Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.2001, Blaðsíða 27
27
LAUGARDAGUR 7. JÚLÍ 2001
DV___________________________________________________________________________________________________Helgarblað
Heiftúðug málaferli
vegna Kurt
Rokkdruslan Courtney Love,
ekkja Kurt Cobain, og Dave Grohl
og Krist Novoselic, meölimir hljóm-
sveitarinnar Nirvana heitinnar,
standa nú i hörðum málaferlum.
Bitbeinið er réttur yfir óútgefnu
efni með Nirvana og slit á samningi
sem deiluaðilar gerðu um sameigin-
legt forræði yfir tónlist sveitarinn-
ar.
því haldið fram að Kurt hafi í raun
verið Nirvana á meðan Grohl og
Novoselic voru bara til uppfylling-
ar. Þótt Courtney viðurkenni að
Novoselic hafi verið góður vinur
Kurt til langs tíma þá lýsir hún
Grohl aðeins sem sjötta trommara
Nirvana. í lögsókn Courtney segir
að hún hafi verið miður sín af sorg
þegar hún skrifaði undir samning
við Grohl og Novoselic, þrem árum
eftir andlát Cobain.
Þeir félagar segjast hins vegar
hafa boðið Love samninginn þar
sem þeim fannst ekki annað réttlátt.
Þrátt fyrir að Love segist hafa verið
buguð af sorg þá segja Grohl og
Krist að lögfræðingar hennar hafi
samþykkt samninginn, þannig að
sorg hafi lítið með þetta að gera.
í vörn sinni segja þeir að Court-n-
ey hafi nýtt Nirvana til að komast
áfram í skemmtanaheiminum, m.a.
notað Smells Like Teen Spirit til að
verða sér úti um hlutverk í mynd-
inni Moulin Rouge. Auk þess hafi
hún aftur og aftur opnað sig í viðtöl-
um við fjölmiðla og lítillækkað
minningu Cobain. Réttarhöld hefj-
ast í desember.
Love og Frances Bean
Courtney sækist eftir því aö gera
sig og dóttur sína og Cobain aö
einkaeigendum laga Nirvana.
Saga málsins er að Grohl og
Novoselic ætluðu að gefa út Nir-
vana-pakka með safni geisladiska.
Þar átti einnig að heyrast áður óút-
gefið efni, þ. á m. You Know Yor’re
Right sem er seinasta lagið sem Nir-
vana tók upp áður en Cobain fannst
látinn á heimili sínu í Seattle.
Þó nokkuð er um skítkast eins og
gengur og gerist í málaferlum þar
sem tveir deila. í kröfu Courtney er
Felur sig fyrir
papparössum
Söngvarinn Robbie Williams er
þessa dagana í felum fyrir pappa-
rössum, ljósmyndurum þeim sem
elta fræga fólkið á röndum.
Robbie segir að blaðasnápar hafi
reglulega plantað sér fyrir utan
heimili hans og beðið hans. „Þar
sem ég bjó voru að jafnaði 4 til 5
blaöamenn fyrir utan. Þegar ástand-
ið var sem verst voru eltu mig þrír
bílar hvert sem ég fór í nokkrar vik-
ur.
Robbie segist nú vera í felum í
öðru húsi en hann grunar samt að
fjölmiðlar viti hvar hann er.
„Breska pressan er afsprengi
satans," segir hann.
Jay Kay tjáir sig
í textunum
Popparinn Jay Kay úr Jamiro-qu-
ai tjáir gremju sína í garð fyrrver-
andi kærustu sinnar, Denise Van
Outen, á nýjustu plötu sinni. Hinn
ómfagri söngvari kvartar undan því
að geta ekkert gert til að gleðja
kærustuna. Hún var hreinlega
aldrei ánægð með það sem hann
gerði og gat engan veginn ákveðið
hvaö það væri sem hún vildi fá frá
honum.
Skötuhjúin hættu saman í mars
síðastliðnum en fyrir 18 mánuðum
bað Jay Kay hennar. Þau frestuðu
brúðkaupinu um óákveðinn tíma í
desember síöastliðnum, en nú virð-
ist sem aldrei verði af því.
Ijiglij
mmmm
, ■' \í ,4 -o, - / ' <>;
Misstu ekki af
verðlaunapottinum!
Veglegir vinningar, þar á meðal
ferðatölvur, geislaspilarar,
hljómtæki, tökuvélar,
ferðatæki, myndavélar
og margt, margt fleira.
AÐALVINNING!