Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.2001, Blaðsíða 28
28
Helgarblað
LAUGARDAGUR 7. JÚLÍ 2001
DV
Réttarhneyksli
„Þaö er erfitt að átta sig á því
hvemig Barry George getur hafa
myrt Jill Dando,“ segir Gísli Guð-
jönsson réttarsálfræðingur sem
ráðinn var til að leggja sálfræði-
mat á George og meta hæfni hans
til að fara í gegnum réttarhöldin.
George var fundinn sekur um
morðið á bresku sjónvarpskon-
unni og dæmdur í lífstíðarfangelsi
sl. mánudag. „George er lítið
greindur og heilaskemmdur sem
dregur mjög úr skipulagsgáfum
hans en morðið á Jill Dando var
vel skipulagt. Sönnunargögnin
gegn honum voru líka veik. Geor-
ge hefur aldrei játað á sig glæpinn
og engar beinar sannanir hafa
verið lagðar fram sem tengja hann
við morðið.“
Úthugsaður glæpur
Fá morðmál ef nokkur hafa
vakið jafnmikla athygli á undan-
fömum tveimur árirni í Bretlandi
eins og morðið á sjónvarpskon-
unni Jill Dando sem framið var
26. apríl 1999. Dando var 37 ára
gömul þegar ráðist var á hana fyr-
ir utan heimili hennar i Fulham í
London og henni banað með einu
byssuskoti í gegnum höfuðið eins
og um aftöku væri að ræða.
Engar rökrænar skýringar hafa
fundist á glæpnum enda Jill kona
í blóma lífsins, nýtrúlofuð með
farsælan starfsferil að baki og átti
bjarta framtíð fyrir sér. Við rann-
sókn málsins setti lögregla
snemma fram tvær kenningar,
annars vegar að um væri að ræða
ástsjúkan aðdáenda og hins vegar
leyniskyttu, þótt ekki væri ljóst
hver ætti hagmuna að gæta með
því aö láta myrða þessa vinsælu
sjónvarpskonu. Eins þótti hugsan-
legt að forsprakkar undir-
heimanna gætu viljað ná sér niðri
á henni þar sem hún var kynnir í
frægum þætti á BBC um glæpa-
mál sem nefnist Crime Watch eða
Glæpavaktin. Þættinum er ætlað
það hlutverk að höfða til almenn-
ings um að aðstoða lögreglu við að
upplýsa glæpi.
Engar beinar sannanir
Eitt ár leið hins vegar án þess
að nokkur væri ákærður fyrir
morðið. Þrýstingur jókst frá al-
menningi og fjölmiðlum um að
morðgátan yrði leyst og þar kom
að Barry George, 39 ára gamall ná-
granni Dando, var handtekinn.
Lögregla haföi fengið nokkrar vís-
bendingar um furðulegt háttalag
hans og taldi sig hafa nægjanlega
sterk sönnunargögn til þess að
sýna fram á að þeir hefðu fundið
morðingjann eftir að örlítið magn
Anna Hildur Hildibrandsdóttir segir frá
Jill Dando-málinu og ræðir við Gísla Guðjónsson rétt-
arsálfræðing um aðild hans að því.
Jill Dando
Hún var vinsæl sjónvarpskona í heimalandi sínu, Bretlandi.
Hún var kona í blóma lífsins, nýtrúlofuö meö farsælan starfsferil aö baki
og átti bjarta framtíö fyrir sér.
af skotpúðri fannst í frakkavasa
George. Það þótti sambærilegt því
sem fannst við skotsárið á höfði
Jill Dando. 1 framhaldi af því var
hann ákærður og dæmdur í
gæsluvarðhald í mai árið 2000.
Umdeilt
Málið var strax umdeilt og þaö
vakti athygli að einn frægasti lög-
fræðingur Englands, Michael
Mansfield, sem unnið hefur að
mörgum stórmálum þar sem brot-
ið hefur verið á sakborningum og
saklausir dæmdir í fangelsi, tók
að sér að verja Barry George fyrir
dómi. George lýsti sig saklausan
af morðinu í janúar sl. en réttar-
höld hófust yfir honum í febrúar.
„Ég fékk beiðni frá verjendum
George um að leggja sálfræðilegt
mat á hann sérstaklega með tilliti
til þess hvort hann væri hæfur til
að lýsa sig sekan eða saklausan
fyrir rétti og hvort hægt væri að
rétta yfir honum. Niðurstöður at-
hugana minna leiddu i ljós að
hann væri lítið greindur og senni-
lega heilaskemmdur. Ég taldi lík-
legt að hann væri með flogaveiki
og að sálrænn vandi hans, sem
birtist meðal annars athyglis-
skorti, ofvirkni og litlum skipu-
lagshæfileikum, ætti rætur sínar
að rekja til þess.“
Að beiðni Gísla voru síðan
ráðnir tveir aðrir sérfræðingar af
verjendum George og báðir stað-
festu tilgátu hans.
Réttarhöld rofln
Eitt af því sem truflaði réttar-
höldin var hugarangist George
þegar hann sá mynd af sér í fjöl-
miðlum eftir að dómarinn veitti
leyfi til myndbirtinga. „Það fór
mjög illa í George að sjá myndir af
sér í fjölmiðlum. Hann var æstur
og ósveigjanlegur að því marki aö
dómarinn varð að rjúfa störf rétt-
arins og fresta réttarhöldunum
um nokkrar vikur. Ég og sam-
starfsfólk mitt vorum beðin aö
meta Barry að nýju. Niðurstaðan
úr því mati var að hann væri hæf-
ur til að fara i gegnum réttarhöld
meö ákveðnum skilyrðum þó.
Mikilvægast að okkar mati var að
hann fengi stuðningsaðila sér við
hlið sem myndi sjá til þess að
hann skildi það sem fram færi í
réttarsalnum og vera honum til
halds og trausts á sakamanna-
bekknum.
Það gekk eftir og er í fyrsta
skipti sem slíkt hefur verið sam-
þykkt við réttarhöld. Susie Young
sálfræðingur, sem kom til íslands
sl. vor og hélt fyrirlestur um of-
virkni hjá endurmenntunardeild
Háskólans, var jafnframt í réttar-
salnum allan tímann tO að fylgjast
með andlegu ástandi George.
Þetta virkaði vel og átti örugglega
„Mér finnst kenning
verjendanna mun lík-
legri en þeir telja að
samtök Serba hafi ráð-
ið atvinnuskyttu til að
myrða Jill Dando í
hefndarskyni skömmu
eftir að Nató lét
sprengju falla á sjón-
varpsstöð þeirra í
Belgrad. “
sinn þátt í að rétturinn gat starfað
órofiö þangað til niðurstaða lá fyr-
ir,“ segir Gísli en ekki höfðu allar
hindranir verið yfirstignar enn.
Gísli dáleiöir
„Það var ýmislegt sem kom upp
í tengslum við sálræna örðugleika
Georges. Hann þoldi til dæmis illa
þegar dómari og lögfræðingar töl-
uðu flókið lagalegt mál sem hann
skildi ekki. „Þetta skapaði streitu
hjá honum og við upphaf annarra
réttarhaldanna sem hófust í lok
apríl missti hann sjónina af þess-
um sökum. Læknar komust að
þeirri niðurstöðu að ekkert líf-
fræðilegt væri að verki heldur
væri greinilega um sálræna orsök
að ræða. George var búinn aö
vera blindur í fimm daga þegar ég
var beðinn um að koma og skoða
hann. Ég lagði til að ég fengi aö
Meintur moröingi
„George er lítiö greindur og heila-
skemmdur sem dregur mjög úr
skipulagsgáfum hans en moröiö á
Jill Dando var vel skipulagt. Sönnun-
argögnin gegn honum voru Itka veik.
George hefur aldrei játaö á sig
glæpinn og engar beinar sannanir
hafa veriö lagöar fram sem téngja
hann viö moröiö. “
dáleiða hann og það gekk eftir.
George svaraöi dáleiðsluaðferð-
inni vel, fékk sjón á nýjan leik og
réttarhöldin gengu síðan áfallalít-
ið fyrir sig.“
Bar vitni
í ljósi þess hve viðkvæmur Ge-
orge er fóru verjendur hans fram
á að hann yrði ekki skikkaöur til
að bera vitni. Gísla og samstarfs-
fólki hans fannst sýnt að þótt
hann væri hæfur til að standa í
vitnastúkunni og bera vitni þá
gæti það haft alvarlegar afleiðing-
ar, sérstaklega í ljósi þess að rétt-
arhöldin hafa þegar verið rofin
einu sinni vegna sefsýki og
ósveigjanleika hans. Um þetta
risu deilur á milli þeirra sem
sóttu málið fyrir ríkissaksóknara
og verjanda Georges. Fimm sér-
fræðingar á sviði sálfræði og geð-
lækninga, tveir á vegum ríkissak-
sóknara og þrír á vegum verjenda,
voru því kallaðir til sem sérfræði-
vitni, þar á meðal Gísli.
„Við vorum öll fimm sammála
um að Barry George væri hæfur
til að koma í vitnastúku og bera
vitni. Ég og samstarfsfólk mitt
vöruðum hins vegar við því aö
það gæti haft ófyrirséðar afleið-
ingar vegna sálrænna örðugleika
George. Þetta er mjög sértækt at-
riði en engu að síður mikilvægt
því samkvæmt nýjum lögum í
Englandi hefur dómari rétt á að
ráðleggja kviðdómi að draga nei-
kvæöa ályktun af því ef sakborn-
ingur neitar að bera vitni og þaö
eitt getur haft mikil áhrif á niður-
stöður kviðdómsins. Vitnin sem
komu fram á vegum saksóknara
töldu að George væri með látalæti
og uppgerð en fullyrðingar þeirra
voru ekki á rökum reistar. Dóm-
ari studdist við röksemdir okkar
sem unnum fyrir verjendurna því
þær voru byggðar á ítarlegum
prófum og athugunum sem við
vorum búin að gera,“ segir Gísli
sem gat sáttur við unaö því þessi
tilhliðran dómarans í málinu kom
jafnvel verjendunum á óvart og
heldur áfram: „Þetta var enn eitt
dæmið um að það er tekið meira
tillit til sálfræðivinnu innan rétt-
arkerfisins og þeirra áhrifa sem
sálrænir þættir hafa á einstak-
linga."
Furðulegur en tæpast
morðingi
Mikið hefur verið gert úr því
að George sé haldinn þráhyggju
og leggi í vana sinn að áreita kon-
ur og ónáða frægt fólk. Þá hefur
einnig verið fjallað um dóm sem
féll yfir honum árið 1983 vegna til-
raunar hans til að nauðga ungri
konu. „Það eru 17 ár síðan að
þetta var og það mál á ekkert
skylt við það mál sem hann er
dæmdur fyrir núna. Hann sat af
sér dóm og hefur ekki verið
dæmdur síðan. Það má vissulega
segja að George sé furðulegur og
ekki eins og fólk er flest. Það er
hins vegar varhugavert að trúa
öllu sem birtist i fjölmiðlum um
svona mál. Sumt er ýkt og blásið
upp, ekki síst þar sem verið er að
fjalla um morð á vinsælli sjón-
varpskonu," segir Gísli en hann
hefur unnið að mörgum stærstu
sakamálum Bretlands á undan-
förnum 20 árum. „Það er mikið
álag á rannsóknarlögreglu í stór-
máli sem þessu og þess vegna
hættara við að mistök eigi sér
stað.“
Díönudýrkandi
Myndir sem fundust á öryggis-
myndavélum við Kensington-höll-
ina, þar sem George bar hnif og
reipi, þykja sanna að hann hafi
lagt Díönu prinsessu í einelti og
ætlað að brjótast inn í vistarverur
hennar. George var fjarlægður af
lögreglu en ekki ákærður fyrir
verknaðinn. Síðar fundu lögreglu-
menn hátt á annað þúsund mynd-
ir af yfir 400 konum í íbúðinni
hans sem þeim þótti styrkja grun
sinn um að hann legði konur í ein-
elti.
ímyndaður veruleiki George
ýtti líka undir þann grun lögreglu
að hann gæti verið morðinginn.
Þannig þóttist hann vera frændi
Freddys Mercurys heitins, söngv-
arans úr Queen, spann upp sögur
um að hann væri karatemeistari
og lét líta út fyrir að hann væri
áhættuleikari og jafnvel SAS-með-
limur.
Það er hins vegar ekki síður at-
hyglisvert að engum sjónarvotta
sem töldu sig hafa séð morðingj-
ann á vettvangi bar saman um
hvernig hann liti út eða hvernig
hann væri klæddur og að undan-
skildum einum þeirra gat enginn
borið kennsl á Barry George. Sjón-
arvotturinn sem benti á George
var kona sem einn rannsóknarlög-
reglumannanna stóð í ástarsam-