Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.2001, Blaðsíða 61

Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.2001, Blaðsíða 61
73 LAUGARDAGUR 27. OKTÓBER 2001__________________________________________ 2>V Tilvera Afmælisbörn John Cleese 62 ára í dag Breski leikarinn og háðfuglinn John Cleese fæddist þann 27. oktðber 1939 og er því 62 ára í dag. Cleese menntaði sig í hinum virta Cambridgeháskóla og var síðan frægur fyrir þátttöku sína í hinum fræga grínhópi Monty Python sem bæði kom fram í sjónvarpi og kvikmyndum. Einnig lék hann lengi I þáttun- um Fawlty Towers. Undanfarin ár hefur hann sést í hverri kvikmyndinni á fætur annarri og má þar nefna A Fish Called Wanda, Fierce Cr- eatures og Rat Race sem nú er sýnd í kvik- myndahúsum borgarinnar. Julia Roberts á afmæli á morgun Óskarsverðlaunahaflnn og leikkonan Julia Ro- berts er afmælisbam morgundagsins. Hún fæddist þann 28. október 1967 og verður því 34 ára á morgun. Julia, sem heitir fullu nafni Julie Fiona Roberts, ólst upp í bænum Smyma í Georgíufylki. Hún verður vinsælli með hverju árinu en óhætt er að segja að stjama hennar hafl skinið hvað skærast á ósk- arsverðlaunahátíðinni í ár sem þar sem hún fékk verðlaunin fyrir hlutverk sitt í myndinni Erin Brockovich. Meðal annarra vinsælla mynda sem hún hefur leikið i eru Pretty Woman. Runaway Bride, My Best Friend’s Wedding og Steel Magnolias. Stjörnuspá Gildir fyrir sunnudaginn 28. október og mánudaginn 29. október Vatnsberinn 120. ian.-i8. febr.i: Spá sunnudagsms Réttast væri fyrir þig að halda vel á spöðunum á næstunni. Gefðu þér þó nægan tíma með fjölskyldunni, hiin hefur orðið dálítið útundan hjá þér. Spá mánudagsms Mikið verður um að vera í kringum þig fyrri hluta dagsins. Mun ró- legra verður síðdegis en í kvöld fyllist allt af gestum heima hjá þér. Hrúturinn (21. mars-19. apríl): Spá sunnudagsms Sjálfstraust þitt er með meira móti uni þessar mundir. Þess vegna er einkar heppilegt að ráðast í verk- efni sem hafa beðið lengi. Fréttir sem þú færð eiga eftir að breyta heilmiklu hjá þér og vera kann að þú þurfir að breyta áætl- unum þínum eitthvað. Tvíburarnir (21. maí-21. iúní): ' Þú færð ekki mikinn tíma til umhugsunar áður en þú verður að taka ákvörðun. Þess vegna skaltu leita þér ráðleggingar. Spá sunnudagsins 'Þú verður fyrir einstöku láni í fjármálum, liklega gerir þú einstaklega góð kaup. Samningamálin í kringum það allt saman gætu hins vegar tekið á. Spá mánudagsins Nú fer að sjá fyrir endann á mikilli töm og nýir tímar taka senn við. Þú horfir bjartsýnn fram á veginn enda engin ástæða til annars. Fiskarnir (19. febr.-20. marsl: Spá sunnudagsins i'Heimilislifið á hug þinn allan og þú hugar að endurbótum á heimil- inu. Allir virðast reiðubúnir til þess að leggja sitt af mörkum. Þú þarft að gæta vel að eigum þín- um og að vera ekki hlunnfarinn í viðskiptum. Hikaðu ekki við að leita hjálpar ef þér frnnst þörf á þvi. Nautið (20. apríl-20. maí.i: Spa simnudagsins Þú grynnkar vemlega á skuldunum, það er að segja ef þú skuldar eitthvað, þvi að þér græðist óvænt meiri upphæð en þú áttir von á. Spa manudagsins Vinur biður þig um að gera sér greiða. Þú skalt verða vel við þeirri bón. Ekki er víst að þess sé langt að bíða að þú þurflr að biðja hann hjálpar. Krabbinn 122. iúní-22. iúlí): Spá mánudagsins Þú færð fréttir af fjarlægum vini og þið leggið á ráðin um að hittast. Það gæti kostað heilmikið ferðalag hjá þér en það yrði mjög skemtilegt. Lióniö (23. iúlí- 22. áeúst): Spá sunnudagsins Vinir þínir koma þér reglulega á óvart með undarlegu uppátæki. Satt best að segja rekur þig í rogastans. Happatölur þínar era 6,16 og 23. Gefðu ekki meira í skyn en nauð- synlegt er í ákveðnu máli. Það er betri að bíða um sinn með að segja frá áætlunum. Vogin (23. sept.-23. okt.i: Draumar þínir rætast á næstunni og þú verð- ' f ur í skýjunum. Það er sennilega leitun að hamingjusam- ari manneskju. Þú nýtur mikillar virðingar í vina- hópnum og til mikils er ætlast af þér. Félagsmálin standa með mikl- um blóma og þú nýtur þín vel. Bogmaðurinn (22. nóv.-2i, des.t Spa sunnudagslns i, Þú sérð ekki eftir því að leggja dálítið hart að þér um stundarsak- ir. Það borgar sig svo sannarlega. Happatölur þínar eru 6, 9 og 20. Reyndu að eiga stund fyrir sjálfan þig og ástvin þinn. Þú hefur haft of mikið að gera undanfarið og það getur verið óheppilegt fyrir sambönd til lengdar. Mevian (23. áeúst-22. sept.): Spá sunnudagsins Þér bjóðast ný tæki- ►færi og það reynist þér dálítið erfitt að velja á milli þeirra. Þú fæst við flókin samningamál. Spa mánudagsins Þú færð skemmtilegar fréttir sem lífga verulega upp á daginn hjá þér. Vinir þínir skipuleggja ein- hverja skemmtun í kvöld. Sporðdrekinn (24. okt.-2i. nóv.i: Spá sunnudagsms Breytingar verða í |(kringum þig og þú fagnar þeim svo sann- arlega. Það verður heldur rólegra hjá þér en verið hefur undanfarið. Láttu engan telja þér hughvarf ef þú ert viss um hvað það er sem þú vilt. Gefðu þér betri tíma fyrir sjálfan þig og hreyfðu þig meira. Steingeitin (22. des.-19. ian.k Einhver misskilningur gerir vart við sig milli ástvina. Mikilvægt er að leiðrétta hann sem fyrst, annars er hætta á að hann valdi skaða. Spá mánudagsins Áhugamál þín eru eitthvað að hreyt- ast. Það er engin ástæða til að hafa áhyggjur af þessu, helsur skaltu njóta þess að eignast ný áhugamál. Verk Gylfa Sveinssonar vekja forvitni vegfarenda: Legsteinn um Móöur Jörð - listamaðurinn vill hefja ræktun styrjuhrogna en mætir ekki skilningi Margir þeir sem átt hafa leið um Ölfusveginn á milli Þorlákshafnar og Hveragerðis hafa velt vöngum yflr ómerktum verkum sem sjá má bæði á vinstri og hægri hönd, rétt við bæinn Læk. Hafa sumir jafnvel talið að hér væri um einhvers kon- ar djöflaverk að ræða en engar upp- lýsingar var að fá á næstu bæjum um verkin. Ekki var listamaðurinn auðfund- inn en loks tókst fréttaritara að hafa uppi á honum. Hann er Gylfi Sveinsson og vill lítt hafa sig í frammi. í stuttu spjalli við DV sagðist hann ekki lita á sig sem listamann. „Þessi verk mín eiga að tákna og vekja athygli á eyðingu jarð- arinnar. Móðir Jörð er hreyfilistaverk og hringur- inn utan um krossinn snýst ef ýtt er við honum. Þarna er ég að túlka jarðsetningu Móður Jarðar,“ sagði Gylfi. Önnur listaverk eftir Gylfa eru hjá Móður Jörð, en það eru tveir stólpar úr járni og skreyttir örfáum „laufblöð- um“, einnig úr járni. Hinum megin við veginn eru sams konar stólpar, auk annars listaverks sem Gylfi segir Móöir Jörð Hér er sjálf Móðir Jörð, jarð- sett í Ölfusinu. — DV-MYNDIR EVA HREINSDÓTTIR Upplýst Þetta verk Gylfa Sveinssonar er hægt að lýsa að neðanverðu eins og sjá má. sömuleiðis eiga að tákna og vekja athygli á eyðingu trjáa, gróðurs og jarðar. Gylfi Sveinsson á landspildur þarna í Ölfusinu og sagðist hafa haft mikinn áhuga á að koma á fót rækt- un styrjuhrogna. Yfirvöld hefðu hins vegar ekki haft áhuga á að styðja hann en hann sagðist jafnvel búast við að einhvern tímann fari hann út í fiskeldi þarna á staðnum. Hann ætti tækin og bygginguna til þess. -eh Útilist Þriðja verkið sem blasir við vegfarendum í Ölfusi. Ármúla 8 - 108 Reykjavík Símí 581-2275 ■ 568-5375 ■ Fax 568-5275
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.