Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.2001, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.2001, Blaðsíða 25
25 LAUGARDAGUR 25. ÁGÚST 2001________________________________________________________________ PV____________________________________________________________________________Helgarblað / Astarflækjur, dauði og aðskilnaður - ný íslensk ópera um forboðnar ástir sýnd í vélsmiðju Það er erfitt að skilja óperur. Sér- staklega fyrir þá sem eru þeim ekki sérlega handgengnir. Það hefur lengi verið talað um það eins og eitt af stærri hneykslum Islensks tónlistar- lífs hve lítið fari fyrir vönduðum óp- eruflutningi. Við erum að basla við að setja upp óperur í gömlu og þröngu kvikmyndahúsi og í ráðgerðu tónlist- arhúsi, sem einhvern tímann rís, er ekki gert ráð fyrir rými til óperuflutn- ings. 1 þeirri lamandi þögn sem ríkir í ís- lenskum óperuheimi hljóta menn að hrökkva i kút við hvert hljóð. Ekki síst ef einhver rekur upp óp. Það er verið að reka upp óp suður í Keflavík um þessar mundir. Það er nánar tiltekið Norðuróp en það nafn hefur verið valiö á félagsskap sem stendur að þremur óperusýningum i skipasmíðastöð Keflavíkur í sumar. Þegar hafa verið tvær uppfærslur, önnur á gamanóperunni Gianni Schicci eftir Puccini og hins vegar hefur Norðuróp ílutt sálumessu eða Requiem eftir Sigurð Sævarsson söngvara, skólastjóra og þúsundþjala- smið sem er einn af pottunum og pönnunum bak við þetta framtak. Næsta verkefni er hvorki meira né minna en frumflutningur íslenskrar óperu eftir umræddan Sigurð Sævars- son. Þetta er átakanlegt verk, byggt á skáldsögunni Z-ástarsaga eftir verð- launahöfundinn Vigdísi Grímsdóttur. Kaffi á hanabjálka Blaðamaður DV hitti nokkra af að- standendum óperunnar við æfingar í Nýja tónlistarskólanum við Grensás- veg. Þar kúldruðumst við uppi á hanabjálka yfir ágætu kaffi og lengi framan af var skeggrætt um skilgrein- ingar á því hvað væri ópera og hvað væri söngleikur. Þetta er alls ekki einfalt. Sumt af því sem er talið ópera ætti kannski að teljast söngleikur og öfugt. Hér kemur margt til greina og loksins vitnar ein- hver í Atla Heimi Sveinsson sem seg- ir að ef allt sé sungið en ekkert sagt og það sé bæði ástarflækja og morð f verkinu þá sé það fortakslaust ópera. Samkvæmt þvi er Z-ástarsaga hik- laust ópera því ást og aðskilnaöur kemur mikið við sögu og dauðinn að minnsta kosti vofir yfir. Sigurður hefur fengist við að semja óperur um hríð en íslensk óperuhefð er hvorki löng né fjölskrúðug og þótt þarna séu saman komnir nokkrir at- vinnumenn í tónlist getur enginn svarað þvi nákvæmlega hvenær fyrsta íslenska óperan hafi verið flutt. Noröuróp fékk styrk Sigurður segir að forsenda þess að starfsemi Norðuróps komst á legg hafi verið styrkur frá menntamálaráðu- neytinu sem gerði þeim kleift að ráð- ast í þessi verkefni. Hópurinn hefur þrætt ýmsar sparnaðarleiðir og t.d. hefur Sigurður umritað allan undir- leik fyrir hljóðgervla þannig að í stað 50 manna sinfóníuhljómsveitar sjá fimm manns um undirleik við óperu- flutninginn. - Sigurður segist hafa heillast af verki Vigdísar, ekki síst eftir að hafa kynnst eldri verkum hennar, en fund- ist textinn í Z sérlega ljóðrænn og fal- legur. En hvernig' var samstarfið við höfundinn? „Ég hef farið þá leið að ég bæti eng- um texta við frá eigin brjósti. Allt sem er sagt í óperunni er úr skáldsögu Vigdísar en ég hef auðvitað valið stutt brot úr textanum til þess að segja sög- una að mínum hætti. Vigdís hefur fylgst með styttingum mínum og ver- ið afskaplega jákvæð og elskuleg." - Einhvern veginn finnst mér að flestir íslenskir óperuhöfundar sem ég man eftir í svipinn hafi fengist við að skrifa um hetjur. Jón Ásgeirsson samdi Þrymskviðu og Galdra-Loft. Þú skrifar nútímaóperu um tvær konur sem elska hvor aðra. Er þetta ekki í fyrsta sinn sem er fjallað um samkyn- hneigð í íslenskri óperu? „Ég býst við því,“ segir Sigurður og verður nokkuð hugsi. „Mér finnst reyndar þessi saga snú- ast um tilfinningar sem koma sam- kynhneigð ekkert sérstaklega við. Þetta fjallar um sorg, aðskilnað og ást, hluti sem allir þekkja. Kynhneigð söguhetjanna skiptir engu sérstöku máli í óperunni." - Það virðist þvi vera að hér sé ekki pólitískt meðvitað val á ferðinni held- ur saga um stórbrotnar tilfinningar. Sigurður upplýsir mig um að nútíma- óperur séu skrifaðar með mjög marg- víslegum texta og nefnir sem dæmi ameríska óperu sem er byggð kring- um raunveruleg orðaskipti geimfara í Appollo-flaug við stjórnstöðina. Nokk- urs konar „Houston-we-have-a- problem" ópera. Mjög skemmtilegt Viðmælendur mínir auk Sigurðar eru Jóhanna Linnet og Ingveldur Ýr Jónsdóttir en þær syngja aðalhlut- verkin í umræddri óperu. Þær segja að afar skemmtilegt sé búið að vera að taka þátt í þessu nýstárlega verkefni og telja að verkið geti auðveldlega höfðað til fleiri en áhugamanna um óperuflutning þar sem áhugamenn um bókmenntir ættu ekki að láta sig vanta. Fjórði viðmælandinn er Jónas Sen píanóleikari sem leikur undir hjá söngvurunum á æfingum og er hluti hljómsveitarinnar á sýningum. Jónas segir fátt en er samt alltaf á svipinn eins og hann langi til þess að segja eitthvað sérlega skoplegt. Einhvem veginn tekst þessum hópi að rökræða sig til þeirrar niðurstöðu að íslendingar fái allt of fá tækifæri til að hlusta á óperur og sérlega fá tæki- færi til að hlýða á nútímaóperur. Á góðu ári eru sýndar tvær óperur á ís- landi og það er mjög líklegt að önnur þeirra sé Aida eða Töfraflautan nema það sé Carmen eða La Bohéme. Garðar Cortes og Don Kíkóti - Það er kannski tímanna tákn að Garðar Cortes, sem stjórnaði íslensku óperunni fyrstu 20 árin sem hún starf- aði, skuli vera hljómsveitarstjóri tveggja sýninga Norðuróps. Hann hef- ur sleppt stjórnartaumunum við Ing- ólfsstræti en er enn jafn starfsamur og hann hefur alltaf verið. En verður eitthvert framhald á starfsemi Norðuróps í skipasmíðastöðinni suð- ur með sjó? „Það eru uppi hugmyndir um að ráðast í uppfærslu óperu um Don Kíkóta,“ svarar Sigurður og einhvern veginn finnst mér það alveg hárrétt val að grasrótin i íslenska óperuheim- inum skuli velja verkefni sem lýsir baráttu við vindmyllur. Spurður um næstu verkefni sem óperuhöfundur ljóstrar Sigurður þvi upp að hann sé að vinna að nýrri óperu. Sú á að fjalla um íslenskt brúð- kaup og gerist í slikri veislu á einni kvöldstund en söguhetjan heitir samt ekki Fígaró. „Það er Hallgrímur Helgi Helgason leikskáld sem skrifar textann fyrir mig. Við erum frændur og fengum þessa hugmynd fyrir nokkrum árum er við vorum alltaf að hittast í brúð- kaupum. Þetta er allt í bígerð og eng- inn sér enn þá hvað verður," segir óperuhöfundurinn sem heldur greini- lega sínu striki. -PÁÁ Suzuki Baleno GLX 4 d., bsk. Skr. 7/98, ek. 28 þús. Verð kr. 990 þús. Suzuki Baleno Wagon 4x4 Skr. 7/98, ek. 50 þús. Verð kr. 1070 þús. Suzuki Vitara JLX 5 d., ssk. Skr. 9/95, ek. 105 þús. Verð kr. 1050 þús. Suzuki Wagon R+ 4wd, 5 d. Skr. 3/00, ek. 14 þús. Verð kr. 1090 þús. Subaru Impreza Wag. 4x4 Skr. 11/99, ek. 31 þús. Verð kr. 1580 þús. Dodge Intrepid 3,3 ssk. Skr. 5/94, ek. 68 þús. Verð kr. 980 þús. Mazda 323F glx ssk. Skr. 12/99, ek. 23 þús. Verð kr. 1370 þús. Lada Sport 1700 Skr. 3/95, ek. 83 þús. Verð kr. 350 þús. Daihatsu Terios SX Skr. 5/99, ek. 42 þús. Verð kr. 1090 þús. Sjáðu fleiri á suzukibilar.is $ SUZUKI ---..............— SUZUKl BÍLAR HF. Skeifunni 17, simi 568-5100
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.