Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.2001, Blaðsíða 50

Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.2001, Blaðsíða 50
58 LAUGARDAGUR 25. AGUST 2001 Tilvera DV 1 i f i ft 'tJL: 'l Éi: i'i, U Með vífið í lúkunum í k völd hefjast að nýju sýningar I Borgarleikhúsinu á gamanleiknum vinsæla Með vífið í lúkunum eftir Ray Cooney sem frumsýnt var s.l. vor. í leikritinu kynnumst við leigubílstjóranum Jóni Jónssyni, sem er ósköp venjulegur meðal- Jón. Eiginkonur hans tvær hafa enga hugmynd hvor um aðra þar til snurða hleypur á þráðinn. Leikarar í verkinu eru í hópi vinsælustu gamanleikara þjóðarinnar. Það eru þau Steinn Armann Magnússon, Eggert Þorleifsson, Helga Braga Jónsdóttir, Ólafía Hrönn Jónsdóttir, Júlíus Brjánsson, Halldór Gylfason, Gunnar Hansson og Árni Pétur Guðjónsson. Klassík LOK LISTASUMARS A AKUREYRI I tilefni af lokum Listasumars á Akur- eyri býður Minjasafnið í bænum til kvöldvöku í kvóld milli klukkan 22 og 24. í tilkynningu stendur eftirtal- in klausa sem segir allt um havaríiö: "Minjasafnsgaröurinn veröur Ijósum prýddur en í staö ávaxta á greinum trjánna hanga þar Ijóö sem gestir geta lesið upphátt hverjir fyrir aðra eða í hljóöi, allt eftir því hvað hugur- inn girnist." Maður fær bókstaflega vatn i munninn... Leikhus HEDWIG Leikritiö Hedwig verður sýnt í kvöld í Loftkastalanum kl. 20.30. OpnanSr GUÐNl HARÐARSON I GALLER I FOLD I dag klukkan 15 opnar Guðni Harðarson málverkasýningu í baksalnum I Galleríi Fold, Rauðarár- stíg 14-16. Sýninguna nefnir lista- maðurinn íhugun en á henni eru um 20 verk unnin með akrýllitum á striga. Opið er daglega frá 10-18, laugardaga frá 10-17 og sunnudaga frá 14-17 en sýningin stendur til 9. september. ARS BALTICA í LISTASAFNI KÓPA- VOGS Listasafn Kópavogs tekur á móti fólki opnum örmum í dag klukkan 16 því þá veröur opnuö sýn- ingin Ars Baltica - List frá Eystra- saltslöndunum. Á sýningunni eru tæplega 50 listaverk frá ríkislista- söfnum í Eistlandi, Lettlandi og Lit- háen. Sýningin er opin alla daga nema mánudaga frá 11-15 og stendur til 9. september. Fundir RAÐSTEFNA Ráðstefna um Njáls sögu verður haldin í félagsheimilinu Hvoli, Hvolsvelli, um helgina og hefst klukkan 10 í dag. Fullt af fólki hefur skráö sig til þátttöku en erindi flytja meöal annarra Arthúr Björgvin Bollason, Helga Kress, Jón Bööv- arsson og Pétur Gunnarsson. Að sjálfsögðu verður farið á Njáluslóöir undir leiðsögn heimamanna. Karla- kór og elnsongyarar syngja Ijóða- flokk um efni Njálu og margt fleira. Nánar um dagskrána á heimasíö- unni: www.nordals.hi.is. Hagyröingamót LANDSMOT HAGYROINGA Tólfta landsmót hagyrðinga og hollvina stökunnar verður haldið á sumar- hótelinu á Hvanneyri í dag. Mótið hefst með sameiginlegu borðhaldi klukkan 21, húsið opnað klukkan 20. Stökur, Ijóð, söngur, óbundiö mál og fleira. Allir velkomnir.______ Dómsdagur „Á þeim degi mun mannkyn koma í flokkum til þess aö skoöa verk sín. Hver sem gert hefur agnar ögn afgóöu verki, fær aö sjá þaö, og hver sem gert hefur agnar ögn afillu verki, fær einnig aö sjá þab." Brœdur munu berjast og aó bönum verða, munu systrungar sifjum spilla, hart er í heimi, hórdómur mikill, skeggöld, skálmöld, skildir eru klofnir, vindöld, vargöld, áöur veröld steypist mun engi maöur öðrum þyrma Ymur hið aldna tré en jötunn losnar, skelfur Yggdrasils askur standandi. Surturfer sunnan meö sviga lœvi, skín afsverði sól valtíva. Grjótbjörg gnata en gífur rata, troóa halir helveg en himinn klofnar. Sól tér sortna, sígurfold í mar, hverfa af himni Upp mun rísa ööru sinni - heimsendir í nánd Sjá nánar: Lífio eftir vinnu á Vísi.is Einhverjir höfðu orð á, að helgi- dómurinn væri prýddur fögrum stein- um og heitgjöfum. Þá sagði Jesús: „Þér horfið á þetta, en þeir dagar munu koma, að hér stendur ekki eftir steinn yfir steini, er eigi sé niður brot- inn." En þeir spurðu hann: „Meistari, hveriær verður þetta? Og hvert mun tákn þess, að það sé að koma fram?" Hann svaraði: „Varist að láta leiða yður í villu. Margir munu koma í mínu nafni og segja: „það er ég!" og „tíminn er í nánd!" Fylgið þeim ekki. En þegar þér spyrjið um hernað og upphlaup, þá skelflst ekki. Þetta á undan að fara, en endirinn kemur ekki samstundis." Síðan sagði hann við þá: „Þjóð mun risa gegn þjóð og ríki gegn ríki, þá verða drepsóttir og hungur á ýmsum stöðum, en ógnir og tákn mikil á himni." Upphaf og endalok AJla tíð hefur mikið verið spáð í upphaf og endalok heimsins. Kenning- ar kirkjunnar um að upphaflð væri að finna í Edengarðinum og ábúendum hans, Adam og Evu, hafa vikið fyrir kenningum um þróun mannsins frá frændum okkar öpunum. Endalokin eru ekki tímasett en einhverjir telja þó að þau séu á næsta leiti. Margir hafa skilið orð Nostradamusar að endalokin séu i kringum ár- þúsundamótin. Endalokin og árþúsundamótin voru lengi í það óábyrgri fjarlægð að hægt var að tala hátt um þau. Síðan skreið ártalið yfir 2000 en ekk- ert gerðist. Táknin eru fyrir hendi. Jarðskjálftar um allan heim, flóð, fellibyljir og kjarn- orkuslys; hungur hefur lengi verið viðvarandi vandamál; stríð geisa; Ebólaveiran, eyðni og undirliggjandi ógn af berkl- um. Opinberun Jóhannesar Fræg er sagan af Babels- turnsuppákomunni. Mennirnir byggðu svo magnaðan turn að Guð sá sig tilneyddan til að leggja hann í rúst þar sem tak- mark mannanna var að bygg- ingin næði til himins. Guð refsaði mönnunum einnig með því að tvístra þeim um alla jörðina og rugla tungumál þeirra. Líking turnsins við Netið er kannski ekki fjarri lagi nema hvað Netið er mun óræðara og viðameira og þar með líkara Guði og hans ríki en turninn. Guð er reiður núna. Orð Krists sem vitnað er til hér á undan eru færð til bókar í þremur guðspjöllum. í Hebrea- bréfinu segir og: Gœtið þess, að þér hafnió ekki þeim sem talar. Þeir, sem höfnuðu þeim er gafguólega bendingu á jörðu, komust ekki undan. Miklu sióur mun- um vér undan komast, ef vér gjórumst fráhverfir honum, erguölega bendingu gefurfrá himnum. Raust hans létjörð- ina bifast fyrrum. En nú hefur hann lofað: „Enn einu sinni mun ég hræra jöróina og ekki hana eina, heldur og himininn." Orðin: „Enn einu sinni", sýna, að það, sem bifast, er skapað og hverfur, til þess aö þaó standi stöðugt, sem eigi bifast. Þar sem vér því fáum ríki, sem ekki getur bifast, skulum vér þakkaþað ogþjóna Guði, svo sem hon- um þóknast, með lotingu og ótta. Því aö vor Guð er eyðandi eldur. ... og sólin varð svört Jarðskjálftar eru greinilega merki um reiði Guðs og miðað við þær frétt- ir sem færðar eru heim i stofu af ábúðarmiklum fréttamönnum skyldi maður ætla að Guð væri ekkert of hress með okkur. Ólafur Sigurðsson og Árni Snævarr hafa hins vegar ekki enn komið fram með Biblíuna og mælt með því að áhorfendur rifji upp boðskapinn enda yrði starf frétta- mannsins ekki svipur hjá sjón. Eftir því sem ég best veit er mjög sjaldgæft að vitnað sé í Opinberun Jó- Vargöld Bræöur munu berjast og aö bónum veröa, munu systrungar sifjum spilla, hart er í heimi, hórdómur mikill... hannesar við messur. Jóhannes var góður stílisti en textarnir hans ekki til þess fallnir að peppa upp mann- skapinn og skapa stemningu. Iron Maiden vakti áhuga minn á þessum hluta Biblíunnar sem ólgar af orð- kynngi og gerir heimsendi virkilega spennandi. Og ég sá, er lambió lauk upp sjötta innsiglinu. Og mikill landskjálfti varó, og sólin varð svört sem hœrusekkur, og allt tunglió varð sem blóð. Og stjörnur himinsins hröpuóu niður á jörð- ina eins og þegarfíkju- tré, skekið af storm- vindi, fellir haustaldin sín. Og himinninn sviptist burt eins og þegar bókfell vefst saman, og hvert fiall og ey fœröist úr stað sínum. Og konungar jarðarinnar og höfðingjarnir og her- foringjarnir og auðmennirnir, mektar- mennirnir og hver þrœll og þegn fólu sig í hellum og i hömrum fialla. Og þeir segja við fiöllin og hamrana: „Hrynjið yfir oss og felið oss fyrir ásjónu hans, sem í hásœtinu situr, og fyrir reiði lambsins; því að kominn er dagurinn, hinn mikli dagur reiði þeirra, og hver mun geta stað- ist?" Skekin jöro í Kóraninum Kristni er ekki ein trúar- bragða um jarðskjálftaspá- dóma. 99. þáttur Kóransins heitir Landskjálftinn og segir sú opinberun í Mekku frá á eftirfarandi hátt: í nafni Allah hins milda og miskunnsama. Þegar jörðin er skekin sem ákafast, þegar jörðin varpar frá sér þunga sínum, og menn spyrja: „Hvað mun þetta tákna?" - á þeim degi mun hún boða tíó- indi sín, því það hefur Herra þinn sett henni fyrir. Á þeim degi mun mannkyn koma í | flokkum til þess að skoða verk sín. Hver sem gert hefur agn- ar ögn af góðu verki, fœr að sjá það, og hver sem gert hef- ur agnar ögn af illu verki, fœr einnig að sjá það. Ragnarök Þeir forfeður okkar sem í árum og ættliðum eru tengd- ari okkur eru af norskum ættum. Þeirra trúarbrögð gerðu ráð fyrir heimsendi á svipaðan hátt og kristni. I magnaðasta texta sem orðið hefur til á íslenskri tungu er sagt frá heimsslitum. Er þar að sjálfsögðu átt við Völuspá. heiðar stjórnur. Geisar eimi við aldurnara, leikur hár hiti við himin sjálfan. Ekki eru lætin í náttúrunni minni hér en hjá Jóhannesi en stíllinn gjörólíkur. í línunni „troða halir helveg en himinn klofnar" gæti verið átt við gatið á ósónlag- inu. Allt í lagi - fyrir rétta fólkið Ekki er öll nótt úti enn þótt sú mynd heimsins sem við höfum af honum líði undir lok. Önnur og betri veröld mun verða til - fyrir rétta fólkið. Það er nefnilega ekki sama hverrar trúar þú ert þegar kem- ur að heimsendi. Kristin heimsslita- trú segir að kristnir muni ganga inn í eilífa hamingju himnaríkis og önnur trúarbrögð lofa fylgjendum sínum einnig fæði, húsnæði og góðu atlæti. Áöurnefndur Jóhannes segir svo í Op- inberun sinni: Og ég sá nýjan himin og nýja jöró, því aó hinn fyrri himinn og hin fyrri jörð voru horfin og hafið er ekkifram- ar til. Og ég sá borgina helgu, nýja Jerúsalem, stíga niður af himni frá Guði, búna sem brúði, er skartarfyrir manni sínum. Og ég heyrði mikla raust frá hásœtinu, er sagói: „Sjá, tjaldbúó Guðs er meðal mannanna og hann mun búa hjá þeim, og þeir munu vera fólk hans og Guð sjálfur mun vera hjá þeim, Guð þeirra. Og hann mun þerra hvert tár af augum þeirra. Og dauðinn mun ekkiframar til vera, hvorki harmur né vein né kvöl erfram- ar til. Hiðfyrra erfarió. Þessu er llkt farið fyrir þá sem að- hyllast norræn goð. Sér hún upp koma öðru sinni jórö úr œgi iojagrœna. Falla fossar, flýgur örn yfir, sá er á fjalli fiska veiöir. Sal sér hún standa sólufegra, gulli þaktan, á Gimlé. Þar skulu dyggvar dróttir byggja og um aldurdaga yndis njóta. Lifið heil. -sm
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.