Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.2001, Blaðsíða 24
24
LAUGARDAGUR 25. AGÚST 2001
Helgarblað_________________________________________________________________________________________________DV
DV MYND: HARI.
Þórarinn Jón Magnússon með nýjan Samúel
Þórarinn segir aö útlit blaösins sé í samræmi viö nýjustu strauma og stefnur í útlitsteikningu. Hann vonar aö þaö
höföi til ungra karlmanna á sama hátt og áöur.
^ Blaðið sem vill ekki deyja:
Útgefandi frá
átta ára aldri
- Þórarinn Jón Magnússon gefur út karlablaðið Samúel
á ný eftir sjö ára dvala
Tímaritið Samúel var gefið
út í samtals 25 ár og var
lengi vel eina íslenska blað-
ið sem þorði að birta myndir af
næstum því berum stelpum og taka
viðtöl við homma. Blaðið var að
flestu leyti eins og íslensk útgáfa af
Playboy. Það virtist vera markmið
blaðsins að íjalla einkum um lífsstil
ungra og miðaldra karlmanna, nán-
ar tiltekið piparsveina i þægilegum
efnum sem kunnu vel að meta góð-
an mat, öflug hljómtæki, hrað-
skreiða bíla, hvers konar tæki og tól
og síðast en ekki sist smekklegar
nektarmyndir af ungum og fallegum
stúlkum.
Af einhverjum ástæðum er ofan-
greindur texti Þorsteins Eggertsson-
ar óbrotgjarn minnisvarði um Sam-
úel og tilraunir þeirra til þess að
ögra fólki.
Nú er Samúel að líta dagsins ijós
á ný umleikinn deilum og málaferl-
um þar sem hart hefur verið tekist
á um eignarrétt á nafni blaðsins.
Enn einu sinni er það Þórarinn Jón
Magnússon sem situr við stjórnvöl-
inn.
Átta ára með Alþýðumanninn
Þórarinn Jón hefur sýslað við
blaðaútgáfu frá bamsaldri en hann
hóf átta ára gamall útgáfu Alþýðu-
mannsins og voru blýantur og
kalkipappír helstu verkfærin við
gerð blaðsins sem var síðan fjölrit-
að, handsaumað saman í kjölinn og
því síðan troðið inn um bréfalúgur
nágrannanna.
Þórarinn Jón ólst upp í Hafnar-
firði þar sem hann býr enn og
næsta blað á eftir Alþýðumanninum
var sjálfstætt skólablað sem Þórar-
inn gaf út í Flensborg og hét Gamm-
urinn. 18 ára gamall var Þórarinn
farinn að sjá um poppsíður í bæði
Morgunblaðinu og Visi og 1969 gaf
hann út fyrsta tölublað Samúels.
Fyrstu árin var Samúel blað sem
fjallaði aðallega um hljómsveitir,
tónlist og tísku unga fólksins og um
tíma var Samúel í haröri sam-
keppni við sams konar blað sem hét
Jónína sem var gefið út af Ástþóri
Magnússyni, forsetaframbjóðanda
og friðarpostula. Þórarinn Jón
keypti upp samkeppnina og nokkur
tölublöð sem hétu þvi undarlega
nafni, Samúel&Jónína, komu út.
Konur keyptu Samúel
Samúel tók á sig mynd litprent-
aðs karlatímarits 1973. Þórarinn gaf
jafnframt út nokkur önnur timarit
og er Hús og híbýli, Vikan og Bleikt
& blátt þeirra þekktust.
„Eina samkeppnin á þessum tíma
var Vikan, Sannar sögur og Eros.
Hingað kom stundum blað sem hét
Rapport og var gefið út í Danmörku
og þótti nokkuð djarft á köflum.
Hvað varðar markhópinn þá
sýndi það sig í gegnum árin að
þriðjungur lesenda blaðsins var
kvenfólk þótt ekkert sérstakt væri
gert til að ná til þeirra," segir Þór-
arinn í samtali við DV um þessa
endurkomu gamla Samúels.
Við
eigum
Samúel
Magnús Hregg-
viðsson, forstjóri
Fróða, sem
keypti SAM-út-
gáfuna á sínum
tíma, vildi fátt
segja við DV um
deilurnar um yf-
irráðaréttinn yfir
Samúel. Hann
sagöist enn standa í þeirri trú að
hann hefði keypt umrætt blað, lagt
útgáfu þess til hliðar um tíma og
þess vegna ætti hann blaðið enn þá.
Um þessi atriði málsins taldi Magn-
ús ekki þörf að deila en vildi ekkert
segja um framhald málsins. PÁÁ
Snorri í Betel bannfærði
blaðið
Það gekk á ýmsu í útgáfusögu
Þórarins og Sam-útgáfunnar og
meðal þess sem gerðist var að Sam-
útgáfan tók við tímaritinu Bleikt &
blátt sem var og er eina tímaritið á
íslandi sem íjallar um kynlíf og ekk-
ert annað. í kjölfarið bannfærði
Snorri Óskarsson, prédikari í Betel
í Vestmannaeyjum, Sam-útgáfuna
og alla starfsemi hennar og var tals-
vert skrifað um það á sínum tíma.
Sennilega er Snorri bænheitur í
betra lagi því ári eftir bannfæringu
var Sam-útgáfan komin í eigu Fróða
í kjölfar mikilla rekstrarerfiðleika.
Þórarinn segir aö þetta hafi verið
óþarft gjaldþrot því vel hefði mátt
bjarga fyrirtækinu.
„SAM-útgáfan skilaði alltaf millj-
ónum í hagnað þrátt fyrir kreppu í
upphafi síðasta áratugar. Þess
vegna ákváðum við Sigurður Foss-
an Þorleifsson, félagi minn, að sam-
eina rekstur okkar fyrirtækinu
Korpus sem í mörg ár hafði annast
litgreiningu og filmuskeytingar fyr-
ir okkar tímarit. Reksturinn var
sameinaöur undir kennitölu SAM
og íluttur i húsakynni Korpuss og
ráðist í kaup á stórvirkum tækja-
kosti.“
Vorum að kaupa risaeðlur
„Þetta var að gerast á sama tíma
og tölvuvæðing var að ryðja sér til
rúms í þessum geira og við vorum
að draga inn á gólf hjá okkur risa-
eðlur meðan menn voru að kaupa
litlar vélar sem réðu við sömu verk-
efni.
Þetta sigldi síðan í strand á 18
mánuðum en á þessum árum voru
gjaldþrot tíð og urðu 1200 fyrirtæki
gjaldþrota á stuttum tíma.
Nauðasamningar voru að vísu
komnir í höfn og ég tel að vel hefði
mátt bjarga fyrirtækinu þegar við
vorum í raun neyddir í þrot af ein-
um lánardrottnanna sem ekki vildi
samþykkja nauðasamningana. Sú
atburðarás leiddi til þess að Fróði
fékk fyrirtækið á silfurfati og aldar-
íjórðungsstarf var lagt i rúst.“
„Hann sagöi þeirn flest þaó
en þegar þú lest þaö
þá virkar þaö alveg fatalt
tóm barnaleg þvœla
tóm vitleysa og stœlar
samt sagöi hann þeim
þetta vist allt.
En svona er hann ekki ég betur
hann þekki
hann meinti þetta allt saman vel
Þeir spuróu hann frétta, hann
sagói allt af létta
ég las þaö í Samúel. “
Að ganga í sjóínn
Þórarinn segir aö hann og nokkr-
ir samstarfsmenn hafi náð á tæpum
sólarhring að safna saman upphæð
sem hefði nægt til að jafna kaup-
verð Fróða en fengu ekki að gert.
„Eftir þessi átök var ég afskap-
lega langt niðri og var í raun tilbú-
inn til að ganga í sjóinn þegar ég
I„í stað faglegrar og
fágaðrar umfjöllunar
um kynlíf þar sem
Igœlt er við erótík á
listrœnan máta tókst
honum að gera Bleikt
og blátt að subbulegu
perratímariti þar sem
markmiðið virtist
vera að gera kynlíf
ámóta heillandi og að
reka við. Enda hœttu
skólastúlkur og hús-
mœður að kaupa
blaðið og drengir milli
112 ára og þrítugs
urðu að meirihluta
kaupenda. “
kom út af sólarhringslöngum fundi
þar sem örlög fyrirtækisins og mín
voru ráðin. En ég vildi ekki gefast
alveg upp og lét mig hafa það að
fara og vinna hjá Fróða og ritstýrði
þar fjórum af þeim blöðum sem þeir
höföu keypt enda skrifaði ég undir
samning þar sem ég skuldbatt mig
til þess að stunda enga útgáfustarf-
semi sjálfur í heilt ár.“
Þórami var síðan sagt upp störf-
um hjá Fróða skömmu eftir að gefið
hafði verið út veglegt afmælisblað
til að minnast 25 ára afmælis Samú-
els. Þórarinn vann út uppsagnar-
frestinn en undirbjó stofnun nýs út-
gáfufyrirtækis sem heitir Gamla út-
gáfufjelagið. Það hefur undanfarin
ár gefið út tímarit eins og Heims-
mynd, Menn, Lífstíl og Stíl en Þór-
arinn segir að með endurvakningu
Samúels verði útgáfu Heimsmyndar
fundinn nýr farvegur eins og hann
orðar það og hann hefur stofnað
nýtt fyrirtæki sem heitir Fjölmiðla-
húsið.
Ég á Samúel
Harðvítug málaferli hafa staðið
milli Þórarins og Fróða vegna yfir-
ráða yfir nafninu á Samúel. Um leið
og Fróði lýsti því yfir að útgáfu
blaðsins eftir fjögur tölublöð væri
lokið var fljótlega hætt að skrá
einkaleyfi á nafninu í firmaskrá og
um leiö og það var í rauninni á
einskismannslandi lét Þórarinn
færa skráningu þess á sitt nafn. Því
vildi Fróði ekki una og málið velkt-
ist í tvö ár hjá Einkaleyfastofunni
sem að lokum úrskurðaði gegn
Fróða en málinu hefur síðan verið
áfrýjað til sérstakrar úrskurðar-
nefndar iðnaðarráðuneytis og þar
er það enn.
„Enginn veit hvað átt hefur fyrr
en misst hefur og Fróöi virðist hafa
öðlast mikia trú á útgáfu Samúels
eftir að ég skráði nafnið aftur á mig.
Rétt yfirvöld hafa kveðiö upp sinn
dóm. Ég á nafnið.
Ég held að Fróði hafi verið að
kaupa mig og blöðin til niðurrifs.
Hann keypti átta blöð og lagði fimm
þeirra niður. Þegar ég fór af stað aft-
ur hóf Magnús Hreggviðsson mikla
rógsherferð á hendur mér og mislík-
aði gríðarlega að ég skyldi fara aft-
ur inn á hans yfirráðasvæði sem er
tímaritamarkaðurinn."
Eins og að reka við
Þórarinn hefur gefið út blöð sem
hafa þótt í djarfara lagi og upplifað
tímana tvenna í þeim efnum.
„Þegar við hófum útgáfu blaðsins
þóttu myndir af konum í korseletti
djarfar og margir þorðu varla að
taka sér í munn orð sem tengdust
kynlífi. Samúel fjallaði í raun aldrei
um kynlíf. Þegar ég tók síðar við út-
gáfu Bleiks og blás fjallaöi sennilega
eitt tölublað af þvi jafnmikið um
kynlíf og heill árgangur af Sarnúel."
Þórarinn er ekki hrifinn af því
hvernig Bleiku og bláu var breytt
undir stjórn Davíðs Þórs Jónssonar
hjá Fróða.
„I stað faglegrar og fágaðrar um-
fjöllunar um kynlif, þar sem gælt er
við erótík á listrænan máta, tókst
honum að gera Bleikt og blátt að
subbulegu perratímariti þar sem
markmiðið virtist vera að gera kyn-
líf ámóta heillandi og að reka við.
Enda hættu skólastúlkur og hús-
mæður að kaupa blaðið og drengir
milli 12 ára og þrítugs urðu að
meirihluta kaupenda."
Ekki of mikið kynlíf
Hvernig ætlar nýr Samúel að
fjalla um kynlíf?
„Ég ætla ekki í samkeppni við
Bleikt og blátt. Eina kynlífið í þessu
fyrsta tölublaði er viðtal við íslensk-
an gígóló sem er með frásagnir úr
sínu starfi. Svo eru myndir af falleg-
um stúlkum. Væntanlega verður
sérefni næsta blaðs erótík eins og
skemmtanalífið er sérefni þessa
blaðs. Ég held þó að mörgum finnist
umfjöllun um kynlíf vera farin að
ganga heldur langt.“
í fljótu bragði virðist nýr Samúel
líta nákvæmlega eins út og síðast
þegar hann kom út. Þarf ekkert
nýtt?
„Það hefur margt gerst i útlits-
hönnun tímarita. Það nýjasta í
svona blöðum erlendis er sama út-
litið og við vorum með i gamla
daga. Það fer allt í hring.“
„Nauðasamningar
voru að vísu komnir í
höfn og ég tel að vel
hefði mátt bjarga fyr-
irtcekinu þegar við
vorum í raun neyddir
í þrot af einum lánar-
drottnanna sem ekki
Ivildi samþykkja
nauðasamningana. Sú
atburðarás leiddi til
þess að Fróði fékk fyr-
irtœkið á silfurfati og
aldarfjórðungs starf
var lagt í rúst. “
Feður og synir saman
En nú var Samúel spegill á lífsstíl
ungra karlmanna þegar þú og að-
standendur blaðsins voruð innan
við þrítugt. Hvemig náið þið til
karlmanna í dag, er blaðið miðað
við fimmtuga karla í dag?
„Kúnstin er að ná til beggja hópa.
Kynslóðabilið hefur minnkað mik-
ið. Feður kaupa nýja geisladiska og
feður og synir horfa saman á For-
múluna og enska og boltann og fara
saman á bílasýningar. Svo er nátt-
úran enn í mönnum á miðjum aldri
rétt eins og strákunum.
Ég, Þorsteinn Eggertsson og
Ómar Valdimarsson, sem komum
að útgáfu blaðsins árið 1969, skrif-
um allir í það núna en einnig hafa
synir okkar Ómars og dóttir Þor-
steins skrifað í blaðið.
Það hefur mikið verið fundað um
það hvað er „in“ og hvað er „out“
sem skiptir sennilega miklu meira
máli. Samúel kemur vel upplýstur
inn í nýja öld.“ PÁÁ