Dagblaðið Vísir - DV - 17.11.2001, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 17.11.2001, Blaðsíða 40
48 LAUGARDAGUR 17. NÓVEMBER 2001 Helgarblað _______________________________________________________________________________________py Flökkusagnir úr samtímanum - fjalla oft um fyrirbæri sem okkur þykja ógeöfelld eða vekja ótta. Flökkusagnir eða flækingssögur eru ótrúlega algengar og flestir hafa heyrt nokkrar þannig sem sannar sögur af raunverulegum atburðum. Sögur af þessu tagi flakka á milli landa og taka hamskipti eftir þörfum. Þær sögur sem komast á virkilegt flug ferðast á ógnar- hraða milli manna og milli landa á Intemetinu og sumar eru sagðar sem fréttir i Qölmiðlum. Rakel Pálsdóttir þjóðfræðingur hef- ur nýlega lokið við bók sem heitir Kötturinn í örbylgjuofninum og fleiri flökkusagnir úr samtímanum. Bókin er afrakstur BA-ritgerðar Rakelar í þjóðfræði og MA-verkefnis sem hún er að vinna að. Haldið mikiö upp á þjóðsögur „Ég man ekki hvenær ég fór fyrst að hafa áhuga á þjóðfræði en ég hef alltaf lesið mikið og þjóðsögur voru i miklu uppáhaldi hjá mér þegar ég var barn. Þegar ég fór i háskólann ákvað ég að prufa þjóðfræðina með mannfræðinni sem ég hafði sem aöalfag en ég sneri mér reyndar fljótlega alfarið að þjóð- fræði." Kötturinn í örbylgjuofninum. setti smá púður á skautið, svona rétt til að þetta yrði nú allt saman í lagi þegar hún kæmi til læknisins. Jæja, síðan er hún komin í stólinn og liggur þama ber að neðan þegar læknirinn kemur og ætlar að fara að skoöa hana. fullkomlega skil á og okkur þykja ógeð- felld eða vekja ótta. Sögumar geta ver- ið um nýja tækni, framandi menningu, plöntur eða dýr, morð, sjúkdóma, kyn- ferðismál eða vandræðalegar uppá- komur. Það sem sögumar eiga sameig- inlegt er að vera uppspuni en aðdrátt- arafl þeirra felst i því að þær gætu hafa gerst og era haíðar eftir áreiðan- legum heimildum. Staðsetning, aðstæður og umhverfi, persónur og leikendur taka breyting- um eftir því hvar sagan er sögð og hver segir hana en kjarni sögunnar, sagnaminnið, breytist ekki.“ Hrópaö oj Þegar Rakel er spurð hvort hún hafi fallið fyrir svona sögu sjálf verður hún eilítið vandræðaleg og fer að hlægja: „Já, já, oft og mörgum sinnum, en það gerist reyndar æ sjaldnar. Það gerðist reyndar oft eftir að ég byrjaði að rann- saka og skrá sögurnar. Meinlegasta dæmið er þegar mér var sagt frá köngulónni í jukkunni, ég gleypti viö henni. Mér fannst þetta alveg rosalegt Fordómar „í flestum sögunum er hægt að finna einhvers konar skilaboð eða hreina fordóma. Marktækasta dæmið um fordóma eru matarsögurnar sem oft og tíðum fjalla um austurlenska matsölustaði. „Hópur fólks fór út að borða á aust- urlenskum veitingastað hér í Reykja- vík. Einn úr hópnum fann fyrir mikl- um óþægindum í maga þegar hann kom heim, sem ágerðust svo að hann leitaði læknis. Var hann sendur með hraði á sjúkrahús þar sem hann greindist meö svæsna matareitram. Þegar læknarnir rannsökuðu inni- hald magans komust þeir að því að sjúklingurinn hafði innbyrt rottu- kjöt.“ Að sögn Rakelar heyrði hún þessa sögu fyrir mörgum árum frá konu sem taldi hana sanna. „Mér finnst mjög gaman að fletta ofan af svona sögum, þær eru saklausar á yfirborð- inu en fela oft í sér neikvæð og jafn- vel skaðleg skilaboð." Óendanlegt viðfangsefni „Mér líður vel að vera búinn með bókina. Fyrst þegar ég fékk hana í hendurnar sat ég bara og horfði á hana og trúði því ekki að þetta væri bókin mín.“ Rakel segir aftur á móti að hún sé engan veginn hætt að rannsaka flökkusagnir. „Ég er að skrifa MA-. ritgerð um efnið þar sem ég tek á því á mun fræðilegri hátt. Þar ætla ég meðal annars að rekja sögu þjóð: Hrópaöi oj Rakel Pálsdóttir þjóöfræöingur segir aö hún hafi oft falliö fyrir flökkusögnum og aö meinlegasta dæmiö sé þegar henni var sagt frá köngulónni í jukkunni. „Éggleypti viö sögunni, mér fannst þetta alveg rosalegt og hrópaði: „Oj, bara“.“ Rakel er alin upp í Reykjavík og hef- ur verið sjálfstætt starfandi fræöimað- ur í ReykjavíkurAkademíunni frá 1999 auk þess sem hún starfar sem ballett- kennari. íslenskir heimildarmenn Rakel segist fyrst hafa heyrt um flökkusagnir á námskeiði hjá Ólínu Þorvarðardóttur. „Mér fannst efnið áhugavert og skifaði fyrstu ritgerðina mína um efnið á námskeiðinu og hef verið að vinna með flökkusagnir síðan. Sögurnar í bókinni era allar fengn- ar frá íslenskum heimildarmönnum þó þær séu í eðli sinu alþjóðlegar. Sumar sögurnar hafa greinileg íslensk sér- kenni en ég þekki enga sögu sem getur talist sér íslensk. Þetta á reyndar við alls staðar þvi að eitt af einkennum flökkusagna er að þær aðlaga sig að- stæðum." Sem dæmi um flökkusögn sem er staðbundin á íslandi segir Rakel sög- una um bamið sem var skilið eftir sof- andi í bil í bílageymslu Kringlunnar og kafnaði vegna útblásturs. I erlendum útgáfum af sömu sögu deyr bamið yf- irleitt vegna of mikils hita. Með glimmer og allt Eftirfarandi sögu heyrði Rakel hjá konu á fertugsaldri. Rakel segist eiga söguna í nokkram útgáfum og að hún njóti fádæma vinsælda meðal kvenna. „Ung stúlka hér í Reykjavík var að fara til kvensjúkdómalæknis i fyrsta sinn. Hún var töluvert stressuð og fór í sturtu áður og þvoði sér vandlega. Þegar hún var að hlaupa út úr dyran- um sneri hún við og fór inn á baö og Hann lítur upp kímleitur og segir: „Nob . . . bara glimmer og allt!“ Þá hafði stelpugreyið óvart sett á sig glimmerduft í öllum flýtinum." Gæti hafa gerst Að sögn Rakelar er efni flökkusagna sótt í samtímann. „Þetta eru sögur sem eiga hljómgrann í okkar veruleika og fólk segir þær aftur og aftur vegna þess að því finnst þær fyndnar, skemmtileg- ar eða ógeðslegar. Þær fjalla gjaman um fyrirbæri sem við kunnum ekki Lœknirinn kíkti á borg- arann og sá að það var einhvers konar œxli í honum sem strákurinn hafði bitið í og haldið að væri sósa. og hrópaði: „Oj, bara“. Það bráði reyndar fljótlega af mér og ég áttaði mig á hvemig á öllu stóð.“ Kjúklingakrabbameinsæxlið „Það var strákur sem fór á kjúklingastað og keypti sér kjúklinga- borgara með engri sósu. Þegar hann var að borða borgarann fann hann allt í einu sósu uppi í sér. Hann hætti að borða og pakkaði hamborgaranum saman. Stuttu seinna fékk hann heift- arlegan magaverk og fór beint til lækn- is. Læknirinn skoðaði hann og spurði hvort hann hefði verið að borða eitt- hvað sérstakt. Strákurinn sagði hon- um frá kjúklingaborgaranum og svo heppilega vildi til að hann var ennþá með afganginn úti í bfl og fór og sótti hann. Læknirinn kíkti á borgarann og sá að það var einhvers konar æxli í honum sem strákurinn hafði bitið í og haldið að væri sósa.“ Að sögn Rakelar komst þessi saga á kreik í Bandaríkjunum í kringum 1990 og hefúr farið viða síðan. Hér á landi mun atburðurinn eiga að hafa átt sér stað á McDonald’s, Subway eða Kent- ucky Fried Chicken, allt eftir því hver segir söguna. sagnafræðinnar og hvernig fræði- menn hafa tekið á flökkusögnum. Ég ætla einnig að fjalla um þær í tengsl- um við íslenskt samfélag og hvernig þær koma fyrir.“ í síðasta kafla bókarinnar er fjallaö um sögur sem tengjast atburðunum í New York 11. september síðastliðinn. Rakel segir að á hverjum degi verði tfl nýjar sögur og að eðli síns vegna sé rannsóknarefnið óendanlegt. „Þegar ég var að klára bókina dundu hörmungamar í New York yfir og um leið urðu tO sögur tengdar atburðinum. Ég hafði því hraðar hendur og kom nokkrum þeirra inn á síðustu stundu." Miskunnsami arabinn „Vinkona vinkonu minnar var með strák frá Afganistan þangað tO fyrir u.þ.b. mánuði. Hún átti stefnumót við hann 6. september en hann mætti ekki. Hún komst skOjanlega í upp- nám, fór heim tO hans og sá þá að hann var búinn að tæma íbúöina. Þann 10. fékk hún bréf frá kærastan- um þar sem hann sagðist óska þess að hann gæti sagt henni af hverju hann hefði farið og að honum þætti þetta mjög leitt. Áhugaverðasti hluti bréfs- ins er að hann sárbændi hana um að fljúga ekki þann 11. september og ekki fara í neinar verslunarmiðstöðv- ar á hrekkjavökunni. Þegar atburð- imir geröust þann 11. fór hún með bréfið til FBI. Þetta er ekki tölvupóst- ur sem ég er að senda áfram heldur frétti ég þetta í gærkvöldi hjá vini mínum til margra ára.“ Word Trade Center Þegar Rakel var að klára bókina dundu hörmungarnar í New York yfir og um leið uröu til sögur tengdar atburöinum. Henni tókst aö koma nokkrum þeirra inn í þókina á síðustu stundu. Rottan í barnavagninum Það gerðist einu sinni í Reykjavík fyrir mörgum árum að rotta komst upp í bamavagn með sofandi ungbarni í. Rottan boraði sér undir sængina og nag- aði sig inn í barnið. Það dó. Óreglufólk í Laugarnesinu Á jólunum 1990 fannst tveggja ára gamalt barn eitt á heimili í Laugarásnum. Foreldrar barns- ins voru óreglufólk og höfðu far- ið á fyllirí og skilið barnið eftir heima. Nágrannarnir höfðu heyrt mikinn barnagrát en ekki orðið varir við neinar manna- ferðir. Þeir létu lögregluna vita og þegar hún braust inn sat barnið á gólfinu og nagaði hráa rjúpu sem líklega hefur átt að vera í jólamatinn. Líffræði 103 í líffræði 103 voru nemar látnir taka úr sér munn- vatnssýni og skoða undir smásjá. Þegar munnvatnið úr einni stúlkimni var skoðað sáust greini- lega sæðisfrumur spriklandi í sýninu. Spangirnar til vandræða Það var einu sinn kærustupar sem var nýbyrjað saman. Þau voru mjög skotin og kysstust meira og minna allan daginn. Einu sinni þegar þau voru í sleik kræktust spangirnar sam- an og þau urðu að fara á neyðar- vaktina til að láta losa sig. Ollu má ofgera Einu sinni var stúlka sem var alltaf i ljósum. Hún fór á hverj- um einasta degi og lá alltaf tvö- faldan tíma. Dag einn kom hún ekki fram þegar tíminn var bú- . inn. Starfsfólkið hélt að hún hefði sofnað og kallaði til henn- ar. Hún svaraði ekki köHum þeirra og þegar betur var að gáð var hún látin. Við krufningu kom í ljós að innyflin í henni voru soð- in í mauk. Velkominn í AIDS-klúbbinn Ungur maður var úti að skemmta sér í Reykjavik og náði sér í hjásvæfu á einum skemmti- staðnum. Morguninn eftir vakn- aði hann aleinn í rúminu og fór fram á bað. Á speglinum stóð skrifað með varaUt: „Velkominn í AIDS-klúbbinn“. Kóngulóin í jukkunni Einu sinni var kona sem keypti sér jukku í blómabúð og kom henni fyrir í stofunni heima hjá sér. Kon- unni fannst eins og jukkan hreyfðist annað slagið og stundum heyrði hún einkennileg hljóð frá plönt- unni. Dag nokkurn rétt fyrir jól var konan að þurrka ryk af blöðum jukkunnar þegar stór, mikil og loðin tarantúla hleypur upp eftir handleggnum á henni. Hótel Ég þekki strák sem var að vinna á hóteli. Einu sinni þegar haldin var veisla fyrir sex hund- ruð manns pissuðu alUr þjón- amir í súpuna áður en hún var borin fram. kip@dv.is -Kip
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.