Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.2001, Blaðsíða 8
8
Útlönd
LAUGARDUR 7. JÚLÍ 2001
I>V
Gerhard Schröder
Hríngdi persónulega í Koizumi.
Biður Japana
um aöstoð
Gerhard Schröder, kanslari
Þýskalands, hringdi í Junichiro
Koizumi, forsætisráðherra Japans,
til að biðja um stuðning Japans við
Kyoto-sáttmálann.
Sáttmálinn er í uppnámi eftir að
Bush Bandaríkjaforseti tilkynnti að
Bandaríkin myndu ekki staðfesta
hann. Evrópusambandið vill stað-
festa hann án þátttöku Bandaríkj-
anna en þarf stuðning nógu margra
iðnríkja sem talin eru ábyrg fyrir
55% þeirra gróðurhúsalofttegunda
sem fara út í andrúmsloftið árlega.
Ef Japan staðfestir sáttmálann
tekst það. Þarlend stjórnvöld hafa
hins vegar verið tvístígandi og gefið
út misvisandi yfirlýsingar. Helst
vilja Japanar bíða og sjá til hvort
ekki sé hægt að telja Bandaríkja-
mönnum hughvarf.
Rúmur helmingur
á móti ES-aðild
Samkvæmt nýrri skoðanakönnun
eru tæp 57% Norðmanna á móti að-
ild að Evrópusambandinu um þess-
ar mundir. Þetta er veruleg aukning
frá skoðanakönnun sem gerð var í
júní. Þá var aðeins 41% á móti að-
ild. Einnig er þetta aukning um 4,5
% síðan í þjóðaratkvæðagreiðslu
um málið árið 1994. Þróunin hefur
verið í þá áttina undanfama mán-
uði.
Talið er að þessi skyndilega hug-
arfarsbreyting sé komin til vegna
erfiðleika innan Evrópusambands-
ins. Ungt fólk er mun andvígara
inngöngu. 59% undir 30 segja nei.
Dollí
Gallar leynast í heilbrigöum klónum.
Varað við klónun
á mönnum
Vísindamenn vöruðu í gær við
því að klónunartæknin væri ekki
nógu þróuö til að hefja klónun á
mönnum. Yfirlýsingin kom eftir að
talsmaður bandaríska fyrirtækisins
Clonaid sagði aö fyrirtækið væri ná-
lægt því að fullkomna aðferð til að
klóna fólk.
Að sögn þeirra sem eru andvígir
tilraunum á klónun á fólki gefa
rannsóknir i skyn að möguleikar á
vel heppnaðri klónun séu litlir. Auk
þess geti alvarlegir genagallar
leynst í heilbrigðum klónum án
þess að það sjáist fyrr en of seint.
Vopnahléið í Makedóníu:
Flestar aftökur í Kína
Samkvæmt skýrslu Amnesty
International hefur Kína líflátið
fleira fólk á seinustu þrem mánuð-
um heldur en restin af heimsbyggð-
inni á síðustu þrem árum.
NATO-hersveit
San Fermin-hátíöin hefst
San Fermin-hátíöin í borginni Pampiona á Spáni hófst í gær. Á myndinni má sjá spænska og erlenda hátíðargesti
fagna upphafi hátíðarinnar þegar heljarinnar raketta er sprengd. Þessi níu daga hátíð er hvað frægust fyrir það að
hvern morgun hlaupa nokkrir ofurhugar á undan trylltum nautum í gegnum stræti miðbæjarins.
Landnemar eru
verkfæri djöfulsins
Bush 55 ára í gær
George W. Bush,
forseti Bandaríkj-
anna, átti 55 ára af-
mæli í gær. Hann
byrjaði daginn í
golfi með George
Bush eldri. Bush
yngri eyðir helg-
inni með fjölskyldu
sinni á fjölskyldubúgarðinum við
Walker’s Point. Það er í fyrsta skipti
síðan hann tók við forsetaembætt-
inu.
Afhöfðaður fyrir nauðgun
Sádíarabískur maður var háls-
höggvinn opinberlega fyrir að ræna
og nauðga ungum dreng eftir að hafa
orðið ölvaður. Þetta er 53. aftakan á
þessu ári í Sádí-Arabíu. Yfirvöld í
landinu fara eftir ströngum íslömsk-
um lögum sem fyrirskipa líflát fyrir
morð, nauðganir eða eiturlyfja-
smygl, oftast opinberlega.
Skotið var á bílalest þýskrar her-
sveitar á fimmtudagskvöld rétt utan
við Skopje, höfuðborg Makedóniu,
um tveim tímum áður en vopnahlé
albanskra skæruliða og
makedónska hersins tók gildi. Eng-
inn særðist í árásinni en nokkrar
skemmdir urðu á þrem bílum sveit-
arinnar sem fluttu skotfæri.
Hersveitin er hluti af 3000 manna
sveit NATO sem á að hjálpa til við
afvopnun skæruliða ef samningar
nást milli þjóðarbrota Albana og
meirihluta Slava í Makedóníu. Ekki
er vitað af hverju ráðist var á her-
sveitina eða hverjir voru þar að
verki. Einn talsmaður NATO sagði
að fólk yrði að skilja að sveitir hern-
aðarbandalagsins myndu verja sig
ef á þær yrði ráðist. Einnig var haft
eftir vestrænum sendimanni að
NATO skyldi árásina ekki sem
úlfúð i sinn garð.
Vopnahléið á milli albanskra
Vopnahléiö nýtt
Þessi íbúi bæjarins Tetovo notar friö-
inn og vökvar blóm i miðbænum.
skæruliða og makedónska hersins
hefur haldið síðan það tók gildi á
miðnætti þegar þessi frétt er skrif-
uð. Smáskærur stóðu yfir fram yfir
miðnætti. Javier Solana, yflrmaður
utanríkismála hjá Evrópusamband-
inu, og George Robertson, yfirmað-
ur NATO, fögnuðu því að vopna-
hléið héldi. Robertson sagði útlitið
nú bjartara en oft áður i deilum
þjóðarbrotanna og lýsti vopna-
hléinu sem ávinningi fyrir íbúa
Makedóníu sem og landanna í
kring.
íbúar bæjarins Tetovo, sem aðal-
lega er byggður albönskum Make-
dóníumönnum, hættu sér út á göt-
urnar i gær til að versla og njóta
daglegs lífs. Daginn áður bergmál-
uðu sprengjur og vélbyssuskothríð
úr hæðunum i kring. Uppreisn al-
bönsku skæruliðanna hófst einmitt
við Tetovo og hefur nú staðið tæpa
fimm mánuði.
höfðu skipulagt til heiðurs mannin-
um sem sprengdi sig og 21 ísraelskt
ungmenni í Tel Aviv í seinasta
mánuði. Ástæðan var að gefa ísra-
elska hernum ekki tilefni til harka-
legra aðgerða gegn Palestínumönn-
um.
Ahmed Abdel-Rahman, aðstoðar-
maður Yassers Arafats, hvatti í gær
ísraelsmenn til aö standa við sinn
hluta friðarsamkomulags, sem öld-
ungadeildarþingmaðurinn George
Mitchell miðlaði í seinasta mánuði.
Það innifelur að áframhaldandi
uppbygging landnemabyggða verði
stöövuð. ísrael neitar að stöðva upp-
byggingu án þess að fullkomið
vopnahlé ríki. Abdel-Rahman segir
það ekki mögulegt og bætti við að
Palestínumenn væru einungis að
verja sig gagnvart yfirgangi ísraela
og lýsti landnemum sem verkfærum
djöfulsins.
Léleg löggæsla í Mexíkó
Ástand löggæslu er afar bágborið
að mati öryggismálaráðherra
Mexíkós. Samkvæmt rannsókn sem
hann lét gera er aðeins tæplega einn
af hverjum tiu glæpum leystur.
Glæpatíðni í Mexíkó er næstum tvö-
falt á við meðaltalið i heiminum og
telur ráöherrann það ýta frekar
undir glæpi.
4 látast í námusiysi
Fjórir létust og 17 eru innilokaðir
eftir að vatn flæddi inn í námu í
norðausturhluta Kína. Þeir 17 sem
lokaðir eru inni eru taldir eiga litl-
ar lífslíkur.
Fordæmir viðskiptabann
Jóhannes Páll
páfl H. fordæmdi i
gær viðskiptabann
Bandaríkjanna
gegn Kúbu. Hann
sagði það óréttlátt
og siðferðilega óá-
sættanlegt. Páfi
gagnrýndi einnig
kommúnisma á Kúbu og sagði
heiminn þreyttan á gömlum hug-
myndafræðum.
Hundur stöðvar iestir
Villuráfandi hundur af þýsku
íjárhundakyni stöðvaði tvær af lín-
um neðjanjarðalestakerfis
Barcelona í gær á meðan hann labb-
aði fram og aftur eftir línunum. Taf-
ir voru í þrjá tima þar til hundur-
inn var handsamaður.
Hótar neyðarástandi
Abdurrahman Wa-
hid, forseti
Indónesíu, hefur aft-
ur hótað að lýsa yfir
neyðarástandi ef
andstæðingar reyna
að bola honum frá.
Verið er að reyna að
koma honum fyrir rétt fyrir fjár-
málahneyksli. Hann hefur einu
sinni áður beitt þessari aðferð.
Kúrsk-björgunarleiðangur
Björgunarleiðangur lagði af stað
frá Skotlandi í gær til að reyna að
bjarga rússneska kafbátnum Kúrsk
af botni Barentshafs.
Ariel Sharon sneri heim úr sólar-
hringslangri Evrópuför þar sem
hann hitti Jacques Chirac Frakk-
landsforseta, Gerhard Schröder,
kanslara Þýskalands, og Lionel
Jospin, forsætisráðherra Frakk-
lands. Sharon sagði við heimkom-
una að þótt hann og Evrópuleiðtog-
arnir hafi ekki verið sammála um
ýmis mál þá hefði verið skilningur
á afstöðu beggja.
Fjórir Palestínumenn særðust í
gær, þar af einn alvarlega, við bæ-
inn Hebron þegar ísraelskar
leyniskyttur skutu á hóp palest-
ínskra mótmælenda. Hópurinn
brenndi ísraelska fánann, skaut úr
byssum upp í loftið og kastaði grjóti
og bensínsprengjum að ísraelskum
hermönnum nálægt ísraelskri land-
nemabyggð.
Palestínsk yfirvöld bönnuðu í
gær samkomu sem Hamas-samtökin
Mótmæll vló Hebron
Fjórir Paiestinumenn særðust af
skotum ísraelskra leyniskyttna.
Skotið á þýska