Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.2001, Qupperneq 23

Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.2001, Qupperneq 23
LAUGARDAGUR 27. OKTÓBER 2001 I>V 23 Helgarblað Mariah Carey í leikaraham: Risin upp eftir sláturtíð Mariah Carey hefur verið vin- sæl í nokkur ár og virðist verða vinsælli eftir þvi sem hún fækkar fötum og kílóum. Hún hefur verið iðin við kolann í plötuútgáfu en nú hefur hún haslað sér völl á nýju sviði en komin er i sýningar í Bandaríkjunum fyrsta kvikmynd- in sem hún leikur í og nefnist hún Glitter. Mariah hefur gefið þær yf- irlýsingar að hún stefni ótrauð á meiri frama innan kvikmynda- heimsins þrátt fyrir að gagn- rýnendur hafi brett upp ermamar, Smáauglýsingar DV 550 5000 klætt sig í hlíföarklæðnað og hreinlega slátrað myndinni og þá sérstaklega aðalleikkonunni, téðri Mariuh. Þeir sem hafa séð mynd- ina segja að Madonna sé eins og Meryl Streep í samanburði. í nýlegu viðtali segist Mariah hlakka mjög til að leika í næstu kvikmynd. „Þetta gefur mér tæki- færi til að sýna aðra hlið á sköpun- argleði rninni," segir Mariah. „Mér fmnst ég verða tengdari tónlistinni með því að leika.“ Það er kannski ekkert skrýtiö miðað við umsagn- irnar að tónlistin sé henni kær um þessar mundir. En Mariah lætur ekki sitja við orðin tóm. Hún er kona fram- kvæmda og hefur þegar lokið tökum á nýrri mynd sem meðal annars skartar hinni stórskemmtilegu leikkonu, Miru Sorvino, sem fékk óskarsverðlaun fyrir túlkun sína á gleðikonu í mynd Woodys Allens, The Mighty Aphrodite. Mariah við- urkennir þó að ekki hafi allt verið fullkomið í Glitter. „Það eru margar breytur í þessu dæmi, leikstjórar, framleiðendur og mikið af fólki sem stjórnar af mikilli framsýni,“ segir Mariah. Erfitt er að ráða í þessi orð annað en það að hún sé að segja: gengi myndarinnar Glitter var öðr- um að kenna. Mariah sagði í nefndu viðtali að hún hefði lært mjög af þessari leik- reynslu og sjálfstraust hennar hefði aukist til mikilla muna. Það skýrir þó ekki alveg þær sögusagnir sem ganga um að hún hafi fengið tauga- áfall eftir tökur. En það er nú önn- ur saga. Mariah Carey Mariah Carey er ákveöin í því aö gera garöinn frægan í kvikmynd- um. Jerry Seinfeld Seinfeld ræöst harkalega á Emmy- verölaunin. Jerry Seinfeld fúll út í Emmy-verðlaunin: Emmy- verðlaun- in eru asnaleg Jerry Seinfeld hefur ekki verið of- arlega í huga íslendinga síðan hann kom til íslands hér um árið, lenti í útistöðum við dyraverði og yfirgaf landið í fússi. Jerry er enn að grínast þótt hann haldi ekki úti sínum reglu- legu sjónvarpsþáttum. Nýlega var hann með uppistandssamkomu í New York þar sem hann kom áhorfendum sínum meðal annars á óvart með því að gera harða hríð að Emmy-verð- laununum sem hefur verið frestað í annað sinn. „Ég er ánægður með að ansans Emmy-verðlaunin eru ekki á dagskrá. Emmy-verðlaunin eru asna- leg. Þau eru bara haldin fyrir athygl- issjúka lúsera svo þeir geti óskað hver öðrum til hamingju með að vera í fóstu starfi." Þessi ummæli Seinfelds þykja sér- staklega áhugaverð í ljósi þess að verkefnastaðan hjá honum er ekki upp á marga flska um þessar mundir. Á þeim árum sem hann hélt úti viku- legum þáttum sínum fékk hann ein- ungis sex tilnefningar og tapaði í öll skiptin. Þátturinn sjálfur var til- nefndur sjö sinnum og vann einu sinni til verðlauna. Það er því helst spumingin um hvaða athyglissjúku lúsera Seinfeld er að tala um. Ert þú oð tapa réttindum Eftirtaldir lifeyrissjóðir hafa sent sjóðsfélögum yfirlit um iðgjaldagreiðslur ó árinu 2001: Lífeyrissjóður Austurlands JfJ Lifeyrissjóður Bolungarvíkur Lífeyrissjóðurinn Framsýn Lífeyrissjóðurinn Hlíf m Lífeyrissjóðurinn Lífiðn Lífeyrissjóður Norðurlands Jfl Lífeyrissjóður Rangæinga Lífeyrissjóður sjómanna Lífeyrissjóður Suðurlands ÍJk Lífeyrissjóður Suðurnesja Lífeyrissjóður Vestfirðinga Lífeyrissjóður Vestmannaeyja JfJ Lífeyrissjóður Vesturlands KX Sameinaði lífeyrissjóðurinn Fáir þú ekki yfirlit, en dregið hefur verið af launum þínum í einn eða fleiri af ofangreindum lífeyrissjóðum, eða ef launaseðlum ber ekki saman við yfirlitið, skalt þú hafa samband við viðkomandi lífeyrissjóð hið allra fyrsta og eigi síðar en 1. nóvember n.k. Við vanskil á greiðslum iðgjalda í lífeyrissjóð er hætta á að dýrmæt réttindi tapist. Þar á meðal má nefna: Ellilífeyri Barnalífeyri Makalífeyri Örorkulífeyri Gættu réttar þíns Ti! þess að iðgjöld launþega njóti ábyrgðar ábyrgðasjóðs launa vegna gjaldþrota, skulu launþegar innan 60 daga frá dcgsetningu yfirlits ganga úr skugga um skii vinnu- veitenda til viðkomandi lífeyrissjóðs. Séu vanskií á iðgjöldum skal launþegi innan sömu tímamarkc ieggja lífeyrissjóði til afrit launaseðla fyrir það tímabil sem er i vanskilum. Komi athugasemd ekki rram frá launþega er viðkomandi lífeyrissjóður einungis ábyrgur fyrir réttindum á grundvelli iðgjalda þessara að því marki sem þau fást greidd, enda hafi lífeyrissjóðnum ekki veríð kunnugf um iðgjaldakröfuna.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.