stór sá á honum líkamlega. BeUibrögð hirð- lækna og fyrirbænir töfrapresta reynd- ust gagnlaus tU að hrekja iUvættina burt. Það var ekki fyrr en Shubao og Gong stUltu sér upp fyrir utan svefn- herbergi keisarans í fuUum herklæð- um að púkamir hurfu á braut og árás- unum linnti. Eftir það lét keisarinn mála mynd af þeim á haUardymar sér til vemdar. Almenningur tók upp sama sið og þeir Shubao og Gong urðu að hurðaguðunum. Avalokitesvara Verndari allra sem eiga um sárt að þinda og eru nauðstaddir. Guðinn í eldhúsinu Kínverski eldhúsguðinn var send- ur tU jarðar til að hafa eftirlit með eldhúshaldi og heimilisstörfum. Hann átti einnig að fylgjast með gerðum manna og skila jaðikeisara himinsins skýrslu á tuttugusta og þriðja degi tólfta tunglmánaðarins. Jaðikeisarinn refsaði og umbunaði síðan i samræmi við hana. Sagan segir að fólk hafa yfirleitt verið betra hvað við annað og gjafmildara við fátæklinga eftir þvi sem nær dró skiladegi skýrslunnar í von um að fá góða umsögn frá eldhúsguðinum. í sósíalískri útgáfu af goðsögn- inni segir að fátæklingarnir hafa tekið eftir því að aðeins þeir ríku hlutu náð fyrir augum jaðikeisar- ans og urðu sífellt ríkari. Þeir ályktuðu sem svo að eldhúsguðinn væri mútuþægur eins og veraldleg- ir embættismenn. Vegna fátæktar sinnar gat almúginn ekki keppt við gjafír ríka fólksins og tók þvi til bragðs að fylla melónur með sýrópi og fórna þeim til eldhúsguðsins. Sýrópið átti að festa saman á hon- um kjaftinn og koma í veg fyrir að hann gæti sagt jaðikeisaranum frá hegðun þess. Matfórnir, kjöt og hveitikökur Eitt af þvi sem Kínverjar meta mik- Os er veraldlegt rikidæmi og því kem- ur ekki á óvart að guð auðsældar eða auraguðinn gegni stóru hlutverki í lífi þeirra. Auraguðinn er einn vinsælasti guöinn í Kína og á vorin er hann blót- aður með matfómum, kjöti og hveiti- kökum. Upphaflega var um einn guð að ræða, Zhao Gongming, en smám saman urðu auraguðimir fleiri og sérhæfðari - einn fyrir hveija stétt. Oteljandi guðir og vættir Það er álika gáfulegt að reyna að gera kínverskri guðafræði skil i stuttri blaðagrein eins og að telja sandkornin á Skeiðarársandi - þvilíkur er fjöldinn. í stað þess að trúa á einn guð eins og margir Vesturlandabúar vilja gera eiga Kínverjar marga guði eða verndaranda sem hver og einn hentar við mismun- andi tækifæri. Avalokitesvara er vemdari allra sem eiga um sárt að binda og Guan I er ógnvaldur púka og illra anda. Hvert heimili og þorp á sinn staðar- guð. Forfeðra- dýrkun er mikil þannig að and- amiríKinaeru miklu fleiri en íbúamir og eru þeir að flestra mati alveg nógu margir. -Kip Guan Ógnvaldur púka og illra anda.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.