Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.2001, Qupperneq 52

Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.2001, Qupperneq 52
Ferðnmolar LAUGARDAGUR 27. OKTÓBER 2001 Tilvera Z>V Elsta leikhús í Evrópu í lok ársins verður elsta leikhús Evrópu opnað að nýju eftir gagnger- ar endurbætur. Leikhúsið sem nefn- ist Corral de Comedias er í Alcalá de Henares, um þrjátíu kílómetra frá Madríd á Spáni. Húsið var upp- haflega byggt 1601 og sýndi verk eft- ir Lope de Vega og Calderón de la Barca. Siðustu áratugina haföi það verið notað sem kvikmyndahús og flestir voru búnir að gleyma upp- runalegum tilgangi þess þar til spænskir nemendur í húsasögu komust á snoðir um það. -Kip Ekkert óþarfa ráp Virgin Atlantic flugfélagið hefur sótt um leyfi til að styrkja hurðina að flugstjórnarklefanum og að setja upp traustar millihurðir í vélar sín- ar í kjölfar atburðanna í New York 11. september síðastliðinn. Hurðirn- ar eiga að vera með tölvulæsingu til að koma í veg fyrir að farþegar geti ráfað á milli farrýma að óþörfu. Sól og sæla í Belís Mið-Ameríka nýtur sífelt meiri /insælda meðal ferðamanna. Smá- íkið Belís þykir einstaklega fallegt jg þangað streyma túristar í leit að sól og sælu. Yfirvöld í landinu leggja mikla áherslu á að landið sé ðspjölluð paradís og tilvalinn sum- irdvalarstaður. Hótelbyggingar rísa ains og gorkúlur með fram strönd- inni og keppast um að bjóða upp á öll hugsanleg þægindi. St. John’s á Nýfundnalandi: Elsta hafnarborg N-Ameríku Aðventuferð til Heidelberg: Rómantík og andblær liðins tíma ■ Mál og mannlíf á Ítalíu Hægt er að kynnast ítölsku þjóð- lífi og læra ítölsku á líflegu nám- skeiði sem hefst hjá endurmenntun Háskóla íslands 29. október. Fjallað verður í máli og myndum um menn- ingu á Ítalíu fyrr og nú og ljósi varpað á helstu verk í ítalskri bók- menntasögu. Námskeiðið miðast við að þátttakendur skilji ítölsku ef hún er töluð hægt og skýrt og verður lögð megináhersla á að þjálfa tal- málið. Kennari er Mauro Barindi, stundakennari við HÍ. Frekari upplýsingar um nám- skeiðið er hægt að fá á vefsíðunum www.endurmenntun.is og í síma 525 4444. Tveggja manna snjóhús Grænlendingar gera sér miklar vonir um að ferðamannaþjónustan eigi eftir að vaxa og dafna á næstu árum. Þeir hafa lagt út í mikla her- ferð til að kynna landið og það sem það hefur upp á að bjóða. Á Netinu hafa verið settar upp heimasíður fyrir þá sem vilja kynna sér mögu- leikana betur. Erfiðasta skíðaganga í heimi www.acr.gl. Þeir sem vilja ferðast á hundasleða geta fundið draumaferð- ina á www.nuuk.marathon.gl. Á Grænlandi er gistiheimili sem býð- ur gistingu í litlum tveggja manna snjóhúsum www.greenland- guide.gl/igloo/default.htm. Ferðaskrifstofa Vestfjarðaleiðar býður landanum upp á fjögurra daga ferð til St. John’s á Nýfundna- landi, 22.-25. nóvember næstkom- andi. St. John’s er höfuðborg Ný- fundnalands og þekkt í munnmæl- um og goðsögnum og á sér lengri og litríkari sögu en nokkur önnur borg í Kanada. Borgin hefur verið við- komustaður og mikilvæg höfn síð- astliðin 500 ár eða allt frá þvi að John Cabot kom þangað fyrst árið 1497. St. John’s er elsta og austasta hafnarborg Norður-Ameríku. Arfleifö tengd sjóferðum St. John’s er nútímaleg borg sem býður upp á góða aðstöðu og þjón- ustu þar sem hægt er að upplifa töfrandi blöndu gamla og nýja heimsins. í stuttri ferð þangað er hægt að gera hvort tveggja í senn; skoða framandi menningu og gera góð kaup fyrir jólin. Borgin býður upp á ríka sögu og arfleifð tengda sjóferðum, bogadreg- in stræti með minja- og listasöfnum, sögufrægar byggingar, lystigarðar og íjölda veitingastaða, kráa og sér- verslana. Ibúar Nýfundnalands og Labra- dor þykja meðal gestrisnasta fólks og ferðamenn frá íslandi njóta þess ríkulega. Öflugt listalíf Áður en Nýfundnaland var sam- einað Kanada, árið 1949, var landið sjálfstætt ríki. íbúamir hafa mikið skopskyn og lifandi menning þeirra birtist i Qölbreyttu leikhúslífi, há- tíðahöldum og tónlist. í St. John’s er ólgandi næturlíf og þar er hægt að hlusta á fjölmarga tónlistarmenn spila blús, rokk og þjóðlagatónlist. Heimamenn hafa lagt mikið í og notið góðs af endurlifgun keltneskrar þjóðlagatónlistar sem barst til landsins með írskum inn- flytjendum. Góð verslunarborg Að sögn kunnugra er vandfundin borg þar sem betra er að versla og verðlag er lægra en gerist í öðrum stórborgum Kanada. Auk verslana í miðborginni er hægt að fara í stór- ar verslunarmiöstöðvar sem gjam- an eru með sértilboð í tilefni af komu íslendinga. Ferðamenn geta einnig notið ým- issa menningarviðburða. Sunnudag- inn 25. nóvember er til dæmis stór Heidelberg er ein af elstu og róman- tískustu borgum Þýskalands. Sam- vinnuferðir-Landsýn standa fyrir að- venhd’erð þangað 29. nóvember til 3. desember næstkomandi. Borgin er skógi vaxin og liggur við ána Neckar, á aðventunni er hún prýdd Qölda jóla- ljósa og stemningin er einstök. Einstök jólastemning Jólin eru í nánd. Jólamarkaðir í Heidelberg era eins konar samkomu- staður fyrir ibúana fram að hátíðinni og fólk safnast saman á mörkuðunum á kirkju- og háskólatorgunum. Þessir markaðir byggjast á gamalli hefð frá byrjun 19 aldar. Miðbærinn er skreyttur jólaljósum, litadýrðin er æv- intýri líkust og jólalögin hljóma á göt- um úti. I fallega skreyttum húsum er boðið upp á handunna muni og jóla- skraut og jóladrykkurinn Glúhwein er ómisandi þáttur í stemningunni. 200.000 lítrar af víni Háskólinn í Heidelberg var stofnað- ur árið 1386 og er elsti háskólinn í Þýskalandi. Borgin er fræg fyrir Heidelberg-kastala sem gnæfir til- komumikill yfir borginni. Kastalinn var byggður á 14. og 15. öld en eyði- lagður árið 1622. Hann var endur- byggður en eyðilagður aftur árið 1693. í kjallara kastalans er stærsta vín- tunna í heimi sem Karl kjörfursti lét Karlshliði en mannvirki eru nefnd eft- ir hinum drykkfellda kjörfursta Karli Theódór. Síðan er keyrt upp að kastal- anum og það markverðasta skoðað, þar á meðal áhugavert lyflasafn í gömlu apóteki. Frá kastalanum er ekið um borgina að lengstu göngugötu i Evrópu og það- an gengið að háskólanum. Um kvöldið er farið út að borða. Daginn eftir er boðið upp á dags- ferð til Rothenburg ob der Tauber. Þar verða skoðaðar áhugaverðar byggingar frá miðöldum en borgin er ein best varðveitta miðaldaborg í Evr- ópu. Á ráðhústorginu er skemmtileg- ur jólamarkaður og út frá því frábær- ar jólabúðir sem selja ótrúlega fallegt handunnið jólaskraut og jólavörar. Þeir sem vilja geta farið á jólatónieika í Jakobskirkju. Gisting og ferðatilhögun Gist er á Hótel Crowne Plaza Heidelberg sem er fyrsta flokks hótel í hjarta gamla bæjarhlutans. Verð á mann í tvíbýli er 66.900 krónur en 86.900 í einbýli. Innifalið í verði er flug, gisting með morgun- verðarhlaðborði, akstur til og frá flug- velli erlendis og fararstjórn. Flugvall- arskattar og gjöld, samtals 3.525 krón- ur á mann, auk skoðunarferöa og að- gangseyris á söfn er ekki innifalið. -Kip Cobor-turn Þessi sögufrægi tum er efst á Signal-fjalli og þaöan er víösýnt til allra átta. Kastalinn i Heidelberg Kastalinn var byggöur á 14. og 15. öld en eyöilagöur áriö 1622. Hann var endurbyggöur en eyöilagður aftur áriö 1693. smíða árið 1751. Tunnan tekur rúma 200.000 lítra af víni. Öl kneyfað úr stórri krús í Heidelberg er lengsta göngugata í Evrópu, með fjölda verslana og veit- ingahúsa. Miðbærinn er frægur fyrir glæsilegar miðaldabyggingar og þar er að finna eitt fallegasta Renaissance- hús í Þýskalandi - Haus zum Ritter. Borgin er þekkt fyrir gömul kaffi- hús, krár og góða veitingastaði. Kunn- ugir segja að það sé nauðsynlegt að koma við á kránni Zum Roten Ochsen sem er hefðbundin stúdentakrá, stofn- uð árið 1703. Þar eru gjarnan kyrjaðir stúdentasöngvar og skylda að kneyfa öl úr stórri krús. Af öðrum frægum öl- húsum er kráin Seppl sem var byggð 1634. Þeir sem vOja geta skoðað söfn, fengið sér göngutúr á Philosphenweg sem er frægasta gata borgarinnar með glæsUegu útsýni yflr borgina og kast- alann. Heidelberg skoðuð í ferðinni er boðið upp á hálfs dags skoðunarferð um borgina. Ekið er að Karlsbrúnni og þaðan að hinu fræga jólaskrúðganga með um fjörutíu þúsund þátttakendum. Jólasveinar ganga fylktu liði um bæinn í fylgd litríkra vagna og þar verður stór jólamarkaður þannig að hægt er að komast í jólastemningu. Sömu helgi stendur yfir sjávarútvegssýningin Marine 2001, sem hentar vel þeim sem tengjast þeirri atvinnugrein. I Vestfjarðaleiðarferðinni er boð- ið upp á skoðunarferöir um borgina og utan hennar undir leiðsögn heimamanns og með íslenskri túlk- un. Meðal annars er ferð um eldri hluta borgarinnar þar sem hægt er að skoða Cabot-turninn og Signal Hill en í desember árið 1901 tók ítal- inn Marconi við fyrsta þráðlausa símskeytinu þar. Einnig er hægt að skoða Cape Spear-þjóðgarðinn sem er austasti tangi Norður-Ameriku. Gisting og feröatilhögun Flogið er út að morgni fimmtu- dagsins 22. nóvember og komið heim um miðnætti sunnudagskvöld- ið 25. nóvember. Gist er á tveimur hótelum nærri miðbænum, Hótel Newfoundland og Hótel Holiday Höfnin í St. John’s Borgin hefur veriö mikilvæg höfn í 500 ár eöa frá þvi aö John Cabot kom þar fyrst áriö 1497. St. John's er etsta og austasta hafnarborg Norður-Ameríku. Inn. Fararstjórar verða farþegum til aðstoðar og leiðsagnar í ferðinni og veita upplýsingar um menningar- viðburði og annað sem kann að vekja áhuga. Allar nánari upplýsingar eru veittar á ferðaskrifstofu Vestfjaröa- leiðar, Skógarhlíð 10,105 Reykjavík, s. 5629950, fax 562 9912 og netfang: info@vesttravel.is. -Kip ■j
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.