Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.2001, Page 35

Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.2001, Page 35
47 LAUGARDAGUR 27. OKTÓBER 2001 DV___________________________________________________________________________________________________Helgarblað Björgólfur á sjúkrabeði með bikar KR Björgólfur er baráttumaður sem gefur sig af lífi og sál í verkefni sín og sést á tíöum lítt fyrir. Hér sést hann ásamt Þormóði Egilssyni fyrirliða KR sem er með bikarinn, Jónasi Kristinssyni, Magnúsi Schram og Atla Eövaidssyni og fleir- um taka við langþráðum bikar fyrir KR. Björgótfur var í afturbata eftir hjartaáfaii. DV-MYND GVA Fjörutíu milljarðar? Eftir bestu heimildum DV er verk- smiðjan nú svo eftirsótt að virtur banki í Evrópu hefur tekið að sér um- sjón sölunnar og mun velja kaupendur sem fá að gera tilboð. Samkvæmt nýút- kominni bók, íslenskir milljarðamær- ingar eftir Pálma Jónasson, þar sem fjaliað er um Björgólfana báða, er talið að söluverð verksmiðjunnar sé um 40 miUjarðar króna en aukinn áhugi kaupenda og milliganga virts banka gæti þýtt hærra verð. Að standa uppi með eign sem hugs- anlega selst á 40 miiljarða eða meira eftir aðeins átta ára starf hlýtur að telj- ast ríflega viðunandi. Þetta er sérstak- lega áhugavert i ljósi þess að við- skiptaumhverfi eystra hefur lengst af ekki verið talið við hæfi annarra en hörkutóla af fyrstu gráðu en margir segja að Björgólfur Thor sé það , einmitt. Það var almennt álit manna í ís- lensku viðskiptalífi fyrstu árin eftir Húsið sem hann ólst upp í á Framnesvegi Björgólfur ólst upp í vesturbænum, lék fótbolta með KR og hefur aldrei gleymt því. Hann hefur markað djúp spor í sögu síns gamla féiags. gjaldþrot Hafskips að Björgólfur ætti frekar erfitt uppdráttar þótt hann legði ekki árar í bát. Hann hefur alla tíð ver- ið vel liðinn meðal viðskiptamanna og naut nokkurrar samúðar kollega sinna eftir þá dýfu sem Hafskip tók og Björgólfur óhjákvæmilega með þvi. Björgólfur kominn aftur Heimildarmaður DV lýsti því svo að þegar Björgólfur hélt upp á sextugsaf- mæli í byrjun ársins 2001 með stór- brotinni veislu á Grand Hotel þar sem ekkert var til sparað og nokkur hund- ruð manns boðið hefði verið ljóst að hann væri að sýna kollegum sínum að nú væri hann kominn í álnir á ný. Heimildarmaðurinn sagði jafnframt að menn samgleddust Björgólfi i vel- gengni hans og teldu hann vel að auð- æfum sínum kominn. En hvemig má það gerast að fyrrum forstjóri fyrirtækis sem margir telja að hafi verið knúið í gjaldþrot standi uppi 15 ámm seinna með eignir sem metn- ar em á 10 milljarða. í áðumefndri bók, Islenskir millj- arðamæringar, em eignir þeirra feðga taldar nema tugum milljarða. í óút- kominni bók Sigurðar Más Jónssonar blaðamanns, sem einnig fiallar um ríka íslendinga, er Björgólfur Thor tal- inn ríkastur islendinga með eignir upp á 15 milljarða en ríflega sextugur faðir hans er talinn eiga 10 milljarða. Vestast í vesturbænum Björgólfur Guðmundsson fæddist í Reykjavík 2. janúar 1941 í nýlega hemumdu landi. Hann er sonur Guð- mundar Óiafssonar, verslunarmanns í Reykjavík, og Kristínar Daviðsdóttur konu hans. Systkinin era fimm talsins. Elstur er Davíð Kristján, f. 1938, þá Björgúlfur, síðan Sigríður, f. 1945, Björg, f. 1949 og lestina rak Óiafur Kristófer, f. 1960. Björgólfur ólst upp við hófsaman efnahag en Guðmundur faðir hans af- greiddi árum saman í timburversl- uninni Völundi á Skúlagötu. Björgúlfur sleit þannig sínum bams- skóm í grónu og kyrrlátu samfélagi eft- irstríðsáranna í vesturþænum í Reykjavík, lengi á Framnesveginum. Hann þótti starfsamur piltur sem hafði gaman af fótbolta og lék meðal annars með drengjaliði KR í knattspymu. í samtali við Mbl. 1999 rifiaði Björgólfur upp fyrstu utanferð sína þegar hann var 12 ára og sagði: „Ég hef búið erlendis og verið þar langdvölum. Oft hefur það verið merkileg upplifun í sjálfu sér. Engu að síður jafnast ekkert á við þessa fyrstu ferð..." Þetta ferðalag var til Danmerkur með viðkomu í Færeyjum með Dronn- ing Alexandrine og vissulega áttu sigl- ingar eftir að vera ríkur þáttur í lífi Björgólfs unga. í skólanum er skemmtilegt að vera Björgólfur gekk i skóla í Melaskóla, Gaggó Hring og Verslunarskólann og meðal bekkjarbræðra var margt þjóð- þekktra manna, þar á meðal Valdimar Guðnason sem lék eitt aðalhlutverkið síðar í falli Hafskips og starfaði þá hjá N. Mancher endurskoðun. Björgólfur útskrifaðist 1962 og eftir örstutta viðkomu í lögfræðinámi í Há- skóla íslands hellti hann sér út í ís- lenskt viðskiptalíf og rak meðal annars húsgagnaverslun sem hét KR-húsgögn, á hominu á Vesturgötu og Ægisgötu, í samstarfi við Davíð bróður sinn. Hann kom víða við og varð fljótlega nokkuð áberandi í íslensku viðskiptaiífi, lengst af sem forstjóri Dósagerðarinnar í Kópavogi á sjöunda og áttunda ára- tugnum. Úr þvi starfi réðst hann til Hafskips árið 1978 fyrir tilstilli Ragn- ars Kjartanssonar félaga síns og Út- vegsbankans sem hafði áhyggjur af stöðu skipafélagsins. Ekki einfaldur maöur Björgólfur hefur tekið til hendinni víðar en á sviði viðskipta. Hann var einn af stofhendum SÁÁ árið 1977 og var annar í röð formanna samtakanna skömmu síðar en staldraði ekki lengi við í formannsstólnum. „Björgólfur er ekkert einfaldur mað- ur og honum verður ekki lýst í fáum orðum,“ sagði Þórarinn Tyrfingsson, yfirlæknir SÁÁ, í samtali við DV. „Hann var farsæll formaður sem við litum upp til og hann er sannarlega maður framkvæmdanna því hann er alltaf með eitthvað á prjómmum." Þetta voru ekki einu afskipti Björg- ólfs af meðferðarmálum þvi hann stofnaði ásamt þremur öðrum íslend- ingum meðferðarstöð í Danmörku á ní- unda áratugnum. Þetta var metnaðar- full stöð sem bar hið fagra nafn Von Veritas og samstarfsmenn Björgólfs vora þeir Fritz Henrik og Edwald Ell- ert Berndsen ásamt næturklúbbaeig- andanum Þorsteini Viggóssyni. Von Veritas fékk mikía umfiöllun í dönsku pressunni, einkum vegna fiármálaerf- iðleika en stöðin silgdi skömmu síðar í þrot. Á undan sinni samtíð Helgi Magnússon, framkvæmda- stjóri Hörpu-Sjafnar málningarverk- smiðju, var endurskoðandi Hafskips á þeim árum sem lætin vora hvað mest. „Ég hef þekkt Björgólf í um 20 ár og hann er einn af hugmyndaríkustu mönnum sem ég hef kynnst, eljusamur og duglegur. Það er mín skoðun að hann hafi verið um margt á undan sinni samtíð og Hafskip hafði því mið- ur ekki fiárhagslega burði til að hrinda hugmyndum hans í framkvæmd en það hafa aðrir gert síðan. Það vora öfl í þjóðfélaginu sem vildu Hafskip út af markaðnum og ekki spillti ef hægt var að koma ákveðnum þing- manni á kné í leiðinni." Þama á Helgi án efa við Albert Guð- mundsson sem sat í stjóm Hafskips og var jafnframt i bankaráði Útvegsbank- • ans og sagði af sér ráðherradómi í eft- irmálum Hafskipsmála. Trygglyndi Hafskipsmanna Maður sem þekkir Björgólf Guð- mundsson vel sagði að trygglyndi væri ríkur þáttur í fari hans og það sæist best á því hvemig þeir sem urðu mest fyrir barðinu á ákæru- valdinu hafa stutt hver annan. Nán- asti samstarfsmaður Björgólfs, Ragn- ar Kjartansson, er heilsulaus og á erfitt með að tjá sig eftir erfið veik- indi en Björgólfur og fleiri gamlir fé- lagar heimsækja hann reglulega og sýna honum mikla ræktarsemi. Það er ekki eina dæmið um samheldni fyrrum Hafskipsmanna því enn eru reglulega haldnar árshátíðir Haf- skips og munu fá ef nokkur dæmi slíks þegar í hlut á fyrirtæki sem hef- ur ekki starfað í 16 ár. Það verður ljóst af lestri bókar Helga Magnússonar og samtölum við menn sem þekkja Björgólf að hann er ekki allra. Hann hefur þann sið að taka menn sem hann hefur dálæti á og setja þá á stall og þá geta þeir ekk- ert gert rangt. Helgi rekur dæmi um það hvemig slíkir gæðingar Björg- ólfs á Hafskipsárunum fengu að fara sínu fram undir hlífiskildi hans þótt það væri fyrirtækinu til tjóns. Á sama hátt setur Björgólfur menn stundum á svartan lista og sér þá fátt jákvætt í fari þeirra. KR-sport Björgólfur er gríðarlega vinnusam- ur maður og ætlar sér ekki alltaf af. Eins og lýst er hér að framan er hann alltaf með eitthvað á prjónunum og rækir lítt eða ekki hefðbundin áhugamál í tómstundum heldur er vakinn og sofinn í þeim viðskiptum sem hann er með fingurna I hverju sinni. Björgólfur er mjög stórhuga mað- ur og stundum eiga menn erfitt með að fylgja honum á fluginu. Þess vegna var hann misjafnlega vel lið- inn af samstarfsmönnum sínum á Hafskipsárunum og víðar og ef til vill er það táknrænt að í þeim verkefn- um sem hann hefur auðgast mest á undanfarin ár hefur hann verið nán- ast einn á báti, aðeins með Björgólfi syni sínum og ekki þurft að spyrja neinn ráða. Fjölskyldan Björgólfur er afar vel giftur í fleiri en einum skilningi þess orðs. Eigin- kona hans er Þóra Hallgrímsson, dóttir Hallgríms Fr. Hallgrímssonar sem oftast var kenndur við Skeljung. Móðir hennar var Margrét Þorbjörg Thors, dóttir Thors Jensens og Mar- grétar Þorbjargar Kristjánsdóttur. Björgólfur og Þóra búa við Vestur- brún í Reykjavík. Þau eiga þrjú böm á lífi, Hallgrím, Evelyn Bentínu og Björgólf Thor en Margrét, næstelsta dóttir þeirra, lést af slysforum 33 ára að aldri. Björgólfur er afar vinnusamur maður og tekur víða til hendinni. Hann er einn af burðarásunum í rekstri knattspyrnufélagsins KR sem er hans gamla félag síðan í unglinga- flokki og stofnaði í kringum það KR- sport sem hefur látið til sin taka. Það var einmitt á valdatíma Björgólfs þar innan veggja sem félagið fékk lang- þráðan Islandsmeistaratitil í íþrótt- inni og vakti athygli þegar Björgólfur veitti bikamum viðtöku á sjúkrabeði þar sem hann var í afturbata eftir hjartaáfall. Ástríða og bisness Þeir sem þekkja Björgólf vel segja að hann sinni knattspymu og málum tengdum SÁÁ af ástríðu fremur en viðskiptaáhuga en líti á mörg önnur verkefni sín fyrst og fremst sem við- skipti og ekkert annað. Þannig sé hann sérstætt sambland af ástríðu- manni sem sést lítt fyrir og öguðum og hófstilltum bisnessmanni. Björgólfur er lítt gefinn fyrir að fiöl- miðlar fialli um hann persónulega og sagði í samtali við blaðamann DV að hann heföi fengið sinn skammt og ríf- lega það þegar galdrabrenna Hafskips- málsins stóð í hvað björtustu báli. Hann hefur til skamms tíma verið lítt virkur í íslensku efnahagslífi heldur starfað á erlendum vettvangi með góð- um árangri. Hann hefur þó tekið þátt í stofnun bókaforlags með gömlum fé- laga sínum úr Hafskip, Páli Braga Kristjónssyni og mun því félagi, Nýja bókafélaginu, hafa vaxið fiskur um hrygg. Kannski boða auknar álnir Björgólfs jafhframt aukna og virkari þátttöku hans í ævintýrum íslensks efnahagslífs. PÁÁ Ekkl fyrir fiölmiöla Björgólfur Hefur forðast sviðsljós fjölmiðla síðustu ár, en þeir sem til hans þekkja lýsa honum sem trygglyndum og eljusömum manni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.