Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.2001, Blaðsíða 56

Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.2001, Blaðsíða 56
Subaru Impreza FRETTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notað I DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö I hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 FRJÁLST, ÓHÁÐ DAGBLAÐ LAUGARDAGUR 25. ÁGÚST 2001 Noröur-Reykjavík: Ólafur Órn í framboð Ólafur Öm Har- aldsson, alþingis- maður Framsóknar- flokksins í Reykja- vik, hefur tilkynnt að hann gefi kost á sér í 1. sæti á lista flokksins í norður- kjördæmi Reykja- víkur við kosningamar til Alþingis sem fram fara árið 1993. „Þetta snýr að því að nú er að hefjast af alvöru vinna við að skipta framsókn- arfélögunum í Reykjavík i tvennt, það mun gerast í haust. Mínir stuðnings- menn hafa verið að spyrja mig um fyr- irætlanir mínar í framboðsmálum og mér fannst sjálfsagt að svara þeim með skýram hætti þannig að þeir vissu hvemig málin standa," segir Ólafur um i*~ástæður þess að hann tilkynnir um framboð sitt svo snemma. Varðandi það hvort Ólafúr teldi eðli- legt að fram færi prófkjör í norðurkjör- dæminu innan flokksins sagði hann að því myndu flokksmenn ráða. „Ég vil al- farið láta það í þeirra hendur," sagði Ólafur Öm. -gk Áfram miðað við brunabótamat Félagsmálaráðherra hefur ákveðið að —. Jánveitingar íbúðalánasjóðs verði áfram miðaðar við brunabótamat. Það mat lækkar hins vegar verulega í september í kjölfar endurskoðunar á matsreglum. Þá hefur verið ákveðið að hækka við- miðunarprósentu úr 65% af branabóta- mati í 89-90% af því mati. Þessari breyt- ingu hefur verið mjög iiia tekið af fasteigasölum sem segja að þetta geti komið verulega iÚa niður á þeim sem eiga eldri fasteignir sem hafa hlutfalls- lega lágt branabótamat og t.d. í eldri hverfum borgarinnar geti orðið mjög erfitt með sölu á fasteignum. -gk Akureyri: Synt yfir Pollinn Tveir menn á besta aldri, Hólmar ^vansson, framkvæmdastjóri At- vinnuþróunarfélags Eyjafjarðar, og Þórður Kárason, framleiðslustjóri í Ásprenti/POB, ætla að freista þess að synda yfir Pollinn á Akureyri í dag. Reyndar hefja þeir ferðina á Ráðhús- torgi kl. 15 og hjóla yfir í Vaðlaheiði. Síðan á að synda yfir að Torfunefs- bryggju og loks áætla þeir að hlaupa sem fætur toga upp í sundlaug og skella sér í heitan pott. Með þessu uppátæki era þeir að efna áramótaheit sín frá síðustu ára- mótum. Svo kann að vera að þetta sé aðeins upphafið því að Þórður hefur verið orðaður við svokallaða ofur- mannakeppni erlendis, eða „iron man“, eins og slík keppni er kölluð en hún er einungis ætlaðar ofur- mennum. -gk Konunglegt brúökaup í Noregi í dag Hákon, krónprins Noregs, gengur í dag að eiga unnustu sína Mette-Marit Tjessem Höiby. Mikið er um dýrðir í Noregi vegna brúðkaupsins. Myndin var tekin þegar parið kom til kvöldverðarboðs í gærkvöld í Ákerhús-kastala í Ósló. Fjöldi fólks fagnaði þeim með norskum fánum. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti íslands, og Dorrit Moussaieff, heitkona hans, sátu kvöldverðarboðið. Ríkissjónvarpið sýnir beint frá brúðkaupinu í dag kl. 14.25. Sjá nánar frásögnina „Prins- inn giftist einstæðri móður“ á bls. 18. Framfaraspor í þá átt aö taka á fíkniefnavanda innan fangelsisveggja: Meðferðardeild verður opnuð á Utla-Hrauni - fangar geta sótt um meðferð hvenær sem er á afplánunartímanum Meðferðardeild fyrir fanga verður opnuð á Litla-Hrauni í haust. Hún verður aðskilin frá hinum sex deild- um fangelsisins þannig að sjúkling- ar þar munu ekki hafa samskipti við aðra fanga á meðan meðferð stendur. Sálfræðingar, vimuefna- ráðgjafi og sérþjálfaðir fangaverðir munu starfa á deildinni. Hún mun rúma um tíu fanga. Hér er um mikla breytingu að ræða hvað varðar meðferð fyrir fanga þvi hingað til hafa þeir ein- ungis getað sótt um slíkt hjá SÁÁ síðustu 6 vikur hverrar afplánunar. Nú munu fangar geta sótt allt að þriggja mánaða meðferð eftir atvik- um og þá í raun hvenær sem er á af- plánunartímanum. Jón Friðrik Sigurðsson, sáifræð- ingur hjá Fangelsismálastofnun, segir að stefnt sé að því með með- ferðardeildinni að það verði hvetj- andi fyrir fanga að halda sér frá vímuefnum á meðan á afplánun stendur. Hann segir meirihluta af- Litla-Hraun. plánunarfanga á Litla-Hrauni eiga við áfengis- eða vimuefnavanda að stríða. Mjög algengt sé að þeir leiti sér læknis- eða sálfræðiaðstoðar og eftirspurn eftir slíku sé sem stendur meiri en hægt er að anna. 70-80 fangar eru að jafnaði í afplánun á Litla-Hrauni. Hins vegar geta fang- ar, t.d. í fangelsunum á Kvíabryggju og í Kópavogi einnig sótt um á meðferðar- deildinni á Litla-Hrauni og farið aftur í upphaf- legt fangelsi að meðferð lokinni. Samkvæmt upplýs- ingum DV munu ófáir taka deildinni fegins hendi því margur fang- inn hefur byrjað fang- elsisvist sína í hrammi eiturlyfja. Hafa þá fá úr- ræði verið fyrir hendi önnur en að fá lyf, jafn- vel um margra mánaða skeið, og sálfræði- eða geðlæknisaðstoð. Auk þess hefur margítrekað komið fram að fangar halda gjarnan fikniefnaneyslu áfram eftir að þeir koma í fangelsi. Með nýju deildinni verður hins veg- ar komið á langtímameðferð með sérmenntuðu fólki þar sem mark- viss meðferðarvinna fer fram. -Ótt Már Guðmundsson, aðalhagfræðingur Seðlabankans: Enn bullandi þensla „Mælikvarðinn á ofþenslu er í raun einfaldur. Það er þegar eftirspumin eft- ir vöram og þjónustu og eftirspumin eftir vinnuafli er meiri en framboðið. Þess vegna togast verðið upp,“ segir Már Guðmundsson, aðalhagfræðingur Seðlabankans, aðspurður um skilgrein- ingu á þenslu. í vaxtaumræðunni síö- ustu daga hafa bæði stjómmálaleiðtogar og talsmenn ýmissa hagsmunasamtaka og fyrirtækja gagnrýnt Seðlabankann harðlega fyrir að þráast við að lækka vexti. Már vísar því hins vegar á bug að þenslan sé búin þó hún hafi vissulega minnkað. „Það er enn þá talsvert mikil umframeftirspurn eftir vinnuafli í land- inu og atvinnuleysi er að mælast 1,1% sem er það sama og fyrir ári. Samdrátt- urinn er nú ekki meiri en það,“ segir Már. Hann segir mælt at- vinnuleysi talsvert fyrir neðan inn- flutning á vinnuafli og lausar stöður. Már bendir einnig á að eftirspurn eftir vöram og þjónustu sé enn mikil enda sé viðskiptahallinn verulegur. Talsmenn atvinnulifsins hafa bent á það til marks um að þenslan sé liðin hjá að hagnaður fyrirtækja sé að minnka og ýmissa hagræðingaraðgerða sé þörf. Már segir það vel geta verið en það þýði hins vegar ekki að þenslan sé búin - hagnaður fyrirtækja geti ekki verið mælikvarði á þenslu. Hann bendir á að margir hafi reist sér hurðarás um öxl f fjárfestingum og það þurfi ekki að koma á óvart að í slík- um tilfellum sé vaxtabyrðin þung. Hins vegar segir hann líka að fjöimörg fyrir- tæki önnur, ekki síst í framleiðslu og út- flutningi, sýni góða framlegð. „Ójafn- vægið sem var er að lagast, við erum að fá meiri kraft í útflutnings- og sam- keppnisgreinar en minni kraft í ýmsa framleiðslu- og þjónustustarfsemi við heimamarkaðinn," segir Már. -gk Már Guömundsson. Björn og borgin: Fylgist með umræðunni Björn Bjarna- son menntamála- ráðherra segir ekki timabært enn að taka ákvörðun um það hvort hann gefi kost á sér í borg- arstjóraslaginn næsta vor, en „ég fylgist með um- ræðunni“ segir ráðherrann. 1 helgarviðtali við Björn i blaðinu í dag, þar sem víða er komið við, segir hann það koma sér á óvart hve R-list- inn hafi lítinn hljómgrunn og hann segir að sem menntamálaráðherra hafi hann margsinnis rekið sig á það að erfitt sé að fá niðurstöður frá borg- inni. Þar á bæ leitist ráðamenn við að skjóta sér undan ábyrgð með útúr- snúningum og óbilgirni sem hann hafi ekki kynnst í samskiptum við aðrar sveitarstjórnir. -gk Bls. 28 og 37 Kjötumboðið hf.: Greiðslustöðvun framlengd Héraðsdómur Reykjavíkur veitti í gær Kjötumboðinu hf., sem áður hét Goði, 3 mánaða framlengingu á greiðslustöðvim fyrirtækisins. Bændur, sem fyrirtækið skuldar fé, hafa mótmælt því að greiðslustöðvun- in sé framlengd en dómurinn taldi hins vegar að ekki hefði verið sýnt fram á að staða Kjötumboðsins væri það slæm að ekki kæmi til framleng- ingar. Því féllst dómurinn á beiðni um framlengingu greiðslustöðvunar til 20. nóvember. -gk DV-MYND ELMA GUÐMUNDSDOTTIR. Sú gamla styrkt DV, NESKAUPSTAÐ: Unnið er hörðum höndum að því að koma upp bráðabirgðavegi yfir Noröfjarðarfljót. Gamla brúin er að- eins fyrir þriggja tonna bila og létt- ari og hámarkshraði er 5 kílómetr- ar. Allir flutningar til Neskaupstað- ar eru á landi. Fiskflutningar hafa legið niðri en ættu nú að komast á að nýju. Ákveðið aö er ný brú verði boðin út þegar í næstu viku og öll- um undirbúningi flýtt eins og mest má verða. Á myndinni eru menn Vegagerðarinnar að styrkja og styðja gömlu brúna. -eg Útiljós Rafkaup Ármúla 24 • S. 568 1518 Heilsudýnur t sérjlokkil Svefn&heilsa ★ ★ ★ ★ ★ ^EILSUNNAB Reykjavík 581 2233 Akureyri 461 1150
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.