Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.2001, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.2001, Blaðsíða 40
48 Helgarblað LAUGARDAGUR 7. JÚLÍ 2001 I>V Kört í Trókylllsvík í minja- og handverkshúsinu Kört í Trékyllisvík gefur að líta ýmsa for- vitnilega muni. Nýlega bárust safn- inu ljósmóðuráhöld Jensinu G. Óla- dóttur frá Bæ sem starfaði sem ljós- ,^móðir í sveitinni í marga áratugi. í Körk er einnig að finna handverk sem unnið er af íbúum sveitarinnar og er hægt að gera góð kaup á falleg- um munum úr rekavið, beini og grjóti. ^Markaöur í Lónkotl Ferðaþjónustan Lóni í Skagafirði veröur með tvo markaði í sumar. Fyrri markaðurinn verður 29. júlí og sá seinni 26. ágúst. Hægt er að fá nánari upplýsingar og leigja borð í síma 453 7432. ÞJórfé Ferðamenn lenda oft í klemmu er- ^pjendis og vita ekki hvað þeir eiga að gefa mikið í þjórfé. Það er skamm- legt að virðast nískur en óþarfi að gefa of mikið. Yfir- leitt er reiknað með að hæfileg upp- hæð nemi 15-20 % af reikningnum en það er þó misjaft eftir löndum. Það er ekki þar með sagt að fólki beri skylda til að gefa þjórfé, hug- myndin á bak við það er að umbuna fyrir góöa þjónustu. Reglan ætti því að vera sú að gefa drykkjupeninga þegar þjónustan er mjög góð en sleppa þeim sé hún léleg eða I með- '' állagi. Ekki gleyma herbergisþern- unum sem búa um rúmin. Aukakostnaöur Hótel í Bandaríkjunum eru farin að bæta allskyns aukakostnaði ofan á uppgefið verð fyrir gistingu. Kostnaðurinn felst í aðgangi að lík- -^jnsræktarsölum og annarri afþrey- ingu, sem boðið er upp á, hvort sem fólk notar hana eða ekki. Lesið smáa letrið Gistlng á Vestfjöröum Þeir sem ætla að leggja leið sína á Vestfirði i sumar ættu ekki að verða í vandræðum með að fá istingu. í ný- tkomnum kynningar- bækling um svæðiö er greint frá því að þar sé að finna 60 mismunandi gististaði af ölium gerðum. Upplýs- ingamiðstöðvar ferðamála á Vest- ^Jjörðum gefa allar upplýsingar um ^gististaðina. -Kip .".íÞíií'w-. $f§ '4 ^ Sérkennilegar kýr á götum Lúxemburgar: Margt er skrýtiö í kýrhausnum Ferðamenn sem leið eiga um Lúx- emburg í sumar eiga án efa eftir að reka upp stór augu yfir litríkum kúm sem dreift hafa sér um götur borgarinnar í hundraða tali. Þrátt fyrir að kýrnar séu ekki heilagar þá fá þær samt að standa óáreittar á gangstéttum og götuhomum borgar- innar þar sem þær virða hið fjöl- breytta stórborgarlíf fyrir sér. Kýrn- ar eru partur af listsýnigunni Art on cows og hafa borgaryfirvöld ákveðið að leyfa þeim að spássera um götumar út sumarið enda hafa þær gjörsamlega brætt hjörtu íbú- anna, sem og ferðamanna. Engar tvær elns Það eru skólabörn og listamenn sem skreytt hafa kýrnar og virðist hugmyndafluginu engin takmörk Heilagar kýr? Að koma til Lúxemburgar er eins og að koma til Indlands þar sem kýr fá að standa ðáreittar á hverju götuhorni. DV-MYNDIR SNÆ Frumleg fegurö Fegurð hinnar íslensku ungfrú Gateway er lítil í samanburði við hinar lit- ríku kýr í Lúxemburg. Tilvalin í garöinn Kýrnar verða seldar á uppboði í haust og þá geta íslenskir ferðamenn, m.a. fest kaup á þessari úrvalskú. sett. Engar tvær eru eins og fyrir utan málingu þá hafa listamennim- ir nýtt sér efnivið eins og járn, gam, dúka, tappa, skeljar og föt til þess að skreyta kýmar með. Álíka sýningar hafa verið settar upp í New York, Chicago, Zurich og Salzburg á síð- ustu árum og hafa þá listamenn frá viðkomandi löndum skreytt kýrnar. Hinar litríku beljur í Lúxemburg hafa vakið ómælda kátínu hjá yngstu kynslóðinni sem notar hvert tækifæri til að klappa eða klifra á þeim og því er spurning hversu kræsilegar kýrnar verða í haust eft- ir þá meðferð. Þá er nefnilega ætl- unin að hóa þeim saman í almenn- ingsgarð í borginni og selja þær hæstbjóðanda og mun ágóðinn renna til góðgerðarmála. -snæ Sjúkdómslausar Kannski kýrnar bæti almenningsá- litið á nautgripum nú á tímum gin- og klaufaveikinnar? Gist með glæsibrag - ein milljón sjö hundruð sextíu og sjö þúsund fjögur hundruð og áttatíu krónur nóttin Sum hótel hafa yfir sér goðsagna- kennda ímynd og túristar gera sér ferð tfl að skoða þau eins og um safn væri að ræða. Sauðsvartur almúginn hefur sjaldnast ráð á að gista á hótelunum en það er alltaf gaman að láta sig dreyma og hver veit nema maður sjái frægri kvikmyndastjörnu, rithöfundi, poppara eða módeli bregða fyrir. Rottugengiö Byggingarstíll Chateau Marmont- hótelsins í Kalifomíu er það sem í dag- legu tali er kallað „Hollywood Gothic“ og er blanda af húsi Adamsfjölskyld- unnar og mexíkóskri kirkju. Hótelið er m.a. frægt fyrir aö trilljónamæring- urinn Howard Hughes bjó á efstu hæð þess í nokkur ár. Hughes eyddi löng- um stundum með kiki og horfði á fá- klæddar fegurðardísir hvíta tjaldsins spóka sig á sundlaugarbarmi hótelsins áður en hann fékk þjón sinn til að bjóða þeim upp i penthouse-ibúð sína. Rottugengið (Sammy Davis jr, Frank Sinatra, Peter Lawford, Joey Bishop og Dean Martin) sótti hótelið stíft þegar það var upp á sitt besta og margar frægar svall- og kvennafars- sögur eru til af þeim. Humphrey Bog- art mun einnig hafa verið tíður gestur á hótelinu en hagað sér betur en drengimir í rottugenginu og dundað sér við garðyrkju í hótelgarðinum. Þeir sem leggja leið sína á hótelbar- inn gætu hæglega rekist á stjömur á borð við Johny Deep, Winona Rider og Leonardo di Caprio. Marmont-hótelið er einnig frægt fyrir að draugur Leonardo da Vinci á að ráfa þar um ganga þrátt fyrir að hann hafi aldrei komið til Bandaríkj- anna, hvað þá Hollywood, og látist í Evrópu nokkmm öldum áður en hótel- ið var byggt. Sé miðað við að dollarinn jafngildi eitt hundrað og íjómm krón- um kostar tveggja manna herbergi 32.760 krónur en penthouse-herbergi 233.792 krónur fyrir nóttina. Drykkfelldir rithöfundar Verðandi rithöfundar með ritstiflu gætu orðið fyrir innblæstri eða gripn- ir sagnaanda á Chelsea-hótelinu við 23. stræti í New York. Drykkfelld mik- ilmenni norður-amerískra bókmennta, eins og Thomas Wolfe, Dylan Thomas, Arthur Miller, Eugene O’Neill, Tenn- essee Williams, Mark Twain og Willi- am Burroghs, hafa öll gist hótelið á mismunandi tímum. Þrátt fyrir að hót- eliö hafi verið gert mikið upp fyrir fáum árum er það enn toppurinn fyrir þunglynda rithöfunda og aðra bó- hema. Hægt er að fá tveggja manna herbergi fyrir 20.800 krónur og litla íbúð fyrir 41.600 krónur nóttina. Monica Lewinsky bjó hér Frægð Swissötel Washington teng- ist fyrst og fremst spillingu og pólitík. Innbrotið í Watergate-bygginguna var skipulagt á annarri hæð þess sem Monica „munnmök" Lewinsky hélt þar til á meðan mest gekk á i máli hennar og Clintons, fyrrverandi Bandarikjaforseta. Tveggja manna herbergi á Swissótel Washington er í ódýrari kantinum og kostar 20.384 krónur en ibúð 46.800 krónur. Frank Sinatra og Jantes Bond Hluti fyrstu James Bond-myndar- innar Goldfinger var tekin á Margra stjörnu hótel Meöal þeirra stórstjarna sem hafa gist á Chateau Marmont-hótelinu í Kaliforníu eru Errol Flynn, Bob Dylan, Clark Gable, Paul Newman, John Lennon og Yoko Ono, Jim Morrison, Marilyn Monroe, Boris Karloff, Carole Lombard, Mick Jagger, Ringo Starr, Jean Harlow, Sidney Poitier, Dustin Hoffman, William Holden, Jessica Lange, Led Zepplin, Jefferson Airplane, Spike Lee, Greta Garbo og John Belushi sem lést þar eftir aö hafa tekiö of stóran skammt af heróíni. Plaza-hótellö í New York I svítunni eru fimm baöherbergi, henni fylgir þjónn upp á breska vísu og aögangur að vínkjallara meö 14.000 flöskum afgæðavíni. Fontainebleau-hótelinu á Miami- strönd. Bond-aðdáendur muna eflaust eftir spennandi atriði þar sem hetjan og illmennið slógust inni á herbergi með útsýni yfir sundlaugina. Söngvar- inn og svallgosinn Frank Sinatra var tíður gestur á Fontainebleau á árun- um milli 1950 og 1960 og tók þá oft lag- ið. Tveggja manna herbergi kostar 19.760 krónur nóttin en íbúð 113.360 krónur. Vínkjallarinn innifalinn Plaza-hótelið í New York, sem stendur við Central Park, er eitt glæsi- legasta hótel í heimi og býður líklega upp á flottustu svítu sem í boði er. í svitunni eru fimm baðherbergi, henni fylgir þjónn upp á breska visu og að- gangur að vinkjallara með 14.000 flösk- um af gæðavíni. Nóttin á svítunni á Plaza kostar 1.767.480 krónur en það er líka hægt að fá lítið tveggja manna herbergi fyrir 34.840 krónur, yfirleitt er þó fullbókað marga mánuði fram i tímann. -Kip
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.