Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.2001, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.2001, Blaðsíða 26
26 LAUGARDAGUR 25. ÁGÚST 2001 Helgarblað_________________________________________________________________________________________________PV Kóróna netkláms- ins hvílir á Prag - uppspretta ódýrs vinnuafls fyrir klámiðnaöinn Karlsbrúin í Prag Umrædd brú er ein sú elsta í Evrópu ef ekki i heiminum öllum og er eitt helsta aödráttarafl feröamanna. Til vinstri er brúin eins og flestir feröamenn sjá hana en hér aö ofan er hún sett í samhengi viö elstu atvinnugrein mannkynsins. „Þannig spörum við vinnulaun um 30-40%,“ segir Ben Labor sem er varaforstjóri Direct Enter-tain- ment i Flórída sem rekur útibú í Búdapest og opnar nú í sumar ann- að í Prag. Austur-Evrópustúlkurnar njóta vinnunnar „Þegar allt er til tekið er þó kostn- aðurinn svipaöur," segir Ben. „Við spörum vinnulaun en hærri tæknikostnaður kemur á móti. Gæði framleiðslunnar eru þó meiri héðan. Stúlkurnar eru fallegri og hafa betra viðmót og það sýna þær bandarískum viðskiptavinum sín- um i lifandi sýningum á Netinu.“ Skemmtunin fer fram á þann hátt að gerðarlegur kvenmaður birtist á skjánum og hlýðir þeim skipunum sem greiðandinn gefur. „Þær brosa jafnvel við viðmæl- endum sínum handan myndavélar- innar,“ bætir Ben við og segir vand- ræðin með bandarískar stúlkur vera prímadonnu-tilhneigingar þeirra, sem lýsir sér m.a. i því að það er „hipsum happs" hvort þær Margir hafa eflaust séó umfjallan- ir fjölmiöla um þaó hvernig upp- spretta ódýrs vinnuafls fyrir klám- iönaó heimsins er í Austur-Evrópu eftir fall kommúnismans. Jón Benja- mín Einarsson, íslendingur búsettur í Prag, kannaöi fyrir DV hvernig þessum málum er háttaö í Tékk- landi. Á rykmettuðum billjard-bar í þorpinu Melník, um 50 km norður af Prag, stendur tuttugu og eins árs gamall viðskiptafræðinemi á nær- buxunum einum fata. Þetta er Radka sem er hér mætt ásamt tveimur staUsystrum sínum á sama aldri til að spila fatafækkunarpílu- kast fyrir gesti staðarins og Jan Vels sem er hollenskur myndatöku- maður fyrirtækisins aphrodit- as.com. Hin hrafnsvarthærða og fagur- vaxna Radka mundar píluna og kastar henni í átt að spjaldinu en missir marks. Það þýðir að hún þarf að afklæðast síðustu pjötlunni sem hylur hana og meðspilarar hennar geta nú klætt sig aftur og fylgst með henni þar sem hún spókar sig kviknakin innan um gesti staðar- ins. Jan Vels borgar hverri þeirra 90 USD fyrir kvöldið. Það er dágóð þóknun fyrir stúlkurnar sem senn munu prýða veraldarvefinn líköm- um sínum. Áskrifendur nude-in- „Öll sú tœkniþekking og tœkjakostur sem er til staðar í Búdapest gerir hana að Hollywood klám- myndanna, “ segir tals- maður spánska fyrirtœk- isins Raymond Duck og bœtir við að Tékkland sé aðallega notað þegar mynda þarf á fallegum stöðum. “ Neyöin kennir naktri konu. Margar konur i Austur-Evrópu eiga ekki annara kosta völ en stunda klámiönaöinn. public.com sjá til þess að Jan Vels og fleiri slíkir hafi fyrir salti í grautinn fyrir þessa iðju sína. Ein af hverjum fimm gálum Netsins er tékknesk Tékkland heilsar áhatasamasta iðnaði veraldarvefsins með viljug- um, fallegum og fjárþuríándi stúlk- um. Þetta unga tíu milljóna manna lýðveldi sér vefnum fyrir álíka mörgum nöktum stúlkumyndum og Bandaríkin. Um 20% erótískra mynda Netsins eru frá Tékklandi og Ungverjalandi ef marka má orð klámkóngsins Jiri Jurajda sem fer fyrir fyrirtækinu PK 62 sem m.a. heldur úti síðunum EuroHot- Girls.com og PussyHarem.com auk hins útbreidda tímarits Leo. Hann situr á dimmri skrifstofu sinni og augun líða yfir forboðnar síður þessa öfluga miðils. Músin tifar frá líkama til líkama og skýst inn á ókannaðar slóðir bak- síðnanna. Jiri Jurajda er í vinnunni og hann er að leita uppi keppinauta og nýjungar til að bjóða síþyrstum viðskiptavinum sínum upp á. „Stúlkur frá Austur-Evrópu eru mun ódýrari en gengur og gerist á Vesturlöndum. Þess vegna svarar það vel kostnaði að halda úti útibúi í þessum löndum,“ segir Jiri. Internet House, sem er Pragdeild PK 62, hefur á sínum snærum yfir 30 stúlkur frá Ungverja- landi, Tékklandi og Slóvakíu sem framleiða full- orðins lifandi myndir fyrir Pussy- Harem.com. „Það eru ekki mörg fyrirtæki sem framleiða svona sýningar fyrir Netið, kannski nokkrir tugir,“ bætir hann við og bendir i því sam- bandi á hol- lenska fyrirtæk- ið International Media Company sem hefur útibú í Prag og i Moskvu við að halda úti Club- Seventeen.com. Hann þekkir einnig til þýsks netfyrirtækis sem notast við tékkneskar stúlkur. Fjár- hagslegur ávinn- ingur þessara fyrirtækja er augljós. Klukku- tíma „live“ taka með austur-evr- ópskum stúlkum kostar 9 USD á móti 15 í Banda- ríkjunum. Ragnheiöur Eiríksdóttir skrifar um kyniif Auðvitað fór ég á Coldplay-tón- leikana í Laugardalshöll síðastlið- ið miövikudagskvöld. Við Helga tókum tvistinn (djöfull er annars gaman í strætó) sætar í tónleika- pilsum með varalit. Tróðumst gegnum þéttriðið unglingager og komumst í stúkuna. Bjór var seld- ur en það þykir mér viðeigandi og huggulegt. Á undan spiluðu Maus og Sálin, ég missti af Maus en saug í mig sálina og söng með (þarna var ég að gera smágrln að ofstuðl- uðum textum Sálarinnar, ég biöst forláts á prakkaraskapnum). Tón- leikarnir voru í alla staði vel heppnaðir en þó verð ég að ávíta tónleikahaldara fyrir að selja um það bil 150% of marga miða i stúk- una. Minn mjúki rass var farinn að þreytast á köldum steintröpp- unum undir lokin. Þó ber ég engan kalsa til þessara manna og þakka þeim kærlega fyrir framtakið. Grannir Bretar Nú þykist ég vita að einhverjir lesenda séu farnir að örvænta enda engu líkara en klúrskikinn góði hafi stökkbreyst í tónlistar- horn og að við pennanum hafi tek- ið Árni Matt eða álíka poppálfur. Fyrir þessum einkennilega inn- gangi er gild ástæða eins og fyrir- sögn dagsins gefur til kynna. Þar sem ég sat og hlustaði fór ég algjörlega ósjálfrátt að hugsa um þá staðreynd að það virðist vera hægt að setja hvaða úfna mannkerti sem er upp á svið, og sjá, sexappíll viðkomandi fer hreinlega að streyma í all- ar áttir. Tökum til dæmis krúttin í Coldplay; ósköp venjulegir horaðir Bretar, órakaðir og úfnir en á sama tíma að andast úr eigin þokka. Þeir gera sér augljóslega grein fyrir þvi sjálfir hvað þetta er allt saman fyndið. Söngvarinn benti til dæmis á að allt þetta fólk sem segist elska þá hafi aldrei séð þá nálægt í venju- legri birtu og fundiö vondu lyktina af fötunum þeirra. Svo bætti hann við að auðvitað væru þeir æðislegir og sexí á sviðinu eins og allir aðrir; þeir hafa líka húmor - gvuðminn- góður ég er kolfallin ... En svona í alvöru talað þá er þetta líka ágætis staðfesting á að þokki býr ekki alltaf í útlitinu einu saman. Þessir strákar semja guðdómlega tónlist og eru prúðir og indælir í viðtöl- um - þokkinn kemur innan úr þeim og gerir þá svona fallega að utan líka. Tól og aukahlutir Svo eru það öll þessu kynferðis- legu tákn sem sjást á sviðum á rokktónleikum. Gítarana ber fyrst að nefna, þessi ægilegu reðurtákn sem stjörnurnar halda á í mjaðma- hæð, nuddandi hálsinn og hausinn. Trommurnar eru líka eitthvað sexí, meira kinkí samt, í svipu og rass- skellingadeildinni - á þeim er líka hægt að skeyta skapi sínu. Hljóð- nemana þarf nú varla að minnast á, þeir minna á vel útilátinn kjöttein og fara álíka vel í hendi. Coldplay drengirnir settu svo punktinn yfir i- ið með því að hafa glóandi hnött á sviðinu (álíka og þann sem er á plötuumslaginu) sem minnti helst á konuegg bíðandi eftir frjóvgun. Tónlistin, hljóðbylgjutitringur- inn, rökkrið og mannmergðin hafa líka sitt að segja til að gera svona tónleika að lostafullri upplifun. Dreptu mig Sem betur fer fór ég ekki á Rammstein-tónleikana fyrr í sumar. Það hefði líklega orðið mér að ald- urtila að horfa á Till(a) Lindemann æða um og kveikja í hlutum, allan sveittan. Ég sé fyrir mér fyrirsagnir daghlaðanna: Rammstein rokkuðu í höllinni; tala látinna 1. Ég geri nefnilega fast- lega ráð fyrir því að þessir þýsku leðurdjöflar séu kynþokkafyllstu rokkstjörnur heimssögunnar og hef heyrt þvi fleygt að móttækilegir ein- staklingar hafi stórskaðast af ofórv- un á tónleikum. Stefán og vöðvinn Stebba Hilmars gengur líka ágæt- lega að þróa með sér þokkann. Hann grettir sig og er allur tilfinn- ingalegur í framan þegar hann syngur og þaö virðist virka vel á stelpurnar. Svo stendur hann líka alltaf í þessari stellingu - með hægri fótinn framar og innskeifan, um 65% líkamsþungans þar. Vöðvinn sem hann spennir í þessari stellingu heitir musculus gastroc- nemius (að mig minnir) og talsverð- ar líkur eru á að Stefán sé með þjálf- aðasta gastrocnemiusinn á öllu Is- landi. Guðmundur stendur nú alltaf fyrir sínu þó hann sé ekki með nein læti á sviðinu. Hann er auðvitað með massíft reðurtákn sér til full- tingis og er líka asskoti myndarleg- ur ... Sexappíll á sviði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.