Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.2001, Blaðsíða 4
4
Fréttir
Skiptar skoðanir um umhverfisáhrif stóriðju á Austfjörðum:
Reyðarfjörður óheppilegur
- hvorki iðnaðarráðherra né umhverfisráðherra vilja tjá sig
Á miðnætti rann út frestur til að
skila umsögnum til Skipulagsstofn-
unar vegna mats á umhverfisárhrif-
um álvers í Reyðarfirði. Flestir sem
skilað höfðu áliti í gærmorgun voru
jákvæðir út í framkvæmdina en
mjög neikvæð sjónarmið finnast
einnig og leggst Náttúruvernd ríkis-
ins einkum gegn henni. Eins og DV
hefur greint frá telur NR að mikil
mengun muni hljótast af álverinu
sem ógni lífríki. Kringumstæður
séu óheppilegar í Reyðarfirði, stað-
setningin sé slæm fyrir stóriðju. Þar
er m.a. horft á loftmengun sem
verði langt fyrir ofan viðmiðunar-
mörk.
Innlent fréttaljós
Björn Þorláksson
blaðamaður
Vönduð vinna
Gunnar Guðni Tómasson, verk-
fræðingur hjá VST, sem séð hefur
um mikla vinnu fyrir Reyðarál, vill
ekki svara athugasemdum NR í fjöl-
miðlum að svo stöddu. Hann segir
að Reyðarál eigi eftir að svara þessu
formlega til Skipulagsstofnunar og
fyrst að því loknu telji hann rétt að
tjá sig.
Almennt segir Gunnar hins vegar
að hann geti verið sammála því að
Reyöarfjörður sé ekki heppilegasti
staður landsins undir stóriðju með
tilliti til loftdreifingar. T.d. væri
Reykjanesið betra í því tilliti en það
breyti þvi ekki að niðurstaða mats-
ins sýni að loftslagsstraumar séu
þannig í Reyðarfirði að mengun
verði innan viðmiðunarmarka.
Hann telur að vinna við gerð um-
hverfismatsins hafi verið vönduð í
hvívetna og bendir á að flestir
þeirra sem skilað hafi umsögn séu
jákvæðir gagnvart framkvæmdinni.
Afar viðamiklar mælingar hafi ver-
ið gerðar sem sýni að þarna sé hægt
að reisa stóriðju.
Kemur ekki á óvart
Náttúruvernd ríkisins hafði í
fyrri umsögn talið að hámarks af-
kastagesta álversins væri 120 þús-
und tonn en svo kann að fara að
þama rísi 420 þúsund tonna ver
ásamt rafskautaverksmiðju. Stein-
grímur J. Sigfússon, formaður
Bakslag
Náttúruvernd ríkisins telur að mikil mengun muni hljótast af álveri við Reyðarfjörð. Kringumstæður séu óheppilegar í
Reyðarfirði, staðsetningin sé slæm fyrir stóriðju. Innfellda myndin er tölvumynd af fyrírhuguðu álveri.
. Halldór Valgeröur
Asgrímsson. Sverrisdóttir.
vinstri grænna, segir að álit NR
komi sér ekki á óvart. „Nei, þeir
sem skoðuðu gögn sem tengdust
byggingu mun minna álvers á sin-
um tíma töldu að þá væri þegar far-
ið fram á ystu nöf vegna náttúrlegra
aðstæðna í Reyðarfirði. Menn eru
að tala um 420.000 tonna álver og
matið gengur út frá því. Ég held að
það geti ekki komið neinum á óvart
að svona risaálver í þröngum firði
hljóti að vera mjög krítískt. Þá er ég
að tala um loftmengunina og álagið
á vistkerfið," segir Steingrímur.
Hryllileg skoðun Halldórs
Umræðan um stóriðjuframkvæmd-
ir á Austurlandi hefur ekki síst litast
af byggðasjónarmiðum og meintri
efnahagsþörf. Þannig setti Halldór
Ásgrímsson, formaður Framsóknar-
flokksins, þetta tvennt í öndvegi í
Siv Steingrímur J.
Friöleifsdóttir. Sigfússon.
tengslum við mikilvægi stóriðju í
ræðu sinni í eldhúsdagsumræðum
Alþingis í vor. Steingrímur telur að
þarna sé formaður Framsóknar á
villigötum. „Það er ömurleg umræða
að stilla dæminu þannig upp að þetta
sé byggðamál og ef menn vilji ekki
stóriðju þá verði þeir að koma með
eitthvað annað. Stóriðjuframkvæmd-
ir af þessari stærðargráðu geta aldrei
og verða aldrei innlegg í umræðu um
byggðamál. Stóriðjur munu aldrei
leysa neinn heildarvanda atvinnu-
eða byggðamáia."
Steingrímur segir að stóriðjur hafi
aðeins svæðisbundin áhrif en það sé
„absúrd" að halda þeim fram sem al-
mennum aðgerðum á sviði byggða-
mála.Framsóknarflokkurinn hefur
hins vegar lagt afar ríka áherslu á
stóriðjumálin en Steingrímur fer
hörðum orðum um sýn Halldórs Ás-
grímssonar í þeim efnum. „Hann er
með svo hryllilega uppstillingu - það
sem ég kalla álnauðhyggjuna. Það
merkir að okkur séu allar bjargir
bannaðar ef við fáum ekki stóriðjur.
Hann sá hvergi glætu í annarri at-
vinnuuppbyggingu og maður fyllist
skelfingu ef það hugarfar er ráðandi
hjá landsfeðrunum."
Vantar valkost
DV náði tali af iðnaðarráðherra,
Valgerði Sverrisdóttur, í gær en
hún sagðist ekki vilja tjá sig um
skoðun NR. Siv Friðleifsdóttir seg-
ist af stjórnsýslulegum ástæðum
ekki geta tjáð sig um málið. Hægt sé
að kæra umhverfismat til æðra
stjórnvalds sem er hennar eigin
ráðuneyti og með því að tjá sig um
athugasemdir NR nú væri hún kom-
in út fyrir ramma ráðuneytisins.
Enginn stjórnarþingmaður sem
DV ræddi við vildi tjá sig um málið
á þessu stigi. Hins vegar komu þau
sjónarmið fram að það væri hlut-
verk Náttúruverndar ríkisins að
draga fram allt sem gæti nýst nátt-
úrunni sem best en umhverflsmat
væri margþætt og flókið ferli sem
tæki til margra annarra hluta. Ekk-
ert hefði komið fram sem leyst gæti
stóriðjuáform af hólmi og sá væri
höfuðpunkturinn.
LAUGARDAGUR 7..JÚLÍ
x>
Sláturhúsum fækkar:
Goði kaupir
ekki lambakjöt
Goði kemur ekki til með að kaupa
lambakjöt af bændum þegar sauð-
fjársláturtíð hefst i haust. Eins og
áður hefur verið getið í DV fækkar
sláturhúsum félagsins um helmingj
úr átta í fjögur. Ekki verður slátrað
á Breiðdalsvík, Búðardal, Þykkva-
bæ og Hólmavík auk þess sem líkur
eru á að ekki verði slátrað i stórt
gripasláturhúsinu á Hellu. Mikil óá-
nægja ríkir í Dölunum með þá
ákvörðun að leggja niður starfsemi
sláturhússins i Búðardal, en húsið
hefur verið mikilvægt atvinnulífi
staðarins því um tíundi hver íbúi
starfar þar yfir sláturtíðina.
Kristinn Þór Geirsson, fram-
kvæmdastjóri Goða, telur það vera
of mikla áhættu fyrir fyrirtækið að
kaupa kjötið. Mikil óvissa ríkir um
sölu á kjötinu í dag. -GG
Bíllinn niður
í skurð
Tveir menn um tvítugt veltu bíl
niður í skurð á veginum við golfvöll-
inn á Akureyri í fyrrakvöld. Bílinn
höfðu þeir nýlega keypt á 5 þúsund
krónur en hann var óskráður og núm-
erslaus. Mennina sakaði ekki.
Þrjú minni háttar óhöpp urðu í um-
dæmi Akureyrarlögreglu í gær, eitt á
Öxnadalsheiði en tvö innanbæjar en
meiðsli voru ekki alvarleg. Þá var
nokkuð þung umferð í bænum, enda
þúsundir aðkomumanna á Akureyri
mættar til bæjarins vegna tveggja
knattspyrnumóta. -gk
Mikil skerðing
Sturlaugur Haraldsson, sölustjóri
HB, á bryggluspjalli.
400t skeröing á
þorski hjá HB
Á næstu vertíð verður þorskkvót-
inn skorinn niður um 30 þúsund tonn
og segir Sturlaugur Haraldsson, sölu-
stjóri hjá HB hf„ að skerðingin nemi
rúmum 400 tonnum af þorski fyrir
fyrirtækið.
„Hins vegar fáum við á móti aukn-
ingu í karfa og sild sem vegur skerð-
inguna upp að einhverju leyti. Auk
þessa virðist verð á fiskimjöli og lýsi
vera á uppleið þessa dagana sem mun
hafa jákvæð áhrif á reksturinn," sagði
Sturlaugur. -DVÓ
Veöriö í kvöld
Sólargangur og sjávarföJI
REYKJAVIK AKUREYRI
mmssm
wfíMiíSi
v,-,-5) \
r %
itr-, 'i ./VO) iai-
nik, V.V8Á ÍW" 4 4 4
ur\ lv.5)
Hlýtt norðaustanlands
Skúrir eöa rigning vestan og sunnan til. Hætt
við síðdegisskúrum noröaustanlands. Hiti 8 til
18 stig, en um og yfir 20 stig í innsveitum
norðaustanlands.
Sólarlag í kvöld 23.46 00.13
Sólarupprás á morgun 03.07 02.17
Síödegisflóö Árdegisflóð á morgun 19.29 07.46 24.02 12.19
SkýringM á veöurtáknum KviNDATT 10 V- HITI X -10“ > VINDSTYRKUR ! awtnim i wkl'mdu f HBOSKlRT
%> LÉTTSKÝJAÐ HÁLF- SKÝJAÐ SKÝJAÐ o ALSKVJAO
‘av RIGNING SKÚRIR ct«:t SLYDDA SNJÓKOMA
hf
ÉUAGANGUR ÞRUMU- VEÐUR SKAF- RENNINGUR ÞÖKA
. . %4
■ . <
L
' Httt 10 -18 stlg
Hlýlast é Nofturlandt
TM
'fmzm:Mnuu
Ferðahelgi brostin á
Ökumenn eru beðnir aö sýna aðgæslu
og varúð á vegunum svo allir eigi
ánægjulega daga. Upplýsingar um
ástand vega er aö finna á heimasíöu
vegagerðar www.vegir.is
Súld eða rigning sunnanlands
Suðaustlæg átt og víöa súld eða rigning sunnanlands en þurrt að mestu
norðaustan til. Hiti 10 til 18 stig, hlýjast á Norðurlandi.
Manudagur
Vindur: /-r''
5-8 m/s
Hiti 7° til 12°
Nor&austlæg átt, 5-8 m/s
og vi&a dálítll rlgnlng í
fyrstu en styttir smám
saman upp
su&vestanlands. Heldur
kölnandl ve&ur.
Þriðjudagui
Vindur: C
Hiti 6” til 11° »V»
Norðlæg átt, víða dálitll
væta og fremur kalt i
ve&rl.
Veðrið M.12
AKUREYRI skýjað 17
BERGSSTAÐIR úrkoma í gr. 14
BOLUNGARVÍK skýjað 10
EGILSSTAÐIR 19
KIRKJUBÆJARKL. skúr 12
KEFLAVÍK súld 11
RAUFARHÖFN skýjað 12
REYKJAVÍK skúr á síð. klst 12
STÓRHÖFÐI súld 10
BERGEN hálfskýjað 20
HELSINKI léttskýjað 27
KAUPMANNAHÖFN léttskýjaö 26
ÓSLÓ léttskýjaö 26
STOKKHÓLMUR 29
ÞÓRSHÖFN þokuruðningur 11
ÞRÁNDHEIMUR hálfskýjaö 18
ALGARVE skýjað 20
AMSTERDAM skýjaö 26
BARCELONA mistur 25
BERLÍN léttskýjað 30
CHICAGO hálfskýjaö 15
DUBLIN skýjað 19
HAUFAX þoka 13
FRANKFURT léttskýjaö 29
HAMBORG léttskýjaö 29
JAN MAYEN þoka 5
LONDON mistur 22
LÚXEMBORG léttskýjaö 26
MALLORCA léttskýjaö 28
MONTREAL léttskýjaö 11
NARSSARSSUAQ léttskýjaö 8
NEW YORK léttskýjaö 18
ORLANDO alskýjaö 24
PARÍS skýjaö 25
VÍN léttskýjaö 28
WASHINGTON heiöskírt 18
WINNIPEG 17
T7TTTW