Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.2001, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.2001, Blaðsíða 26
26 Helgarblað LAUGARDAGUR 7. JÚLÍ 2001 I>V Margslungin og harmræn dragdrottning - segir Björgvin Franz Gíslason sem fer með aðalhlutverkiö í Hedwig, glamúrsöngleik sumarsins „Söguþráður líkur þeim sem er í söngleiknum Hedwig held ég að af- skaplega víða megi finna. Eða erum við ekki alltaf að leita eftir hinum helmingnum af okkur, ástinni sem all- ir þrá,“ segir Björgvin Franz Gíslason leikari. Á fimmtudagskvöld var frum- sýnd í Loftkastala Leikfélags íslands glamúrrokksöngleikurinn Hedwig, þar sem segir frá samnefndri persónu. Björgvin Franz fer með það hlut- verk i sýningunni, sem hefur farið sigurfór víða um heiminn að undan- fórnu, svo sem í Bandaríkjunum og Bretlandi. Með sólópróf yfir Atiands- hafið „Ég vil hvorki skilgreina þetta sem leikrit eða söngleik. Mér fynnst glamrokksýning eiga ágætlega við“ segir Björgvin, þar sem hann situr með blaðamanni og segir undan og ofan af þessari sýningu. Björgvin út- skrifaðist frá leiklistardeild Listahá- skóla Islands fyrir um mánuði síðan og kveðst í raun strax hafa dottið í lukkupottinn með því að fá þetta hlut- verk. „Það er ótrúleg reynsla að glíma við þetta verkefni, að takast á við risa- hlutverk í svona söngleik þar sem ég syng flest lögin sjálfur og það lög af ýmsum toga. Ég er mjög þakklátur fyrir þetta tækifæri og það traust sem mér er sýnt með því að taka þetta að mér. Þetta er eins og flugmaöur sem er nýkominn með sólóprófiö fái að fljúga yfir Atlandshafið með fullt af farþegum." í söngleiknum Hedwig segir frá samefndri persónu, kynlausri veru, sem fæddist sem karlmaður í Austur- Berlín á sjöunda áratugnum. Til að komast yfir múrinn illræmda og í hið vestræna frelsi ákvað hann að giftast bandarískum hermanni. Sá galli var hinsvegar á gjöf Njarðar að þá þurfti Hedwig að gangast undir kynskiptiað- gerð. Aðgerðin mislukkaðist og eftir hana eru æxlunarfærin heldur óásjá- leg og eftir stendur lítið eitt af holdi - ein reið rest - þannig að Hedwig verð- ur í raun hvorukyns. Síðan flytja þau hjónin til Bandaríkjanna, Hedwig og hinn ameríski bandaríski hermaöur. Þau skilja og ári síðar fellur Berlínar- múrinn. Þá sér Hedwig hvernig þetta brölt hans hefur verið til lítils þegar allt kemur til alls. „... en Hedwig seg- ir frá þessum frekar sorglegu atburð- um á broslega-kaldhæðinn hátt,“ seg- ir Björgvin. Afar ýkt dragdrottning „Þetta gerist á tónleikum hjá Hed- wig og Reiðu restinni þar sem hún fer að segja sögu sína. Hedvig kemur áhorfendum fyrir sjónir sem afar ýkt dragdrottning til að byrja með, þegar líða tekur á verkið kemur í ljós marg- brotin, harmræn manneskja" segir Björgvin, sem vill þó forðast að segja söguna alla í stuttu blaðaviðtali. Væntanlegir áhorfendur verði að upp- lifa spenninginn sem leikhúsferð eigi að fylgja. Með hitt aðalhlutverkið í sýning- unni fer Ragnhildur Gísladóttir, þar sem hún leikur rótara í hljómsveit Hedwig. „Þetta eru mjög óvenjuleg skipti í þessu, það að Ragga leiki karlamann og sé ekki í frontinum í svona leiksýningu," segir Björgvin. „Tónlistin í sýningunni er mjög mögnuð, spannar alla flóruna, allt frá ballöðum upp í pönk,“ segir Björgvin. Hljómsveitina Reiðu restina skipa val- inkunnir tónlistarmenn; þeir Karl 01- geirsson, Jón Ólafsson, Birgir Bald- ursson, Guðni Fransson,. Stefán Már Magnússon og Pétur Þór Benedikts- son sem allir fara með ákveðin hlut- verk í leiksýningu þessari. Fólk er aö finna sjálft sig Sýningunni um Hedwig var fagnað með dúndrandi lófataki þegar hún var frumsýnd sL fimmudagskvöld. Hún verður á fjölunum í allt sumar og er Björgvin Franz bjartsýnn á góða að- sókn. „Það geta sjálfsagt margir sam- samað sig þeim söguþræði sem við sjáum í Hedwig, þótt ég voni að leit fólks eftir fórunaut sé yfirleitt ekki jafn harmræn og þarna greinir frá. En sagan er góð og spennandi og það er því sjálfsagt ekki að ástæðulausu sem þessi saga hefur farið sigurför um heiminn, fyrir því er sjálfsagt sú ástæða að fólk er að finna sjálft sig með einhverju móti.“ -sbs. DV-MYND HARl I gervi Hedwlgs „Þaö geta sjálfsagt margir samsamaö sig þeim söguþræöi sem viö sjáum í Hedwig, þótt ég voni aö leit fótks eftir förunaut sé yfirleitt ekki jafn harmræn og þarna greinir frá," segir Björgvin Franz hér í viötalinu. Kynlíf Strákasæla Ragnheiður Eiríksdóttir skrifar um kyniíf Jæja, þá er loksins komið að þvi að sinna karlpeningnum eitthvað. Þó að þessar elskur eigi hug minn og hjarta verð ég að játa að upp á síðkastið hef ég alls ekki nógu oft helgað skikann holdlegu nautnum þess helmings mannkyns sem ég tilheyri ekki. Eftir ávítur og gagnrýni strákanna í hverf- inu finn ég mig því knúna til að snúa blaðinu algjörlega við og tilkynni hér með að pistill dagsins inniheldur, eft- ir þessa málsgrein, einungis upplýs- ingar um það hvernig hægt er að veita karlmanni limlægan unað með munni og höndum. Handavlnna 101 Hafðu slatta af sleipiefni eða olíu við höndina (mundu að latex smokkar og olia eiga ekki skap saman, einu smokkarnir sem fara ekki í klessu við að snerta olíu eru úr polyurethani eins og Avanti smokkurinn frá Durex og kvensmokkurinn Femidom), það er miklu skemmtilegra að gæla við hold- ið harða en undurmjúka ef snertingin er laus viö óþarfa núning og hártog. Reyndar dugar munnvatn oft ágæt- lega en það fer þó allt eftir dagsform- inu hvort munnurinn framleiðir nóg. Láttu hann liggja á bakinu og komdu þér vel fyrir milli fóta hans. Það er ágætt að sitja með fætur dá- lítið sundur og krækja þeim undir læri hans. Byrjaðu á að strjúka á hon- um lærin innanverö, strjúktu svo höndum upp á kviðinn, niður lend- arnar, upp með nárunum og staldraðu við þar sem hann gefur frá sér sælustunur. Byrjaðu á að mynda hring með þumli og vísifingri eða löngutöng (eða bæði vísifingri og löngutöng) annarrar handar, utan um skaftið á tippinu. Hafðu takiö frekar þétt, þeim líkar það betur. Færðu fingrahringinn þétt en rólega upp og niður skaftið og notaðu hina höndina á meðan til aö gæla við punginn. Pungurinn er afskaplega kynnæmur og fellur vel í mjúkan lófa. Æstu hann upp á þennan hátt og ekki gleyma að segja honum hvað hann er mjúkur, yndislegur og æsandi. Það er líka skemmtilegt að lýsa því jafnóðum sem þú gerir við hann. „Nú gæli ég við punginn og held áfram að nudda harð- an liminn, mmm“ - eða gefa honum hugmynd um það sem koma skal: „Rétt bráðum ætla ég að fá að bragða aðeins á þér og leika við kónginn með tungunni." Svona lýsingar munu ef- laust æra hvaða freðþorsk sem er. Snúningsbragðið Gerðu tvo hringi utan um liminn í þetta skiptið og notaðu til þess fingur beggja handa (sjá lýsingu í handa- vinnu 101). Haltu þétt um skaftið og byrjaðu svo rólega að snúa hringjun- um um það, öðrum réttsælis en hin- um rangsælis. Láttu hringina fara upp og niður um leið og þú snýrð þeim um skaftið. Þetta handbragð skyldi ekki nota nema að nóg sé til af sleipiefni eða olíu. Ef því er beitt án efna er eins víst að það framkalli hryllingsöskur og angistarvein þegar holdið er undið í tvær áttir og hárin flækjast með. Munnurinn mjúki Tippi eru flest ívið lengri en leiðin frá vörum að koki þannig að í flestum tilfellum tekst þeim sem veitir munn- gælur ekki að taka það neitt voðalega djúpt í munninn. Að vísu er hægt að þjálfa sig upp í að hreinlega kyngja tippinu og taka það eitthvað lengst ofan í vélinda en það er flestu eðlilegu fólki um megn. Það hlýtur samt að vera ansi gott að láta kyngja á sér tippinu ... Hvað um það; til að falsa þessa tilfinningu er best að halda handavinnunni áfram á neðri hluta tippisins en leyfa munninum að sjá um efri partinn. Notaðu tunguna til að erta kónginn; prófaðu að láta efri og neðri hlið tungunnar skiptast á, gefðu haftinu milli forhúðar og kóngs sérstakan gaum og láttu tungubrodd- inn fara allan hringinn meðfram brúninni á kónginum. Áður en þú tek- ur hann í munninn skaltu prófa að sleikja hann endilangan, með þéttri stroku alveg frá pungi og upp að gat- inu á toppnum. Þegar þú tekur hann upp í þig skaltu bleyta varirnar vel, halda þeim frekar þétt saman og leyfa honum að þrýstast rólega inn. Mundu að nota hendina sem er á neðri part- inum sem stoppara. Notaðu varir og tungu til að gæla við hann á meðan þú hefur hann uppi í þér og ekki búa til lofttæmi með því að sjúga of mikið. A5 kyngja eða ekki Þetta er voðalega mikið atriði fyrir marga karlmenn og sumir eru algjör- lega með það á heilanum að það verði nú að kyngja til aö „blódjobb" sé al- mennilegt. Vinur minn í Danmörku er með límmiða á bílnum sínum með orðunum „Nice people swallow", það lýsir þessu ágætlega. Hvað svo sem þessu líður skaltu aldrei kyngja ef þú vilt það ekki. Vissulega finnst sumum æsandi og skemmtilegt að gera það en það eru líka heilmargir sem kunna því illa. Fyrir þá er mikilvægt að biðja þiggjandann að gefa sér merki þegar sáðlátið nálgast. Það hlýtur að vera frekar glatað að sjá ógeðsgrettu framan í ástkonunni/elskhuganum þegar fullnægingarsælan stendur sem hæst. Ef þú vilt alls ekki fá sæði upp í þig getur verið mjög æsandi fyrir hann og þig að sjá það slettast á líkamann, s.s. bringu, háls, kvið eða kinn. Hafðu svo handklæði eða blautþurrkur í grennd- inni ef þú vilt ekki nota afurðina sem boddílósjon. Ef þér hins vegar þykir í lagi að fá það í munninn en vilt síður kyngja skaltu hafa bréfþurrkur eða hrákadall í seilingu svo að þú þurfir ekki aö hlaupa með fullan munninn fram á klósett. Það er fátt minna sexí en elskhugi/ástkona sem hleypur fram þremur sekúndum eftir fullnæg- ingu til aö skyrpa eða þvo af sér ást- arsafana. Heitt og kalt og stlngandi Prófaðu að bryðja Ismola rétt áður en þú byrjar að veita honum munn- gælur. Kannski er betra að vara hann viö fyrst nema að þú sért í virkilegu prakkaraskapi, þá skaltu binda hann fyrst! Heitir drykkir eins og te eða kakó og stingandi drykkir eins og kampavín eða koníak geta líka fram- kallað kraftmiklar kyneldingar ef drukknir eru skömmu fyrir atlotin. I raun má notast við flest sem framkall- ar hressilega eöa ertandi tilfinningu í munninum. Látið þó kryddskápinn al- veg vera því þó bragðlaukarnir séu kannski vanir karríi og chili er ekki víst að limnum lyndi við þau. Ragnheidur Eiríksdóttir er hjúkrun- arfrœóingur og kynlífstœknir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.