Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.2001, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.2001, Blaðsíða 17
LAUGARDAGUR 7. JÚLÍ 2001 DV 17 Helgarblað fossflugvöll. Þangað ætluðu þeir frá Eyjum með flugvél frá Leiguflugi ísleifs Ottesen. „Viö vorum stödd hjá vinafólki þegar við fengum símhringingu frá Jóni Berki þar sem hann sagði okkar að sennilega kæmust þeir ekki í land um kvöldið. Bíða yrði til morguns. Með þessar fréttir fórum við í bæinn. Fljótlega eftir að við komum heim til okkar i vesturbæinn heyrðum við í sjúkrabílum sem mér heyrðust fara út Suðurgötuna. Ég hugsaði með mér hvort orðið hefði flug- slys. Eitthvað fór strax að naga mig þó ég hefði þann varnagla á að strákarnir hefðu átt að fljúga á Selfoss og ekki fyrr en næsta dag. í tíufréttunum um kvöldið var flugslys í Skerjafirði fyrsta fréttin og þá hringdi ég strax í Friðrik Þór, föður Sturlu. Hann var þá staddur á Borgarspítalanum og sagði mér að koma strax þangað. Sagði hann að ekki væri vitað ná- kvæmlega hverjir hefðu verið í flugvélinni en vissara væri að við kæmum. Við komum skömmu síð- „Þegarjón Börkur bað leyfis til að fara á Þjóð- hátíð í Eyjum og fram kom að hann cetlaði að fljúga vakti það engin sérstök viðbrögð hjá mér, því ég trúði því þá að flugöryggi á íslandi vœri í lagi. En ég komst að raun um annað. “ ar og þá lá orðið ljóst fyrir hverjir lent höfðu í slysinu,“ segir Jón Ólafur, sem kýs að vera fáorður um lífsreynslu sína og þá miklu baráttu sem sonur hans háði. „Það breytti miklu á því tíma- bili sem í hönd fór að Jón Börkur og Sturla lentu á sama spítala. Fjölskyldumar og vinir veittu hvor annarri stuðning og fengum við einnig mikinn stuðning frá fé- lögum og vinum strákanna sem höfðu verið vinir allt frá bam- æsku. Þeir kynntust í Vesturbæj- arskólanum átta ára gamlir og vinskapurinn hélst ætið. Jón Börkur hafði mikinn áhuga á íþróttum og undir þaö síðasta var hann farinn að æfa með meistara- flokki KR í handbolta." Friðrik tók af skarið Fljótlega eftir flugslysið vakn- aði grunur hjá Friðrik Þór Guð- mundssyni, föður Sturlu, um að sitthvað í rekstri Leiguflugs ísleifs Ottesen hefði ekki verið með þeim hætti sem vera bæri og einnig mætti sitthvað athugavert finna hjá Flugmálastjórn, til dæmis er varðaði eftirlit með flugrekend- Aö hætti strútsins j gegnum þetta kynntist ég mörgum starfsmönnum og öölaöist tiltrú á Flug- málastjórn, hélt aö þetta væri dæmi um ríkisstofnun þar sem málin væru í góöu lagi. En svo viröist ekki vera, þótt menn séu aö kaþpkosta aö breiöa yfir vandann og stinga höföinu í sandinn aö hætti strútsins. “ um. Fljótlega eftir slysið fór hann svo fram á opinbera rannsókn á flugslysinu. „Ég studdi Friðrik heils hugar í að vekja máls á þessu en hann tók aftur á móti af skarið. Leitaði víða eftir gögnum og fann margar brotalamir. Friðrik varð til dæmis strax var við að eitthvað hafði verið bogið við flugrekstur ísleifs Ottesen en einnig urðum við var- ir við ýmis undarlegheit í starfi Flugslysanefndar sem rannsaka átti Skerjafjarðarslysið. Athyglis- vert þótti mér til dæmis að ekki skyldi vera tekin skýrsla af flug- stjóra Dornier-vélar íslandsflugs sem var á flugbrautinni þegar flugmanni Cessna-flugvélarinnar var sagt að hætta við lendingu - og hún lenti í framhaldi af því í sjónum. Ég hringdi í Skúla Jón Sigurðarson, formann Flugslysa- nefndar, þegar þrettán vikur voru liðnar frá slysinu og spurði hverju þetta sætti. Fljótlega eftir þetta mun skýrsla hafa verið tekin af flugstjóranum en það hve seint það var gert og það þá eftir mína fyrirspum finnst mér dæmigert um sleifarlagið við rannsóknina." Láta ekki rugga sér né breyta málum Flugið á íslandi er kunningja- samfélag þar sem menn fara var- lega í að rugga bátum hver ann- ars. Þetta er mat Jóns Ólafs sem segir að margt í hinu ofursmáa ís- lenska þjóðfélagi sé þannig að rannsóknir á málum séu okkur ís- lendingum um megn vegna ná- lægðar. „Ég held að skynsamlegra væri að gera samninga við er- lenda aðila um flugslysarannsókn- ir. Hér í Háskóla íslands eru er- lendir og óháðir sérfræðingar í æ ríkari mæli fengnir til þess að leggja mat á menn og frammi- stöðu þeirra. Þetta hefur skilað góðum árangri og er óumdeilt. Ég efast hins vegar um að menn ætli að láta Skerjafjarðarslysið rugga sér neitt né breyta rannsókn mála A vettvangl í Skerjafiröl „Viö heyröum ísjúkrabílum, sem mér heyröust fara út Suöurgötuna. Ég hugsaöi meö mér hvort oröiö heföi flugslys. Eitthvaö fór strax aö naga mig þó ég heföi þann varnagla á aö strákarnir heföu átt aö fljúga á Selfoss og ekki fyrr en næsta dag, “ segir Jón Ólafur. í fluginu. Það sést best á skýrslu Alþj óðaflugmálastofnunar innar um Flugslysanefnd og hvaða for- sendur henni voru gefnar." Jón Ólafur nefnir einnig að í sl. viku hafi verið kynnt úttekt Al- þjóðaflugmálastofnunarinnar á starfsemi Flugmálastjórnar. Áherslupunkturinn í þeirri kynn- ingu hafl verið sá að færri athuga- semdir hafi verið gerðar við starf- semi Flugmálstjórnar íslands en sambærilegra stofnana erlendis. „Þessi talnaleikur er afbökun. Fjöldi athugasemda skiptir ekki öllu máli heldur eðli þeirra. Þegar ég les þessa skýrslu tek ég eftir því að gerðar eru alvarlegar at- hugasemdir við sömu atriði og við Friðrik Þór höfum gert, til dæmis eftirlit með flugrekstri í landinu." Og Jón Ólafur les og þýðir jafn- óðum eina setningu úr skýrslu Al- þjóðaflugmálastofnunarinnar: „Áætlun um lofthæfieftirlit trygg- ir ekki alhliða og samfellt eftirlit með rekstraraðilum og viðhalds- verkstæðum.“ Kappkosta að brelfta yflr vandann Jón Ólafur kveðst á sínum æskuárum mikið hafa verið í tengslum við flugið. Faðir hans er fyrrverandi flugumferðarstjóri og iðulega hafi hann komið í heim- sókn til hans í flugturninn. „í gegnum þetta kynntist ég mörgum starfsmönnum og öðlaðist tiltrú á Flugmálastjóm, hélt að þetta væri dæmi um ríkisstofnun þar sem málin væru í góðu lagi. En svo virðist ekki vera, þótt menn séu að kappkosta að breiða yflr vand- ann og stinga höfðinu í sandinn að hætti strútsins. Við höfum nú, eins og áður hefur komið fram, fengið breska sérfræðinga til liðs við okkur sem ætla að gera óháða úttekt á málinu - úttekt sem sam- gönguráðherra hefur meira að segja reynt að gera tortryggilega og neitar að styrkja þar sem Al- þjóðaflugmálastofnunin hafl sagt að rétt hafi verið að rannsókn Skerjafjarðarslyssins staðið af hálfu Flugslysanefndar. Mér hafa hins vegar borist spurnir af því að bresku sérfræðingamir hafi þegar í upphafi rannsóknar sinnar var- að menn Alþjóðaflugmálastjórnar- innar við því að þeir muni að öll- um líkindum verða á annarri skoðun," segir Jón Ólafur og bæt- ir við: „Þegar Jón Börkur bað leyfis til að fara á Þjóðhátíð í Eyjum og fram kom að hann ætlaði að fljúga vakti það engin sérstök viðbrögð hjá mér því ég trúði því þá að flug- öryggi á íslandi væri í lagi. En ég komst að raun um annað. Það er í lamasessi og það verður að breyt- ast. í þágu bætts flugöryggis á ís- landi háum viö Friðrik Þór Guð- mundsson okkar baráttu - og telj- um okkur svo sannarlega hafa verk að vinna.“ -sbs t> r;;.: NÚ ERT ÞÚ TILBÚIN(N) AÐ NJÓTA SÓLARINNAR. 4. Stingdu svo uppblásnum koddanum inn í pokann. 6. Komdu þér þægilega fyrir á handklæðinu. Ef þú kaupir gjaldeyri hjá Landsbankanum getur þú vaiið þér fallega tösku fyrir sumarfri'ið. Ef þú kaupir t.d. gjaldeyri fyrir 40.000 krónur eða meira eignast þú sólstrandarbakpoka með handklæði og kodda. i S í 5 i i Landsbankinn Betri banki
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.