Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.2001, Blaðsíða 43
LAUGARDAGUR 25. ÁGÚST 2001
51
JOV
Tilvera
Með góðan mat fær
maður öllu framgengt
Valtarar
Verð frá
35.500
Allar stærðir
EVRÓ
Grensásvegl 3
s: 533 1414
- meira að segja fyrirgefningu, þannig að ég
dreif mig af stað og útbjó dýrindishlaðborð í
miðjum Herjólfsdal
Æskan er tíminn eins og einhver
sagði og þó hún líði hjá er þó alltaf
hægt að ylja sér við minningarnar sem
maður á. Minningar um endalausar
skemmtanir, vináttu, ástir og annað
eins. Það eru eflaust margir sem hafa
eignast skemmtilegar minningar eftir
síðustu verslunarmannahelgi og
Hrund Guðmundsdóttir, sem er mat-
gæðingur vikunnar að þessu sinni, er
engin undantekning. Það eru ótrúlegir
hlutir sem gerast á útihátíðum og
þessa vikuna mun Hrund deila með
okkur skemmtilegri sögu um þá at-
burði sem hún lenti í um síðustu versl-
unarmannahelgi.
Röð tilviljana
„Það má með sanni segja að ég
skemmti mér konunglega um síðustu
verslunarmannahelgi og í rauninni þá
held ég að það verði erfitt að toppa þá
helgi því það er mjög ólíklegt að lffið
geti orðið skemmtilegra en þá. Það
mætti segja að þetta hafi allt saman
verið röð tilviljana. í fyrsta lagi ætluð-
um ég og vinkona mín, Salka, ekki að
fara til Eyja til að byrja með, við ætl-
uðum á Eldborg. Það var ekki fyrr en
seint á föstudeginum sem við ákváðum
að koma okkur til Eyja. Við keyrðum
til Selfoss og þar hittum við indælis
stráka sem redduðu okkur með sér í
vélina til Eyja. Það má segja að það
hafi verið mikil heppni að hitta þá því
þegar við komum í Heijólfsdal tjölduð-
um við við hliðina á þeim og sáu þeir
alltaf til þess að við svæfum ekki of
lengi. Það mætti segja að að hluta til
hafi það verið eins og að vera í þrælk-
unarbúðum að vera í Eyjum því að það
var algert bann við að sofa of lengi. Ég
og vinkona mín brugðum þvi á það ráð
á sunnudeginum að fela okkur alger-
lega í svefnpokunum svo að það sæi
enginn að við værum sofandi. Við vor-
uih mjög heppnar að Vaka, grunn-
skólavinkona okkar, vakti okkur rétt
fyrir brekkusönginn. Vaka hafði verið
svo tillitssöm að kaupa kjúklingabita
fyrir mig og Sölku svo að við dæjum
ekki úr hungri á hátíðinni."
Skelfilegur svipur
„Af því að kjúklingur er uppáhalds-
maturinn hennar Sölku var þetta
svona hálfgerð hátíð fyrir hana. Svip-
urinn á henni þegar hún beit í
kjúklingabitann var skelfilegur og ég
er alveg viss um að ég hef séð glitta i
eitt lítið tár á augnhvörmum hennar.
Kjúklingurinn var sem sagt óætur
þannig að við ákváðum að fylla okkur
bara af bjór í brekkusöngnum svo við
myndum gleyma hungrinu. Þegar líða
tók á nóttina voru bæði Salka og Vaka
byijaðar að kvarta yflr hungri og neit-
uðu báðar að fá sér að borða niðri í
dal. Þegar nöldrið í þeim var orðið
heldur mikið fyrir partdýr eins og mig
stakk ég þær af en um leið og ég fann
þær ekki aftur fékk ég mikið sam-
viskubit og settist hálfgrátandi í brekk-
una í dalnum og aumkaði mig yfír því
hve vond ég gæti verið,“ sagði Hrund
og glotti er hún rifjaði upp þessar
skemmtilegu minningar.
Hlaðborö í miðjum Herjólfsdal
„Þegar ég var búin með áfengis-
birgðimar ákvað ég að fara inn í tjald
og ná mér í meiri vistir. Þegar ég kom
inn i hlýlega tjaldið okkar datt mér í
hug að það væri nú snjallræði að elda
fyrir Sölku svo hún gæti fengið sér að
borða þegar hún kæmi til baka. Salka
hafði minnst á það að hún ætlaði að
kaupa einhvem mat og ef til vill grill
áður en við færam á útihátíðina. Ég
læddist því í töskuna hennar og mér til
mikillar undrunar hafði hún keypt allt
sem til þurfti til þess að grilla góðan
mat. Þetta kom mér mikið á óvart því
yfirleitt er hún vinkona mín frekar
óskipulögð í sambandi við svona hluti.
Ég fann einnota grill og allan pakkann,
hún hafði meira að segja keypt for-
kryddaðar lærisneiðar og tilbúna sósu
sem þurfti einungis að hita. Ég bað
einhvem strák sem ég sá að hjálpa
mér að kynda undir grillinu (ég hafði
aldrei grillað áður) og svo hófst elda-
mennskan. Ég tók stórt teppi sem hún
hafði tekið með og lagði yfir grasblett-
inn og lagði plastdiska og hnífapör við
hliðina. Allt saman heppnaðist þetta
ótrúlega vel og mér tókst meira að
segja að hita sósuna með þvi að hella
henni í eina bjórdósina og setja á
grillið. Þetta var orðið rosalega flott
hjá mér og það era ekki til orð sem
geta lýst því hversu ánægð ég var þeg-
ar ég sá fyrir mér svipinn á hungraðu
vinkonu minni þegar hún sæi að henn-
ar biði hlaðborð. Ég ákvað að athuga
hvort það væri ekki eitthvað fleira til i
töskunni hennar og mér til ómældrar
ánægju fann ég einnig salat,
súkkulaðikex og ýmislegt fleira. Ég
raðaði þessu öllu á teppið og undirbjó
mig undir það að hringja í Sölku.“
„Þegar Salka svaraði loks i síman-
um sínum virkaði hún frekar þreytt.
Ég sagði henni að drífa sig upp í tjald
til mín því hennar biði óvænt veisla.
Hún muldraði eitthvað sem átti aö
vera já og ég hélt áfram að laga kræs-
ingamar og gat ekki setið á mér og
smakkaði þvi kjötið og það var vægast
sagt guðdómlegt. Ég var þó orðin frek-
ar óþolinmóð þvi vinkona mín hafði
tekið sér ailmikinn tíma í að koma
þannig að ég ákvað að hringja í hana
og athuga hvemig staðan væri,“ sagði
Hrund.
Forðuðum okkur
„Salka virkaði enn þá jafnþreytt
þegar ég hringdi aftur í hana og sagði
henni að koma sér inn i tjald. Mér til
mikillar undrunar sagðist hún vera
inni í tjaldinu okkar og væri búin að
koma sér mjög vel fyrir. Hún sagði að
það væri meira að segja einhver búinn
að borða kjúklingabitana okkar sem
lágu fyrir framan tjaldið okkar. En ef
Salka var í tjaldinu, hvar var ég þá?!
Ég lýsti staðsetningunni fyrir Sölku og
hún kom til min til þess að hjálpa mér
því ég var búin að setja allt dótið mitt
út um allt í tjaldinu þannig að ég gat
ekki beint hlaupið í burtu. Þegar hún
kom auga á matinn mætti segja að hún
hafi bókstaflega slefað yfir honum.
Hún leit á mig bænaraugum og sagði
að við gætum ekki skilið þennan mat
eftir, það hefði jú einhver annar borð-
að kjúklingabitana okkar og ef til vill
væri það sama manneskjan. Við sett-
um salatið, gosið, ávaxtasafann, sós-
una, kjötið, diskana, glösin og allt það
sniðuga, sem ég hafði fundið, í teppið
og forðuðum okkur í burtu! Þegar við
vorum komnar í tjaldið okkar komum
við okkur vel fyrir og byrjuðum að
borða veislufóngin því ekki gátum við
borðað hann fyrir utan ef við yrðum
svo óheppnar að hitta eiganda kjöts-
ins.“
Dularfullur þjófur
„Seinna um daginn heyrði ég strák-
ana í tjaldinu við hliðina á okkur
kvarta undan því að kjötið sem vinur
þeirra hafði tekið með sér væri horfið.
Það kom þeim þó á óvart að það hafði
enginn stolið neinu áfengi, bara mat!
Ég varð hálfvandræðaleg og kunni
ekki við að segja viðkomandi að það
væri bara átvaglið ég sern hefði borðað
Allar stærðir og gerðir.
Tæknilega fullkomnir
með eða án þjöppumælikerfis
BOMRG
Sími 594 6000
Eldað fyrir Sölku
„Ég fann einnota grill og allan pakkann, Salka haföi meira að segja keypt forkryddaöar lærisneiöar og tilbúna sósu sem þurfti ein-
ungis aö hita, “ segir Hrund Guðmundsdóttir.
Rjómasósa
4 eggjarauður
1 dl kjúklingasoð (vatn og Knorr-ten-
ingur)
300 g smjör, bráðið
1 dl rjómi
Snöggsteikið humarinn í vel heitri
olíu, bragðbætið með salti og nýmöluð-
um pipar. Setjið til hliðar og haldið
heitu. Bætið smjöri á pönnuna og
steikið saxaða portobello-sveppi og
steinselju. Skiptið á diska ásamt humr-
inum.
Pískið saman vatn og eggjarauðu og
penslið smjördeigið. Skerið deigið í
litla bita og bakið við 180°C í 10 mínút-
ur. Raðið síðan á diska í kringum
humarinn og sveppina.
Skerið blaðlaukinn í strimla og
djúpsteikið. Setjið á smjörpappír eða
servíettur og látið dijúpa af. Saltið.
Leggið yfir humar og sveppi þegar bor-
ið er fram.
Rjómasósa
Þeytið eggjahvíturnar og blandið
sykri rólega saman við ásamt salti og
ediki. Þeytið vel þar til sykurinn er al-
veg horfmn. Blandið salthnetum sam-
an við með sleikju, smyijið á pappír
tvo botna og bakið við 130°C í 60 mín.
Þeytið rjóma og sykur ásamt vaniiiu-
dropum, blandið 3/4 af rúsínunum
saman við með sleikju og setjið á miili
botnanna.
Hitið rjómann að suðu og heliið yfir
saxað súkkulaðið, hrærið þar til aliir
kekkir eru famir, hellið yfir efri botn-
inn og setjið smávegis af rúsínum ofan
kjötið með bestu lyst, en ég bjóst ekki
við þvi að hann yrði mjög ánægður, þó
svo að ég myndi bjóða honum upp á
leifamar eða hamborgara í matartjald-
inu. En við vinkonumar höfðum oft
hugsað út í það hver það var sem borð-
aði kjúklingabitana fyrir framan tjald-
ið okkar. Þeir vora nefnilega búnir að
liggja úti alla nóttina og höfðu alls ekki
fengið góða meðferð. Ég vona a.m.k. að
viðkomandi hafi ekki orðið veikur eft-
ir að hafa borðað þá,“ sagði Hrund að
lokum. -Saga
Humar meö portobello-sveppum
Fyrir 4
400 g humar, skelflettur
200 g portobello-sveppir
6 msk. steinselja
1/2 dl ólífuolía til steikingar
50 g smjör til steikingar
80-100 g smjördeig
1 eggjarauða
1 dl vatn
100 g blaðlaukur
djúpsteikingarolía
Pískið saman eggjarauður og
kjúklingasoð yfir hita þar til eggja-
rauðumar verða eins og léttþeyttur
rjómi. Bætið þá bráðnu smjöri saman
við og loks þeyttum ijóma. Berið fram
með humrinum.
Toblerone-marens
Mjög góð, þægileg og frekar einfóld.
Botnar
3 eggjahvítur
220 g sykur
1/4 tsk. salt
1/2 tsk. edik
200 g salthnetur
Rjómakrem
3 dl rjómi
1 tsk. sykur
1 tsk. vanilludropar
400 g Toblerone
Súkkulaöi
1/4 dl ijómi
150 g rjómasúkkulaði
á kremið til skrauts. Látið standa í
kæli í ca 3 tíma. Ef frysta á tertuna er
best að sleppa hjúpnum og setja hann
á þegar hún er borin fram.
Swift 1,3 6LS • Ný aflmikil vél
Meðaleyðsla 5,6 I
Hk 1.080.000.-
cra/
—
SUZUKÍ BÍLAR HF
Skeifunni 17. Sími 568 51 00.