Dagblaðið Vísir - DV - 17.11.2001, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 17.11.2001, Blaðsíða 10
10 LAUGARDAGUR 17. NÓVEMBER 2001 Útgáfufélag: Útgáfufélagiö DV ehf. Útgáfustjóri: Eyjólfur Sveinsson Framkvæmdastjóri: Hjalti Jónsson Ritstjórar: Jónas Kristjánsson og Óli Björn Kárason Aöstoöarritstjórar: Jónas Haraldsson og Sigmundur Ernir Rúnarsson Fróttastjóri: Birgir Guömundsson Auglýsingastjóri: Páll Þorstelnsson Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift: Þverholti 11,105 Rvík, sími: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 Græn númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.netheimar.is/dv/ • Fréttaþjónusta á Netinu: http://www.visir.is Ritstjórn: ritstjorn@dv.is - Auglýsingar: auglysingar@dv.is. - Dreifing: dreifing@dv.is Akureyri: Strandgata 31, sími: 460 6100, fax: 460 6171 Setning og umbrot: Útgáfufélagið DV ehf. Plötugerö: isafoldarprensmiðja hf. Prentun: Árvakur hf. Áskriftarverð á mánuði 2200 kr. m. vsk. Lausasöluverð 200 kr. m. vsk., Helgarblaö 300 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til aö birta aösent efni blaðsins i stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. DV greiðir ekki viðmælendum fyrir viðtöl við þá eða fyrir myndbirtingar af þeim. Okrið er eðlilegt Ein af allra stærstu keðjum smásöluverzlunar í landinu auglýsir efst á forsíðu bæklinga sinna, að hún fylgist lát- laust með verði keppinautanna. Þetta er eðlilegt viðhorf á frjálsum markaði og segir okkur, að verð á vöru er afstætt og fer eftir ytri aðstæðum í umhverfi fyrirtækja. Markaðslögmálin leiða til verðlækkana, þegar mörg fyr- irtæki keppa og reyna hvert um sig að ná sem mestri markaðshlutdeild. Við þær aðstæður taka einstök fyrir- tæki sig út úr hópnum og lækka verð, en hin fylgja i humátt á eftir til að verja markaðshlutdeild sína. Á þessu stigi lækkar verð jafnt og þétt, verðbólga dregst saman og hagur viðskiptavina batnar. Þannig var ástand- ið i smásöluverzluninni, þegar Hagkaup var að ryðja sér til rúms og siðar, þegar Bónus var að ryðja sér til rúms. Þá höfðu keðjurnar forgöngu um að lækka verð. Þegar samkeppnin gengur of nærri efnahag fyrirtækj- anna, fara þau að kaupa hvert annað eða sameinast á ann- an hátt, fyrst til að ná hagkvæmni stærðarinnar og síðan til að draga úr samkeppni á markaði. Þannig breytist sam- keppni i fákeppni og fákeppni í fáokun. Markaðslögmálin leiða til verðhækkana, þegar þetta ferli er komið á stig fáokunar. Þá sitja tvö eða þrjú fyrir- tæki eftir með þrjá íjórðu hluta markaðarins og ráða verð- lagi með beinu eða óbeinu samráði sín á milli. Slíkt ástand ríkir í mörgum þáttum verzlunar á íslandi. Stjórnendur grænmetisverzlunar urðu að hittast í Öskjuhlíð til að hafa samráð um verð. Auðveldara er þetta hjá olíufélögunum, þar sem hugir forstjóranna eru svo samstilltir, að þeir ákveða allir sömu hækkun á sama and- artaki, án þess að þurfa að vita hver af öðrum. Þannig rikir hér á landi fáokun í smásöluverzlun, græn- metisheildsölu, búvöruvinnslu, oliuverzlun, bifreiðatrygg- ingum, farþegaflugi, vöruflugi, siglingum og ekki sízt í bönkum. Á öllum þessum sviðum ráða tvö eða þrjú fyrir- tæki yfir þremur fjórðu hlutum markaðarins. Á þessu stigi hækkar verð jafnt og þétt, verðbólga eykst og hagur viðskiptavina versnar. Nýjasta dæmið um þetta er, að olíufélögin hafa notað tiðar sveiflur á olíuverði til að klípa meira til sín af kökunni við hverja sveiflu. Fólk kveinar og kvartar og talar um okur á benzíni. Eins og annað okur er þetta okur olíufélaganna eðlileg- ur þáttur í markaðshagkerfinu, þegar stigi fáokunar er náð. Lítið og tiltölulega lokað hagkerfi eins og ísland get- ur ekki brotizt út úr þessari gildru markaðshagkerfisins nema að fá erlend fyrirtæki til að hlaupa i skarðið. Því miður eru íslendingar upp til hópa svo þýlyndir og tryggir innlendum kvölurum sínum, að tilraunir erlendra fyrirtækja til að brjótast inn á markað hafa lítinn árang- ur borið. Þannig hefur ekki tekizt að rjúfa fáokun bíla- trygginga, olíuverzlunar og farþegaflugs. Eftir þá reynslu bíða erlend fyrirtæki ekki í röðum eft- ir að komast inn á þröngan markað íslands. Ef stjórnvöld vilja, að markaðslögmálin styðji fremur en hamli'gegn viðleitni þeirra til að minnka verðbólgu og bæta hag al- mennings, verða þau að opna hagkerfið betur. Ýmislegt má gera í lögum, reglugerðum og stjórnsýslu til að auðvelda erlendum fyrirtækjum að hefja starfsemi hér á landi og taka upp samkeppni við innlend fyrirtæki, sem eru komin á svo hátt stig fáokunar, að þau fylgjast látlaust með verði keppinautanna upp á við. Okrið mun samt áfram blómstra sem eðlileg afleiðing þess, að stór hluti þjóðarinnar vill fremur skipta við okrarana en að reyna viðskipti við nýja aðila. Jónas Kristjánsson I>V Blótað á Kirkjustétt „Fokk,“ æpti táningurinn þegar móðir hans bað hann allra náðar- samlegast að fara út með ruslið. Hann sá svip móður sinnar að henni var ekki skemmt. „And- skotastu út með ruslið, strákur," kallaði faðir hans þar sem hann hálflá í Lazy boy-húsbóndastól heimilisins. Strákurinn lét undan og með stórfelldum móðgunarsvip hélt hann af stað út með ruslið. Faðirinn hafði um hríð haft áhyggjur af orðbragði sonarins. Strákurinn var á fermingarárinu og um það bil að ganga Guði á hönd með því að staðfesta skírnarheit sitt. í tíma og ótíma notaði ungi maðurinn blótsyrði sem voru af sama stofni. Ensku orðskrípin fokk eða fokking tengdi hann ýmsum óþægindum i lífi sínu. Á hátiðar- stundum sagði hann „sjitt“ og þeg- ar honum var mikið niðri fyrir sagði hann „sjiiiitttt". Sjálfur hafði sá miðaldra faðir þann arf frá ára- tugasjómennsku að bregða fyrir sig blótsyrðum á ólíklegustu stundum. Þau voru þó á hreinni og tærri ís- lensku og þar skildi i milli feðganna. Guðhrædd húsmóöir Húsmóðirin var afskaplega guð- hrædd kona sem í hæsta falli not- aði orðið árans. Henni var annt um að þau orð sem hún lét falla stæðu ekki i vegi fyrir því að hún kæmist til himnaríkis í fyllingu tímans og lækkaði gjaman í útvarpinu þegar leikritið Píkusögur var auglýst. Oft hafði hún áminnt feðgana um að gæta að orðbragði sínu en báðir daufheyrðust þeir við frómum ósk- um hennar. Og áfram var bölvað á ensku og íslensku. Þegar ensku blótsyrðin voru farin að heyrast oftar en góðu hófi gegndi ákvað maðurinn að nú yrði að gera eitt- hvað í málinu. Steininn tók úr þeg- ar litla barnið á heimilinu tók sér í munn orð sem sæmdu betur á enskri hafnarkrá en virðulegu heimili í hverfi þar sem Guð var á hverju götuhorni. Göturnar voru nefnilega allar með nöfnum sem höfðu tilvísun í kristna trú. Kristnibraut, Ólafsgeisli, Maríu- baugur og Guðríðarstígur vörðuðu leið fjölskyldunnar til og frá heim- ili. Sjálft heimilið stóð við Kirkju- stétt og það mátti auðvitað öllum vera ljóst að í slíku umhverfi var ekki við hæfi að bölva, jafnvel ekki góðlátlega. Faðirinn veitti strákn- um tiltal og áminnti hann um að nú ætti hann að bæta orðbragð sitt. Sá yngri brást illa við: „Það er fokking málfrelsi í landinu," sagði hann. Maðurinn bölvaði í hljóði en hélt áfram að reyna að sannfæra dreng- inn um að það væri ljótt og óviðeigandi að blóta á útlensku. Samtalinu lauk þegar sá yngri minnti hinn á að orðaforði hans væri lítið skárri. „Ég bölva á ís- lensku," sagði sá eldri í hálfum hljóðum í sömu svifum og sá yngri hélt til herbergis sins til að fara yfir trú- arjátninguna. Samningur Faðirinn hugsaði ákaft sitt ráð án þess að komast að niðurstöðu. Hann taldi sig hafa reynt allt til að koma drengnum út af hinu óheilla- vænlega spori blótsyrðanna. Þrátt fyrir að hafa beitt allri sinni mildi í að sannfæra táninginn um að orð- bragðið væri ekki við hæfi gekk hvorki né rak. Meira að segja hafði hann sjálfur lagst í ensku blótsyrð- in í þeirri von að drengnum fyndist hallærislegt að beita fyrir sig sömu orðum og faðirinn. Árangurinn var enginn og maðurinn sat uppi með þann ávana að bölva á sama tungu- máli og sonurinn. Það var svo á Kristnibrautinni að maðurinn fékk opinberun. Feðgarnir voru að aka heim þegar sá yngri bar fram þá ósk að fá að bregða sér í kvik- myndahús: „Pabbi, má ég fara i bíó?“ spurði hann. Fjárhagurinn var bágur og fyrirvinnan minnti drenginn á að hann hefði nokkrum dögum fyrr farið í kvikmyndahús. „Sjitt,“ sagði strákurinn og þá kom opinberunin sem leiftur í höfuð mannsins. Hann bauð stráknum samning. „Ef þú notar ekki ljótu orðin næstu vikuna færðu tvö þús- und kall. í hvert sinn sem þú segir fokk eða sjitt dragast þrjú hundruð krónur frá höfuðstólnum," sagði hann við afkvæmi sitt. Drengurinn var hugsi þar sem þeir óku fram hjá Ólafsgeisla. Síðan tók hann til máls: „Ég skal gera við þig díl,“ sagði hann loksins. „En það meikar engan sens að gera þetta eins og þú talar um,“ bætti hann við og út- færði eigin hugmynd að samkomulagi. „Þú borgar mér 300 kall ef þú bölvar á ein- hverju tungumáli en ég borga hundraðkall ef mér verður á í messunni," sagði hann og uppskar virðingu fóður síns fyrir vandað málfar. „Verður á í messunni. Strákurinn er að koma til,“ hugsaði Steininn tók úr þegar litla barnið á heimilinu tóik sér í munn orð sem sœmdu betur á enskri hafnarkrá en virðulegu heimili í hverfi þar sem Guð var á hverju götuhorni. faðirinn stoltur. Hann sá litla fjár- hagslega áhættu í að ganga til samninga á nótum unga mannsins. „Samþykkt," sagði hann glað- beittur og sagði eitt „sjitt“ til að gefa stráknum forgjöf. Drengurinn ljómaði af ánægju. „Þú skuldar mér Tilfinningagreind Tilfinningagreind er orð sem fest hefur í sessi á íslandi. Eins og felst í hljóðan orðsins vísar það til greindar sem tengist tilfmningum. Sérfræðingar nútímans eru á einu máli um að gömlu greindarprófm séu úrelt þar sem greind sé miklu flóknara fyrirbæri en svo að hægt sé að vega hana og meta með ein- földu krossaprófi. Kannanir sýna að mjög er mis- munandi hvort fólki vegnar vel í lífinu þótt það mælist með góða al- menna greind. Hins vegar hefur reynst sterk fylgni milli góðrar til- finningagreindar og farsældar í til- verunni. Tökum klassískt dæmi: Barn er skilið eftir inni í herbergi ásamt skál með sælgætismolum og sagt að það megi borða 5 mola. Ef það hins vegar geti setið á sér og verið einhvem ákveðinn tíma inni í herberginu eftirlitslaust og án þess að snerta nammið fái það 10 mola í verðlaun. Þarna er erfitt val og skiptast börnin því í 2 hópa. Sum fá sér nammið strax og velta því varla fyrir sér að þau hefðu getað tvöfald- að skammtinn. Önnur hugsa með sér að þau hagnist á aganum og gera það með glöðu geði þvi verð- launin verða tvöföld. Síðari hópur- inn er líklegur til að skara fram úr i þjóðfélaginu en hinir krakkarnir gætu lent í erfiðleikum síðar á lífs- leiðinni. Þarna er munur á tilfinn- ingagreind. íslendingar hafa enga hefð fyrir greindarprófum sem er ágætt að mati flestra. Hér hefur verið jöfn- uður á meðal þjóðarinnar og heimsmet í almennu stéttleysi - þó reyndar ekki algjöru þar sem prest- ar voru t.d. landshöfðingjar miklir hér á árum áður og misnotuðu tíð- um aðstöðu sína til að stunda lesti í skjóli fákunnáttu almúgans. En heilt yfir hefur bara veriö ein stétt á íslandi. Hún kallast almenningur - og er ekki greindarmæld. Glæpur gegn mannkyni í umræðunni um brottkastið á sjó skýtur orðið tilfinningagreind hins vegar upp kollinum. Vitað er að fjöldi sjómanna kastar fiski á meðan stór hluti heimsins sveltur. Brottkast er því ekki minni háttar afbrot heldur glæpur gegn gervöllu mannkyni. Hvers vegna kasta sjómenn fisk- inum? Að einhverju leyti vegna hins óréttláta kerfís, að þeirra sögn, og skal sú röksemd ekki dreg- in í efa. Stærri hluti skýringarinn- ar er þó að úti á sjó komast menn upp með eitt og annað í skjóli ein- angrunarinnar. Þar eru engar lögg- ur sem koma og taka menn fasta líkt og almennir borgarar geta átt von á ef þeir stunda afbrot. Sam- tryggð þögn hjá áhöfn er það eina sem þarf. Áður en lengra er haldið er rétt að taka fram að stór hluti sjó- manna virðist heiðarlegur í starfi og vonandi langflestir þeirra. En það er hinn brotlegi minnihluta- hópur sem vakið hefur reiði hjá þjóðinni. Þar hugsa hinir brotlegu ekki um langtímahagsmuni auð- lindarinnar, þjóðarinnar eða heimsins alls, heldur eigin skamm- tímagróða. Þeir stinga sælgætis- molanum upp í sig líkt og börnin í
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.