Dagblaðið Vísir - DV - 17.11.2001, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 17.11.2001, Blaðsíða 6
LAUGARDAGUR 17. NÓVEMBER 2001 Fréttir X>V Einar K. Guðfinnsson, formaður sjávarútvegsnefndar Alþingis: Islendingar geta lært af Færeyingum KS nnij - sem náð hafa athyglisverðum árangri „í tengslum við FAO ráðstefnu sem haldin var hér á landi fengum við í sjávarútvegsnefnd Alþingis sjávarútvegsráð- herra Færeyja til að flytja fyrir okkur fyrirlestur um þá fiskveiði- stjórnunarstefnu sem þeir starfa meö í Færeyjum, og það gerðum við af þeirri ástæðu að okkur finnast athyglis- verðar þær fréttir sem borist hafa af árangri Færeyinga í uppbyggingu sinna fiskistofna," segir Einar K. Guðfinnsson, formaður sjávarút- vegsnefndar Alþingis, um það sem menn kalla „færeysku leiðina" í fiskveiðistjómun sem mjög er til umræðu þessa dagana. Einar segir að margt bendi til þess að Færeyingar séu að ná at- hyglisverðum árangri í fiskveiði- Einar Kr. Guöfinnsson. stjómun og sér finnst tvennt hafa staðið upp úr í máli færeyska sjáv- arútvegsráðherrans. „Annars vegar var það að hér er um aö ræða í meg- inatriðum kerfi með framseljanleg- um sóknarrétti, þar sem dregið er úr veiðunum á einstaka tegundum með þvi að takmarka sóknina. í öðru lagi vakti athygli mína að með því að beita með beinskeyttum hætti því sem ég hef kallað veiðar- færastýringu, eru þeir að ná ár- angri við uppbyggingu fiskistofn- anna. Ég held að það sé ekki síst á því sviði sem við íslendingar getum lært af Færeyingum, að beita meiri stýringu með veiðarfærunum og það geta menn gert óháð því fisk- veiðastjórnunarkerfi sem unnið er með hverju sinni“. - Heldur þú að það sé hægt að taka það besta úr færeyska kerfinu og kvótakerfinu okkar og sameina það í enn betra kerfi en þessi tvö? „Ég held aö það sem megi auð- veldlega gera í þeim efnum sé að beita veiðarfærastýringunni. Hinu geri ég mér grein fyrir að er miklu meira pólitískt deilumál hvort Við horfum með hryllingi til íslands/ Mtr.nsktuc Wt.«iw ______ M Frétt DV í gær. menn stjórni fiskveiðunum með magntakmörkunum eða sóknartak- mörkunum. Sjálfur hef ég verið hallur undir sóknartakmarkanir en hljómgrunnur fyrir slíku hefur ver- ið frekar lítill framundir þetta. En mér finnst að menn ættu a.m.k. að geta sameinast um að beita með áhrifaríkari hætti veiðarfærastýr- ingu og veiðarfæratakmörkunum og það finnst mér eiga beint erindi inn í umræðuna. Mér finnst þær upplýsingar sem komu fram * á fyrirspurnaþingi sjávarút- Jk vegsráðherra, þar sem kom * fram það almenna sjónarmið að sóknin í kvótakerfinu hafi allt of mikið beinst í stærsta fiskinn, styðji þessa skoðun mina.“ Þú talar um frekar lítinn hljómgrunn við sóknarstýr- ingu, heldur þú að það kunni að vera að breytast? „Ég skal ekkert um það segja. Stundum metur maður það svo, en ég minni á að sú um- ræða sem fram fór í sumar að stjórna steinbítsveiði ekki með beinum magntakmörkunum heldur sóknartakmökunum og veiðarfæra- stýringu, hún jók mér ekki bjart- sýni í þessum efnum,“ segir Einar K. Guðfinnsson. -gk Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri LíÚ, um færeyska kerfið: Hvolsvöllur Veröi tillaga um sameiningu sex sveitarfélaga í austanveröu Rangár- þingi yröi Hvolsvöllur kjarnastaöur þess. Suðurland: Tvennar kosningar Á tveimur stöðum á Suðurlandi verður um helgina kosið um sam- einingu sveitarfélaga. í Ámessýslu verður kosið um sameiningu Grímsness og Grafningshreppa, Laugardals-, Þingvallasveitar og Biskupstungna. Ef sameining þessa sveitarfélags í eitt verður samþykkt yrðu íbúar þess um 1.200 talsins. f austanverðri Rangár- vallasýslu er svo kosiö um hvort sameina beri Austur- og Vestur- Eyjafjöll, Austur- og Vestur-Land- eyjar, Fljótshlíð og Hvolhrepp. Verði sameining samþykkt verða íbúar í sveitarfélagi sem nær yfir allt austanvert Rangárþing tæp- lega 1.700. „Stuðningurinn við sameiningu er nokkuð almennur, það er helst spurningin hvort þetta veröur sam- þykkt í Grímsnesi og Grafningi,“ sagði Margeir Ingólfsson, formaður hreppsráðs í Biskupstungum. Hann telur sameiningu skynsamlegan kost, nú þegar veriö sé að fela sveit- arfélögum æ fleiri og kostnaðarsam- ari verkefni „Ég vil vera bjartsýnn á að þessi tillaga verði samþykkt," sagði Elvar Eyvindsson á Skíðbakka í Landeyj- um sem situr í sameiningarnefnd í Rangárvallasýslu. Hann sagði að hins vegar væri reglan sem farið væri eftir þannig að sameina mætti sveitarfélögin ef tveir þriðju hlutar íbúanna sem búa í fjórum af þeim sex hreppum sem nú er stefnt að því að sameina væru samþykkir. „Það ætti því ekki að breyta heildar- myndinni þótt tillagan yrði felld í einum eða tveimur sveitahreppun- um.“ -sbs Okkar kerfi betra - sóknarstýring leysir engan vanda „Við höfum skoðað þetta fær- eyska sóknarmarkskerfi og að öllu virtu þá teljum við einfaldlega að aflamarkskerfið sé betra, það er nú ekki flóknara en það. Við vorum með sóknarkerfi hér á árum áður sem reyndist ekki vel,“ segir Frið- rik J. Arngrímsson, framkvæmda- stjóri LÍÚ, aðspurður hvort ekki væri eðlilegt að líta til Færeyja eftir fyrirmynd í fiskveiðistjórnun. „Jafnvel þótt við ákvæðum að við vildum skipta yfir í sóknarmarks- kerfi þá værum það áfram við, þess- ir sömu útgerðarmenn sem værum að veiða fiskinn. Þetta yrði aldrei þannig að mönnum yrði skipt út úr þessu og aðrir kæmi inn þannig að þetta er ekkert út í loftið sem við erum að segja þetta. Við viljum fá sem mest út úr fiskistofnunum á sem hagkvæmast- an hátt og ef það væri mat okkar að sóknarmarkið væri betra þá myndum við að sjálfsögðu óska eftir að það yrði tekið upp,“ segir Friðrik. Hann seg- •ir það mikinn misskilning ef menn haldi að með því að taka upp sóknar- markskerfi sé verið að opna greinina fyrir nýliðun umfram það sem er í aflamarkskerfinu. Hann segir að í Færeyjum sé allt lokað og læst í kerf- inu og veiðileyfin séu lykill að kerf- inu þar. „Þú kemst ekkert inn í fær- Friörik J. Arngrímsson. eyska kerfið nema kaupa leyfi af þeim sem fyrir eru og sóknardaga," segir Friðrik. Hann minnir á að í sóknarkerfi hljóti menn líka að setja heildaraflamark og segir það því mið- ur útbreiddan misskilning hjá and- stæðingum núverandi kerfis að eitt- hvert annað kerfi „búi til fisk“. Hann segir að það séu ekki nema örfáir sem fái að veiða í Færeyjum, reyndar oft á tíðum nánast eins og þeim sýnist, enda séu margir sem telji að þar séu mjög haldlitlar sóknartakmarkanir. Friðrik telur að með sóknarkerfi verði mun erfiðara að stýra veiöum í einstaka stofna, t.d. á blönduðum veiðum, auk þess sem það hafi í fór með sér ýmiss konar óhagræði, s.s. varðandi skipulag sóknarinnar, kostnað, slysahættu o.fl. -BG Tillaga um að Akureyringar greiði 13,03% útsvar í stað 13,0%: Annaðhvort hækkun eða að draga úr þjónustu - segir bæjarstjórinn - alfarið á móti, segir fulltrúi framsóknar „Eg gerði grein fyrir því á fundi bæjarráðs að ég gæti ekki staðið að þessari hækkun. Forsendan er sú að í kjarasamningunum í apríl á síðasta ári kom fram loforð frá ríkisstjórninni um lækkun á sköttum. Það fylgdi ekki með í þeim pakka að sú lækkun yrði notuð af sveitarfélögimum til að hækka gjöld á íbúana. Ég er því alfar- ið á móti þessu," segir Guðmundur Ómar Guðmundsson, bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins á Akureyri, en hann greiddi atkvæði gegn tillögu bæj- arstjóra í bæjarráði um að útsvarspró- senta Akureyringa á næsta ári hækki 'og verði 13,03%. Þessi hækkun út- svarsins mun þýða að einstaklingur sem hefur eina milljón króna í tekjur á ári greiðir 25 þúsund krónum hærra útsvar en í ár. „Miðað við þá þjónustu sem Akur- Akureyri Útsvariö hækkar. eyrarbær veitir á öllum sviðum er al- veg ljóst að launakostnaður er langstærsti einstaki liðurinn i rekstri bæjarsjóðs. Það hafa orðið mjög mikl- ar launabreytingar á árinu sem er að líða og með einhverjum hætti verður bæjarsjóðurinn að mæta því. Annað- hvort verður það gert með þvi að draga úr þeirri starfsemi sem hann hefur haldið úti í þjónustu við íbúana eða mæta því með hækkun skatta. Þessi leið er talin fýsilegri, ásamt því að þegar ríki og sveitarfélög voru að ræða um kostnaðarskiptingu fyrir einu og hálfu ári lýsti rikið því yflr að það myndi lækka tekjuskattsprósent- una um 0,3% um næstu áramót. Svig- rúm fyrir sveitarfélög sem töldu sig þurfa meiri tekjur myndaðist því þama. Launaskattsprósenta er saman- sett úr tekjuskatti til ríkisins og út- svari til sveitarfélaganna, þannig að skattbyrði einstaklinganna á ekki að aukast við þetta. Þama er um að ræða svigrúm sem sveitarfélögin ráða hvort þau nýta sér eða ekki og langflest, eða nær öll stóm sveitarfélögin, gera það“ segir Kristján Þór. -gk Umsjón: Birglr Guömundsson netfang: birgir@dv.is Flokkanafnanefnd? í pottinum hafa menn verið að ræða hinn sérkennilega nafnaslag sem er í uppsiglingu á landsfundi Samfylkingarinnar, en Guðmundur Árni Stefánsson, og Lúðvfk Berg- vinsson eru með tillögu um að kalla flokkinn Samfylk- inguna - Jafnaðar- mannaflokk fslands og nota þannig hluta úr nafni I gamla Alþýðuflokksins. Jóhann Geirdal hefur komið með krók á móti bragði og leggur til að flokkur- inn verði kallaður „Alþýðubandalag- ið“ og segir tillöguna hugsaða til að draga fram fáránleika tillögunnar um Jafnaðarmannaflokk íslands. Tvær tiflögur enn munu á floti og i pottinum hafa menn veft þvi fyrir sér hvort ekki sé ástæða til að setja upp sérstaka „flokksnafnanefnd" innan Samfylkingarinnar sem væri þá eins konar ígildi „mannanafna- nefndar" úti í samfélaginu ... Gamall leiðari á flakki Eftir að fslenska ákvæðið svokalf- aða var samþykkt í Marrakech á dögunum, um undanþágu frá Kyoto- bókuninni til lítilla hagkerfa sem ætla í einstakar stórframkvæmdir l á sviði stóriðju og : nota til þess end- umýjanlega orku, hefur gamall leið- ari úr DV gengið á milli ungra fram- sóknarmanna. Þessi leiðari var skrifaður fyrir rétt- um þremur árum og höfundur hans var Össur Skarphéðinsson sem nú er formaður Samfylkingarinnar. Sér- staklega er búið aö undirstrika hluta leiðarans þar sem segir: „Aðr- ar þjóðir pípa á þetta viðhorf. Það kom berlega fram á ráðstefnunni sem nýlokið er í Buenos Aires. Þar lögðu íslendingar tii að þeir fengju undanþágu frá Kyotosamningnum. Það hlaut engar undirtektir nema hjá Áströlum sem vilja byggja hér magnísímstöð.“ Greinilegt er að ungum framsóknarmönnum þykir þessi leiðari Össurar hafa elst illa og dreifa honum því sín á milli...!! Hlaðan og Laden Pottverjar hafa alltaf gaman af ný- yrðasmíð og ekki síst þegar ungt fólk er að leika sér að þvi að ís- lenska nöfn og hugtök sem notuð eru á hverjum degi í fréttum fjöl- miðla. Þannig fréttist í pottinn af því að i ákveðnum hópum grunnskóla- nema i 9. og 10. | bekk norður á Ak- ureyri væri Osama I bin Laden sjaldan kallaður Osama bin Laden. Krakkarnir, sem margir hverjir hafa lært eitthvert þýsku- hrafl, mest af því að hlusta á Ramm- stein, hafa íslenskað nafn þessa hryðjuverkaleiðtoga og kalla hann aldrei annað en „Hlöðu- ósómann" ...! Stjórnardansinn Ummæli Guðna Ágústssonar um stjórnarsamstarfið hafa vakið mikla athygli en ráðherrann líkti samstarf- inu sem kunnugt er við dans þar sem heldur smá- vaxinn herra, sem var Framsókn, var að dansa við stór- gerða konu, íhald- ið, sem af var bæði dálítil svitalykt og táfýla. Guðni sagði að slíkt mættu menn ekki láta á sig fá og þvi væri ekkert annað að gera en klára dans- inn með reisn. Um þetta hafa menn farið að yrkja, eins og vera ber, og P.K. orti t.a.m. þetta: Af íhaldsfótum fýlan er, fráleitt svitinn laðar. Þetta að góðu gerir sér Guðni landbúnaðar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.