Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.2001, Blaðsíða 29
37
LAUGARDAGUR 7. JÚLÍ 2001
MYNDIR BRIAN SWEENEY
Atvinnuskytta líklegri kenning
„Mér finnst kenning verjendanna mun líklegri en þeir telja að samtök Serba hafí ráðiö atvinnuskyttu til að myrða Jill Dando í hefndarskyni skömmu eftir að Nató lét sprengju falla á sjónvarpsstöð
þeirra í Belgrad, “ segir Gísli Guöjónsson um morðið á sjónvarpskonunni Jill Dando en hún féll fyrir byssuskoti þann 26. apríl 1999.
bandi við. Dómari hafnaði ekki
beiðni ríkissaksóknara um aö hún
kæmi í vitnastúkuna.
Serbnesk leyniskytta
Spurningin sem fjölmiðlar í
Bretlandi velta fyrir sér núna er
hvort réttarkerfið geti forsvarað
að dæma mann eins og George
sekan fyrir jafnalvarlegan glæp á
jafnvafasömum forsendum og hér
um ræðir. Sönnunargögnin eru
veik, engin játning liggur fyrir,
engin vitni hafa gefið sig fram
sem sáu verknaðinn og ekki hefur
verið hægt að rökstyðja hver til-
gangur George með slíku morði
gæti hafa verið.
Verjendur Georges hafa bent á
þetta en lögfræðingar ríkissak-
sóknara telja víst að rétti maður-
inn hafi verið dæmdur. Þeir telja
að óbeinar sannanir sem þeir hafi
lagt fram séu sterkar og að skot-
púðrið sem fannst í frakkavasa
Georges styrki þær verulega. Aðr-
ir hafa bent á að skotpúðrið fannst
í frakka George rúmu ári eftir að
morðið var framið og eftir að
frakkinn hafði verið í herbergi
lögreglu þar sem skotvopn eru
geymd og legið þar ofan á skyrtu
lögreglumanns.
„Morðið á Jill Dando var vel
skipulagt og úthugsað. Það er
erfítt að átta sig á því hvernig lítið
greindur og heilaskemmdur mað-
ur, sem á í erfiðleikum með aö
skipuleggja sig og er seinn í hreyf-
ingum, hefur framkvæmt jafnút-
hugsað morð og þetta. Það er um-
hugsunarefni að hann hafi komist
óséður af vettvangi og þagað yfir
glæpnum í yfir tvö ár núna. Mér
finnst kenning verjendanna mun
líklegri en þeir telja að samtök
Serba hafi ráðið atvinnuskyttu til
að myrða Jill Dando í hefndar-
skyni skömmu eftir að Nató lét
sprengju falla á sjónvarpsstöð \
þeirra í Belgrad. Verjendur Geor-
ge hafa ákveðið að áfrýja dómnum
til Hæstaréttar og það veröur fróð-
legt að fylgjast með þróun þessa
máls þar.“
Anna Hildur Hildibrandsdóttir
býr í London og er að skrifa bók
um Gísla Guöjónsson sem kemur
út hjá Máli og menningu nú í %,
haust.