Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.2001, Page 10

Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.2001, Page 10
10 Útgáfufélag: Útgáfufélagið DV ehf. Útgáfustjóri: Eyjólfur Sveinsson Framkvæmdastjóri: Hjalti Jónsson Ritstjórar: Jónas Kristjánsson og Óli Björn Kárason Aöstoöarritstjórar: Jónas Haraldsson og Sigmundur Ernir Rúnarsson Fréttastjóri: Birgir Guömundsson Auglýsingastjóri: Páll Þorsteinsson Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaöaafgreiðsla, áskrift: Þverholti 11,105 Rvík, sími: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 Græn númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Fréttaþjónusta á Netinu: http://www.visir.is Ritstjórn: dvritst@dv.is - Auglýsingar: auglysingar@dv.is. - Dreifing: dvdreif@dv.is Akureyri: Strandgata 31, sími: 460 6100, fax: 460 6171 Setning og umbrot: Útgáfufélagið DV ehf. Plötugerö: ísafoldarprensmiðja hf. Prentun: Árvakur hf. Áskriftarverð á mánuði 2050 kr. m. vsk. Lausasöluverö 190 kr. m. vsk., Helgarblað 280 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins I stafrænu formi og i gagnabönkum án endurgjalds. DV greiðir ekki viðmælendum fyrir viðtöl við þá eða fyrir myndþirtingar af þeim. Réttarfarsbrestur Brotalöm er í einum af fimm hornsteinum vestræns lýð- ræðis hér á landi. Þótt þættir á borð við kosningar, mann- réttindi, valddreifingu og gegnsæi séu með nokkrum und- antekningum í þolanlegu lagi hér á landi, fer því fjarri, að sómasamlega sé haldið á lögum og rétti. Stofnanir ríkisvaldsins tryggja ekki öryggi borgaranna nægilega vel. Dómar yfir ofbeldishneigðum síbrotamönn- um eru vægir eins og ótal dæmi sanna. Nýlegur þriggja ára dómur í óvenjulega grófu ofbeldismáli er ávísun á meira af sama ofbeldi eftir skamman tima. Umræðu um væga dóma er drepið á dreif með deilu um, hvort fangelsisdómar eigi að vera uppeldi eða hefnd. Þeir hafa í rauninni hvorugt hlutverkið. Fangelsisdómum er ætlað að losa þjóðfélagið við hættulega menn, suma um tíma, meðan þeir ná áttum, en aðra ævilangt. Tilgangslaust er að reyna að ala síbrotamenn til betri hegðunar, jafnvel þótt fangelsin væru rekin sem slíkar stofnanir með ærnum kostnaði. Fólk á hins vegar þá kröfu á hendur ríkinu, að það sjái um, að hættulega of- beldishneigðir síbrotamenn verði ekki á vegi þess. Vandinn er sumpart, að dómarar beita oft lægri kanti svigrúmsins, sem þeir hafa. Ennfremur hafa þeir tilhneig- ingu til að leggja ekki saman brot, þegar þeir dæma sí- brotamenn, heldur veita þeim magnafslátt. í færri tilvik- um hefur Alþingi sett dómurum of þröngt svigrúm. Alþingi þarf að fara yfir gildandi ákvæði laga um þyngd refsinga og færa ofar svigrúmið í lengd dóma í sumum til- vikum, einkum í síbrotum. Jafnframt þarf að mennta starfandi dómara betur til að fá þá til að skilja, að svigrúm í lögum er ekki aðeins sett til að nota neðri kantinn. Framkvæmdavaldið á sinn þátt í öryggisleysi manna. Það rekur svo fámenna og lélega löggæzlu, að hún ein slíkra stofnana á Vesturlöndum getur ekki varið miðbæ höfuðborgarinnar fyrir drukknum skríl. Slíkt ástand er hvorki í London né New York, París né Amsterdam. Virðingarleysi framkvæmdavaldsins fyrir limum og eignum fólk er slíkt, að nú er í alvöru ráðgert að halda hér að ári í einum rykk tvo fundi óvinsælla stofnana, sem eru samkvæmt reynslunni til þess fallnir að draga að sér at- hygli ofsafenginna mótmælenda af ýmsu tagi. Framkvæmdavaldið rýrir á ýmsan annan hátt stöðu laga og réttar í landinu. Ríkið hefur lagt fram kröfur um bótalaust eignarnám í þinglýstum landeignum bænda víða um land. Slík árás á eignaréttinn væri. óhugsandi í nokkru ríki, sem flokkast til lýðræðisríkja jarðar. Sem betur fer hafa borgarar landsins öðlast mikilvæg- an búhnykk lýðræðis í aðgangi að yfirdómstólum úti í heimi. Þegar héraðsdómarar og jafnvel hæstaréttardómar- ar ganga erinda ríkisvaldsins gegn fólki, eiga menn kost á að kæra til Strassborgar, Bruxelles eða Haag. Þess vegna nær ásælni ríkisins í eigur bænda ekki fram að ganga. Þess vegna hefur ríkið á ýmsum sviðum orðið að draga saman seglin í yfirgangi gegn borgurum lands- ins. Þess vegna hefur réttarstaða íslendinga batnað og þessi fimmti hornsteinn lýðræðisins styrkzt að mun. Réttarbótin að utan virkar aðeins í borgaralegum mál- um, þar sem einstaklingar eða samtök einstaklinga geta sótt rétt sinn til útlanda. Hún nær ekki til sakamála. Eng- in leið er fyrir fólk að kæra ríkið til Strassborgar, Brux- elles eða Haag fyrir að láta síbrotamenn ganga lausa. Þessi vandamál eru margrædd. Endurbætur þurfa ekki að vera flóknar. Ráðamenn láta eigi að síður reka á reið- anum og efna í mesta lagi til enn eins fundarins. Jónas Kristjánsson LAUGARDAGUR 7. JULI 2001 DV Ættarmótið leynir sér Jóhannes Sigurjónsson blaöamaður „Ættarmótið leynir sér ekki.“ Þessi setning er sennilega meira notuð á íslandi en hjá öðrum þjóðum. Fyrst og fremst auðvitað þar sem að hún er á íslensku og því ekki öðrum eins töm á tungu, en í annan stað einnig af því við mörlandar eru uppteknari af ætt- um og ættfræði en aðrir heimsbú- ar. Þetta er yfirleitt sagt þegar skyldir þykja líkir og byggir á grunni hins gamalkveðna að margt sé líkt með skyldum. Menn eru duglegir við að þekkja ættar- mót og sjá svip af hinum og þess- um í andliti þessa og hins. Sumir, einkum kvenfólk, þykjast jafnvel sjá ættarmót á nýfæddum börn- um og fylgir gjarnan upptalning, nefið er frá afanum, augun frá mömmunni, hakan frá pabbanum og hlaupalagið greinilega frá Sig- mundi frænda og býttar engu þó barnið sé ekki farið að ganga og Sigmundur frændi hafi aldrei í lífinu tekið á rás. Ég hef alltaf verið dálítið efins um glöggskyggni kvenna á ættar- mót komabarna eða allt frá því ég fór meö mömmu og ömmu til þess að skoða nýfætt barn systur minnar fyrir margt löngu. Við fengum að skoða barnið í gegnum gler og þarna lá litla frænka min ásamt og með öðrum nýbura. Amma og mamma voru fljótar að sjá ættarmótið, blessað barnið var lifandi eftirmynd afa síns og bar einnig sterkan svip af móður sinni og ýmis einkenni fjar- skyldra ættingja sem ég hafði aldrei séð. Mér fannst hins vegar bamið fyrst og fremst líkjast öðr- um nýfæddum börnum og engum öðrum og sagði það og þá var fussað og sveiað og eitthvað tuldr- að um að karlmenn væru staur- blindir á ættarmót eins og svo margt annað. Auðvitað kom svo í ljós að bamið, sem við vorum að horfa á og sem ömmu og mömmu þótti svona óskaplega líkt sínu fólki, var vitlaust barn. Systir mín átti sem sé hitt bamið á stofunni og barnið með ættarmótið, sem leyndi sér sko ekki, var meö öllu óskylt okkur. Einu tengsl þessara barna voru þau að afar þeirra höfðu leikið saman í fótboltaliði Völsungs fyrir fjörtíu árum en það hefur ekki enn verið sannað að það hafi mótandi áhrif á útlit afkomenda manna að vera í sama fótboltaliði. Það er því ekki furða þó ég glotti jafnan í kampinn þegar fólk (konur) fer aö tuða um ættarmót og hvað þetta barn sé nú líkt hin- um og þessum úr ættinni. Af góðum ættum En ættir skipta auðvitað máli og íslendingar leggja mikið upp úr því að vera af góðum og gildum ættum. Ættartölur eru gefnar hér út í tug- um binda, niðjatöl skráð og þeim dreift meðal fólks og ættar- og niðjamót haldin út um allt land yfir sumarið. Og menn gera ekki mikið annað á meðan því flestir eru af ýmsum ættum og eiga maka sem eru af enn öðrum ættum þannig að það er þeyst á milli ættarmótanna í blóðspreng um hverja helgi og verður yfirleitt að velja og hafna því enginn getur sótt öll ættarmót sem í boði eru. Ég fór á ættarmót á dögunum, eða öllu heldur niðjamót Guðna Kjartanssonar og Hjálmfríöar ís- leifsdóttur, langafa míns og langömmu. Þetta er Hælavíkurætt- in, mikil ætt og merkileg eins og títt er um íslenskar ættir. íslend- ingar eru nefnilega allir stórættað- ir eða í það minnsta af góðum ætt- um. t útlöndum eru það bara örfá- ar ættir sem eitthvað kveður að, má nefna Kennedy-fólkið og Rockefeller-slektið í Bandaríkjun- um og Windsor-gengið í Bretlandi. Á íslandi eru allar ættir jafnmerki- legar, að minnsta kosti að mati þeirra sem í þeim eru. Auðvitað er stundum muldrað um fjölskyldurn- ar fjórtán sem eiga ísland og eru af Engeyjarætt, Viðeyjarætt, Flateyj- arætt og Æðeyjarætt, eða hvað þær nú heita allar þessar eyjaættir. Og það má vel vera að þessir eyjar- skeggjar eigi ísland en það gerir þeirra ættir ekkert merkilegri en Hælavíkurættina mina, Hraunkots- ættina, Buchsættina og aðrar ættir hér á landi. „Ég hef alltaf ver- ið dálítið ef- ins um glögg- skyggni kvenna á ættar- mót kornabarna eða allt frá því ég fór með mömmu og ömmu til þess að skoða nýfætt bam syst- ur minnar fyrir margt löngu. “ 14% skalli En ég fór sem sagt á ættarmót á dögunum. Þegar ég kom á svæö- ið þá fór ég strax að gjóa augum á liðiö til að komast að raun um hvort ættarmótið leyndi sér eða hvort ég sæi eitthvað í fari fólks sem ég þekkti frá sjálfum mér og mínum. En ég svo sem komst ekki að neinni endanlegri niður- stöðu. Þarna voru um 250 manns af öllum stærðum og gerðum. Ung- lingarnir voru unglegri en ég, öldungarnir ellilegri. Jafnaldrar mínir voru farnir að fitna og grána eins og ég. Mestan part var þetta þó blanda af allskonar fólki sem ég hefi séð i öllum ættum. Og þó, ég get ekki svarið fyrir að nokkur ákveðin einkenni væru óvenju áberandi hjá mörgum okk- ar. Þegar bróðir minn kom á stað- inn, spurði hann mig hvort ég hefði séð frænda sinn og góð- kunningja sem ég þekkti ekki í sjón og bað því um lýsingu á manninum. „Ja, hann að verða Villidýrin á vellinum Sjónarhorn Ótrúleg umræða hefur verið að stigmagnast í öreindarsamfélag- inu Islandi undanfarin misseri, umræðan um kynþáttafordóma. Það eru ekki mörg ár síðan að Is- lendingar töldu sér trú um að þeir væru hátt yfir slíka fordóma hafnir, hér örlaði ekki á kyn- þáttafordómum. En margt hefur breyst. Meðal annars það að hing- að hefur flust fólk til að starfa og lifa, sem hefur annan lit á húð sinni, dökka húð en ekki þá svínslitu sem Norðurlandabúar gjarnan hafa. Fólki þessu hefur farnast vel og verður fyrir öfund og illgirni miður vel lukkaðra ís- lendinga. Það er líkt með manninum og sauökindinni, að hann þolir illa hin ýmsu afbrigði af sjálfum sér. Hvítar kindur eru sagðar hafa hom í síðu mórauðra og svartra. Eins hefur hvíti maðurinn illa þolað hinn svarta um árhundruð og sambúö kynþáttanna verið stirð svo ekki sé meira sagt. Botnleðja þjóðfélagslns Mér brá illilega í vikunni þegar í ljós kom að jafnvel á mínum uppáhaldsskemmtistað, á Vellin- um með stórum staf, örlar á ill- vilja í garð öðruvísi fólks. Vestur í bæ skemmta einhverjir delar sér við það að úthúða hörunds- dökkum leikmanni KR með ósmekklegum ummælum sem ekki verða endurtekin hér. En fúlmenni þessi láta engan í friði, ekki heldur hvíta leikmenn eða dómara. Þessa þróun verður aö stöðva þegar í upphafi. Því miður eru villidýr laus á vellinum - þar sitja i stúkunni mannkerti sem ætti að banna að- gang, fámennur hópur en ill- skeyttur. Mér er sagt að KR-ingar hafi þurft að útiloka frá velli sín- um hóp manna sem viðhaföi því- líkan munnsöfnuð að ekki varð við unað. Boltabullur er nýr hópur fólks hér á landi, botnleðja þjóðfélags- ins, ölsvelgir meö nettar ístrur og kámugan munn, menn sem hafa ánægju af uppþotum og óeirðum en minni af listgreininni knatt- spyrnu. I vímunni lætur þessi óþjóðalýður dólgslega. Leikmönn- um líður sumum svipað og kisu litlu sem tiplar léttilega fram hjá blóðhundunum á myndinni sem fylgir þessu skrifi. Þeir geta átt von á ýmsu misjöfnu frá skríln- um á áhorfendapöllunum - minnihluta sem tekur öll völd í stúkunni. I umræðunni undanfama daga var einhvers staðar minnst á sómamanninn Egil rakara sem studdi KR drengilega um áratuga- skeið í blíðu og striðu. Það heyrð- ist vel í þeim raddsterka manni. Sem leikmaður með öðru liöi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.