Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.2001, Blaðsíða 6
6
LAUGARDAGUR 25. ÁGÚST 2001
DV
Fréttir
Ökukennari og vill lagabreytingu vegna öryggisbelta í rútum:
Ábyrgðinni verði létt
af bílstjórunum
- engin þörf að breyta lögum, segir aðstoðarmaður dómsmálaráðherra
„Það er nákvæmlega ekkert nýtt í
þessu máli. Það hefur legið fyrir al-
veg frá upphafi að vélin þurfti að
hækka flugið og fljúga yfir vegna þess
að það var önnur vél á brautinni
þannig að það eru engar nýjar upplýs-
Stöðugt fjölgar þeim hópferðabif-
reiðum hérlendis sem búnar eru ör-
yggisbeltum fyrir farþega. Að mati
ökukennara virðist þó sem lög um
bílbeltanotkun séu alvarlega gölluð
og geti komið viðkomandi bifreiða-
stjórum í veruleg vandræði komi til
slyss.
Ámi Ingólfsson ökukennari hefur
stundað kennslu á rútubifreiðar um
áraraðir. Hann hefur kynnt sér vel
þessi mál, m.a. með tiUiti til slyss
sem varð á Suðurlandsvegi nýverið.
Þar var talið að farþegar rútu sem
lenti í árekstri við fólksbíl hefðu
sloppið ótrúlega vel vegna öryggis-
belta sem í rútunni voru.
Unnið er að lögleiðingu öryggis-
Aflaaukning í júlí:
Samdráttur
í heildarafla
á árinu
Fiskaflinn í júlímánuði sl. var
250.059 tonn. Aflinn í júlimánuði í
fyrra nam 192.911 tonnum. Aukningin
nemur því alls 57.148 tonnum sem
skýrist að mestu af mun betri
kolmunnaveiði, loðnuveiði og út-
hafskarfaveiði. AIls hafa veiðst tæp
89 þúsund tonn af kolmunna í ár en
rétt rúm 47 þús. tonn á sama tíma í
fyrra. Þá er loðnuaflinn 15 þúsund
tonnum betri í ár og úthafskarfaveið-
in rúmum 4 þús. tonnum betri en á
sama tíma í fyrra. Síldveiði var hins
vegar óveruleg í júlímánuði sl, 1.388
tonn, samanborið við 10 þús. tonna
afla á sama tíma í fyrra.
Botnflskaflinn siðastliðinn júlí-
mánuð nam 46.857 tonnum en var
40.927 tonn í júlímánuði í fyrra. Skel-
og krabbadýraaflinn jókst hins vegar
úr 4.509 tonnum í 6.108 tonn sem
skýrist af rúmlega 1 þús. tonna
kúfiskafla síðastliðinn júlímánuð,
auk betri aflabragða í humri og út-
hafsrækju. Heildaraflinn það sem af
er árinu nemur 1.423.745 tonnum sem
er samdráttur upp á ein 125 þús. tonn.
Samdráttur í síldarafla nemur um 112
þús. tonnum og vegur hér þungt
ásamt um 22 þús. tonna minnkun í út-
hafskarfaafla. -GG
Peugeot 307 frumsýndur
í nýjum sýningarsal
Um helgina mun Bernhard ehf.,
umboðsaðili Honda og Peugeot, frum-
sýna hinn nýja Peugeot 307 í nýjum
og glæsilegum sýningarsal í Vatna-
görðum 24. Peugeot 307 hefur fengið
mikið lof gagnrýnenda í Evrópu sem
og á íslandi. Útlit bílsins þykir marka
tímamót í hönnun bíla í þessum
stærðarflokki og tækni- og öryggis-
búnaður bílsins hefur hingað til ein-
ungis sést í dýrustu bílum sem völ er
á. Boðið verður upp á reynsluakstur
fyrir gesti og gangandi og allir bílaá-
hugamenn velkomnir. Opið er á laug-
ardag frá kl. 10.00 til 17.00 og sunnu-
dag 12.00 til 17.00.
belta í hópbifreið-
ar. Þegar hefur
komið fram gagn-
rýni á að í eldri
bílum, sem oft eru
með trégólfí, geti
öryggisbelti gefið
falskt öryggi. Sæt-
isfestingar i gólfi
bílanna þoli ekki
átakið þegar far-
þegi sem bundinn
er við sætið í ör-
yggisbelti þeytist
fram ef hnykkur
kemur á bílinn.
Því fylgi sætið ein-
faldlega með.
Ámi Ingólfsson
segir að annar
þáttur í þessu ör-
yggisbeltamáli sé
ekki síður alvar-
legur, en það varð-
ar ábyrgð bílstjór-
anna. Hann segir
að fram komi i lögum um öryggis-
belti að ökumanni beri að sjá til
þess að börn að 15 ára aldri noti
beltin og er ábyrgðin þá ökumanns.
„Sem hópferðabifreiðastjóri til
margra ára veit ég að ekki er fræði-
lega mögulegt fyrir ökumann í
akstri með marga tugi farþega að
sjá til þess að hvergi sitji farþegi án
öryggisbeltis."
Ámi telur að samkvæmt gildandi
lögum gæti ökumaður rútu hrein-
lega orðið öreigi vegna ábyrgðar á
bílbeltanotkun ef alvarlegt slys ber
að höndum. Hann telur óréttlátt að
Hópferðabílar
Stööugt fjötgar þeim rútum sem búnar eru öryggisbeltum
hver eigi aö bera ábyrgö á notkun beitanna,
í farþegasætum. Nú er sþurt um þaö
bílstjórinn eöa farþeginn.
varpa ábyrgð af notkun beltanna
þannig á ökumann eins og gert sé í
gildandi lögum. Því verði að breyta
lögunum.
Ingvi Hrafn Óskarsson, aðstoðar-
maður dómsmálaráðherra, segir
forsendu bótaskyldu í hugsanlegu
máli af þessum toga ekki geta orðið
nema vegna þess að gáleysi sé sann-
að á bílstjórann. Hann segir að þetta
ákvæði í lögunum um ábyrgð bíl-
stjóranna hafi verið sett til að
tryggja það að ökumenn gerðu sitt
ýtrasta til að börn væru með beltin
spennt. Ef dæma ætti bílstjóra fyrir
að belti séu ekki notuð þyrfti að
sanna að hann hafi ekki sinnt því á
neinn hátta að leggja það að farþeg-
um að nota beltin. Ekki sé hægt aö
flokka það sem gáleysi þótt bílstjóri
í akstri geti ekki fylgst með ef far-
þegar losi af sér beltin. Hann segir
því mjög langsótt að ökumaðurinn
verði dæmdur í slíku máli.
- Er þá engin þörf á að breyta lög-
unum?
„Ekki hvað þetta varðar. Það hef-
ur reyndar ekkert verið rætt,“ segir
Ingvi Hrafn Óskarsson.
-HKr.
Flugmálastjórn um upptökur í flugturni:
Engar nýjar upplýsingar
- dæmi um sorglegt getuleysi Flugmálastjórnar, segir aðstandandi
ingar í þessari frétt Fréttablaðsins,"
segir Heimir Már Pétursson, upplýs-
ingafulltrúi Flugmálastjórnar, um þá
túlkun að óbirtum segulbandsupptök-
um úr flugturninum í Reykjavík beri
ekki saman við þær niðurstöður flug-
slysanefndar að flugmaður flugvéiar-
innar sem fórst í Skerjafirði um versl-
unarmannahelgina í fyrra hafi komið
of fljótt inn til lendingar.
Á segulbandsupptökunum heyrist
flugumferðarstjórinn sem var á vakt
segja að Dorniervél íslandsflugs hafi
verið „svo lengi að rýma“ brautina og
sú vél hafi verið svo lengi að fara út
af brautinni að annað hafi ekki verið
réttlætanlegt en að „púlla upp“ vélina
sem fórst, en það er að láta hana
hækka flugið að nýju úr aðflugs-
stefnu og fljúga yfir brautina.
„Vélinni sem fórst var sagt að
hætta við lendingu vegna þess að
Dorniervélin var enn á brautinni, það
hefur legið fyrir allan tímann og það
er ekkert óeðlilegt að flugvél þurfi að
hætta við lendingu, það gerist af og
til,“ segir Heimir Már. „Það er bara
verið að reyna að halda áfram ein-
hverjum málatilbúnaði til að halda
fjórða valdinu við efnið. Hvort sem
það var að vélin sem fórst tók of stutt-
an umferðarhring og var þar af leið-
andi of fljót inn á eftir Dorniervélinni
eða hvort það var vegna þess að
Dorniervélin var of lengi út af braut
skiptir engu máli. Vélin þurfti að
hætta við lendingu vegna þess að það
var önnur vél á brautinni og ástæður
þess skipta engu máli,“ segir Heimir
Már.
Friðrik Þór Guðmundsson, faðir
Flugslysiö í Skerjafirði
Flugmálastjórn og aöstandendur
fórnariambanna takast enn á.
ungs manns sem fórst af völdum
slyssins, segir það sorglegt ef Flug-
málastjórn telji þessar upptökur ekki
skipta máli. Það sé eins og annað hjá
þeirri stofnun, vinnubrögðin séu ekki
til fyrirmyndar. Friðrik segir um-
ræddar segulbandsupptökur úr flug-
turninum í Reykjavík sýna ótvírætt
að skýrsla rannsóknamefndar flug-
slysa um slysið sé ómarktæk og bend-
ir á að hugtakið „púila upp“ sé sér-
stök flugaðgerð. Flugvélin sem fórst
hafi fengið grænt ljós um að koma
inn til lendingar yfir Tjörninni og var
þvi ekki að koma inn of snemma.
Upptökurnar sýna í samhengi við
annað að flugumferðarstjómin klikk-
aði hrapallega og að allt tal um að
flugstjórinn hafi farið krappan hring
fyrir lendingu af ótta við bensínleysi
og því komið inn of snemma er horf-
ið og átti aldrei við nein rök að styðj-
ast,“ segir Friðrik. -gk/BG
Umsjón: Höröur Kristjánsson
netfang: hkrist@£f.is
Aldraðir Rollingar
Sagt er að 58 ára gamla Roll-
ingnum, Mick Jagger, hafi verið
brugðið þegar
hann komst að
því að mynd af
honum var notuð
tif að prýða for-
síðu á tímariti
eldri borgara í
Bretlandi. Öðru-
vísi honum áður
brá enda hefur
hann talið sig fram til þessa kyn-
tröll og helsta goð ungmeyja
heimsins. Mun þetta þó valda víð-
ar vanda en hjá Jagger sjálfum.
Helsti sérfræðingur hérlendur í
málefnum Rolling Stones, Ólafur
Helgi Kjartansson, sýslumaður á
ísafirði, verður nú að taka upp
nýja hætti til að fylgjast með goð-
unum. í stað þess að rýna í popp-
tímarit og fjölmiðla unga fólksins
verður hann nú að fara að fletta
tímaritum eldri borgara til að afla
sér nýrra fróðleiksmola. Þar komi
sérrit um slitgigt og ellihrörleika
mjög sterklega til greina ...
Steingrímur íhald?
Á vefsíðu Sambands ungra
framsóknarmanna, Maddömunni,
er hart vegið að
Steingrími J.
Sigfússyni og
Vinstri-grænum
vegna baráttu
þeirra gegn Kára-
hnjúkavirkjun.
Þar segir að al-
þjóðahyggjan, sem
eitt sinn var aðals-
merki sannra sósíalista, hafi vikið
fyrir þjóðernishyggju sem orðin sé
kjaminn í baráttu og stefnu
flokksins. Steingrími J. Sigfússyni
hafi tekist að gera flokk íslenskra
sósíalista að íhaldsflokki. Þá hafi
nýlegur úrskurður Skipulagsstofn-
unar komið líkt og köld vatnsgusa
framan í stuðningsmenn fyrirhug-
aðra stóriðjuframkvæmda á Aust-
urlandi. Ætla mætti að úrskurður-
inn væri „vatn á myllu VG“. í
heita pottinum þykja þetta tíðindi.
Steingrímur J. sé ekki bara orðinn
argasta íhald heldur sé hann
greinilega að koma í veg fyrir
samkeppni frá Landsvirkjun og
vilji þess í stað nýta vatnið til að
knýja eigin vatnsmyllu ...
Betri í upphlut
Á Hólahátíð 12. ágúst var mikið
um dýrðir. Forsætisráðherra lagði
homstein að
nýrri Auðunar-
stofu og Sólveig
Pétursdóttir
dóms- og kirkju-
málaráðherra
flutti ræðu. Hún
var í upphlut og
þótti bera hanr
heldur vel. Sr. Hjálmar Jónsson
gat ekki orða bundist:
Stjórnin heföi styrk af þvi
og störfin gengju betur
kœmi Sólveig upphlut i
til Alþingis i vetur.
Pálmi hvirfilbylur
Séra Pálmi Matthíasson átti af-
mæli 21. ágúst. Haldið var upp á
það með pomp og
prakt en Pálmi
1 er sagður ein-
staklega duglegur
maður. Sr.
Hjálmar Jónsson
lýsti því þá hvað
það hefði verið
erfitt að vera vin-
ur hans á mennta-
skólaárum. Sífellt ný uppátæki og
aldrei stundlegur friður, alltaf eitt-
hvað nýtt að gera. Varð þá til
þessi vísa:
Pálmi teygar lifsins loft
og Ijúfar bœnir þylur.
Þess á milli er hann oft
eins og hvirfilbylur.