Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.2001, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.2001, Blaðsíða 8
8 Útlönd LAUGARDAGUR 25. ÁGÚST 2001 !DV Myers og Bush Bush Bandaríkjaforseti hlustar á Richard Myers. George W. Bush: Tilnefnir yfirmann Bandaríkjahers George W. Bush tilnefndi í gær Richard Myers sem æðsta herfor- ingja bandaríska heraflans. Myers er sérfræðingur í hátæknilegum tölvu- hemaði og geimhernaði. Bush sagði Myers vera rétta manninn til að halda hefðum bandaríska hersins og hvetja hann jafnframt til frekari þró- unar til að mæta ógnum framtíðar. Enn fremur sagðist hann trúa því að með Myers væri fundinn maður sem hugsaði öðruvísi á tímum sibreyti- legrar tækni. Tilnefning Myers und- irstrikar áherslu Bandaríkjaforset- ans á eldflaugavarnarkerfi til að hindra kjamorkuárásir útlaga- ríkjaen vamarkerfið myndi að hluta til vera úti í geimnum. Grunaðir meðlim- ir ETA handteknir Spænska lögreglan handtók 6 grunaða meðlimi basknesku hryðju- verkasamtakanna ETA í Barcelona í gær. Auk þess var hald lagt á um 250 kíló af sprengiefni og nokkur vopn. Lögreglan telur að með þessu hafi tekist að eyðileggja áform ETA um að koma sér upp starfsstöð í Barcelona. Samtökin eru grunuð um að bera ábyrgð á sprengjutilræði við hótel í ferðamannaborginni Salou, nærri Barcelona, um síðustu helgi. ETA hefur varað ferðamenn við því að koma til Spánar. Fyrir þremur dögum voru 8 grun- aðir meðlimir ETA handteknir í Baskalandi á Norður-Spáni. Slobodan Milosevic Bar af sér allar sakir í óleyfilegu viðtali við Fox-sjónvarpsstöðina. Milosevic ávíttur fyrir símaviðtal Slobodan Milosevic hefur verið ávítaður af yfirvöldum fangelsis Stríðsglæpadómsins í Haag fyrir að hringja í bandarísku Fox-sjónvarps- stöðina og veita henni viðtal. í við- talinu kvaðst hann sjá eftir þeim líf- um sem týndust í átökunum í Júgóslavíu en bar af sér allar sakir og kenndi Nató um upplausnina í landinu. Fangelsið harmaði viðtalið í yfirlýsingu og benti á aö reglur þess banni föngum að eiga samskipti við íjölmiðla áður en úrskurðað hef- ur verið í máli þeirra. Talsmaður Stríðsglæpadómsins segir að forset- inn fyrrverandi hafi lofað að brjóta ekki regluna aftur. Ef Milosevic ger- ir það verður hann sviptur hlunn- indum sínum í fangelsinu. Sendimaöur Evrópusambandsins á Kúbu Louis Michel, sendimaður Evrópusambandsins og utanríkisráðherra Belgíu, tók sér frí frá opinberum verkum sínum í heimsókn til Kúbu með því að aka á Harley Davidson-mótorhjóli um Havana. Meðal annars keyröi hann um Byltingartorgið og nýtt andkapitalistatorg. Michel er í borginni til að bæta samskipti ESB viö Kúbu. Hamas vill jafn- Embættismenn í Filippseyjum: Sakaðir um samsæri með mannræningjum Ukraína fagnar sjáifstæði Úkraínumenn fögnuðu í gær 10 ára sjálfstæðisafmæli sínu. Landið fékk sjálfstæði eftir upplausn Sovét- ríkjanna árið 1991. Herforingjar ginntir Indversk fréttavefsíða liggur und- ir ámæli fyrir að nota vændiskonur til að ljóstra upp um fjármálaspill- ingu í vopnaviðskiptum. Blaða- menn frá vefsíðunni i dulargervi tóku upp myndbönd af indverskum herforingjum þar sem þeir heimt- uðu að þeir fyndu handa þeim vændiskonur. Blaðamennirnir tóku ágætlega í bónina til að skemma ekki dulargervið. Kastró talar um kynþætti Fídel Kastró I Kúbuleiðtogi og Abdelaziz Bouteflika Alsirforseti eru á meðal þeirra 20 þjóð- arleiðtoga sem munu mæta á kyn- þáttaráðstefnu Sam- I einuðu þjóðanna 31. ágúst til 7. september. Ráðstefnan er umdeild vegna þess að átökin í Mið- Austurlöndum hafa verið dregin inn í hana. Líkti vangefnum við svín Mikið uppnám hefur skapast í kringum orð Zaidu Catalans, tals- manns Græningjaflokksins í Sví- þjóð, um að svín séu jafn gáfuð og vangefin börn. Minnast aðstandend- ur vangefinna þess nú þegar van- gefnir Svíar voru neyddir í ófrjó- semiaðgerð. Vill nasistaleit hjá Smith Kenneth Clarke, I frambjóðandi í leið- togaslag breska íhaldsflokksins, skor- ar á mótframbjóð- anda sinn, Iain Dunc- an Smith, að leita og [ sjá hvort fleiri nasist- ar séu í kosningateymi hans. Kosn- ingastjóri Duncans Smiths hefur verið rekinn úr flokknum eftir 53 ára þjónustu vegna tengsla við flokk þjóðemissinna. Kristilegir orðnir stærstir Kristilegi demókrataflokkurinn í Þýskalandi er aftur orðinn stærsti flokkur landsins samkvæmt nýrri skoðanakönnun. Sósíaldemókrata- flokkur Gerhards Schröders kansl- ara hefur 37 prósenta fylgi en Ang- ela Merkel og kristilegur flokkur hennar fær 39 prósent. sjálfsmorðsárásir. Á sviði fyrir fram- an þá voru sprengjur og vélbyssur til sýnis. Hizbollah-skæruliðarnir í Líban- on héldu mótmælafund í Beirút í gær. Tugþúsundir fylgismanna þeirra flæddu um götur borgarinnar og hrópuðu óskir um dauða Banda- ríkjanna og tsraelsríkis. Yasser Arafat, opinber leiðtogi Palestínumanna, er á ferð um Asíu. Hann hefur komið til Kína, Indlands, Víetnams og víðar. Arafat og Shimon Peres utanríkisráðherra, sem deildu saman friðarverðlaunum Nóbels árið 1993, ákváðu í vikunni að hittast til að ræða vopnahlé. Talsmaður Arafats lýsti hins vegar efa sínum með áhuga tsraelsmanna á að semja eftir að þeir gerðu skriðdrekaárás inn í palestínsku borgina Hebron og sprengdu byggingar. Almennt er litið á þessa nýjustu herför ísraela sem sýningu á hernaðarmætti. Kaþólskur prestur á Filippseyjum sakar yfirmenn í hernum um sam- særi með alræmdum mannræningj- um á suðurhluta eyjaklasans. Múslímski uppreisnarhópurinn Abu Sayyaf heldur 18 manns í gísl- ingu á eynni Basilan, þar af tveim- ur Bandarikjamönnum. Cirilo Nacorda, sóknarprestur á Basilan, segist hafa fjölda vitna að því að fil- ippeyski herinn taki við mútum og aöstoði mannræningjana. Nacorda vitnaði fyrir þingnefnd um málið. Hann sagði að þegar Qöldi hermanna var sendur til að umkringja mannræningjana á spít- ala í byrjun júní hafi maðkur verið í mysunni. Þegar þeir voru í þann veginn að flýja fóru hermennimir og sagði foringi þeirra aö þeir þyrftu að gefa skýrslu. Mannræn- Grátlö yfir föllnum gísl Aöstandendur fómarlambs Abu Sayyaf-uppreisnarmanna á Filippseyjum syrgja. ingjunum tókst fyrir vikið að flýja um bakdyrnar og gengu í gegnum íbúahverfi á miðjum degi þar til þeir hurfu svo inn í skóg. Nacorda segir að fjöldi sóknarbama sinna geti vitnað um að herforingjar hafi tekið við peningum í nafni mann- ræningjanna þegar þeir fengu borg- að lausnargjald fyrir einn gislinn. Kirkja Nacordas er við hliðina á spítalanum þar sem mannræningj- arnir voru umkringdir. Mikið fjölmiðlafár er á FOippseyj- um vegna ásakana á hendur hem- um. Þegar hafa þrjár opinberar rannsóknir á mannránsmálinu ver- iö settar i gang. Málið skaðar ríkisstjórn Filipps- eyja eftir pólitískt umrót sem tengdist spillingu Jósefs Estrada, fyrrverandi forseta. Herskáu íslömsku samtökin Hamas heita því að ná jafnvægi í dauðatölunni í 11 mánaða átökum Palestínumanna og ísraela. Minnst 530 Palestínumenn og 150 ísraelar hafa fallið í átökunum. „Auga fyrir auga, sál fyrir sál,“ þrumaði tals- maður Hamas yfir nærri 20 þúsund Palestínumönnum á íþróttaleik- vanginum í borginni Nablus á Vest- urbakkanum. 5 Palestínumenn voru skotnir af ísraelsher nærri borginni i vikunni og fundust lík þeirra illa leikin og afskræmd. Hamas-samtökin hafa hleypt af stokkunum herferð sjálfsmorðs- árasa í ísrael en samtökin eru mót- fallin tilvist gyðingaríkisins.. Að- standendum mótmælafundarins í Nablus virtist í mun að gera hem- aði og vopnum sem mest undir höfði. 20 ungir menn með grímur gengu um í hvítum og grænum klæðum sem táknræn eru fyrir Grjótkastari í Bethlehem Palestínskur drengur kastargrjóti í skærum í borginni Betlehem. Stuttar fréttir Mandela á að hvílast Læknar hafa sagt forsetanum fyrr- verandi að hvíla sig, en hann hefur þjáðst vegna kvefs og geislameð- ferðar við krabbameini. Svefnbanni aflétt Munkar á Athosfjalli í Norður- Grikklandi hafa ákveðið að aflétta því banni á eyjarskeggjum á ná- grannaeyjunni Limnos að þeir megi ekki sofa. Eyjarskeggjarnir báru ábyrgð á fjöldamorði tyrkneska hersins á munkum á Limnos fyrir rúmri öld. vægi í morðum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.