Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.2001, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.2001, Blaðsíða 20
20 Helgarblað LAUGARDAGUR 7. JÚLÍ 2001 I>V Indriði Aðalsteinsson á Skjaldfönn elur langkjötmestu dilka landsins - ætlar að bæta í: Fer suður með sveit- ungana til að gifta sig - vann á krabbameini, missti annað eistað - stendur „jafnréttur á eftir í kynorku“ miö í lífinu. En víðátta beitiland- anna er mikil og þau eru kjamgóð. Landgæði og rými eru meginástæð- urnar fyrir þessu forskoti mínu. Einnig hef ég staðið í kynbótum. Ég kaupi hrúta út og suður en forðast skyldleikaræktun eins og heitan eld,“ segir Indriði. En þrátt fyrir 500 lamba innlegg á ári af vænum dilkum nást endar ekki saman með viðunandi hætti. Talandi dæmi um það er að Krist- björg Lóa, sem Indriði er að fara að giftast, er búin að ráða sig í vinnu á Hólmavík í vetur í kennslu- og heimavistarumsjón. Indriði verður þá einn í kotinu á virkum dögum. „Við verðum að hafa í okkur og á. Maður hlakkar þá bara til að fá kon- una og börnin heim um helgar," segir Indriði. Svona er hinn hefðbundni ís- lenski landbúnaður í dag - fjár- bændur eru mjög tekjulágir og end- ar nást ekki saman, þrátt fyrir mjög vel rekin bú, nema ábúendur, stundum bæði hjónin, séu að vinna með. Bóndinn á næsta bæ við Ind- riða er til að mynda póstflutninga- maður og annar nágranni er skóla- bílstjóri svo dæmi séu tekin. „En við viljum hvergi annars staðar vera og erum á bólakafi við að gera enn betur í búskapnum." Stálheppinn með konuna Indriði kynntist Kristbjörgu Lóu, eða Lóu eins og hún er kölluð, á eig- in heimili. „Ég var svo stálheppinn að fá hana sem ráðskonu til mín,“ segir Indriði sem verður sextugur á þriðjudag. „Já, við ákváðum að láta pússa okkur saman þannig að við ætlum á þessum afmælisdegi að fara suður til Sýslumannsins í Reykjavik. Öllum sveitungum okk- Hann er sá bóndi sem leiðir ekki aðeins þyngstu heldur langþyngstu lömb til slátrunar á íslandi á haustin. Og hann er ekki hættur kynbótastarfinu því hann ætlar að gera betur - miklu betur. Maðurinn hefur líka slegið met og veitt 201 rjúpu á einum degi, reyndar hluta úr degi. Bóndinn vandar ekki veiði- stjóra kveðjurnar því hann, eins og fleiri bændur og sjómenn við ísa- íjarðardjúp, telur tófuna búna að ganga af mófuglastofninum dauðum á Hornströndum. Þessi maður missti annað eistað þegar eitlakrabbamein gerði vart við sig í líkama hans árið 1994 - „en það er svo skrýtið að maður stendur jafn- réttur eftir hvað varðar kynorku,“ segir hann. Maðurinn, Indriði Aðalsteinsson á Skjaldfönn, í dal innarlega en norðanvert við Djúpið, verður sex- tugur á þriðjudaginn. Þann dag ætlar Indriði að gifta sig. Og það suður í Reykjavík. Hann ætlar að fara með sína heittelskuðu, Kristbjörgu Lóu Ámadóttur, 13 árum yngri, til sýslumannsins í höf- uðborginni. „Vonandi koma sveitungar minir með. Síðan munum við halda aftur vestur í góðan heyskap," segir Ind- riði sem er að burðum eins og 20-30 árum yngri maður. Himinblá augun leiftra af lífsgleði - að Skjaldfónn hafa forfeður hans í beinan karllegg stundað búskap frá árinu 1836. DV eyddi áhugaverðum stundum með þessum manni fyrir vestan í vikunni. 28 kílóa lamb! Þegar ekið er frá Hólmavík, yfir Steingrímsfjarðarheiði og komið niður að ísafjarðardjúpi, er farið til hægri í áttina að Snæfjallaströnd. Um 20 kílómetra frá þjóðveginum er svo afleggjari til hægri fram í Skjaldfannardal, afdal segja sumir, Landgæði og rými - En hver er galdurinn, Ind- riði? „Það er ekkert 201 rjúpa lá eftir dagstund launungarmál að En verra er meö tófuna. Hún er aö útrýma mófuglalífi í ég hef lengi keppt friölandi Hornstranda. Aliir sem DV ræddi viö í ísafjaröar- að þessu og er ekk- djúpi í vikunni eru sammáia um þetta. Tófan gerir sig síö-ert hættur. Ég an svo heimakomna aö hún þiggur æti úr lófa feröa- hyggst gera enn manna, fer meö bitann og grefur hann en kemur svo aft- betur. Maður verð- ur og vill meira. ur að hafa mark- Nyfluttur til Reykjavíkur - úr Kópavogi Ágúst Skorri Sigurösson er ungur maöur frá höfuöborgarsvæöinu sem er duglegur vinnupiltur og nýtur þess um leiö aö dvelja á Skjaldfönn í góöu yfir- læti. Á myndinni er hann með Indriöa bónda í fjárhúsinu. Rommí spilaö í eldhúsinu Indriöi og Lóa taka gjarnan i spil meö eigin börnum og þeim sem koma í sveit. Meö bóndanum á myndinni eru Tíbor Snær, 10 ára sonur Indriöa, og Þórdís Fjölnisdóttir úr Reykjavík, 11 ára. en samt er hann ekki svo langt frá alfaraleið. í grænum dalnum og landinu er víðfeðmt og kjarngott beitiland fyrir sauðfé - það er ástæðan fyrir því hve lömb Indriða, um 500 talsins á hverju hausti, eru svo væn. Fall- þungi þyngsta dilksins í haust var heil 28 kíló! Meðalfallþunginn yfir hópinn var 20,6 kíló. Síðustu 3 ár hefur Indriði ver- ið með vænstu lömbin á tslandi. Meðaltal kjöts sem kom af hverri vetrarfóðr- aðri á að Skjald- fönn á síðasta ári var 39,5 kíló. Langfæstir bænd- ur á íslandi ná 30 kílóa meðaltali. Á búi Indriða eru jafnmargar þrí- lembur og einlembur. ar sem hafa þrek og tíma er boðið að koma meö okkur. Síðan komum við öll aftur heim í sveitina, von- andi í mikinn og góðan heyskap." Indriði á tvo stráka fyrir en Lóa á 2 börn sem búa hjá þeim Indriða á Skjaldfönn en hún á einnig uppkom- inn son og dóttur. Rætur bóndans á Skjaldfonn eru sterkar því þar hafa menn í beinan karllegg stundað bústörf frá árinu 1836. „Þetta er ein lengsta ættarbú- seta sem mér er kunnugt um. Ör- nefnin á jörðinni eru oröin mjög mörg eða um 400,“ segir Indriði. Eísta fjarlægt en kynorkan söm Árið 1994 kenndi Indriði sér meins og leitaði til læknis sem hann þekkir. Læknirinn sendi hann strax í skoðun og niðurstaðan var ekki upplífgandi. Krabbamein var farið aö myndast í öðru eistanu. Indriði fékk það upplýst fyrir sunnan að eistnakrabbamein sé að aukast á meðal karlmanna, ekki síst hjá mönnum í kringum þrítugt. „Þetta reyndist sem betur fer af- markað - meinið var ekki búið að breiðast út. Svo var strax ákveðið að fjarlægja eistað og á eftir fór ég í lyfjameðferð." Svo gerði bóndinn líffræðilega uppgötvun. Þrátt fyrir áfallið, líkamlegt sem andlegt, og það að eistað var fjar- lægt, fann Indriði út að hann „stóð jafnfætis sjálfum sér“ eftir sem áður að því leyti sem flestum karlmann- inum er hvað mest annt um. „Þetta hvorki háði né háir mér hvað kynorkuna snertir - þó ég hafi misst annað eistað," segir Indriði. Hann hefur eftir aðgerðina og lyfja- meðferðina farið í skoðanir á hverju ári. Og bóndinn heldur velli eftir krabbameinið. „Ég hef komið standandi niður, enn þá að minnsta kosti.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.