Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.2001, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.2001, Blaðsíða 18
18 LAUGARDAGUR 7. JÚLÍ 2001 I>V Helgarblað Listamenn yfirgefa borgina og halda í sveitina: Næði til að skapa og skilja - Breiðafjarðareyjar vinsælar en líka afskekkt eyðibýli Jónas Sen Dansandi hljómsveitarstjóri “ Einu sinni voru virðuleg hjón á miðjum aldri að dreypa á kampavíni í Þjóöleikhúskjallaranum eftir leiksýn- ingu. Þá gekk til þeirra tónlistarmað- ur úr klassíska geiranum sem þau könnuðust aðeins við. Hann var fullur og reikull í spori og stillti sér upp fyr- ir aftan konuna. Skyndilega greip hann um brjóstin á henni og sagði gormæltur: „Hvað segigðu, þagna gamla gaddavígshógan þín?“ Eigin- maðurinn gapti en sagði svo: „Þorir þú að endurtaka það sem þú sagðir?" Tónlistarmaðurinn gerði það. Þá kýldi eiginmaðurinn dónann, braut nokkrar tennur og rotaði hann. Allir vita að svona uppákomur eru ekkert einsdæmi í skemmtanalífinu. Ég held þó að tónlistarfólk í klassík- inni hagi sér yfírleitt skikkanlega, þeir sem ég þekki eru að minnsta kosti fremur látlausar týpur. Þeir eru ekkert að hneyksla fólk og eru síður en svo eins og rokkararnir sem leyfa sér allt mögulegt. Fyrir um tuttugu og fimm árum siðan var Megas sá tónlistarmaður sem gekk hvað lengst fram af fólki. Fyrsta platan hans var til heima hjá mér þegar ég var lítill og ég hlustaði oft á hana. Einu sinni spurði ég bekkj- arfélaga minn hvað honum fyndist um Megas eftir að hafa sagt honum frá textanum um Guð sem býr í galeiðunni, gaddavírnum og öðru. Fé- lagi minn þagði lengi en sagði svo loks: „Hann er geðveikur". Ég minnist þess ekki að nokkur hafi haldið eitthvað svipað um tónlist- armann i klassikinni á þessum tíma. Þeir sem sömdu nútímatónlist voru að vísu taldir úrkynjaðir og sumir áttu meira að segja að vera að boða dómsdag tónlistarinnar. En ekkert meira en það. í dag eru sinfóníutónleikar, ljóða- tónleikar og kammertónleikar óskap- lega virðulegar samkomur. Tónlistar- fólkið er í snyrtilegum fötum og eng- um söngvara eöa hljómsveitarstjóra dytti í hug að kveikja í sér til að skapa stemningu, eins og einn meðlimur þýsku hljómsveitarinnar Rammstein geröi i Laugardalshöllinni fyrir skemmstu. Ekki heldur myndi nokk- ur kammersveit saga í sundur lifandi hænur á tónleikum. Einstaka klassískur tónlistarmaður reynir þó að skera sig úr með klæða- burði eða látbragði, og eins og gengur eru sumir meira sannfærandi en aðr- ir. Fyrrverandi aðalhljómsveitarstjóri Sinfóníuhljómsveitar íslands, Rico Saccani, reyndi t.d. allt til að vekja sem mesta athygli á sjálfum sér þegar hann var að stjórna. Hann dansaði hálfgerðan steppdans og baðaði út öll- um öngum og það skal viðurkennt að stundum var það skemmtilegt. Það er allt í lagi að sleppa sér þegar maður er Rétt eins og farfuglanir koma vængjum þöndum til íslands á vormánuðum frá hinum vermdu löndum er jafnsjálfsagt að lista- menn landsins kveðji borgina um svipað leyti og haldi út á land. Margir í þeirra hópi eiga sér þar einhvern samastað í tilverunni, þar sem þeim gefst næði til að rækta andagiftina og einhenda sér í að skilja og skapa. Frægasta dæmið um þetta er efalítið Hall- dór Laxness sem sat löngum stundum á sumrin á gistihúsum úti á landi og skrifaði, svo sem á Eyrarbakka, Laugarvatni og Hótel Búðum. En kíkjum á nokkur dæmi úr nútímanum. Skáldið á Móeiðarhvoli Fram hefur komið að á haust- mánuðum muni koma út saka- málasaga eftir Skerjafjarðarskáld- ið Davíð Oddsson forsætisráð- herra. Davíð má ótvírætt telja í hópi listamanna eftir að hafa skrifað leikrit, smásögur og fleira slíkt auk skáldsögunnar væntan- legu. En til þessarar tómstunda- iöju þarf ráðherrann næði, ekki er vænlegt til árangurs að sitja á sinni þúfu heima í Skerjafirði eða þá í Stjórnarráðshúsinu þar sem hver betlilúkan á eftir annarri skurkar fyrir skáladyrunum. Þeg- ar vel liggur á Davíð rennir hann stundum austur á Þingvöll og sit- ur þar við skrif í kamesi sínu, sem er í tveimur burstum af fimm í Þingvallabænum. En síðan á Davíð líka sjálfur sinn eigin sumarbústað á Móeið- arhvoli í Hvolhreppi. Á þeirri jörð sátu löngum kappar af svonefndri Thorarensenætt en Ástriður, eig- inkona Davíðs, er einmitt af þeim meiði. „Skein yfir landi sól á sum- ardegi og silfurbláan Eyja- fjallatind,“ sagði listaskáldið góða þegar hann lýsti staðháttum í Rangárþingi. Og það er víðsýnt að stjórna verkum eins og fimmtu sin- fóníu Shostakovich eða plánetunum eftir Gustav Holst, en það á ekki eins vel við i annarri tónlist. Til dæmis er sinfónia eftir Beethoven svo háleit og þrungin andagift að ekkert má draga athyglina frá henni. Saccani fór í fýlu í vor og sagði upp. Hann komst nefnilega að því að hann var ekki alveg eins vinsæll og hann hélt, þrátt fyrir allt hoppið á tónleik- um. Hljómsveitin vildi ekki hafa hann fyrir aðalhljómsveitarstjóra eftir næsta vetur þó henni fyndist að öðru leyti allt í lagi að vinna með honum áfram. Mogginn birti frétt um málið og þar gaf Saccani opinbera yfirlýs- ingu um að þetta væri allt saman óskiljanlegt. Það hefði nefnilega verið hann sem uppgötvaði Sinfóníuna og það væri honum að þakka að hún spil- aði svona vel. Þetta er auðvitað ekki rétt. Aðrir eiga heiðurinn af velgengni Sinfóni- unnar, þar á meðal hljómsveitarstjór- arnir Petri Sakari og Osmo Vanska, sem unnu mikið og gott uppbygging- arstarf á árum áður. Saccani kom þar hvergi nærri. Persónulega finnst mér ágætt að hann sé hættur; maður var orðinn leiður á þessari kjánalegu yflr- borðsmennsku. En þó brotthvarf Saccanis sé ekki teljandi áfall fyrir íslenskt tónlistarlíf væri mun alvarlegra ef tónlistarkenn- arar gæfust upp og hættu sínu starfi. Þvi miður gæti það gerst þvi kjarabar- átta þeirra virðist vonlítil. Það eru víst engir peningar til! Tónlistarkenn- urum líður eins og ræningjanum í Bandaríkjunum sem fyrir nokkrum árum kom inn í búð fyrir hádegi þeg- ar ekkert var að gera, mundaði byssu að verslunareigandanum og skipaði honum að tæma kassann. Kassinn var hins vegar hálf tómur fyrir svo ræn- inginn lokaði verslunareigandann inn í bakherbergi og afgreiddi sjálfur í þrjá tíma. En þá komst löggan á snoð- ir um ódæðið, fór i búðina og hirti ræningjann. Rétt eins og Saccani eru tónlistar- kennarar að reyna að vekja á sér at- hygli enda eru þeir að vinna mikil- vægt starf eins og fjölmargar rann- sóknir á áhrifum tónlistarnáms stað- festa. Því er óskiljanlegt að tónlistar- kennsla sé ekki almennilega launuð. Vissulega er kominn tími til að fólk átti sig á því að tónlistarkennsla er hornsteinn þeirrar tónlistarmenning- ar sem íslendingar monta sig æ meira af og í rauninni mikilvægasti hluti allrar tónlistariðkunar. Hvar væri Sinfónían, Saccani og allir hinir ef tónlistarkennarar hefðu gefist upp fyrir löngu? Ég segi bara þetta: Þið flna fólk sem hafið með laun tónlistar- kennarar að gera, ef þið viljið al- mennilega tónlist þá kostar það pen- inga. Borgið tónlistarkennurum al- mennilegt kaup - og það strax! SBS I Flatey á Breiöafiröi Flatey á Breiöafiröi býryfir seiö frá liönum tíma. Þar eiga ýmsir listamenn sér verustaö t.d. Atli Heimir Sveinsson tónskáld og Guömundur Pál Óiafsson, Ijós- myndari og rithöfundur. frá Móeiðarhvoli svo væntanlega gefur það ráðherranum innblást- ur til góðra verka, hvort sem það er að skrifa eða stýra einu stykki þjóðfélagi. $jón á Bakkanum og Olafur í Götu Seiður liðins tima er á sveimi á Eyrarbakka og margir listamenn hafa átt sér þar griðastað. Á síð- asta ári keypti skáldið Sjón lítið hús á Eyrarbakka sem Inghóll er nefnt. Húsið var áður í eigu Svav- ars Gestssonar sendiherra. „Allir, ekki bara listamenn, hafa gott af því aö eiga svona samastað fyrir utan borgina. Þó Reykjavík sé að- eins smámynd af borg er hún stuðandi og gott að flýja hana. Það er og gott að halda tengslum við landsbyggðina," segir Sjón. Síð- asta árið hefur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.