Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.2001, Page 43

Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.2001, Page 43
LAUGARDAGUR 7. JÚLÍ 2001 X>V 51 Ferðir Með sjokk í sveitinni - og engin eldunaráhöld Oddgeir Haröarson dv-mynd hari Viö vorum tilbúnir meö matinn í eldamennskuna þegar einhver okkar spuröi "hvar eru eldunaráhöldin?" Þetta var eins og blaut tuska í andlitið á okkur, viö fengum algjört sjokk." Oddgeir Harðarson, nemi við Tækniskóla íslands, er matgæðing- ur vikunnar að þessu sinni. „Ég held ég sé bara svona svip- aður flestum kynbræðrum mínum í matargerðarlist. Ég sé voðalega sjaldan karlmann búa til venjuleg- an fiskrétt eða bara venjulegar steiktar kjötbollur. Það er alltaf eldað með þvílíkum stæl að það hálfa væri nóg. Enda eru skemmti- legustu matarboð sem ég fer i þar sem karlmenn koma saman og elda. Þar er ekkert sparað og allt það flottasta dregið fram og eldað eftir einhverjum kóngauppskrift- um. Guðsgjöf kvenna Karlmenn elda líka yfirleitt mun sjaldnar en konur, en þegar þeir elda þá fer dagurinn bara i að ein- beita sér að eldamennskunni og einhverjum uppskriftabókum og það má ekkert trufla. Konur eru þeirri guðsgjöf gæddar að þær geta gert fleiri en einn hlut í einu og það fer einhvern veginn ekkert fyr- ir eldamennskunni hjá þeim. Allt bara gert svona með jafnaðargeði, enda ekkert spennandi því þær eru vanar og gera góðan mat,“ segir Oddgeir. En Oddgeir er með þessa svokölluðu „veiðidellu“ og fer reglulega í veiðiferðir með vinum sínum. „Einu sinni fór ég ásamt fjórum öðrum i veiðiferð og var ferðinni heitið í Veiðivötn. Þessa ferð var búið að planleggja mánuð fram í tímann. Við leigðum okkur veiðikofa og keyptum miklar kræsingar sem við ætluðum að matreiða í ferð- inni. Við vorum svo heppnir að tveir af ferðafélögunum voru kokkar og eins og við var að búast var gjör- samlega allt eins og best varð á kosið. Ég hef aldrei farið í veiði- ferð með svona mikið matarpró- gramm. Það var snyrtilega og vel raðað í kælibox og þar var allt. Niðurskornar melónur, marinerað- ar svínakótelettur, bakaðar kart- öflur og alls kyns kræsingar sem hugurinn girnist. Aö kafna á leiðinni Við héldum af stað á Mözdu ‘82 árgerð sem var barasta í besta lagi, nema það að þegar á malarveg var komið tilkynnti eigandi bílsins að það væri risastórt gat í skottinu og við mættum alveg búast við smá- vegis ryki inn í bílinn. Það má eig- inlega segja að drengurinn sé með eindæmum hógvær vegna þess að við vorum gjörsamlega að kafna inni í bílnum. Við fimm sátum þétt í bílnum og hann hristist og skalf og var hér um bil að detta í sund- ur. Það voru allir með peysur fyrir vitum sér nema Atli, bílstjórinn, keyrði eins og hann væri á þvílíkri drossíu. Hann ók fram úr hverjum jeppanum á fætur öðrum og þyrl- aði rykinu að þeim. Pínu sjóveiki Það var ekki laust við pínu sjó- veiki í okkur félögunum þegar við lentum á áfangastað þar sem við höfðum varla dregið andann í klukkutíma. En ákveðið var að elda þar sem við vorum allir orðnir glorhungr- aðir eftir langa ferð og klukkan orðin margt. Við dauðsáum eftir að hafa ekki verið með myndavél þegar við tók- um kræsingarnar upp úr kælibox- unum. Þetta var það allra girnileg- asta sem ég hef séð. Til stóð að elda svínalundirnar, baka kartöflur og gera nú einu sinni „alvöru bé- arnaisesósu". Hörmulegt ástand Við vorum tilbúnir meö matinn í eldamennskuna þegar einhver okkar spyr „hvar eru eldunaráhöldin?“. Þetta var eins og blaut tuska í and- litiö á okkur, við fengum algjört sjokk. Við gleymdum pottunum og öllum eldunaráhöldunum. Það var ekkert til. Hvílíkt hörmungarástand. Nú hófust fyrst aðgerðir. Það lögðu allir höfuðið í bleyti yfir því hvernig hægt væri að elda. Kom í ljós að það voru kol í kofanum og var því hafist handa við að grafa holu. Kjötið var grillað á einhverjum járnteinum sem vinur minn hafði fyrir heppni í bílnum og virtist þá allt í höfn nema sósan. Tveir neit- uðu að kjötið yrði steikt nema gerð yrði alvöru béarnaisesósa. Þetta voru orðin slík læti og rifrildi þar til einn snillingurinn tók upp á því að skera toppinn af Pepsidós. Hann bræddi smjörið í dósinni, gerði eins við eggjarauðu og ég get sagt ykkur það að ég hef aldrei borðað betri máltíð alla mína ævi,“ sagði Oddgeir að lokum. -klj Svínalundir í BBQ með timjan-kartöflum Fyrir 4 1 kg svínalundir Hunt’s honey mustard BBQ-sósa sinnep, sætt bláberjasulta sojasósa bökunarkartöflur ananassneiðar salt (gróft) svínakrj'dd, timjan Aðferð Fyrst þarf að gera BBQ-sósuna. Blandið saman Hunts-sósunni, 1 msk. af sinnepi, 2 msk. af bláberjasultu og skvettu af sojasósu. Öllu hrært saman og kjötið lagt. í löginn. Látið liggja í klukkustund fyrir steikingu. Kartöflurnar eru skornar í fernt, sett klípa af smjöri, smávegis af grófu salti og timijan. Kartöflurnar eru svo settar aftur saman og pakkaðar í álp- appir. Þvínæst er grillað. Kartöflurnar eru settar á grill í ca 30 mínútur. Grilla skal lundirnar við meðalháan hita og pensla þær reglulega á meðan grillunin stendur yfir. Á svipuðum tíma er ananasnum komið fyi'ir á grillinu - grillist eftir smekk. Gott er að bera fram með fersku salati og vel kældu öli. Grillaðir sveppir með sniglum og hvítlaukssmjöri Fyrir 4 12-16 sæmilega stórir sveppahattar 200 g smjör 1-2 hvltlauksgeirar 1 dós sniglar fersk steinselja Aðferð Byrjað er að laga hvítlaukssmjörið. Smjörið er haft sæmilega mjúkt, hvít- laukurinn er skorinn smátt niður og einnig stemseljan. Þessu er síðan öllu hrært saman í skál. Sveppirnir eru afstilkaðir og tveimur sniglum komið fyrir í sveppa- hatti og fyllt upp með hvítlauks- smjöri. Griliað í 15-20 mínútur. Borið fram með ristuðu brauði. Uppskriftir Kanilterta Fljótleg og einföld. 4 botnar: 175 g smjör 225 g sykur 1 hrært egg 150 g hveiti 1 tsk. kanill negull á hnífsoddi Rjómi: 3-4 dl rjómi 2 tsk. kakó 1/2 tsk. vanilludropar Vinnið sykur og smjör vel sam- an með hrærara (káinu) hrærið eggið þannig að helmingurinn fari saman við i einu. Ef allt er sett í einu skilur deigið sig. Nýkaup Þarsem fenkleildnn býr Uppskriftirnar eru fengnar frá Nýkaupi þar sem allt hráefni í þær fæst. Blandið svo þurrefnunum saman við. Smyrjið út í 3^1 botna og bak- ið við 190° í ca 10 mínútur. Þeytið allt saman, smyrjið sultu á botnana og jafnið þeyttum rjómanum á milli. Krem 100 g suðusúkkulaði 50 g smjör 3 eggjarauður 60 g flórsykur Þeytið hvíturnar og blandið sykrinum ró- lega saman við, þeytið þar til þaö er stíft. Hakkið niður kexið og blandið saman við salthneturnar og lyfti- duftið. Bakið í einu formi við 170° í ca 20 mín. Bræðið Baby Ruth Einföld, en dáhtið vandmeðfarin. Er góð jafnt með ijóma og ís. Botn 3 eggjahvítur 200 g sykur 100 g salthnetur 70 g ritzkex 1/2 tsk. lyftiduft súkkulaðið og smjörið saman. Þeytið rauð- urnar og flórsykurinn saman þar til mass- inn verður stífur, blandið svo súkkulað- inu varlega saman við svo ekki falli þeyt- ingin og smyrjið kreminu yfir botninn. Þeytið 2-3 dl af rjóma og smyrjið yfir botninn. Einnig er mjög gott að bera fram með botninum vanilluís sem er jafn stór og botninn og er hann lagður ofan á þegar tertan er borin fram. Botninn þarf ekki að standa lengi áður en tertan er borin fram.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.