Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.2001, Síða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.2001, Síða 8
8 Útlönd LAUGARDAGUR 27. OKTÓBER 2001 I>V REUTER-MYND Ari Fleischer Talsmaöur Hvíta hússins fræddi fréttamenn um miitisbrand í gær. Miltisbrandur í póstmiðstöð CIA Miltisbrandur hefur nú fundist í pósílokkunarmiöstöð bandarísku leyniþjónustunnar CIA og einnig í að minnsta kosti einni rannsóknar- stofu hersins sem rannsakar sýkla- vopn. Þá fannst miltisbrandur í póststöð Hæstaréttar. Að sögn yfirvalda var magnið sem fannst hjá CIA það lítið að eng- in hætta er á að nokkur hafi fengið miltisbrandsgró í lungun. Ari Fleischer, talsmaður Hvíta hússins, upplýsti í gær að miltis- brandurinn, sem var sendur þing- manninum Tom Daschle, hefði get- að veriö framleiddur í fullkominni tilraunastofu í einkaeigu en ekki endilega á vegum stjórnvalda í ein- hverju landi. Bush Bandaríkjaforseti undirrit- aði í gær ný lög sem gefa lögreglu auknar heimildir til eftirlits með borgurunum, svo sem simahlerana, í baráttunni gegn hryðjuverkum. Stúlka ákærð fyrir duftbréf Sextán ára gömul stúlka frá Kaupmannahöfn verður líklega fyrst Dana sem yfirvöld ætla að draga til ábyrgðar fyrir eitt duft- bréfanna sem hafa valdið mikilli hræðslu í Danmörku, eins og víðar. Að sögn danska blaðsins Jyllands-Posten sendi stúlkan kunn- ingja sínum bréf meö hvítu dufti í. Mikil hræðsla greip um sig meðal starfsmanna póstmiðstöðvarinnar í Kaupmannahöfn þegar duftið stráð- ist úr umslaginu sem það var í. Stúlkan gæti hugsanlega verið dæmd til fangelsisvistar fyrir spaugið, sem sendingin átti að vera. REUTER-MYND Lubbers á ferð og flugi Yfirmaöur Flóttamannastofnunar SÞ ætlar aö kanna viöbúnaö í Pakistan og íran vegna komu flóttamanna. Lubbers til Pak- istans og írans Ruud Lubbers, forstöðumaður Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóöanna, hélt í vikulanga ferð til Pakistans og írans til að fara yfir undirbúning móttöku mikils straums flóttamanna sem kann að koma til landanna frá Afganistan á næstunni. Þetta er önnur heimsókn Lubbers til þessa heimshluta á hálfu ári. Á sama tíma greina flóttamenn frá því að bæði talibanastjórnin og and- stæðingar þeirra i Norðurbandalag- inu reyni að þvinga karlmenn til að berjast. Flóttamannastofnunin hefur hvatt nágrannaríki Afganistans til að taka við fólki sem er á flótta und- an hungursneyð og loftárásum Bandaríkjamanna. Banaríkjamenn varpa sprengju á skemmu Rauöa krossins: Talibanarnir tóku andstæðing af lífi Talibanastjórnin í Afganistan sagði í gær að hermenn hennar hefðu handsamað og tekið af lífi Abdul Haq, háttsettan leiðtoga stjórnarandstæðinga, sem var í leyniför í landinu til að kynda und- ir uppreisn gegn stjórnvöldum með- al ættflokks pashtúna. Tveir aðrir menn voru teknir af lífi um leið og Haq, að sögn talibana. Bandarískur herforingi sagði hins vegar á fundi með fréttamönn- um í landvarnaráðuneytinu í gær að þessar fréttir hefðu ekki fengist staðfestar. „Við getum ekki staðfest að hann hafi verið handtekinn, hvað þá að hann hafi verið tekinn af lífi,“ sagði John Stufllebeem aðmíráll. Ef rétt reynist að talibanar hafi tekið Haq af lífi þykir það mikið áfall fyrir tilraunir Bandaríkja- manna til að koma á laggirnar sam- steypustjórn til að taka við völdum REUTER-MYND Tekinn af lífl Taiibanar í Afganistan handtóku Abdul Haq, leiötoga stjórnarand- stæöinga, í gær og tóku af lífi. eftir fall talibanastjórnarinnar. Haq, sem varð frægur fyrir bar- áttu sína gegn sovéska hernum á ní- unda áratug síðustu aldar, er annar háttsetti herforingi andstæðinga talibana sem hefur verið drepinn á síðustu vikum. Haq hætti afskiptum af stjórnmálum 1992 og hóf fyrir- tækjarekstur í Dubai. Hann sneri til baka í september til að safna liði gegn talibönum. Bandarískar sprengjur féllu í gær á þrjár vöruskemmur alþjóðanefnd- ar Rauða krossins í afgönsku höfuð- borginni Kabúl. Eldur kom upp í skemmunum sem voru fullar af hjálpargögnum. Pakistönsk stjórnvöld gerðu í gær lítið úr fréttum breskra íjölmiðla um að hryðjuverkamaðurinn Osama bin Laden hefði aflað sér efnis í kjarnorkusprengju í Pakist- an. Pakistanar sögðu slíkar fullyrö- ingar fáránlegar. REUTER-MYND Að gæta bróður síns Afganskur snáöi gætir lítils bróöur síns sem liggur í vöggu sinni í flóttamannabúöum viö iandamæri Afganistans og Tadsjikistans. Mikiil fjöldi Afgana er á vergangi og býr viö bág kjör í flóttamannabúöum í nágrannaríkjunum. Áframhaldandi ofbeldi á heimastjórnarsvæðunum: ísraelskir hermenn kallaðir heim frá Vesturbakkanum ísraelskir embættismenn sögðu síðdegis í gær að náðst hefði sam- komulag við Palestínumenn um heimkvaðningu ísraelskra her- sveita frá Betlehem og Beit Jala á Vesturbakkanum. Hermennimir fara burt frá þess- um tveimur bæjum í dag. Sam- komulag um heimkvaðninguna náð- ist eftir margra klukkustunda samningaviöræður í gær um skil- yrði fyrir brottfiutningi ísraelskra hermanna frá palestínskum yfir- ráðasvæðum sem voru hernumin undanfarna daga. Israelska útvarpið sagði að á móti myndu palestínsk yfirvöld bera ábyrgð á þvi að allt verði með kyrr- um kjörum á þessum svæðum. ísraelar sendu hersveitir inn á heimastjómarsvæði Palestínu- manna í síðustu viku í kjölfar morðsins á ráðherranum Rehavem i nrvivii Eidur í hóteli Eidur logaði í Paradise hótelinu , Betlehem í gær eftir átök Palestír manna og ísraelskra hermanna. Zeevi. Bandaríkjamenn, sem stjórn- uðu fundinum í gær, fóru fyrir þjóð- um heims sem kröfðust brottflutn- ings ísraelsku hermannanna. ísraelska útvarpið sagði að emb- ættismenn myndu hittast í dag til að ganga endanlega frá framkvæmd brottflutningsins. Fyrir fundinn í gær hafði Örygg- isráð Sameinuðu þjóðanna krafist þess að ísraelsku hermennirnir færu tafarlaust til sins heima. Átök héldu áfram á Gaza í gær og skutu ísraelskir hermenn þrjá vopn- aða Palestínumenn til bana. Herinn sagði að þremenningarnir hefðu verið að reyna að komast inn í land- nemabyggð gyðinga. Skæruliðasamtökin Hamas sögðu að mennimir hefðu tilheyrt þeim og að þeir hefðu ráðist á ísraelsku her- mennina með sprengjuvörpu, vél- byssum og handsprengjum. Vill nýja heimsskipan Míkhaíl Gorbat- sjov, fyrrum forseti Sovétríkjanna sálugu, sagði í vikunni að fómarlömb hryðju- verkaárásanna í sið- asta mánuði hefðu ef til vill ekki dáið til einskis ef leiðtogar þjóða heimsins gripu tækifærið og kæmu sér saman um nýja skipan heimsins. 120 enn saknað Allt að 120 manns er enn saknað eftir eldsvoðann sem kom upp í Gotthard-jarðgöngunum milli ítaliu og Sviss á miðvikudag. í leit að útgefanda Egypski skurðlæknirinn Ayman al-Zawahri, sem er háttsettur innan hreyfingar Osama bin Ladens, leitar þessa dagana að útgefanda fyrir endurminningar sínar. Sjóður fyrir fátæk iönd Bandaríski fjármálamaðurinn Ge- orge Soros leggur til að stofnaður verði alþjóölegur sjóður til að að- stoða fátækar þjóðir á annan hátt en bæði Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn og Alþjóðabankinn gera. Flugskeyti við kjarnaver Frakkar komu í gær fyrir flug- skeytum nærri kjamorkuendur- vinnslustöðinni í La Hague við Ermarsund til varnar hugsanlegum hryðjuverkaárásum. dæmdir Þrír menn voru dæmdir til langrar fangelsisvistar í gær fyrir morðið á serbneska stríðs- herranum Arkan í janúar í fyrra. Einn þremenninganna leikur enn lausum hala. Þá voru fimm til viðbótar dæmdir fyrir að aðstoða morðingj- ana á ýmsa lund eftir tilræðið. Ekki ákært fyrir rasisma Lögreglan í Vejle í Danmörku ætlar ekki að höfða mál á hendur tveimur frammámönnum í Danska þjóðarflokknum fyrir ummæli á landsfundi sem talin voru varða við lög um kynþáttahatur. Atta hitti íraka í Prag Tékkneskir emb- ættismenn stað- festu í gær að Mo- hamed Atta, einn flugræningjanna sem flaúg vél sinni á World Trade Center, hefði hitt íraskan leyniþjón- ustumann í heimsókn sinni til Tékklands fyrr á árinu og hugsan- lega einnig í júní í fyrra. Morðingjar Ekkja Palmes gagnrýnir Lisbet Palme, ekkja Olofs Palmes, hefur gagnrýnt dómarann sem sýknaði Christer Pettersen af ákæru um morðið á Palme 1986. Lis- bet benti á Pettersen sem morðingja manns síns. Féllust á breytingar Stjórnmálaleiðtogar í Makedóníu féllust í gær á breytingar á stjórnar- skrá landsins sem tryggja albanska minnihlutanum aukin réttindi, í samræmi við friðarsamkomulag.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.