Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.2001, Page 24

Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.2001, Page 24
ÞRIÐJUDAGUR 6. NÓVEMBER 2001 I HHiaag ■ ■ ■■ ■ ■ ■ ■ ■■ ■ tffkni tjg ví§indá Svart útlit hjá berum Y-litningsins: * Karlmenn orðnir veikara kyniö - eiga á hættu að deyja út, segja vísindamenn Karlmenn eru tregir aö leita sér lækninga og þaö getur komiö í bakið á þeim síöar meir, öllum sem einum, aö mati vísindamanna. Karlmenn munu „deyja út“ áður en langt um líður ef þeir fara ekki að gæta heilsu sinnar betur er álit nokkurra vísindamanna sem < sérhæfa sig i heilsumálum karl- manna. Einn fremsti vísindamaður heimsins í heilsu karlmanna, Sieg- fried Meryn, prófessor við háskól- ann í Vín, Austurríki, telur að staða karlmannsins í þjóðfélagi hafi breyst mikið undanfarin 25 ár og þá sérstaklega á Vesturlöndum. Þrjóskast við Að mati Meryn eru konur orðnar ráðandi afl í hinum vestræna heimi. Þær eru gæddar mun hærri tilfinn- ingagreind, eiga auðveldara með að fóta sig í samfélaginu og hafa mun meiri stjóm á lífl sínu en karlmenn. Karlmenn þurfa hins vegar að lifa við að vera ekki endilega hærra U» settir á vinnustöðum og hlutverk þeirra innan fjölskyldunnar hefur breyst umtalsvert. Með tilkomu sæðisbanka, tæknifrjóvgunar, klón- unartækni og með hjónaböndum samkynhneigðra telur Meryn að það sé fjarlægur möguleiki að karl- menn verði hreinlega óþarfir með öllu i samfélaginu í framtíðinni. Meryn segir að karlmenn berji enn höfðinu við steininn og vilji ekki viðurkenna breytta stöðu sína eins og hún er í dag. Ef ekki kemur til hugarfarsbreyting þá segir Meryn að vandræðin eigi eftir að aukast hvað heilsu varðar. Nafnlausar hjálparsíöur Rannsóknir hafa sýnt að karl- menn eru mjög tregir til að fara til læknis með sín vandamál. Ian Banks, forseti nefndar um heilsu karla sem starfar á vegum Evrópu- sambandsins, telur að karlmenn forðist ferðir til læknis þar sem þeim finnist þeir vera að gefa eftir stjórn á eigin lífi. Auk þess eigi þeir erfitt með að tjá áhyggjur yfir eigin heilsu eða heilsuleysi og þekking þeirra á heilbrigðismálum er oft og tíðum mjög döpur. Ofan á þetta bæt- ist að upplýsingar um heilsufarsmál karlmanna eru ekki í jafnmiklu framboði og sömu mál kvenna. Þær litlu upplýsingar fara líka fram hjá karlmönnum þar sem þeir lesa yfir- leitt ekki bæklinga og auglýsingar um heilsufarsmál. Bæði Meryn og Banks telja að bæta megi úr þessu. Banks bendir á að nafnlaus læknisþjónusta á Net- inu hafi þegar skilað árangri í breska heilbrigðiskerfinu, karl- menn hafi verið duglegir við að nýta sér hana. Banks telur að slíka þjónustu ætti að auka og er Meryn sammála honum. Einnig er það skoðun Meryn að endurskoða þurfi heilbrigðistengdar auglýsingar sem beinast til karla, sem og umræðu um þau mál. Það þurfi að gera þau vingjarnlegri í garð hins nýja „veika kyns“. Með tilkomu sæðís- hanka, tæknrfrjóvgun- ar, klónunartækní og með hjónabðndum % samkynhneígðra telur Meryn að það sé f jar~ i lægur möguíeikí að karímenn verðí hrefn- i lega óþarfír með öUu í I samfélaginu í framtíð- inni. Fyrsti GameCube-klónninn Kazumi Tamamoto, starfsmaður Matsushita Electric Industrial, sýnir hér nýj- ustu afurö fyrirtækisins. Um er aö ræöa DVD-spilara, kallaðan SL-GC10, sem einnig getur spilaö leiki úr GameCube, nýjustu leikjatölvu Nintendo-fyrirtæk- isins. Sem sagt svokallaöur GameCube-klónn. Panasonic mun setja gripinn á markað í Japan um miöjan desember undir nafninu „Q“. Einnig verður hægt að nálgast hann á heimasíöu Panasonic fyrir tæpar 35.000 krónur plús flutningsgjöld. Vírus dreifist á DVD-diski - fyrsta skipti sem slíkt gerist Fyrir stuttu komst það upp að DVD-diskur sem seldur var af Warner Brothers kvikmyndafram- leiðandanum hafði að geyma tölvuvírus. Þetta er í fyrsta skipti sem tölvuvírus hefur borist með DVD-diskum. Þetta vanda- mál hefur hins vegar þekkst í al- mennri dreifingu á venjulegum geisladiskum sem og á disklingum. Það hefur jafnvel komið fyrir að tölvutímarit hafi óvart dreift virusum með kynningardiskum. DVD-diskurinn sem um ræðir inni- heldur teiknimyndaþættina Powerpuff Girls, sem náð hafa mikl- um vinsældum. Reyndar eru ekki all- ir diskar meö þessum teiknimynda- þáttum „smitandi" heldur aðeins þeir sem innihalda þátt- Vírusinn feiur sig á milíi skráa sem fylgja diskínum. Með þeim skrám er hægt að búa til svokallaðar vegg- fóðursmyndir á tölvu- skjáínn og skjáhvRu- myndír. Efþessar skrár eru ekkí opnaðar getur vírusinn ekki smitað tölvur. tölvur vinna verr og hrynja oftar. Vírusinn felur sig á milli skráa sem fylgja diskinum. Með þeim skrám er hægt að búa til svokallaðar veggfóðursmyndir á tölvuskjáinn og skjáhvílumyndir. Ef þess- ar skrár eru ekki opnaðar getur vírusinn ekki smit- að tölvur. Hann er einnig skaðlaus DVD- spilurum. Warner Brothers hafa innkall- að alla diska með Meet the Beat Ails. Diskur- inn var bara kominn á markað i Bandaríkjun- um en einhverjir kunna að hafa selst til ferðamanna eða í gegnum Netið. Öll upp- færð vírusvarnarforrit koma í veg fyrir sýkingu á tölvum. Vírusinn fór óvart á diskinn en aldur hans bendir hins vegar til þess að- uppfærsla vírusvarna hafi ekki verið sem skyldi hjá framleiðanda diskanna. inn Meet the Beat Alls. Vírusinn heit- ir Funlove og hef- ur verið til í um tvö ár. Funlove sýkir aðeins Windows-for- rit og veld- ur því að Pekkt er aö vírus- ar hafi dreifst meö venjulegum geisladiskum eöa disklingum en aldrei meö DVD-diskum. Amazon sparar á Linux Netverslunarfyrirtækiö Amazon.com hefur samkvæmt upplýsingum frá fyrirtækinu sparað miUjónir dollara með því að skipta yfir í Linux-stýri- kerfið til að keyra netkerfi sín í stað Unix- eða Windows-stýri- kerfanna. í uppgjöri fyrir þriðja ársfjórðung kom fram að kostnaður við hugbúnað hafði dottið úr 71 milljón doll- ara í 54 milljónir sem er mis- munur upp á 17 milljónir, 1785 milljónir islenskra króna. Lin- ux og hugbúnaður tengdur honum er algerlega ókeypis og er sífellt að ná meiri markaðs- hlutdeild í hugbúnaðarheimin- um. Sérstaklega er stýrikeríið vinsælt á netkerfi. Þar spilar kostnaður inn í en einnig þyk- ir hann öruggur og auðveldur i viðhaldi. DVD-aflæsing leyfileg Áfrýjunardómstóll Kaliforn- íurikis í Bandarikjunum felldi dóm í seinustu viku þess efnis að DeCSS, hugbúnaður sem notaður er til að aflæsa DVD- diskum, væri löglegur. Samtök sem fara með höfundarréttar- mál á innihaldi DVD-diska og samtök kvikmyndaframleið- enda fóru fram á lögbann á DeCSS þar sem hann væri not- aður til að uppljóstra iðnaðar- leyndarmálum. Lögbann var sett á dreifingu hugbúnaðarins á Netinu af dómstóli Kalifom- íu. Áfrýjunardómstóllinn telur hins vegar forritunarmál vera hluta af frjálsri tjáningu sem varin er í fyrstu grein banda- rísku stjórnarskrárinnar. DVD- diskar em flokkaðir eftir markaðssvæðum þannig að diskur sem seldur er í Banda- ríkjunum getur ekki verið spil- aður 1 Asíu eða Evrópu o.s.frv. DeCSS er notaður til að kom- ast fram hjá þessu kerfi. Vilja ekki nýtt „video- tæki“ Bandarisku sjónvarpsstöðv- arnar NBC, ABC og CBS hafa nú snúið sér til bestu vina Bandaríkjamanna, dómstól- anna, til að fá lögbann á nýja gerð upptökutækis sem nefnist ReplayTV 4000. Með tækinu er hægt að taka upp efni úr sjón- varpi eins og venjulegum myndbandstækjum nema að myndefnið er geymt á hörðum diskum og hægt er nettengja það og senda efnið síðan yfir í önnur eins tæki. Það sem meira er þurrkar tækið út aug- lýsingar sem skotið er inn ; tvisvar til þrisvar í öllum sjón- varpsþáttum í Bandaríkjunum. Þetta er stærsti þymirinn í augum sjónvarpsstöðvanna, auk þess sem óhófleg fjölfoldun og dreifing fer fyrir hjartað á þeim. Fyrirtækið Sonicblue, sem framleiðir tækin, segist hafa gert ráðstafanir til að fólk misnoti ekki tækið. Aðeins verður hægt að senda hvem ; upptekinn þátt eða kvikmynd 15 sinnum til annarra tækja.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.