Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.2001, Síða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.2001, Síða 18
18 LAUGARDAGUR 27. OKTÓBER 2001 Helgarblað_________________________________________________________________________________________________X>V Jónas Sen Dauðadans í 101 ár Borgarleikhúsið frumsýnir nú um helgina Dauðadansinn, eitt magnaðasta leikrit Augusts Strind- berg. Leikritið var skrifað árið 1900 og á því hundrað og eins árs afmæli í ár. Það var þó ekki frumsýnt fyrr en 1905 í Þýskalandi. Enginn vafi er á þvi að Dauðadansinn, sem fjallar um grimmilega valdabaráttu ein- staklinga í hjónabandi, á erindi við nútímann, eins og leikstjórinn Inga Bjarnason bendir á: „t samlestri á verkinu sagði ég: „Strindberg hefur verið á glugganum hjá mér.“ Ég hef verið í tveimur hjónaböndum sem voru góð en þekki samt af eigin reynslu ýmislegt í leikritinu. Ég held að Dauðadansinn sé stiginn á mörgum heimilum hér í bæ.“ Strindberg er í hópi fremstu leik- skálda heimsbókmenntanna. Verk hans þykja afar dramatísk en Ingu finnst oft fullmikið gert úr dramatík Strindbergs á kostnað kaldhæðni og húmors. „Þaö er alltaf eitthvað skoplegt við harminn og öfugt. Með- al annars þess vegna á Strindberg alltaf erindi við okkur. Mér finnst Strindberg ekki hafa verið sinnt hér á landi eins og hann á skiliö. Verk hans marka upphaf nútímaleikrita- gerðar. Það er allt í Strindberg." Einkalíf Strindbergs var átaka- mikið, hjónaböndin urðu þrjú og öll stormasöm. Konur eru fyrirferðar- miklar í leikritum hans, margar grimmlyndar og því hafa margir þóst lesa kvenfyrirlitningu úr verk- unum. „Ég er algjörlega ósammála því að Strindberg hafi veriö kven- hatari,“ segir Inga. „Hann var ekki alveg með sitt kynferði á hreinu, laðaðist aö karlmönnum jafnt sem konum og var hræddur við þær til- finningar í sér. Hann gat einungis oröið hrifinn af sterkum konum. Konurnar í lífi hans voru gáfaðar og sjálfstæðar og skemmtilegar en hann var afbrýðisamur og óöruggur og vildi vængstýfa þær. Ég held að hann hafi verið maður sem elskaði of mikið. Á einum stað segir hann: „Ég nenni ekki að tala við karla, ég get lesið þá en ég get ekki lifað án kvenna og barna." Þannig talar ekki maður sem hatar konur.“ í uppfærslunni fer Erlingur Gísla- son með hlutverk kapteinsins og Helga E. Jónsdóttir leikur eigin- konu hans Alís. Með önnur hlut- verk fara Sigurður Karlsson, sem leikur Kurt, og Jóna Guðrún Jóns- dóttir. Sigurjón Jóhannsson gerir leikmynd og búninga. Aðstoðarleik- stjóri er Gunnar Gunnsteinsson. Jagger býður Jackson birginn Mick Jagger Jaggerinn lætur ekki bjóöa sér hvaö sem er. ísafjarðarvinurinn Mick Jagger fastur á sínu: að bera yfirskriftina United We Stand, skyldu heita United We Stand: What More Can I Give? Ástæðan fyrir nafngiftinni var sú aö lagið sem Jackson hefur gefið út til styrktar fórnarlömbunum heitir einmitt What More Can I Give? Og ekki nóg með það heldur er lagið alls ekki nýtt. Til stóð að það yrði á nýjustu plötu Jacksons en það þótti ekki nógu gott þannig að því var hent út. Jackson hafði síðan áætlað að nota það í líknarstarfsemi á næsta ári en gripið tækifærið eftir hörmungarnar i New York. Mick Jagger var ekki par ánægð- ur með stefnuna sem tónleikarnir tóku og tilkynnti að hann tæki ekki þátt í svona vitleysu. Þess i stað verður hann á styrktartónleikum fyrir fórnarlömbin sem Paul Mc- Cartney heldur sama dag. Inga Bjarnason leikstjóri „/ samlestri á verkinu sagöi ég: „Strindberg hefur veriö á glugganum hjá mér. “ Ég hef veriö í tveimur hjónaböndum sem voru góö en þekki samt af eigin reynstu ýmislegt í leikritinu. Ég held aö Dauöadansinn sé stiginn á mörgum heimilum hér í bæ. “ Um lýsingu sér Bjöm Bergsteinn Guðmundsson. Þýðandi er Einar Bragi en hann hefur þýtt öll leikrit Strindbergs og eru þau í tveggja binda verki sem kom út árið 1992. í tengslum við sýninguna verða þrír leiklestrar í Borgarleikhúsinu á verkum Strindbergs. Sá fyrsti laugardaginn 3. nóvember á Kröfu- höfum, 10. nóvember er Faðirinn lesinn og Fröken Júlía 17. nóvem- ber. Málþing verður síðan 24. nóv- ember þar sem Strindberg verður skoðaður frá ýmsum hliðum. Margir eru þakklátir þeim sem standa uppi í hárinu á hinum um- breytta Michael Jackson en egói hans upp á síðkastið er helst likt við Hindenburg skömmu áður en loft- skipið fræga sprakk í loft upp. Með- al þeirra sem hafa boðið Jackson birginn er hinn lítilláti og geðþekki söngvari Rolling Stones, Mick Jag- ger, sem er ekki einungis íslands- vinur heldur ísafjarðarvinur. Mick Jagger var fenginn með öðr- um listamönnum til að vera á styrktartónleikum fyrir fómarlömb hryðjuverkanna í Bandaríkjunum. Undirbúningur tónleikanna gekk vel og allt lék í lyndi þar til Michael nokkur Jackson var fenginn til að syngja á tónleikunum. Afleiðingarn- ar urðu ekki betri dagskrá heldur meira vesen og raunar algjör yfir- taka Jacksons á tónleikunum. Hann heimtaði að tónleikarnir, sem áttu Heyrt og smakkað Ég fór nýlega á óvenjulega tónleika þar sem blandað var saman lifandi tón- list, spjalli og veitingahúsakynningu. Tónleikamir voru haldnir í Salnum í Kópavogi og var Mozart á efnisskránni. Þorkell Sigurbjömsson tónskáld kynnti verkin, sem voru tvær sónötur og tveir kvartettar. Nokkrir valinkunnir tónlist- armenn spiluðu og áttu tónleikamir að vera klukkutími að lengd, frá fimm til sex. Svo átti maður að fá að borða. Þegar klukkan var orðin sex fór mat- arilminn að leggja um salinn en þá átti enn eftir að flytja síðasta verkið, sem var heill píanókvartett. Matarilmurinn varð æ sterkari og í veikustu hlutum kvartettsins var ekki ljóst hvort heyrð- ist hærra í, Mozart eða gamagauli tón- leikagesta. Tónleikahaldarar hljóta að hafa vitað að tvær sónötur og tveir kvartettar taka meira en klukkutíma í flutningi og því hefðu þeir átt að sleppa einhverju á efnisskránni. Best hefði ver- ið að stúta fyrsta verkinu, sónötu sem Mozart samdi þegar hann var níu ára, en hún var hundleiðinleg. Því miður man ég ekki númer sónötunnar því gömul kona fékk lánaða efnisskrána mína og skilaði henni svo ekki aftur. Er tónleikamir vora loksins búnir tók veitingahúsakynningin við og var það Rauða húsið á Eyrarbakka sem gaf tónleikagestum að borða. Saltfiskur með litríku gumsi var í matinn ásamt gulu brauði með húm- us, og einhverjar undarlegar salt- bollur. Þær voru ekki góðar, en ann- að var ágætt og mér er sagt að vín- ið hafi verið prýði- legt. Þrátt fýrir óhóf- lega lengd tónleik- anna var uppákom- an í heild athyglis- verð og spjall Þor- kels um Mozart hefur mörgum ör- ugglega þótt fróð- legt. Það er lika ágætt að verið sé að hrista upp í hinu hefðbundna tónleikaformi sem óneitan- lega er farið að slá dálítið í. Auðvitað heppnast slíkar tilraunir ekki alltaf en sjálfsagt er að fara eftir því sem Páll postuli sagði, að maður eigi að prófa allt og halda því sem gott er. Því miður vom tónleikamir ekki mjög vel sóttir. Ástæðan er sennilega sú að þar var ekkert sem kom á óvart. Fólk heyrir Mozart í lyftum og annars staðar, tónleikaspjall er í rauninni ekki meira spennandi en hver annar tónlistarsögu- tími og maður er orðinn vanur matar- smökkun í Kringlunni. Við fyrstu sýn mætti því ætla að forráðamenn Salarins þyrftu að ganga enn lengra og gera eitt- hvað virkilega frumlegt, jafnvel bijálæð- islegt. En hvað gæti það verið? Eitt og ann- að hefur verið reynt í gegnum tíðina með misjöfnum árangri. Alexander Scri- abin vildi að hljóðfæraleikarar dönsuðu meðal áheyrenda og Erik Satie samdi eitthvað sem hann kallaði Blaður- prelúdíur fyrir hund. Hann kom líka fram í tjullpilsi á sínum efri árum og dansaði ballett en John Cage samdi þög- ult píanóverk og henti klístrugum pits- um framan í tónleikagesti. Ýmislegt óvenjulegt hefur einnig átt sér stað í Salnum, flugeldasýningin á upphafstón- leikum raftóniistarhá- tíðarinnar i fyrra vakti t.d. mikla athygh og ekki má gleyma tón- leikum Atónal-hópsins i sumar en þá var bók- staflega kveikt í svið- inu sem skapaði tölu- vert öngþveiti. Gallinn er sá að það er ekki endalaust hægt að koma áheyrendum á óvart með einhverjum villimannslegum uppá- tækjum. Fólk verður fljótt leitt á innihalds- lausum sérvitrings- hætti og meira að segja David Helfgott, sem kvikmyndin Shine var gerð um, virðist vera iöngu gleymd- ur. Annað sem hefur verið reynt til að lífga upp á ímynd sígildrar tónlistar, eins og það að gera flytjendur hennar rosalega sexí, er sömuleiðis orðið held- ur þreytt. Fiðluleikarar í flegnum kjól með risastór sílíkonbrjóst, píanóleikar- ar í þröngum leðurbuxum og tenórar með loðnar bringur og skínandi tennur er eitthvað sem vekur enga teljandi at- hygli lengur. Hugsanlega mætti halda óvissutón- leika, tónleika sem kæmu áheyrendum algerlega í opna skjöldu, rétt eins og óvissuferðirnar vinsælu. Hægt væri að upplýsa áheyrendur fyrirfram um eitt- hvert atriði tónleikanna, en hitt væri leyndarmál. Hvemig hljómar þessi aug- lýsing: „Hver verður stórsöngvarinn frægi sem kemur fram með Jónasi Ingi- mundarsyni í kvöld? Og hvað ætla þeir að flytja? Láttu koma þér á óvart og komdu á óvissutónleika í Salnum." Hægt væri að ganga enn lengra og hafa grímuklæddan karlakór, tenór eða píanóleikara, og bjóða svo áheyrendum að giska á hver eða hverjir væru þar á ferðinni. Síðan væri dregið úr réttum svömm og heppinn lónleikagestur hlyti vegleg verðlaun, jafnvel vikuferð til út- landa. Án gríns þá er nauðsynlegt að koma tónleikagestum á óvart af og til og við nánari athugun þarf ekkert endilega að gripa til einhverra örþrifaráða. Gott dæmi um vel heppnaða tónieika em þeir sem Bjarni Thor Kristinsson bassi hélt nýverið í Salnum til að kynna hin ýmsu hlutverk bassans á ópemsviðinu. Tónleikamir komu manni á óvart fyrir það hve óvenjuvel þeir vom skipulagðir og hve kynning hvers atriðis var vönd- uð og skemmtileg. Það er í rauninni al- veg nóg. Við viljum meira af svoleiðis tónleikum. Þið forráðamenn Salarins, haldið endilega áfram á þessari braut. Komið okkur tónlistarunnendum á óvart og gerið lífið skemmtilegra! Jónas Sen

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.