Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.2001, Blaðsíða 41

Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.2001, Blaðsíða 41
- 49>^ LAUGARDAGUR 25. ÁGÚST 2001 IDV Ei Coronel Haldið í vonina um betra líf ★★★ Arturo Ripstein er einn virtasti leik- stjórinn í heimalandi sínu, Mexíkó, og byrj- aði hann feril sinn sem aðstoðarmaður hjá Luis Bunuel. Hróður hans hefur þó ekki borist öllu lengra en eftir hann liggja nokkrar gæðamyndir, meðal annars E1 Coronel no tiene quiene le escripa, sem hann gerði eftir sögu Gabriel Garcia Marquez. Titilper- sóna myndarinnar er gamall her- maður sem ásamt eiginkonu sinni býr við slæm kjör í smábæ í Mexikó. Á hverjum föstudegi fer hann í sín finustu fót og fer niður á bryggju til að taka á móti póstskip- inu í þeirri von að hann fái tilkynn- ingu um eftirlaun frá hernum. Hann og eiginkona hans, sem er veikburða og þarfnast meðala, vita eins og aðrir þorpsbúar að þessi til- kynning kemur aldrei en á eitthvað verða þau að trúa í fátækt sinni. Sagan, sem komið hefur út á is- lensku undir nafninu Liðsforingjan- um berst aldrei bréf, er átakanleg en um leið innileg lýsing á gömlu hjónunum sem i upphafi myndar- innar hafa misst einkason sinn og veðsett húsið til að eiga fyrir jarðar- för. Eins og gömlu hjónin eru hæg í hreyfingum þá er myndin öll á hæg- um nótum og nálgast það stundum að vera langdregin. Frábær leikur Fernandos Lujáns og Marisu Peres í hlutverkum hjónanna gerir það að verkum að aldrei er að finna dauð- an punkt í atburðarásinni og segja má að sú trú sem þau hafa á forlög- unum og hvort á öðru geri myndina að gefandi upplifun. -HK Útgefandi: Háskólabíó. Leikstjóri: Arturo Ripstein. Leikarar: Fernando Luján, Marisu Peres og Salma Hayek. Mexlkó, 1999. Lengd: 113 mín. Leyfð öllum ald- urshópum. The Invisible Circus Falin fortíd @ ★ Friður á jörðu var oftast viðkvæðið hjá blómabörnum 68-kyn- slóðarinnar og sjálfsagt hafa flestir sem aðlög- uðust hippamenning- unni reynt að lifa sam- kvæmt þvi. Þetta tókst ekki öllum og margir lentu upp á kant við kerfið; gerðust jafnvel skæruliðar, og þá fór lítið fyrir frið- arboðskapnum. The Invisible Circus fjallar um eina slíka per- sónu, Faith (Cameron Diaz), sem hefur framið sjálfsmorð þegar myndin hefst. Faith hafði verið virk í friðarsamtökum í Bandaríkjunum og fer með þann boðskap til Evrópu. Faith er dýrkuð af yngri systur sinni, Gail (Jordana Brewster), sem er sögumaður myndarinnar. Þar sem lítið er vitað um dauða Faith fer hún í pílagrímsför til Evrópu til að leita sannleikans. Unnustinn, Wolf (Christopher Eccleston), býr í París og hjá honum fær Gail upplýs- ingar um Faith sem ekki samræm- ast minningunni um systur hennar. Myndin lýsir síðan för þeirra tveggja til Spánar þar sem Faith lést, auk þess sem lífi Faith síðustu vikurnar eru gerð góð skil. The Invisible Circus er kvik- mynd sem er ákaflega upptekin af sjálfri sér og boðskapnum sem hún á að færa áhorfendum, svo upptek- in að hún er hreint og beint leiðin- leg. Persónurnar eru flatar, auk þess sem mun betri myndir um sama málefni hafa verið gerðar. Hvað varðar skuggahliðar hippa- menningarinnar þá er lýsingin á þýskum hryðjuverkasamtökum barnaleg og i þeim atriðum þar sem þau hafa sig í frammi er nán- ast eins og um færibandafram- leiðslu sé að ræða. -HK Útgefandi: Myndform. Leikstjóri: Adam Brooks. Leikarar: Jordana Brewster, Christopher Ecoleston og Cameron Diaz. Bandaríkin, 2000. Lengd: 93 mín. Bönn- uö börnum innan 12 ára. Helgarblað DVWIYND HILMAR Fleiri tónverk fyrir karlakóra / tilefni af sjötíu og fimm ára afmæli Karlakórs Reykjavíkur efnir kórinn til samkeppni um tónverk fyrir karlakór. Verkiö á aö vera sjö mínútna langt og velja tónskáldin texta sjálf. Fyrstu verölaun er prjú hundruö þúsund krónur en önnur verölaun eitt hundraö og fimmtíu þúsund. Á myndinni eru Halldór Guönason, Gylfi Sigurösson, Jón Hallsson og Guö- mundur Sigþórsson, formaöur kórsins. Rafstöðvar Mikið úrval bensín og dísil rafstöðva. Hagstætt verð! YANMAR Kffi® Sími 594 6000
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.