Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.2001, Blaðsíða 47
55
LAUGARDAGUR 25. ÁGÚST 2001
DV ’ Tilvera
í messu hjá Sverri Stormsker:
Að opna á sér munninn
til annars en að geispa
„Fyrir það fyrsta þá heitir þessi
kristilegi þáttur „í meSSu hjá
Stormsker" og er alltaf sunnudög-
um, frá kl. 14.00 til 16.00, á,“ segir
Sverrir Stormsker þegar hann er
spurður um útvarpsþáttinn sem
hann stjórnar á Steríó 89,5. „Ég er
þarna að messa yfir fólki og messa
við fólk og blessa fólk og jarða fólk
bara eins og aðrir almennilegir
trúlausir prestar."
Baunaði á Jón
„í fyrsta þættinum var ég með
postulann Hannes Hornstein Giss-
urarson í munn-söfnuði Davíðs
Godsonar. Aldrei þessu vant
baunaöi hann á Jón Ólafsson
Skífubónda og fannst eitthvað
skrýtið að hann væri bara með
30.000 á mánuði en ætti samt allar
hinar „frjálsu" útvarpsstöðvar og
væri búinn að leggja undir sig all-
an skemmtanabransann. Hannes
fattar ekki að Jón er bara hagsýnn
og verslar alltaf hjá Bónusfeðgum,
sem eiga allan matvörubransann,
og Bónusfeðgar hagsýnast með
því að kaupa af grænmetismafí-
unni og ferja vörur sínar á baki
Kolkrabbans sem á öll flutninga-
Baunaö á báða bóga
„Á morgun fæ ég Jón Baldvin og
Bryndísi Schram í messu til mín, “
segir Sverrir Stormsker, „en það er
fólk sem þorir að opna á sér munn-
inn til annars en að geispa. “
og samgöngufyrirtæki landsins.
Hérna er nefnilega svo gasalega
mikil frjáls samkeppni á öllum
sviðum. Hver ætli eigi Samkeppn-
isstofnun og Neytendasamtökin
sem eru líklegast stærstu svefn-
herbergi landsins?
Baunaði á Bubba
„Hannes baunaði líka mikið á
Bubba og sagði að hann væri með
einhvers konar rauðgraut í hausn-
um og stútfullur af freudískum
geðflækjum af því að hafa selt
Jóni sál sína. Ég skal ekki segja,
en Jón hefði náttúrlega ekki keypt
sér sál nema af því hann vantaði
sál svo þetta er bara hið besta
mál. En kannski ætti Bubbi að
gera plötu um sína fyrrverandi
sál, sem gæti heitið „Sálin hans
Jóns míns“.“
Sverrir segist ekkert hafa á
móti Jóni Ólafssyni persónulega.
„En mér finnst að Skífan ætti að
reyna að venja sig af þeim kæk að
reyna sífellt að stela af mér pen-
ingum. Manni leiðist það til lengd-
ar. Þessa dagana eru þeir t.d. að
reyna að ræna af mér 600.000
krónum fyrir plötu sem þeir
klúðruðu fyrir mér gjörsamlega.
Glætan að maður borgi fyrir mis-
tök. Fyrirtæki eiga að beita al-
mennilegum vinnubrögðum, ekki
bara brögðum."
Boxaði Hannes
„Næst fékk ég Bubba í messu og
hann boxaði Hannes hraustlega,
stundum fyrir neðan beltisstað, en
Hannes hefur sennUega bara fílað
það. Bubbi viðurkenndi reyndar
að eitthvað af sálinni hefði líkleg-
ast fylgt með í kaupunum þegar
Jón verslaði hann, en hann sagði
að það væri af og frá að Brynja
hefði fylgt með í kaupunum. Jón
fékk sem sé ekki tvo fyrir einn. Ég
hef mjög gaman af Hannesi og
Bubba og er aðdáandi þeirra
beggja en þeir eru greinilega ekki
miklir aðdáendur hvor annars."
Jón Baldvin og Bryndísi
Schram í messu
„Þar næst fékk ég Ásgeir Hann-
es Eiriksson, fyrrverandi þing-
mann og pulsusala, og hann var
svo góður að leyfa mér að kalla sig
„mortherfucker" út allan þáttinn.
Mjög faUegt af honum enda kristi-
lega þenkjandi maður eins og ég.
Á morgun (sunnudaginn 26. ágúst)
fæ ég Jón Baldvin og Bryndisi
Schram í messu til mín, en það er
fólk sem þorir að opna á sér
munninn til annars en að geispa
eins og allir vita. Ég get lofað því
að þetta verður upprífandi þáttur
enda er þessi messa mín hugsuð
til vakningar og þess vegna er
hún á sunnudögum klukkan tvö,
þegar fólk er að rísa úr rekkju eft-
ir þindarlaust kristilegt menning-
arlegt svall."
-Kip
SccUidtci faw&ci
Nú eru síðustu forvöð jyrir áskrifendur DV að tryggja sér ódýra
sumar- eða haustferð í sólina meðferðaávísun DV og Sólar.
• Málið er einfalt
Efþú ert áskrifandi bíður ávísunin þess að þú sækir hana í
afgreiðslu DV að Þverholti n. Efþú ert ekki áskrifandi bjóðum við
þér að skuldbinda áskrift til a.m.k. 72 mánaða og ávísunin er þín.
Verödæmi á mann ívikuferð til Portúgals 21. september m.v. tvfbýli á Santa Eulálía
Fullt verð 61.265 kr.
Áskrifendur DV greiða 29.125 KR.
m.sk. • lágmark 2 í Studio/íbúð
PORTUCAL
Brottför Bókunarstaða Lengd dvalar Ávísun gildir
31. ágúst 11 sæti laus 3 vikur 75.000 kr.
07. september 14 sæti laus 2 eða 3 vikur 75.000 kr.
21. september laus sæti 1,2 eða 3 vikur 65.000 kr.
28. september 24 sæti laus 1,2 eða 3 vikur 50.000 kr.
05. október örfá sæti laus 1,2 eða 3 vikur 50.000 kr.
12. október laus sæti l eða 2 vikur 50.000 kr.
19. október laus sæti 1 vika 50.000 kr.
KÝPUR
Brottför Bókunarstaða Lengd dvalar Ávisun gildir
03. september 11 sæti laus 2 vikur 50.000 kr.
17. september laus sæti 2 vikur 75.000 kr.
Verðdæmi á mann í vikuferð til Kýpur 17. september m.v. tvíbýli á Estella
Fullt verð 98.129 KR.
Áskrifendur DV greiða
60.629 kr.
m.sk. • Lágmark 2 í Studio/íbúð
Allar nánari upplýsingar hjá sölumönnum Sólar, Grensásvegi 22, sími 5450 900. www.sol.is
rrov«l
' heitar ferðir!