Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.2001, Blaðsíða 12
12
Helgarblað
LAUGARDAGUR 7. JÚLÍ 2001
DV
Balkanskaginn
enn í lausu lofti
Skilur eftir sig rjúkandi rústir
Milosevic nýtti sér þjóðerniskennd Serba til að komast til valda í gömlu Júgóslavíu. Á þeirri stefnu byggði hann sem leiddi til blóðugra átaka þjóðarbrota í mill-
um á Balkanskaga sem spanna nærri heilan áratug og sér enn ekki fyrir endann á þegar átökin í Makedóníu eru tekin með í reikninginn.
Héraðið Kosovo sem Slobodan
Milosevic, fyrrverandi forseti
Júgóslavíu, nýtti sér i baráttu sinni
til að komast til valda reyndist
einnig vera banabiti hans. Árið 1987
hélt hann ræðu rétt fyrir utan Prist-
ina, höfuðstað Kosovo, þar sem
hann lýsti því yfir að Serbar myndu
vinna Orrustuna um Kosovo. Þar
vitnaði hann í orrustu árið 1389
hvar Serbar buðu lægri hlut fyrir
herjum tyrkneska Ottoman-keisara-
veldisins.
Milosevic höfðaði til þjóðemis-
kenndar Serba. Það skilaði honum
forsetaembætti árið 1989 og var eitt
af fyrstu verkum hans að afnema
sjálfstjórn Kosovo-héraðs. Þegar
Króatía ákvað að kljúfa sig út úr
Júgóslavíu og Bosnía tveim árum
seinna nýtti Milosevic sér enn
sterka þjóðemisvitund Serba og
sagði að tryggja yrði að allir Serbar
gætu búið í sama landi. Þetta leiddi
síðan til blóðugra borgarastyrjalda í
báðum löndum.
Milosevic ekki einn
Mannfallið vegna stríða á
Balkanskaganum er komið yfir
300.000 manns í stjórnartíð Milos-
evic. Þá er mannfall í Kosovo-stríð-
inu meðtalið. Milosevic bíður nú
réttarhalda fyrir stríðsglæpadóm-
stóli Sameinuðu þjóðanna vegna að-
ildar sinnar að átökunum í Kosovo;
hann, ásamt fjórum af sínum nán-
ustu samstarfsmönnum: Milan
Milutinovic, forseta Serbíu, Nikola
Sainovic, fyrrverandi forsætisráð-
herra Júgóslavíu, Dragoljub Ojdan-
ic, fyrrverandi yfirhershöfðinga
júgóslavneska hersins, og fyrrum
innanríkisráðherra Serbíu, Vlajko
Stojilkovic. Ákærurnar gegn þeim
hljóða upp glæpi gegn mannkyninu.
Þeir eru sagðir bera ábyrgð á land-
flótta 740.000 Kosovo-Albana, auk
morða á a.m.k. 340 Kosovo-Albön-
um. Einnig er verið að rannsaka
hlut Milosevic í þjóðarhreinsunum
Serba í Bosníu og Króatíu.
Stjórnarkreppa
Stjómartíð Milosevic er vel
skráð. Aíleiðingar framsals núver-
andi júgóslavneskra stjórnvalda á
Milosevic eru hins vegar ekki ljósar
og eru miklar vangaveltur i gangi
um þá hlið málsins.
Augljósasta afleiðingin er nú þeg-
ar komin fram. Ríkisstjórn sam-
bandsríkisins Júgóslavíu féll dag-
inn eftir að framsalið á Milosevic
átti sér stað. Skiptar skoðanir voru
um það innan ríkisstjórnarinnar
hvort framselja ætti forsetann fyrr-
verandi. Þingið hafnaði lagafrum-
varpi rikisstjórnarinnar sem gera
átti framsalið kleift. Þá var reglu-
gerð smíðuð sem hæstiréttur
Júgóslavíu sagði brjóta gegn stjórn-
arskrá landsins. Framsalssinnar
undir stjórn Zoran Djindjic, forsæt-
isráöherra Júgóslavíu, virtu þá
ákvörðun aö vettugi og fram-
kvæmdu sinn vilja. Ástæðan fyrir
því var loforð um fjárstuðning upp
á rúma 100 milljarða króna til upp-
byggingar frá vestrænum löndum.
Vojisalv Kostunica, forseti
Júgóslavíu og hófsamur þjóðernis-
sinni, hefur alltaf verið andvígur
framsali á Milosevic. Samstarf Kost-
unica, Djindjic og annarra andstæð-
inga Milosevic er uppnámi. Upp-
lausnin i kjölfar framsalsins hefur
ýtt undir þann möguleika að Svart-
fjallaland segi sig endanlega úr sam-
bandsríkinu Júgóslavíu. Oft hefur
verið mjótt þar á munum. Afleiðing
þess myndi vera sú að Kostunica og
Djindjic yrðu keppinautar um for-
sætisráðherraembætti Serbíu, ef
koma skyldi til framsals á
Milutinovic, forseta Serbíu.
Aimenningsálit klofiö
Stuðningur við báða aðila hefur
dvínað eða færst til eftir umrótið í
kringum framsal Milosevic. Kostun-
ica hefur misst fylgi meðal þjóðern-
issinna þar sem þeir kenna honum
um framsal. Eins og Kostunica
vildu margir Serbar, oft fyrrum
fylgismenn Milosevic, að forsetinn
fyrrverandi yrði dæmdur heima áð-
ur en, og ef nokkurn tíma, hann
yrði framseldur til stríðsglæpadóm-
stólsins í Haag.
Djindjic hefur heldur ekki farið
varhluta af ákvörðun sinni. Þrátt
fyrir að nokkur stuðningur hafi ver-
ið við framsal á Milosevic þá finnst
mörgum það hafa mátt gerast á for-
sendum sem Júgóslavar sjálfir settu
sér. í staðinn er sú skoðun uppi að
Djindjic og félagar hafi selt sig fyrir
vestræna peninga í formi áður-
nefndrar fjárhagsaðstoðar.
Enn öðrum finnst að Milosevic
hefði fyrst og fremst átt að svara
fyrir sakir sínar heima fyrir enda
landið á heljarþröm eftir stjórnartíð
Milosevic, sem einkenndist af spill-
ingu og einræði. Almenningur í
Júgóslavíu er því klofinn í afstöðu
sinni gagnvart þessu máli. Sameig-
inlegur undirtónn hjá mörgum er
þó sá að Júgóslavía sé að krjúpa fyr-
ir hinum almáttugu Bandaríkjum,
afstaða sem að vissu leyti má rétt-
læta.
Hinn almáttugi dollar
ígrein í tímaritinu Time bendir
pistlahöfundurinn Charles Kraut-
hammer á það að framsalið á Milos-
evic hafi lítið sem ekkert að gera
með áhrif stríðsglæpadómstólsins í
Haag, sem Krauthammer segir
reyndar enda við gangstéttina úti
fyrir húsnæði dómstólsins. Né hafi
skyndilegur samstarfsvilji tekið sig
upp hjá ráðamönnum í Júgóslavíu.
Hann bendir hins vegar réttilega
á að hótun Bandaríkjastjórnar um
að mæta ekki á samráðsfund vest-
rænna ríkja um fjárhagsaðstoð á
föstudaginn í síðastliðinni viku,
daginn eftir framsal Milosevic, hafi
haft þar úrslitaáhrif. Ef fulltrúar
Bandaríkjastjórnar hefðu ekki mætt
þá hefði engir 100 milljarðar runnið
til Júgóslavíu.
Bandaríkin heittu þessari aðferð
líka á Júgóslavíu þegar þeir hótuðu
að halda eftir 5 milljarða aðstoð sem
afhendast átti ef Milosevic yrði
handtekinn fyrir 1. apríl síðastlið-
inn. Hann var handtekinn nákvæm-
lega þann dag. Þetta tvennt, auk
þeirrar almennu vitneskju að
Bandaríkin dældu peningum í kosn-
ingabaráttu andstæðinga Milosevic,
hefur gert það að verkum að sum-
um Júgóslövum finnst sem valdið
hafi verið fært úr landi.
Ofan á þetta bætist síðan andúð á
Bandaríkjunum sem voru hvað af-
kastamest í loftárásum NATO á
Júgóslavíu á meðan á Kosovo-deil-
unni stóð og tilhneiging júgóslav-
nesks almennings að vantreysta
óhlutdrægni dómstólsins í Haag,
sem m.a. annars ákærði ekki Franjo
Tudjman, forseta Króatíu, nú lát-
inn, fyrir stríðsglæpi, og telja hann
aðeins enn eitt verkfæri Bandaríkj-
anna.
Neikvæður þrýstingur
Krauthammer spyr sig hvort
þessi ákefð bandarískra stjórnvalda
í að ná i Milosevic sé af hinu góða
og telur svo ekki vera. Með þrýst-
ingi hafi stjórnvöld í Júgóslavíu
verið neydd til að grípa til gerræðis-
legra vinnubragða sem tíðkuðust í
stjórnartíð Milosevic sjálfs. Einnig
bendir Krauthammer á að þetta
leiði af sér sundrungu i stjórnmál-
um og almenningsáliti. Eini mögu-
leikinn til að koma jafnvægi á á
Balkanskaganum sé stöðugt og gott
stjórnmálaástand í Serbíu. Agerðir
undanfarinna mánaða hafi ekki ver-
ið til þess gerðar aö koma slíku á.
Það er einnig talið hafa haft skað-
leg áhrif á þjóðarsál Júgóslavíu að
geta ekki dæmt Milosevic heima.
Með því hefði almenningur fengið
ákveðna andlega hreinsun sem þjóð
við að þurfa að horfast í augu við
þær hörmungar sem Milosevic
gerði þjóðina meðábyrga í.
Von á fleirum tii Haag
Seinasti fylgifiskur framsals
Milosevic, og jafnframt sá jákvæð-
asti, er sú afstöðubreyting sem átt
hefur sér stað á meðal Bosníu-
Serba, fyrst og fremst, sem og
Króata. Báðar þjóðir hafa verið
tregar í meira lagi til að elta uppi
eða veita upplýsingar um þá 37
menn sem eftirlýstir eru af stríðs-
glæpadómstólnum í Haag, þ.a. er
vitað um 26 í ríki Bosníu-Serþa. Yf-
irvöld beggja ríkja hafa sagst ætla
að leggja meiri áherslu á að gera
handtöku og framsal á eftirlýstum
stríðsglæpamönnum auðveldari, þ.
á m. Radovan Karadzic og Ratko
Mladic, leiðtogum Serba í Bosníu-
stríðinu. Mladic Ivanic, forsætisráð-
herra Bosníu-Serba, hefur lýst því
yfir að þeim sé hreinlega ekki stætt
á öðru.
Vandamálin á Balkanskaganum
vegna falls Slobodan Milosevic eru
íjölmörg og hvergi nærri leyst. Tím-
inn verður hins vegar að leiða í ljós
hvað gerist. Byggt á greinum úr
BBC og Time.
Rúmlega 300.000 fallnir í erjum þjóðarbrota
Þau óhuggulegu fjöldamorð sem framin voru í nafni þjóðernishreinsana í
Balkanskagastríðunum og upþgötvast hafa með uppgreftri í fjöldagröfum
hafa vakið hvað mesta skelfingu á meðal almennings umheimsins.