Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.2001, Blaðsíða 22
22
Helgarblað
LAUGARDAGUR 25. ÁGÚST 2001
DV
Broshýr
nauðgari
- ungir piltar voru fórnarlömb hans
Bruno Presta brosti sínu glaölega brosi þegar hann geröi nágrönnum sínum
smágreiöa og líka þegar hann nauögaöi piltum á grimmilegan hátt.
Hann var öfuguggi af lökustu teg-
und. Mannrán, nauögun og mis-
þyrmingar voru þeir leikir sem
hann skemmti sér við
Hann hafði fallegt bros, eða svo
sögðu allir sem umgengust hann.
Þegar hann hló birti yfir andlitinu
og hann var ófeiminn að sýna allan
skjannahvítan tanngarðinn sem
virtist ná eyrna á milli. Nágrann-
arnir í Wattle Grove, sem er rólegt
úthverfi í Sydney, gátu ávallt leitað
til hans þegar aðstoðar var þörf.
Hann verslaði fyrir þá, hjálpaði til i
garðinum og ef aðstoð þurfti við
þakviðgerðir var hann mættur. Það
eina sem hann gerði nágönnunum
ekki til hæfis var að hann bauð
þeim ekki heim til sín í kaffl.
Það var ekki vegna þess að ungi
maðurinn, 28 ára gamall, kærði sig
ekki um félagsskap. Síður en svo, en
hann vildi helst aðeins umgangast
unga drengi inni á heimili sínu.
Hann faldi sjúklegan huga sinn á
bak við brosið mikla sem nágrann-
arnir dáðust að. Hann var öfuguggi
af lökustu tegund. Mannrán, nauðg-
un og misþyrmingar voru þeir leik-
ir sem hann skemmti sér við.
Hann hóf árásir sínar í marsmán-
uði 1996 og lét ekki af ofbeldisfullri
hegðun sinni fyrr en hann var
handtekinn í nóvember 1999.
Illræmd nauðgunarlyf
Á þessu tímabili ók Bruno Presta
um götur í vestanverðri borginni í
leit að varnarlausum fómarlömbum
til að fara með í hús sitt.
Hann ógnaði fórnarlömbunum
með byssu um hábjartan dag er
hann réðst að drengjunum þar sem
þeir voru á gangi eða biðu á stoppi-
stöðvum strætisvagna.
Pétur var einn pUtanna sem rænt
var á þennan hátt. Hann var 15 ára
þegar árásin á hann var gerð.
Kona fann hann skjálfandi og viti
sínu fjær undir bekk í almennings-
garði. Hún gat komist að hvar hann
bjó og ók honum heim. Þegar þang-
að var komið, komst Pétur ekki út
úr bílnum af eigin rammleik. Hann
var nær meðvitundarlaus eftir að
hafa verið neyddur tU að taka inn
Rohypnol, sem Ulmenni nota til að
gefa fólki svo það veiti ekki mót-
spyrnu þegar því er nauðgað.
Móðir piltsins hélt að hann væri
drukkinn þegar komið var með hann
heim í þessu ástandi og ávítaði hann
fyrir áfengisneyslu. En maður hennar
tók eftir að sonur þeirra tautaði eitt-
hvað um byssu og lyf.
Hræðileg nótt
Farið var með Pétur á sjúkrahús
þar sem hlúð var að honum og þeg-
ar áhrif lyfsins dvínuðu gat hann
skýrt frá því að þegar hann var á
gangi á leið heim frá vini sínum,
stakk maður byssu fyrir brjóstið og
skipaði honum inn í bíl. Eftir hálf-
tíma akstur var komið að húsi þar
sem Pétur var neyddur inn í svefn-
herbergið og bundinn við rúmið
með sterku límbandi.
Hann mundi eftir að hafa legið á
rúminu og reynt að fylgjast með
tónlist sem barst úr útvarpstæki til
að halda sér vakandi. En eftir að
hafa verið neyddur til að taka inn
fimm töflur af nauðgunarlyfinu
Þeir voru barðir með leð-
urbelti og smánaðir á
ótrúlegasta hátt. En
sjúklegar tilhneigingar
urðu ofbeldismanninum
að falli. Partur af öfug-
uggahœttinum var að
Bruno Presta tók athafn-
ir sínar upp á mynd-
band til að hann gœti
skemmt sér síðar við að
endurlifa þær.
sveif hann inn í meðvitundarleysi
og kvaðst lítið muna frá nóttinni,
nema að hann hafi vaknað öðru
hvoru við að vera laminn með
leðuról.
Pétur sagðist ekki geta munað eft-
ir að sér hafi verið nauðgað og
læknar staðfestu að hann bæri ekki
menjar um slíkt á líkama sínum.
Minnisleysi
Síðar, eftir að Bruno Presta var
handtekinn, ræddi Rachel Fawcett
rannsóknarlögreglumaður við fjöl-
skyldur þeirra unglinga sem urðu
fyrir barðinu á nauðgaranum. Móð-
ir Péturs spurði hvers vegna sonur
hennar hefði verið svo heppinn að
sleppa betur en hinir þar sem hon-
um var ekki nauðgað, aðeins mis-
þyrmt.
Lögreglumaðurinn sneri sér að
Pétri og sagði að honum heföi verið
nauðgað alveg eins og öllum hinum
fórnarlömbunum. Pilturinn náfóln-
aði og skjálfti sótti að honum. Hann
hóf að öskra og gráta þegar það
rann upp fyrir honum hvað Bruno
Prestu hafði gert.
Ef til vill var hann heppinn að
muna ekki hvað gerðist nóttina sem
hann var ofurseldur illmenninu.
Aðrir unglingar voru ekki svo
heppnir.
Utan líkamans
Daniel var 17 ára þegar honum
var rænt í tæplega kilómetra fjar-
lægð frá heimili sinu. Hann man
allt sem gerðist eftir það. Hann man
eftir hvemig byssuhlaupi var stung-
ið í munn hans, þegar migið var
yfir hann þar sem hann lá bundinn
í rúmi
Drengurinn lýsti þessu eins og
hann hefði yfirgefið líkamann og
verið áhorfandi að því hvernig farið
var með hann. Hann gat ekki lýst
atburðum eins og hann hefði sjálfur
verið þátttakandi og fómarlamb. En
þann þjáðist samt og var í langvar-
andi meðferð til að reyna að jafna
sig á þeim misgjörðum sem honum
voru sýndar.
Daniel á erfitt með að starfa hjá
vinnuveitanda sem heimtar að vera
ávarpaður herra. En þegar hann lá
bundinn og var nauðgað heimtaði
Bruno Presta að vera kallaður
herra. Annars varð Daniel að þola
barsmíðar.
Grimmilegar aðfarir
Nauðgarinn starfaði sem öryggis-
vörður og var oft á næturvöktum.
Það gerði honum kleift að flækjast
um á daginn í leit að piltum til að
misþyrma og nauðga. Hann var
hvergi á sakaskrá og vegna vin-
gjarnlegrar og jafnvel heillandi
framkomu féll lengi vel enginn
grunur á að hann ástundaði glæp-
samlega fúlmennsku. Þess ber líka
að gæta að fómarlömb hans voru yf-
irleitt svo illa farin vegna lyfjagjaf-
ar að þau gátu ekki munað með
neinni vissu hvert farið var með
þau og hvernig pyntarinn leit út.
En árásimar urðu sifellt grimmi-
legri og stóðu nauðganir og pynting-
ar yfir í allt að níu klukkustundir.
Fórnarlömbin máttu þola óheyri-
lega niðurlægingu. Bundið var fyrir
augu þeirra og voru strákarnir
neyddir til að eiga mök við óþokk-
ann með aðferðum samkyn-
hneigðra.
Þeir voru barðir með leðurbelti
og smánaðir á ótrúlegasta hátt. En
sjúklegar tilhneigingar urðu ofbeld-
ismanninum að falli. Partur af öf-
uguggahættinum var að Bruno
Presta tók athafnir sínar upp á
myndband til að hann gæti skemmt
sér síðar við að endurlifa þær.
Pottþétt sönnunargögn
Að því kom að vegfarandi sá hvar
meðvitundarlítill piltur var dreginn
út úr bil og farið með hann inn í
hús. Lögreglunni var gert viðvart og
þegar ráðist var til inngöngu, 14.
nóvember 1999, fundust myndbands-
upptökur af því þegar fimm piltum
var nauðgað og þeir pyntaðir.
Á böndunum sást hvernig
drengirnir æptu af sársauka og
báðu sér miskunnar. En því meira
sem þeir báðu sér griða þeim mun
grimmilegri uröu aðfarirnar. Allir
bera þeir þess merki á líkamanum
að hafa verið pyntaðir. Ör eftir
sígarettuglóð og barsmíðar með
leðurólum eru til sönnunar um níð-
ingsverkin.
Nokkrum drengjanna tilkynnti
nauðgarinn að hann ætlaði að drepa
þá og stakk byssuhlaupi í munn
eins þeirra á meðan hann athafnaði
sig á sinn sjúklega hátt. Öðrum hót-
aði hann að skella undan honum og
lét smella í skærum við eyra hans
til að leggja áherslu á að honum
væri alvara.
Daginn sem Bruno Presta var
handtekinn sagði móðir Péturs að
þungu fargi væri létt af fjölskyld-
unni. Áður vissu þau ekkert hver
ódæðismaðurinn var og bjuggust
jafnvel við að rekast á hann hvar og
hvenær sem var þða að hann kæmi
óboðinn í heimsókn.
Dómurínn
Bruno Presta var ákærður og
dæmdur fyrir 26 sakarefni: mann-
rán, nauðganir og misþyrmingar. í
júni árið 2000 var dómur kveðinn
upp og hljóöaði hann upp á ótíma-
setta dvöl í öryggisgæslu á hæli fyr-
ir geðveika glæpamenn en þar verð-
ur hann að dvelja í að minnsta kosti
20 ár til að byrja með.
En hryllingurinn fylgir drengjun-
um sem uröu fórnarlömb nauðgar-
ans. Móðir Péturs segir að karl-
mennskuímynd hans sé illa særð og
að hann fáist ekki til að viður-
kenna, jafnvel ekki fyrir sjálfum
sér, hvað kom fyrir. Hann fer ein-
fórum og hefur misst sambandið við
gamla vini.
Allir piltamir bera sár, ekki að-
eins á líkamanum heldur einnig á
sálinni, og þeir verða aldrei hinir
sömu og áður en illmennið rændi
þeim og nauðgaði.
Hús nauðgarans. Þangað fór hann með fórnarlömb sín og hélt þeim nauðugum og hálfmeðvitundarlausum í allt að níu klukkustundir.