Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.2001, Blaðsíða 50
58
LAUGARDAGUR 7. JÚLÍ 2001
Tilvera I>V
lí f iö
Jón Nordal í
Skálholti
Fyrsta helgi Sumartónleika
Skálholtskirkju er tileinkuð Jóni
Nordal. Kl. 14 í dag hefst erindi
sr. Gunnars Björnssonar, Hall-
grímur Pétursson, skáldskapur
hans og samtími. Klukkan 15
hefst flutningur nýrra kórverka
eftir Jón Nordal sem Sönghópur-
inn Hljómeyki sér um. Klukkan
17 flytur Lenka Mátéová orgel-
verk eftir Petr Eben og
, Hljómeyki, ásamt Lenku, flytur
verkið Dýrðin og draumurinn.
Leikhús
■ UNGIR MENN A UPPLEIÐ Verð
launasýning Stúdentaleikhússins,
Ungir menn á uppleiö verður frum-
sýnd í Kaffilelkhúsinu í kvöld klukk-
an 20,
■ FROKEN JÚLIA - ENN OG AFTUR
ALVEG OÐ Leikritið Fröken Júlía -
enn og aftur alveg óð verður sýnt í
Smlðjunni, Sölvhólsgötu í kvöld
klukkan 20.
■ WAKE ME UP BEFORE YOU GO
~’GO Söngleikurinn Wake me up
before you go go eftir Hallgrím
Helgason verður sýndur í kvöld
klukkan 20 í Borgarleikhúsinu.
■ HEDWIG Leikritiö Hedwig veröur
frumsýnt í Iwöld í Loftkastalanum
kl. 20.30. Örfá sæti laus.
Opnariir
■ GERÐUR HELGADOTTIR I LISTA-
SAFNI KOPAVOGS Sýning á glerlist
og höggmyndum Gerðar Helgadóttur
verður opnuð í dag kl. 15 í
Listasafnl Kópavogs. í tilefni sýning-
arinnar verður einnig kynning á
minjagripum sem hannaöir hafa ver-
ið út frá verkum Gerðar. Sýningin
stendur til 12. ágúst.
■ UÓSMYNDIR HANS MALM-
BERGS I HAFNARBORG I dag verö-
ur opnuö í aöalsal Hafnarborgar í
Hafnarfirði sýning á Ijósmyndum
sænska Ijósmyndarans Hans Malm-
berg. Sýningin er opin alla daga
nema þriðjudaga og henni lýkur 6.
ágúst.
■ SKOTSKÍFUR í HAFNARBORG 1
Sverrissal Hafnarborgar veröur opn-
uð í dag sýning á skotskífum í eigu
Det Kongelige Skydeselskab og
Danske Broderskab. Margar þeirra
sýna Islenska kaupstaði og hafa
þær mikið menningarsögulegt gildi.
■ ÞRJÁR OPNANIR Á AKUREYRI
Þrjár sýningar veröa opnaöar á
Akureyri í dag. Margrét Jónsdóttir
opnar sýningu í hornstofu Safna-
safnsins og stendur sú sýning til 3.
ágúst. Magnús Logi Krlstinsson
" opnar sýningu í Kompunnl og verður
meö uppákomu „á slaginu sex“.
Jonna opnar sýningu á Café Kar-
ólínu kl. 16.
■ LÁRUS H. LIST í LISTHÚSINU í
LAUGARDAL Listamaðurinn Lárus
H. List opnar í dag málverkasýning-
una Vitundarástand í Listagalleríi,
Listhúsinu í Laugardal.
Tónleikar
M TRfÓ ÁÍRNA HÉjÐÁRS verður á^
Jómfrúnni í dag kl. 16. Auk Árna
Heiðars sem leikur á píanó leika
þeir Tómas R. Einarsson á
kontrabassa og Matthías Hemstock
' á trommur.
Fyrirlestur
■ LÍFH) I SOGINU Siguröur St.
Helgason lífeðlisfræðingur mun
verða í Alviðru við Sog í dag milli kl.
14 og 16 og fræða gesti staöarins
um það líf sem í Soginu leynist.
Sjá nánar: Lífiö eftir vinnu á Vísi.is
Dulrúnir SMS-skilaboða
- táknmál ungu kynslóðarinnar
íslensk ungmenni voru eldsnögg
að tileinka sér SMS-þjónustu síma-
fyrirtækjanna og samkvæmt laus-
legum athugunum hjá Símanum,
Tal og Íslandssíma má gera ráð fyr-
ir að tæplega 350.000 skilaboð séu
send á hverjum degi og eru börn og
unglingar stærsti notendahópurinn.
Mestur fjöldi SMS-skilaboða sem
vitað er um hjá einstaklingi eru 60
skilaboð á klukkustund og annar
sendi 10.000 boð á einum mánuði
þannig að þeir hafa haft sig alla við.
Til þess að flýta fyrir og auðvelda
sendingar hefur ungdómurinn tekið
upp sama mynd- eða táknmálið og
notað er á yrkinu. Sum táknin eru
notuð i fleiri en einni merkingu.
Þrátt fyrir að táknin flækist fyrir
fullorðnu fólki og líkist einna helst
egypskum híróklífum eru þau ótrú-
'iÆi 'luJJsZ
íujjWb)]Jí2JS
B-) Batman
>:-) Djöfullinn
+ Jesús
5:-) Elvis
($-$) Gráðugur
>0 Lftill púki
:-0 Marilyn Monroe
8-) Nörd
P/:-l Spock
d:l Svalur
:-V Vitlaus
((-: Öfugur
$-) Uppi
:o)= Vampýra
[:] Vélmenni
JJUJJ'Jj
8-) Andlit með gleraugu
[:-) Með vasadiskó
:-)8 Með slaufu um hálsinn
{:-) Með hár
d:-) Með derhúfu
Cl:-) Með pípuhatt
(:-) Með hjálm
:-)= Með skegg
&:-) Með krullað hár
#:-) Með loðhúfu
;-) Blikka
;) Blikka án nefs
Koss
@H— Rós
Bíógagnrýni
ifejjj; uyjjs ug JjJíUJJJJSJgOJ
(@-@) Agndofa
(:- Hissa
(O-O) Hneykslaður
3-( lllur
=0) Saklaus
:-] Lítið bros
:-S Spældur
:o} Ástfanginn
:+( Áttavilltur
:o{ Hryggbrotinn
:-( Leiður/súr á svipinn
:-)) Mjög glaður
(:-\ Mjög leiður
:°[ Pirraður
:-/ Reiður
>:-< Öskureiður
%-) Ringlaður
:-0 Undrandi
:-D Hlátur
:-) Glaður/brosandi andlit
(-: Brosa til hægri
:) Brosa án nefs
:') Gráta af gleði
:( Súr á svip án nefs
:’-( Grátur
:-c Óhamingjusamur
:-ll Leiður
:-< Svikinn/svekktur
>:-( Mjög leiður
>:-0 Vaaá
:-l Kinka kolli/það passar
Súrt
:-(0) Rop
O:-) Engill/dýrlingur
>:-9 Sleikja út um
:-l Frosinn/kinka kolli
:-<> Mjög hissa
%-6 Einn ferlega Ijótur
:-() Hissa/gapandi
:-) Kvefaður með hor
:-o zz Kúra
:-\ Hugsa/stressaður
: @ Öskra
:-o Bregða
:-X Halda kjafti
l-l Sofa
1-0 Geispa/hrjóta
%-} Einn illa farinn
:-v Tala
:-w Tala tveimur tungum
:-Þ Ulla beint
:-P Ulla til vinstri
:-b Ulla til hægri
Ráðlð í dulmálið
Fjandinn, þessi nörd er svo gráöugur aö ég er agndofa! Hann er ágjört
svín!
lega einfóld og skýr - þegar maður
veit hvað þau þýða. Til að auðvelda
foreldrum og forráðamönnum að
skilja börninn sín fylgir hér einfald-
ur lykill að myndmáli SMS-skilað-
anna. Kip/KVH
JJJJj 'íJ 'Ú
B-) Sólgleraugu
B:-) Sólgleraugu á enninu
8:-) Gleraugu á enninu
{:-) Alpahúfa
}:-( Uppbrett alpahúfa
=!:-)= Sámur frændi
+<:-l Munkur/nunna
:A) Brotið nef
-:-) Pönkari með hanakamb
@:-) Túrban
:=) Báðar nasirnar
Blótandi
<!-) Kínverji
:-0 Með yfirvaraskegg
:-0 Varastór
:-Q Reykja
:-? Reykja pípu
(32
:= 1 Api
:=8) Bavíani
8) Froskur
~o~ Fugl
<:>== Kalkúnn
3:-o Kýr
}:-< Köttur
A_A Leðurblaka
:<= Rostungur
3:*> Rúdolf
====:[ Snákur
:V Spæta
:@) Svín
(OvO) Ugla
Háskólabíó - Tillsammans ★ ★★
Kommúnulíf
Hilmar
Karlsson
skrifar gagnrym
unn kvikmyndir.
Lukas Moodysson byrjaði glæsi-
legan leikstjórnarferil sinn með
Fucking Ámál, þar sem fjailað er á
sterkan og nærfærinn hátt um ung-
ar stúlkur sem eru að komast að
raun um kyneðli sitt, um leið og
þær eru í leit að sjálfri sér. Fucking
Ámál fór sigurför um heiminn og
það er óhætt að fullyrða að mikil
spenna hafi verið f loftinu þegar
kom að nýrri mynd Moodyssons,
Tillsammans. Væntingar voru
miklar og þó Tillsammans sé ekki
eins áhrifamikil eða eins þétt kvik-
mynd og Fucking Ámál þá er langt
í frá að hún valdi vonbrigðum. Um
er að ræða skemmtilega úttekt á
frjálslyndi í lok hippatímabilsins á
áttunda áratugnum og hvaöa áhrif
skoðanir og gerðir foreldra hafa á
börnin sem þau ala upp í umhverfi
sem þau eru ekkert sérlega hrifin
af.
Sögusviðið er 1975. Tímabil
blóma og friðar hjá ungu fólki er
ekki liðið en þegar er farið að hilla
undir endalokin. I upphafi er Elisa-
beth að flýja frá eiginmanni sínum,
drykkfelldum rudda, á náðir bróð-
ur síns, Görans, sem býr í komm-
únu þar sem allt skal vera fábrotið
og hugsjónir hafðar að leiðarljósi.
Kommúnan heitir Tillsammans og
þar ægir saman einstaklingum sem
eiga fátt sameiginlegt nema póli-
tískar skoðanir og hugsjónina um
frið á jörðu. Það er nú samt svo að
allar umræður eru á neikvæðum
nótum og þvi er stundum þráður-
inn stuttur. Til að mynda er rifist
um það hvort Llna langsokkur sé
kapítalisti eða ekki. Allir hafa
skoðanir, nema hinn eini sanni
friðarsinni, Göran, sem hvað eftir
annað lendir á milli í umræðum,
reynir að sætta „skoðanabræður"
sína um leið og hann samþykkir að
unnusta hans fái að sofa hjá öðr-
um, því sá á svo bágt.
í þessu umhverfi eru alin upp
þrjú börn. Tvö þeirra, börn Elísa-
betar, koma frá brotnu heimili og
eru viðkvæm á meðan það þriðja
hefur mestan hluta lífs sfns alist
upp i kommúnunni. Líf þeirra eldri
í kommúnunni og skoðanir hafa
áhrif á börnin og meðan Moodys-
son afgreiðir fullorðna fólkið á
kómískan hátt og lætur vel koma í
ljós galla þess, þá fer hann nær-
færnum höndum um börnin og þær
tilfinningar sem bærast innra með
þeim. í lokin gefur hann þeim tæki-
færi í framtíðinni þegar ljóst er að
kommúnan er í andarslitrunum.
Eitt af því sem Moodysson gerir
vel er að blanda saman gamni og
alvöru. Segja má að Tillsammans
sé raunsæ úttekt á hippalífi í
kommúnu um leið og hún er vel
heppnuð gamanmynd. Fullorðna
fólkið stendur í þeirri trú að það sé
betra en aðrir og að heimurinn
bjargist aðeins með aðgerðum sem
þau aðhyllast. Börnin vilja frelsi
frá lífsstíl foreldranna og þegar þau
nota aðferðir þeirra eldri og mót-
mæla með í kröfugöngu með mót-
mælaspjöld ber það árangur. Þessi
blanda er vel unnin og gerir
Tillsammans að heilsteyptri kvik-
mynd.
Leikstjórn og handrit: Lucas Moodysson.
Kvikmyndataka: Ulf Brantás. Aðalleikar-
ar: Lisa Lindgren, Michael Nyquist,
Gustav Hammersten, Anja Lundkvist og
Jessica Liednerg.