Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.2001, Page 53

Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.2001, Page 53
65 LAUGARDAGUR 27. OKTÓBER 2001 I>V Tilvera Hrísgrjónajurtum plantað Á vissu vaxtarskeiöi eru hrísgrjónaplöntur ræktaöar í vatni en til þess aö þaö sé hægt eru hlaönir lágir garöar sem brjóta akrana upp í hólf. Villtur hampur Hampur vex eins og illgresi á ökrun- um í kringum Dali og þar sem plant- an er mjög blaðfögur gat ég ekki stillt mig um aö tína nokkur blöö. veldið stórlega ýktar og tilheyra löngu liðnum tíma. Hún sagði að vísu hugsanlegt að mæðraveldið væri enn við lýði í afskekktum sveitahéruðum. Julie sagði okkur einnig að rithöfundurinn James Hilton hefði átt við Lijiang og sveit- irnar í kring þegar hann skrifaði um Shangri La, paradís á jörð, í bók sinn Lost Horizon. Hann hafði rétt fyrir sér. Dali Á Tangtímabilinu (589-907) og Songtímabilinu (1127-1179) var Dali Á ferðalagi um Kína: Shangri La - paradís á jörð í maí síðastliðnum fór átján manna hópur frá íslandi í þriggja vikna ferð til Kina undir öruggri stjórn Unnar Guðjónsdóttur, farar- stjóra hjá Kínaklúbbi Unnar. Ferðin var i alla staði vel heppnuð og ég held að mér sé óhætt að segja fyrir hönd allra ferðafélaganna að ferðin sé ógleymanleg. Á ferð okkar um Yunnan-hérað í Suður-Kína heimsóttum við meðal annars borgimar Lijiang og Dali. Borgirnar eru báðar merkilegar en i mínum huga féll Dali í skuggann af Lijiang og umhverfí hennar. Lijiang er einfaldlega fallegasti staður sem ég hef komið á. Lijiang Það fyrsta sem ég tók eftir þegar ég steig út úr ílugvélinni frá Kunming til Lijiang var hvað loftið var hreint. Borgin, sem i daglegu tali er kölluð Gu Cheng, á sér þúsund ára sögu. Hún er á búsvæði fólks af þjóðflokki Naxi sem er lítill á kínverskan mæli- kvarða og er ekki nema um tvö hundruð og áttatíu þúsund manns. Áriö 1996 lagði öflugur jarðskjálfti stóran hluta borgarinnar í rúst og um fimm þúsund manns létu lífið. í kjölfar þess var Lijiang skyndilega í kastljósinu og árið 1997 var borgin sett á lista Sameinuðu þjóðanna yfir sameiginleg menningarverðmæti mannkyns. Til cillrar hamingju var gamli hluti borgarinnar endurreistur í þeirri mynd sem hann var fyrir jarðskjálft- ann. í dag er þar mikið af verslunum sem selja handverk og listmuni og mikið af góðum matsölustööum. Mat- urinn í Lijiang var einstaklega góður og ég man sérstaklega eftir vinaleg- um stað rétt hjá hótelinu þar sem við borðuðum tvisvar. Froskar til sölu Steinsnar frá Grand Lijiang-hótel- inu, þar sem við gistum, var afar for- vitnilegur markaður með mat. Þar var hægt að fá alls konar grænmeti sem ég kann ekki nöfnin á, kjöt af alls konar dýrum, furðufiska, froska og lófastórar engisprettur. Sölumenn- irnir höfðu ómælda ánægju af að bjóða okkur góðgæti sem þeir vissu að við mundum fúlsa við og hlógu innilega þegar við brostum vand- ræðalega til þeirra um leið og við af- þökkuðum boðið. Mæðraveldi Konur af þjóðflokki Naxi klæðast yfirleitt bláu og samkvæmt sögusögn- um er rík mæðraveldishefð hjá Naxi- fólkinu. Konurnar ráða miklu í sam- félaginu og sjá um alla erfiðisvinnu en karlmenn annast heimilið og börnin. Að sögn staðarleiðsögu- manns okkar í Lijiang, sem kallaði sig Julie, eru allar sögur um mæðra- Froskar í matinn Sölumennirnir höföu ómælda ánægju af aö bjóöa okkur góögæti sem þeir vissu aö viö mundum fútsa viö og hlógu innilega þegar viö brostum vand- ræöalega til þeirra um leiö og viö afþökkuöum boöiö. DV-MYNDIR V. HANSEN Dansaö meö kínversku lögreglunni Aö loknum kvöldveröi lentu Islendingarnir óvænt í hópdansinum meö lögreglumönnum frá Peking sem voru í Lijiang aö skemmta sér. Á myndinni má sjá Unni Guöjónsdóttur og grillir í kollinn á Svanfríöi Guömundsdóttur, nefiö á Hösk- uldi Jónssyni, Hólmfríöi Ómarsdóttur, Guölaugu Sveinbjarnardóttur, Theódór Sólonsson og Helgu Jónsdóttur. ein helsta miðstöð menningar og stjóm- og efnahagsmála í Yunnan. Borgin er í tæplega tvö þúsund metra hæð yfir sjávarmáli. Fólk af þjóð- flokki Bai er í miklum meirihluta og það hefur búið í héraðinu í rúmlega þrjú þúsund ár. Landslagið er stór- brotið en borgin liggur á milli Cangsha-fjallgarðsins og Erhai-stöðu- vatnsins sem er um fjörutiu og fimm kílómetra langt. Hótelið sem við gistum á í Dali heitir Asian Star og er uppi á hæð í göngufjarlægð utan við gamla bæinn. Útsýnið frá hótelinu er fallegt og gaman aö horfa yfir borgina sem er í örum vexti. SlgHng á Er Hai-vatnl í Dali eru þrjár sögufrægar pagóð- ur sem vom reistar á Tang-tímabil- inu árið 836. Hæsta pagóðan mun vera sextíu metrar og þrettán sentí- metrar á hæð en beggja vegna við hana standa tvær lægri pagóður sem hvor um sig er um fjörutíu metrar. í þúsund ár hafa pagóöumar staðið af sér veður og vinda, nokkra snarpa jarðskjálfta og nú eru þær tákn borg- arinnar. Eftir að hafa skoðað pagóðurnar fórum við í siglingu á Erhai-vatni sem er annað stærsta vatn í Yunnan. í vatninu eru þrjár eyjar og viö kom- um til Jinsuo eftir tæplega klukku- stundarsiglingu. Á eyjunni er fiski- mannaþorp og fiskmarkaður þar sem hægt var að bragða á alls kyns furðu- fiskum úr vatninu. Á leið okkar um þorpið skoðuðum við búddaklaustur og hluti hópsins lét spá fyrir sér. Spákonurnar létu okkur hrista spákvisti og kasta þeim fyrir framan okkur. Þær lásu síðan framtíð okkar eftir því sem kvistirn- ir lágu og létu okkur fá litla snepla sem sögðu til um örlög okkar. Ef okk- ur líkaði ekki það sem stóð á miðum- um gátum við brennt þá í þar til gerðu keri og þannig minnkað lík- urnar á því að spáin rættist. Átu hund af teinl Af öllum þeim stöðum sem við heimsóttum í Kína fannst mér minnst koma til Dali. Ekki má skilja orð mín þannig að svæðið sé ómerkilegra en aðrir staðir, það er af og frá. Mér fannst bara maturinn ekki eins góður og annars staðar og fór í fýlu. Nokkrum dögum áður, í Kunming, hafði Unnur fararstjóri látið undan suðinu í mér og útvegað hundakjöt sem ég var búinn að hlakka mikið til að smakka. Kjötið, sem var borið fram á teini, var ágætt í munni en hefði mátt vera betur matreitt fyrir minn smekk. Það var eilítið hrátt og of lítið kryddað. Samferðafólk mitt var mis- jafnlega hrifið af þvi að borða hund en ég held að flestir hafi smakkað en sumir kvörtuðu yfir því að hund- urinn hefði gelt í maganum á þeim í marga daga á eftir. Eftir á að hyggja var Dali ekki slæmur staður. Þar fann ég til dæm- is mjög góða bókabúð sem seldi bækur á ensku. Búðin var rekin af kínverskri konu sem hafði verið í námi á Vesturlöndum og var að selja bækur sem hún hafði keypt meðan á námi hennar stóð. Úti á akri Eftir að við borðuðum kvöldmat seinna kvöldið í Dali ákvað ég að fara í göngutúr um akur sem ég haföi séð fyrr um daginn. Akurinn var rétt fyrir ofan bæinn og því ekki langt að fara. Ég hef alltaf haft gaman af gróðri og naut þess til fullnustu að ráfa um akurinn og skoða hrísgrjóna-, tó- baks- og maísplöntur. Á vissu vaxt- arskeiði eru hrísgrjónaplöntur ræktaðar í vatni en til þess að það sé hægt eru hlaðnir lágir garðar sem brjóta akrana upp í hólf. Kín- verjar nota garðana sem göngustíga og það gerði ég líka. Á meðan ég gekk þarna um í ró- legheitunum og naut lífsins sá ég að með fram göngustígnum óx mikið af hampi og við nánari athugun kom í ljós að hann óx eins og illgresi um alla borgina. Plantan er einstaklega blaðfogur og ég gat ekki stillt mig um að tína nokkur lauf og ... Eins og jólatré Þegar ég var búinn að vera á akrinum í tæpa klukkustund byrjaði aö dimma og það hraðar en ég á að venjast og áður en ég vissi af var komið kolniðamyrkur. Einu ljósin sem ég sá voru í miðborginni óra- langt í burtu og til að komast þangað þurfti ég að rata í gegnum óupplýst ibúðahverfi í útjaðri borgarinnar. Satt best að segja leið mér hálf- bjánalega þegar ég gekk fram hjá húsum þar sem íbúamir höfðu safn- ast saman fyrir utan til að elda og borða. Ég var eins og álfur út úr hól. Ofalinn Vesturlandabúi í stuttbux- um, með sólhatt og myndavél um hálsinn. Skómir sem ég var í kost- uðu líklega meira en árslaun sumra fjölskyldnanna og belgurinn óþægi- lega stór undir þröngum stutterma- bolnum. Þama upplifði ég líka einstaka kurteisi og gestrisni Kínverja. Það brostu allir til min, og hlógu ömgg- lega í hljóði, og buðu mér að borða með sér. Ég þáði tebolla hjá einni fjölskyldu og þrátt fyrir að viö skild- um ekki orð af því sem okkur fór í milli var þetta skemmtilegasta teboð sem ég hef farið í hingað til. -Kip

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.