Dagblaðið Vísir - DV - 17.11.2001, Blaðsíða 49

Dagblaðið Vísir - DV - 17.11.2001, Blaðsíða 49
57 LAUGARDAGUR 17. NÓVEMBER 2001 I>V Tilvera Afmælisbörn Martin Scorsese 59 ára Einn merkilegasti kvikmyndaleikstjóri samtímans, Martin Scorsese, á afmæli í dag. Hann hefur haft mik- il áhrif á kvikmyndagerð undanfarinn aldarQórðung. Scorsese fæddist í Flushing í New York og er sonur ítalskra innflytjenda. Hann ólst upp í Litlu-Ítalíu. Asmi og fleiri kvillar komu í veg fyrir að hann gæti tekið þátt í íþróttum og hann náði því aldrei að mynda tengsl við krakkana í hverfinu. Hann leitaði á náðir kvikmyndahúsanna í hverfmu. Eftir að hafa verið um nokkurt skeið í Hollywood og gegnt ýmsum störfum sneri hann aftur til New York og gerði Mean Streets og björninn var unninn. Með sinni næstu mynd, Taxi Driver, fór hann beint í hóp brstu leikstjóra. Linda Evans 59 ára Sjónvarpsleikkonan Linda Evans, sem gerði garðinn frægan í einhverri vinsælustu sjónvarps- seríu sem gerð hefur verið, Dallas, verður fimmtíu og níu ára á morgun. Evans, sem leikið hefur jöfn- um höndum í kvikmyndum og sjónvarpi, náði sér aldrei almennilega á strik eftir Dallas frekar en aðrir leikarar sem urðu frægir fyrir þátttöku sína og hefur í æ meira mæli farið út í líkamsræktar- málefni. Hún á flmmtán slíkar stöðvar víðs vegar um Bandaríkin, hefur gefið út bækur og fer reglu- lega í fyrirlestraferðir þar sem hún lýsir dásemd- um þeim sem fylgir að vera í góðu formi ______________Afmælisbörn Gildir fyrir sunnudaginn 18. nóvember og mánudaginn 19. nóvember Vatnsberinn (20. ian.-18. fehr.l: Spa sunmidagsins: Einhver hætta virðist vera á árásargirni innan vinahópsins. Þú skalt þess vegna gæta þess að halda skoð- unum þínum ekki um of á lofti. a Spa mánudagsíns Þér berst óvænt tilboð sem kemur róti á hug þinn. Ef rétt er á mál- um haldið getur þú hagnast veru- lega í fleiri en einum skilningi. Hrúturinn (21. mars-19. apríl): Spá sunnudagsms: r\i Þú munt þakka fyrir það í næstu viku ef þú m leyfir þér að eiga ró- legan dag i dag. Ef þig vantar fé- lagsskap veldu rólega vini. Spá mánudagsíns Eitthvað er að vefjast fyrir þér sem ekki sér fyrir endann á á næstunni. Ástfangnh' eiga góða daga og kvöld- ið verður rómantískt. Rskarnir C19. fehr.-?0. marsl: Spa sunnudagsins •Hefðbundin verkefni taka mest af tíma þínum. Þar sem þér hættir til að vera utan við þig er góð hugmynd að skrifa niður það sem ekki má gleymast. Spá manudagsins: Fyrri hluti dagsins verður fremur strembinn hjá þér en þú kemur líka heilmiklu í verk. Kvöldið verður hins vegar fremur rólegt. Nautið 120. apríl-20. maí.i: Spa sunnudagsins: í dag verður leyndarmál- r um ljóstrað upp og dular- V-/ fullir atburðir skýrðir. Samt sem áður er þetta góður dagur til að ræða málefni fjölskyldunnar. Spá mánudagsins Þú hefur óþarfa áhyggjur sem þú lætur draga þig niður. Bjartari horfur eru fram undan hjá þér en verið hefur lengi. Tvíburarnir (21. mai-21. iúni>: ur á daginn. Ástarsamband þitt er í góðu jafnvægi. Spá mánudagsins: Þú kemst að raun um að greiðvikni borgar sig ekki alltaf. Varaðu þig á einhverjum sem er að reyna að notfæra sér hjálpsemi þína. Liónið (23. iúií— 22. áeústl: Spá sunnudagsins: ' Þér finnst langbest að vinna einn í dag. Aðr- ir, jafnvel þó að þeir séu allir af vilja gerðir, tefja að- eins fyrir þér. Spá manudagslns Miklar breytingar eru fyrirsjáanleg- ar hjá þér á næstunni. Einhver er að reyna að telja þér hughvarf i máli sem þú hefur þegar tekið ákvörðun í. Vogjn (23. sent.-73. nkt.i: Krabbinn Í22. iúní-22. iúlíi: f Spá sunnudagsins I Vináttubönd og ferða- lög tengjast á einhvern hátt og augljóslega skemmtir þú þér vel. Kvöldið verður sérstaklega vel heppnað. Spá mánudagsins: Þér kann að leiðast eitthvað sem þú telur þó að nauðsynlegt sé að koma frá þér. Ekki gera neitt vanhugsað. Mevian (23. aeúst-22. sept.t: Ef þú býst ekki við allt l^of miklu verður dagur ' mjög ánægjulegur hjá þér. Metnaðargimi er ekki vel til þess fallin að skapa ánægju. ISSaBBSElEa Ef þú ert að fást við eitthvað sem þarfnast sérfræðiþekkingar er réttast að leita ráðleggingar hjá þeim sem eru vel að sér. Sporðdrekinn (24. okt.-?i. nnv.i: Spá sunnudagslns i Spá sunnudagsins Sinntu aðallega hefð- bundnum verkefnum í dag, það hentar þér best. Ef þú ert óöruggur eða niðurdreginn er best að hafa nóg fyrir stafni. Spá mánudagsins Gamalt fólk verður í stóru hlut- verki í dag og hjá þeim sem eru komnir af léttasta skeiðinu verð- ur mikið um að vera. Bogmaðurinn (22. nóv.-21. des.l: pa sunnudagsins: "Utanaðkomandi áhrif hafa ekki góð áhrif á ást- : arsamband sem þú átt í. Þú færð ánægjulegar fréttir sem snerta fjölskylduna eða náinn vin. Spá manudagsins: Gættu þess að vera ekki of auð- trúa. Það getur verið að einhver sé að reyna að plata þig. Happatölur þínar eru 2, 24 og 32. Leitað verður ráða eða Jhjálpar hjá þér við að leysa vandamál í vina- hópnum. Varastu að blanda þér um of í þau mál. Þú umgengst nágranna þína mikið á næstunni og kynnist þeim mim betur. Félagslifið er fyrirferðarmikið. Steingeitin (22. des.-19. ian.l: Þér hættir til að vera of gjafmildur eða vin- gjarnlegur og láttu ekki flækja þér í neitt. Fimdur um miðj- an dag gæti orðið gagnlegur. Spa mánudagsins: Ástvinum hættir til að lenda upp á kant og reyndar er víða einhver pirringur í loftinu. Þú færð mjög óvæntar fréttir. Gwyneth Paltrow: Sást allur rassinn? Leikkonan góðkunna og ít- urvaxna, Gwyneth Paltrow, er í miklu reiðikasti við einn af frægustu ljósmyndurum heimsins um þessar mundir. Hann heitir Patrick Demarchelier og er frægur fyrir það hvað dýrt er að fá hann til að mynda. Hann skaut á Paltrow vegna nýrrar kvikmyndar hennar sem heitir Shallow Hal og fjallar um feitt fólk. Sú mynd hefur reyndar þeg- ar vakið deilur og gagnrýni fyrir að skopast að feitu fólki sem feitu fólki finnst alls ekki smekklegt. Paltrow segir aö í umrædd- um myndatökum hafi Pat- rick platað hana úr öllum fót- unum og fengið hana til að sitja fyrir á nektarmyndum. Þar á meðal voru myndir þar sem allur rassinn á Paltrow sást eins og Guð skapaði hann. Þetta vill Paltrow víst alls ekki og varð öskuvond Gwyneth Paltrow Hún er ekki til í aö sýna á sér rassinn. Ekki allan. þegar myndirnar birt- ust opinberlega og rassinn á henni blasti við allri heimsbyggð- inni. Patrick sá sem ýtti á takkann segist á hinn bóginn vera alsaklaus og kveðst alls ekki hafa platað hana til eins né neins. Hann hafi einfaldlega beðið hana að fara úr fötun- um og hún hafi gert það greiðlega. Hann hafi síðan tekið falleg- ar myndir af henni og birt opinberlega. Þetta sé ekki flókið mál. Allt er þetta mál hið undarlegasta í laginu og engin leið að vita hvað er rétt og hvað er satt. Það eina sem er ekkert undarlega vax- ið er rassinn á Gwy- neth Paltrow. Hann er flottur. John Travolta Hann viröist vera aö sökkva ferli sínum aftur. Vond mynd á leiðinni Leikarinn John Travolta hefur bragðað bæði súrt og sætt á sín- um langa ferli. Hann var einu sinni ofurvinsæll, varð síðan það haHærislegasta sem til var en skaust síðan upp á stjömuhimin- inn með leifturhraða og hefur trónað þar á festingunni í nokk- ur ár. í seinni tíð hefur hann farið að ráða meira um þær kvik- myndir sem hann leikur í og þá koma undarlegir hlutir í ljós sem varða dómgreind hans. Hann fékk að ráða öllu um Battlefield Earth sem reyndist verða ein versta mynd seinni ára og hefur fengið mörg verðlaun sem slík. Travolta er um þessar mundir að ljúka við gerð myndar sem heitir Domestic Disturbance eða Heimilisófriður á góðri íslensku. Það hefur gengið afar erfiðlega og eftir forsýningar þar sem áhorfendur geispuðu í stórum hópum var ráðist í að taka nýjan endi sem kostaði morð fjár. Eins og það væri ekki nóg þurfti líka að endurgera aHar auglýsingar um myndina því senum sem þar voru notaðar var hent út á sein- ustu stundu. Svona fæðingarhríðir boða að- eins eitt þegar Hollywood á í hlut. Það er vond mynd á leið- inni. Amerískur hvíldarstóll Ótrúlega þœgilegur! Persónuleg, íslensk rey r u s a g a Úrdjúpu myrkri til bjartrar lífssýnar Óvenju myndræn frásögn af hversdagslífi í svartholi þunglyndis. Hispurslaus og fágætlega einlæg og hugrökk lýsing á ferðalagi frá djúpu myrkri til bjartrar lífssýnar. Konan í köflótta stólnum á erindi til allra hvort sem þeir hafa kynnst sjúkdómnum af eigin raun eða ekki. „Einiœg og dJirifarík." Gudríður Haraldsdóttir/Vikan JPV ÚTGÁFA Bræðraborgarstíg 7 101 Reykjavfk • Sími 575 5600 Jpv@jpv.is • www.jpv.ls „Það er stór ókvörðun að skrifa og gefa út svo persónulega bók ... [Þórunn] hlffir sér hveigi þótt fjaliað sé um erfiða reynslu ... Hiklaust md segja að hún bœtí heiminn með jtessari bók.“ Sieinunn Óiafsdottir/kistaius
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.