Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.2001, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.2001, Blaðsíða 14
14 LAUGARDAGUR 25. ÁGÚST 2001 DV Helgarblað si - - jami. ajjf* "iglp f' ••"''"íMM 1* iá Vrr WS TmíiðrVffml Á , * k Y H 4|íSÍíiL Frá Sauðárkróki Aðeins einn sænskur aðili sá um allan utanlandsmarkaðinn fyrir Clicon: Röð mannlegra mistaka endaði með gjaldþroti - með stofnun fyrirtækisins vildu Skagfirðingar sýna að þeir væru einhvers megnugir Gekk ekki upp MikiO var um dýröir þegar Clicon tók til starfa á Saudárkróki en gleöin varö skammvinn. Framleiösla á farsímatöskum endaöi meö gjaldþroti. Hér er framleiöslan sýnd. Þrátt fyrir að bæjarstjórinn í Skagafirði hafi sagt í DV 1 gær að drift einkenndi andrúmsloftið í sveitarfélaginu ríkir einnig biturð meðal íbúa á Sauðárkróki. Ástæð- an er gjaldþrot Clicons, fyrirtækis sem framleiddi símatöskur í bæn- um. Clicon var eitt fyrsta stórverk- efni Hrings, nýlegs atvinnuþróun- arfélags á staðnum, og fylgdi mikil bjartsýni stofnun félagsins. 12-14 starfsmenn störfuðu þar þegar um- svifin voru mest og keyptu all- margir Skagfirðingar hlutafé í því, auk stærri aðila. Samkvæmt traustum heimildum DV nema kröfur í búið um 70 milljónum króna en óvíst er hvort þær verða allar samþykktar. Röð mistaka varð til þess aö svo fór sem fór, segja aðilar sem eru vel kunnugir málinu. Tapaði stórfé DV greindi frá þvi í gær að ein meginskýring minnkandi atvinnu- leysis á Norðurlandi vestra væri sú að fólk hefði einfaldlega flust á brott og tekið atvinnuleysið með Innlent fréttaljós Björn Þorláksson þlaðamaöur sér. Atvinnuleysi var hlutfallslega mest á Norðurlandi ekki alls fyrir löngu og sú var meðal annars ástæða þess að menn tóku höndum saman og fluttu starfsemi Clicons frá Sviþjóð til Skagafjarðar. Flestir hlutir bæjarbúa voru á bilinu 100.000-500.000 krónur en Jóhann Svavarsson, einn lykilmanna í ferl- inu ásamt eiginkonu, setti mest fé einstaklinga I fyrirtækið eða á þriðju milljón króna. Þaö fé er allt tapað en Jóhann segist reynslunni rikari og vonar að hann og aðrir heimamenn geti búið að því og byggt á í framtíðinni. Seldu vöruna en á of lágu verði Clicon var keypt í fullum rekstri frá Svíþjóð þar sem fyrirtækið hafði framleitt farsímatöskur. Allur vél- búnaður var fluttur til Skagafjarðar og sá sænskur tæknimaður um að setja hann upp og viðhalda meðan á starfsemi stóð. Síðan var gerður við- skiptasamningur um patentið svo- kallaða eða klemmuna sem nafn fyr- irtækisins er kennt við. Þessu fylgdi steypuvél sem framleiddi plasthluti á Sauðárkróki og þ.á m. smelluna sem hentugt er að smeygja i buxna- streng. Töskumar voru úr leðri og töluvert framleitt úr sjávarleðri m.a. og seldust alls nokkur þúsund af töskum á innanlandsmarkaði og hundruð þúsunda erlendis. í tímaröð er ferill fyrirtækisins sá að það var stofnað í árslok 1998 með 25 milljóna króna hlutafé. Þar af komu 6 milljónir frá sveitarfélaginu og var framleiðsla komin af stað snemma árs 1999. í nóvember árið 2000 lenti sænskur lykilviðskiptafé- lagi í gjaldþroti. Hann hafði keypt um 95% framleiðslunnar til dreif- ingar í útlöndum og með brotthvarfi hans styttist í endalokin. Samstarf við Dani stóð yfir í nokkra mánuði fram í febrúar árið 2001 en Danirn- ir vildu greiða lægra verð fyrir tösk- urnar en íslendingarnir treystu sér til að uppfylla. Hinn 1. apríl sl. var svo starfsfólki sagt upp og í maí var beðið um gjaldþrot. „Það var ekki bara það að stór eigandi færi á höfuðið heldur var salan horfín á einni nóttu. Markaðs- málin voru frá a-ö á hans könnu,“ segir fyrrverandi stjórnarmaður um brotthvarf Svíans. Vandamálið var sífellt að fá nógu gott verð í mikilli samkeppni við töskur frá Taívan. Alls konar klúður „Auðvitað hefur þetta slegið á driftina og bjartsýnina í bænum. Þarna varð alls konar klúður, röð mannlegra mistaka en við réðum tæknilega séð mjög vel við þetta verkefni," segir Jóhann Svavarsson. Jóhann og frú keyptu 10% hluta- fjárins í upphafi og ástæðan var eft- irfarandi: „Okkur langaði að hressa upp á atvinnulífið og sýna að ein- staklingamir gætu gert eitthvað. Við náðum tengslum við þessa sænsku aðila og allt fór af stað. Iðn- tæknistofnun var fengin til að taka þessa viðskiptahugmynd út frá a-ö og þegar það var búið vorum við með tiltölulega traustan grunn til aö byggja á. Margir þeirra sem komu að þessum rekstri reyndust hins vegar óvanir,“ segir Jóhann. Erfiöur aðili Jóhann segir enga spurningu að markaðurinn hafi verið fyrir hendi og í raun hafi hann verið stærri en þeir sáu fyrir. „En þessi umboðs- maður sem við vorum með i Svíþjóð reyndist erfiður." Fyrrverandi stjórnarmaður í Clicon segir að þetta sé vægt til orða tekið og það hafl verið mistök hjá sveitarfélaginu, atvinnuþróunarfé- laginu og Iðntæknistofnun að sætta sig við að þessi eini aðili sæi um söluna. Eftir að hann fór á hausinn, var leitað markaða í Danmörku en þær tilraunir skiluðu engu. „Það var farið af stað með þetta fyrirtæki til að sýna fram á að ein- staklingarnir væru einhvers megn- ugir í þessu samfélagi og til að sýna fólki að ef það ætlar að láta samfé- lag sitt standa þá verður það að leggja sitt af mörkum en ætlast ekki bara til að aðrir geri hlutina," segir Jóhann. Hágæðavara En þar sem iðnaðarframleiðsla hefur í auknum mæli færst til þriðja heimsins, þar sem aðeins þarf að borga brot af launakostnaði vestrænna ríkja, var þá yfirhöfuð nokkurt vit í þessari framleiðslu? „Viö fórum í saumana á þessu og kynntum okkur hvernig við yrðum stödd á markaðinum miðað við þessar forsendur. Við vorum að selja klassavöru sem í raun og veru hafði forgang á mörkuðum. Við fór- um inn í markhóp sem vildi mikil gæði og þessi búnaður er miklu bet- ur útfærður en það sem við höfum séð koma frá Asíu,“ segir Jóhann og vísar þar með slíkri gagnrýni á bug. Tapið ekki aðalatriöi Þótt Jóhann og frú hafi orðið af stórfé vegna gjaldþrotsins þá segir hann það ekki aðalatriðið. „Tapið er minna mál en að fara af stað með gott dæmi og klúðra því vegna mannlegra mistaka. Ég er reynsl- unni ríkari og maður sér núna hverjum maður getur treyst og hverjum ekki.“ Fæstir hlutaðeigandi vildu komu fram undir nafni í samantekt DV um málið en sumir heimildar- manna geta um neikvæð pólitísk áhrif í málinu. Bent er á að stofnan- ir líkt og atvinnuþróunarfélag teng- ist innanbæjarpólitík hvers tíma og á köflum hafi stjórnin verið það flókin að ekki hafi verið hægt að taka þær ákvarðanir í skyndi sem til hafi þurft. Þetta er borið til baka af öðrum og bent á að þeir sem þessu haldi fram skipi sér í flokka sem ekki hafi verið í stjórn bæjar- ins á þessum tíma. Fórum of geyst Gunnar Sigurðsson var einn helsti hvatamaður að stofnuninni og hluthafi. Hann hefur einnig tap- að verulegu fé en vill lítið tjá sig um málið. Gunnar segir þó aö þann lærdóm megi einkum draga af málinu að flýta sér hægt en hann segir mikla bjartsýni hafa verið um tækifæri tengd fjarskipt- um þegar menn stukku af stað. Ótalmörg dæmi séu önnur um að mál hafi þróast með neikvæðari hætti en séð varð fyrir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.