Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.2001, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.2001, Blaðsíða 2
2 LAUGARDAGUR 25. ÁGÚST 2001 Fréttir IDV Styrinn um Heilbrigöiseftirlit Suðurlands kallar á faglega stýringu: Heilbrigðiseftirlit und- ir eitt ráöuneyti - segir landbúnaöarráöherra sem harmar átökin „Ég hef fylgst með þeim átökum sem verið hafa milli Heilbrigðisnefndar Suðurlands og Heilbrigðiseftirlits Suð- urlands. Ég harma þau átök,“ sagði Guðni Ágústsson landbúnaðarráð- herra við DV vegna þeirra eija sem hafa verið uppi milli nefndarinnar og heilbrigðisfulltrúanna undanfarin tvö ár. Þær virðast nú grimmari en nokkru sinni fyrr. Ráðherra kvaðst enn þeirrar skoð- unar að matvælaeftirlit ætti að vera á einni hendi, undir matvæla- og land- búnaðarráðuneyti. Þá yrðu yfirdýra- læknir, heilbrigð- iseftirlit og Holl- ustuvernd undir sama hatti. „Ég álít mjög mikilvægt að búa til sterka einingu þar sem þessi mál heyra alfarið und- ir eitt ráðuneyti," sagði ráðherra. „Það kallar á fag- lega stýringu, betri vinnubrögð og samræmingu í landinu öllu, sem þörf er á. Ríkisstjómin hafði í upphafi áform um að endurskipuleggja ýmis mál, ekki síst í framhaldi af sjúkdóm- um, svo sem salmonellu og campylobacter, sem hér hafa komið upp. Þá var það skoðun manna að mik- ilvægt væri að koma þessu í þennan farveg og endurskipuleggja heilbrigðis- eftirlit og aðrar stofnanir sem að þess- um málum koma. Ein leiðin í því væri að heilbrigðiseftirlitið heyrði þá undir ríkið en ekki sveitarfélögin." Davíð EgOsson, forstöðumaður Holl- ustuvemdar ríkisins, sagði að HoE- ustuvemd hefði ekki haft afskipti af málefnum heilbrigðisnefndar og heil- brigðisfulltrúanna síðasta árið, enda hefðu engin tilmæli borist þar um. Heilbrigðisnefnd réði sjálf sína starfs- menn og heilbrigðiseftirlitið væri und- ir hana sett. Davíð kvaðst ekki vilja tjá afstöðu sína til þess að færa heilbrigð- iseftirlitið aftur undir ríkið fyrr en hann hefði gert grein fyrir henni með- al viðkomandi aðila. Ekki náðist í Siv Friðleifsdóttur um- hverfisráðherra vegna málsins. -JSS Stuttar fréttír hækka Jón Kristjánsson, heilbrigðis- og trygg- ingamálaráðherra, tH- kynnti í gær að frí- tekjumörk almanna- trygginga hækki um 6,6% um næstu mán- aðamót. Tekjuviðmið- un vegna almanna- trygginga er endurskoðuð árlega. Bankinn í plús Hagnaður Búnaðarbankans á fyrri hluta ársins nam 80 milljónum króna fyrir skatta. Afkoman var neikvæð um 337 milljónir fyrstu 3 mánuði ársins en síðan fóm betri tímar i hönd og næstu 3 mánuðir skiluðu 417 milljóna króna hagnaði. Guðni Ágústsson. Fritekjumörk Nýstárlegar hugmyndir um umhverfisvæna verksmiöju: Sykurbræðsla á Suðurnesjum? - Framleiðsla á íblöndunarefni í snyrtivörur í skoðun. Samstarf við Suður-Afríkubúa Oþrjótandi orkulind Jarövarmi er ein mesta auölind íslendinga og vannýtt til þessa. Frá Bláa lóninu. Fjölmargir aðil- ar em að kanna grundvöll þess að reisa nýja verk- smiðju á íslandi sem breyta myndi sykri í polior. Þetta era meðal annarra Samtök iðnaðarins, iðnað- arráðuneytið, Iðn- tæknistofnun, Ný- sköpunarsjóður og Hitaveita Suður- nesja, auk suður-afrískra og banda- rískra fjárfesta. Polior er m.a. notað í ýmsar snyrtivörar og ef allt gengur upp verður íslenskur jarðvarmi notað- ur við framleiðsluna. Polior hefúr til þessa verið unnið úr lífrænum efnum, aðallega olíu, að sögn Sveins Hannes- sonar hjá Samtökum iðnaðarins. „Menn era að gera tilraunir með að framleiða þessi efiii úr sykri og slík verksmiðja myndi hreinlega éta koltví- sýringinn eða binda hann í stað þess að blása út í loftið. Til þessa þarf óhemju magn af gufu og þama era Steingrímur J. Sigfússon: Mér ofbýður „Mér ofbýður þetta algjörlega. Það er engu líkara en að tekin hafi verið ríkis- stjómarákvörðun um samræmda rógs- herferð gegn Skipulagsstofnun og starfs- mönnum hennar og ráðherrarnir koma hver á fætur öðram með alls konar áburð um óvönduð vinnubrögð, ófagleg vinnubrögð, hlutdrægni og jafnvel lög- brot,“ segir Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, um viðhorf ráðherra ríkisstjómarinnar gagnvart umhverfismati Skipulagsstofnunar. „Ég minnist varla hliðstæðu þar sem ráöherrar hver á fætur öðram ráðast með þessum hætti að opinberri stofhun sem heyrir undir einn af samráðherram þeirra. Hvar er umhverfisráðherra? Þótt ég taki það gilt að umhverfisráð- herra vilji forðast umræður um úr- skurðinn vegna þess að hann kann að eiga eftir að koma til hennar kasta þá á ráðherrann að svara fyrir það hvort hún telji að ein af stofnunum sem heyr- ir undir hana sé að fremja lögbrot." -gk menn að horfa til þess að nýta jarð- hitann,“ segir Sveinn. Búið er að skoöa þetta mál í nokkur ár, að sögn Sveins, og líta menn einkum til háhitasvæðanna á Suðumesjum. „Það er nýbúið að stofna um þetta fyrirtæki í Suður-Afr- íku, þar sem sykurinn er. Hann er á mjög lágu verði á heimsmarkaði og það yrði hvalreki fyrir þá að auka verðmæti sykursins. Við erum aftur að taka þátt í tilraunarekstrinum og hugmyndin er að þetta verði byggt hér. Við erum að leita að tækifæram í jarð- iðnaðinum sem ekki yrði bundinn við stóriðju heldur efnaiðnaði fyrst og fremst." Hjálmar Ámason, formaður iðnað- amefndar Alþingis, segist kannast vel við þetta mál en það sé aðeins angi þeirra tækifæra sem íslenskir orku- Valgerður Sverrisdóttir gagnrýnir Skipulagsstofnun harðlega fyrir úr- skurð sinn um Kárahnjúkavirkjun og segir hann vekja margar spumingar. Ráðherrann setti fram þessa gagn- rýni á aðalfundi Sambands sveitarfé- laga á Austurlandi í fyrrakvöld. Val- gerður segir að úrskurðurinn sé skrifaður með neikvæðum hætti, all- 1 ar rannsóknamiðurstöður sem lágu til grundvallar matinu séu tortryggð- | ar en oftar en ekki vísað til einkaráð- gjafa sem stofnunin hefur beðið um ; álit og þeirra áliti hampað. „Þessi álit draga þá i efa niðurstöður rannsókn- anna og segja að athuga þurfi eitt og annað betur. Auðvitað má endalaust fara fram á alls kyns rannsóknir en það var og er ekki tilgangur laganna gjafar bjóði upp á. „Þessi athugun á sér langan aðdraganda en er enn á algjöra frumstigi. Þetta er hins vegar aðeins eitt mýmargra dæma sem við eigum eftir að sjá,“ segir Hjálmar. Hann nefnir vetnisframleiðslu, hugsanlegt tölvuþorp á Reykjanesi og um mat á umhverf- isáhrifum að hægt sé að drepa málum á dreif á þennan hátt,“ sagði Val- gerður. Ráðherra sagði að Skipulags- stofnun segði víða í úrskurðinum aö einstökum þáttum hefðu ekki verið gerð nægjanleg skil til að unnt hefði verið að meta áhrif þeirra. „En benda má á að stofnunin hafði ýmsa mögu- leika til að afla frekari gagna á fyrri stigum matsins. Segir stofnunin ber- lega að hún hafi ekki haft möguleika til að vinna að þessu verki sam- fleiri möguleika þar sem spum eftir vistvænni orku sé meiri en nokkum óri fyrir. „Það er sem dæmi bara búið að virkja um 1% jarðhitans héma,“ segir Hjálmar og kallar Island Kúveit norðursins. -BÞ kvæmt lögum vegna knapps tfma en eigi að síður er felldur úrskurður sem byggist m.a. á því að varanleg áhrif Kárahnjúkavirkjunar á íbúa- og byggðaþróun á Austurlandi muni verða óveruleg," segir Valgerður. Þá bendir hún á að ekki hafi verið fjall- að um atvinnuskapandi áhrif virkj- unarinnar í tengslum við nýtt álver í Reyðarfirði enda sé það jákvæð af- leiðing. „í mati sinu á áhrifum á lofts- lag segir stofnunin hins vegar að hún minni á væntanleg áhrif álvers á Reyðarfirði m.t.t. losunar gróður- húsalofttegunda. Þetta er aðeins eitt dæmið um misvísandi túlkun og ályktanir sem beinast i eina átt,“ sagði Valgerður Sverrisdóttir. -BG Viðbúnaður á vellinum Talsverður viðbúnaður var á Reykjavikurflugvelli í gærdag þegar von var á flugvél þangað frá Græn- landi með 33 innanborðs. Stjómtæki vélarinnar gáfu til kynna bilun í hjóla- búnaði hennar og voru slökkvilið og sjúkralið í viðbragsstöðu. Vélin lenti síðan heilu og höldnu og ekkert alvar- legt kom í ljós. Sigurður fær millljón Sigurður Gústafsson, arkitekt og húsgagnahönnuður, hefur hlotið hin virtu sænsku Bruno Mathsson-verð- laun fyrstur íslendinga. Svavar Gests- son, sendiherra íslands í Svíþjóð, mun afhenda Sigurði verðlaunin í næsta mánuði en þau nema um einni milljón íslenskra króna. Bjöm skipar í stóður Björn Bjarnason menntamálaráðherra hefúr skipað Krist- ínu Huld Sigurðar- dóttur forstöðmnann Fomleifavemdar rík- isins. Jafnframt hef- ur ráðhemann skip- að Margréti Hall- grímsdóttur í embætti þjóðminjavarð- ar, en hún var eini umsækjandinn um þá stöðu. Uppsagnir hjá Íslandssíma Islandssími hefur ákveðið að segja upp 25 starfsmönnum sínum. Hér er um að ræða aðgerð til að bregðast við taprekstri félagsins sem nam 445 millj- ónum króna fymi hluta ársins. Millilent á Akureyri? Svo kann að fara að flugfélagið Grænlandsflug fari að millilenda þot- um sínum, sem era í flugi milli Græn- lands og Danmerkur, á Akureyrarflug- velli. Fulltrúar félagsins hafa verið á Akureyri til að kynna sér ýmsar að- stæður þar og möguleika á flutningum þaðan. VG vilja stóðva Stjóm Vinstri grænna í Reykjavík hefur samþykkt áskorun til fulltrúa Reykjavíkurborgar í stjóm Lands- virkjunar, þess efnis að þeir beiti sér fyrir því að allar framkvæmdir og rannsóknir sem tengjast fyrirhugaðri Kárahnjúkavirkjun verði stöðvaðar. Ámi úr leik 73% þeima sem þátt tóku í skoðana- könnun Eyjafrétta í Vestmaimaeyjum telja að Ámi Johnsen eigi ekki afturkvæmt í stjómmálin. Hinir, 27%, telja hins vegar allt eins líklegt að Ami eigi eftir að láta til sín taka í stjómmálum að nýju. SSA kærir Á aðalfundi Sambands sveitarfélaga á Austurlandi í gær var samþykkt með öllum greiddum atkvæðum gegn þrem- ur að kæra úrskurð Skipulagsstofnun- ar varðandi Kárahnjúkavirkjun. -GK Sveinn Hannesson. Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráðherra vegna úrskurðar Skipulagsstofnunar: Einhliða og neikvæður úrskurður - ekki tilgangur umhverfismats að drepa málum á dreif Hjálmar Árnason.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.