Dagblaðið Vísir - DV - 17.11.2001, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 17.11.2001, Blaðsíða 12
12 Helgarblað LAUGARDAGUR 17. NÓVEMBER 2001 DV Afganskar konur sjá nú fram á bætt mannréttindi eftir áralanga kúgun undir talibönum: Blæjurnar falla Það er ekki annaö aö sjá en afgönsku konurnar á myndum hér aö ofan séu ánægöar meö aö blæjan skuli fallin, en hana hafa þær skilyrðislaust þurft aö bera síöustu árin samkvæmt skipan talibanastjórnarinnar, eöa þar til sl. mánudag eftir aö herir Norðurbandalagsins hertóku höfuöborgina Kabúl. Forystumenn „frelsissveita" Norðurbandalagsins, sem undan- farna viku hafa sótt fram með mikl- um látum í Afganistan og náð á sitt vald mestöllu landinu af talibönum, hafa tilkynnt að konur geti nú aftur snúið til vinnu og stúlkur til náms, sem hvorutveggja var bannað í valdatíð talibana. I yfirlýsingu, sem gefin var út eftir hertöku Kabúl á mánudaginn, segir að konur hafi nú rétt til að sækja nám og vinnu sam- kvæmt kenningum íslams og heið- virðum afgönskum hefðum. Afganskar konur hafa ekki látið þar við sitja og hafa nú hver af ann- ari látið blæjuna falia, sem þær voru þvingaðar til að nota af vald- höfum talibana, en ill meðferð á konum var einmitt það sem þeir voru hvað alræmdastir fyrir. Andtalibanskur áróður? Þessa kvenfyrirlitningu talibana hefur Norðurbandalagið aftur á móti nýtt sér til framdráttar í stríð- inu og spurning hvort það er aðeins andtalibanskur áróður til að vinna fylgi I valdabaráttunni, áður en til myndunar nýrrar ríkisstjórnar kemur. Þegar málið er skoðað ofan í kjölinn kemur nefnilega í ljós að sáralítill munur hefur verið á stöðu afgönsku konunnar á landsvæðum talibana og norðanmanna, en á báð- um svæðunum hafa þær þurft að hylja allan líkama sinn frá toppi til táar með kufli, sem á afgönsku er kallaður „Chardari". Á norðursvæð- unum ér það þó frekar vegna trúar- hefðarinnar heldur en valdboðs yf- irvalda og hefur það þá verið á valdi hverrar Qölskyldu fyrir sig að ákveða slíkt. En trúarhefðin og of- stækið er ríkt með allri þjóðinni og því hafa konur norðanmanna einnig haft þessa byrði að bera. Eini munurinn er að þær hafa fengið að stunda vinnu og einnig nám, þó það hafi verið af skornum skammti. Ströng handleiðsla íslams Leiðtogar talibana hafa hingað til haldið því fram að þessi viðhorf þeirra gagnvart konum sé einungis hugsuð til að vernda virðingu þeirra og séu samkvæmt kenning- um og lögum íslams. Þeir höfðu þó lofað að eftir að stríðinu lyki myndu konur aftur fá leyfi til að fara út á vinnumarkaðinn og hefja nám, en þá undir strangri handleiðslu íslams. Talibanar hafa einnig haldið því fram að gæfu þeir eftir í málefnum kvenna myndu þeir hægt og sígandi missa völdin og vísa til þess þegar Amanullah konungur missti völdin á öðrum áratug síðustu aldar, vegna þess að hann vildi gefa konum auk- ið frelsi. Þá hafi Zahir Shah einnig hrökklast frá völdum eftir að hafa sýnt vilja sinn í verki, en það var einmitt í hans stjórnartíð, árið 1959, sem einhver hreyfing komst á rétt- indamál kvenna í Afganistan og einmitt hann sem lagði það í hend- ur fjölskyldnanna að ákveða sjáifar frelsi kvenna sinna. Það er þó nokk- uð langsótt að kenna því um að Shah var rændur völdum árið 1973, af frænda sínum Mohammad Da- oud, rétt á meðan hann skrapp til augnlæknis á Ítalíu. Örlögln ráðin Þar með má segja að örlög Afgan- istans hafi verið ráðin og upphaf at- burðarásar hafist sem skapaði það ástand sem ríkir í dag, en frændinn Daoud lýsti yfir lýðveldi Afganist- ans og skipaði sjálfan sig fyrsta for- seta þess með stuðningi róttækra múslíma. Eftir að hafa komist upp á kant við eigin stuðningsmenn ving- aðist hann við Sovétmenn, sem leiddi til aprílbyltingarinnar árið 1978. Daoud og öll fjölskylda hans var líflátin í kjölfarið og þar með lauk 200 ára samfelldri valdasögu íjölskyldu Zahir Shahs, sem nú þyk- ir ein helsta sameiningarvon af- gönsku þjóðarinnar, eftir tæplega þriggja áratuga útlegð hans í Róm. Fyrra blæjufallstímabilið Á þessum tíma urðu nokkrar breytingar á lífsháttum kvenna, sér- staklega í borgunum, en öllu minni í afskekktari fjallahéruðunum og má segja að fyrra blæjufallstímabil- ið hafi þar með hafist. Konur tóku í auknum mæli þátt í þjóðfélagsmál- um og streymdu inn á skólana til náms. Eftir innrás Sovéthersins ár- ið 1979, varð frelsi kvenna síðan það mesta sem þekkst hefur í landinu til þessa, eða þar til ríkisstjóm Dr. Najibullah hrökklaðist frá völdum árið 1992 og frelsissveitir Mujahed- in-skæruliða tóku völdin eftir að hafa hrakiö Sovétherinn úr landi eftir áralangt stríð. Eftir valdatöku talibana í Kabúl árið 1996 hefst síð- an svartasta tímabil í sögu af- ganskra kvenna sem náði hámarki árið 1998 þegar þær, eins og áður segir, voru útilokaðar frá allri vinnu og bannað að afla sér mennt- unar. Hluti af þjóðarmenningunni Þótt sumar konur í Afganistan líti á kuflana sem hálfgerða fanga- búninga eru aðrar sem klæðast þeim með miklu stolti, líkt og þegar ömmur okkar hér á landi klæddust peysufótum í gamla daga. í Norður- héruðunum, þangað sem lög tali- bana náðu ekki, hafa konur sjálfar kosið að ganga í kuflunum og litið á það sem hluta af þjóðarmenning- unni. í sumum tilfellum er jafnvel litið á kuflana sem stöðutákn, þar sem það er ekki aflra að eignast þá vegna fátæktar, en auðvitað eru þeir eins og aðrar flíkur saumaðir úr misdýrum efnum með mismikl- um íburði. Heyrst hafa dæmi um það að í fátækustu fjölskyldunum geti konurnar jafnvel ekki látið sjá sig utan dyra þar sem þær hafa ekki haft efni á því að koma sér upp kufli og ekki hætt á það að láta sið- gæðislögreglu talibana góma sig, en í höfuðborginni Kabúl hefur lögreglan verið ein íjölmennasta starfsstéttin. Hegningin við því að ganga ekki í kufli með tilheyrandi blæju, er hýðing á almannafæri og hana vilja flestar konur losna við. Á fyrrum yfirráðasvæðum tali- bana, þ.e.a.s. í borgunum og á fjöl- býlissvæðunum í suðurhluta lands- ins, þar sem nálægðin við nútim- ann er meiri, er þó ólíklegt að ung- ar konur hafi klæðst „peysufótun- um“ af fúsum og frjálsum vilja heldur hafi það verið vegna skip- ana stjómvalda. Það er því liklegra að kuflinn hafi sjálfkrafa orðið tákn kvenkúgunarinnar, heldur en að konur hafa hafnað honum sem slík- um. Athygli heimsins Á yfirráðasvæðum talibana í suð- urhluta landsins hefur andstaða kvenna gegn kúguninni skiljanlega verið hvað mest, en neyðaróp þeirra þó ekki borist hinum siðmenntaða heimi, nema að litlu leyti, fyrr en at- hygli heimsins beindist að landinu eftir hryðjuverkaárásirnar á Banda- rikin hinn 11. september sl. Nokkur umræða hafði þó farið fram vegna málsins á alþjóðavettvangi og i júlí í fyrra, eftir að talibanastjórnin hafði bannað konum að sinna störf- um við neyðarhjálp á vegum Sam- einuðu þjóðanna, var Eric de Mul, einn aðalskipuleggjenda hjálp- arstarfsins, sendur til viðræðna við talibanastjórnina í Kabúl, en varð frá að hverfa án árangurs. Þar við sat þar til hersveitir Norðurbanda- lagsins hertóku Kabúl á mánudag- inn og afléttu í kjölfarið vinnubann- inu sem valdið hafði miklum vand- ræðum vegna hungursneyðar og hörmunga í landinu, en konur höföu verið i meirihluta starfs- manna. Byltingarsamtök kvenna Strax árið 1977 stofnuði afgansk- ar konur byltingarsamtök af- ganskra kvenna, RAWA, og var megintilgangur þeirra að auka áhrif og þátttöku kvenna í stjórn- og þjóðmálum. Það er enn þá meg- in langtímatilgangur samtakanna, en vegna ástandsins heima fyrir hafa samtökin neyðst til að fiytja aðsetur sitt til borgarinnar Quetta í Pakistan, þaðan sem þau einbeita sér að hjálparstarfi í flóttamanna- búðunum við landamæri Afganist- an. Þær hafa líka haldið uppi leynilegri starfsemi innan Afganistans og hefur barátta þeirra fyrir auknum réttindum kvenna valdið heimsathygli, sér- staklega eftir að breska sjónvarps- konan Saira Shah upplýsti heim- inn um störf þeirra, eftir að hafa í haust læðst um lendur talibana með falda myndavél. Engin læknisþjónusta í umfjöllun bresku fréttakon- unnar, sem er af afgönskum upp- runa, kom vel fram við hvaða aðstæður afganskar konur hafa þurft að lifa í tíð talibanastjórnar- innar, svo að segja án allra mann- réttinda. Þær fengu til dæmis enga læknisþjónustu, þar sem þeim var ekki leyft að leita til karlkyns lækna og þar sem kvenlæknar máttu ekki vinna var ekki um neina læknishjálp að ræða. Enda hefur heilsufar afganskra kvenna versnað til muna og samkvæmt könnum sem mannréttindasamtök lækna gerðu fyrir nokkru, taldi 71 prósent kvenna sem spurðar voru í höfuðborginni Kabúl, að þær hefðu hlotið varanlegan skaða af. Með aukinni mnræðu hafa ýmis samtök kvenna um víða veröld loksins látið til sín heyra og nú síðast hópur sextán kvenkyns utanríkisráðherra, sem skorað hafa á Kofi Annan, aðalritara SÞ, að beita sér fyrir því að konur verði valdar í fyrirhugaða þjóðstjóm. Norðurbandalagið í Kabúl Hersveitir Norðurbandalagsins náðu Kabúl, höfuðborg Afganistans, á vald sitt á þriðjudagsmorgun. Her- menn talibanastjórnarinnar veittu enga mótspyrnu enda höfðu þeir flestir flúið um nóttina. Stöðugar loftárásir Bandaríkjamanna á víg- línu talibana við Kabúl urðu til að veikja mótspyrnu þeirra. Norður- bandalagið háfði áður lofað að taka Kabúl ekki svona fljótt en þar sem talibanar voru flúnir af hólmi var ekki um annað að ræða til að koma í veg fyrir að pólitískt tómarúm myndaðist í borginni. Flugvél hrapaði á Queens Tæplega 270 manns týndu lífi þeg- ar Airbus-þota frá bandaríska flug- félaginu American Airlines hrapaði niður á íbúðarhverfi i Queens í New York á mánudagsmorgun að staðar- tima, skömmu eftir flugtak frá Kennedyflugvelli. Ljóst þykir að um hörmulegt slys hafi verið að ræða, en ekki hryðjuverk eins og margir óttuðust i fyrstu. Talið er að vind- sveipir frá annarri þotu hafi jafnvel valdið slysinu. Hringurinn þrengist Talsmaður Bandaríkjahers sagði á fimmtudag að hringurinn væri farinn að þrengjast um Osama bin Laden og hryðjuverka- samtök hans í Afganistan. Tals- maður talibana í Afganistan sagði hins vegar fyrr í vikunni að bin Laden myndi aldrei iáta Banda- ríkjamenn eða bandamenn þeirra ná sér lifandi. Undir lok vikunnar höfðu talibanar aðeins þrjár borgir enn á valdi sínu, þar á meðal höfuð- vígi sitt í Kandahar en hart var sótt að þeim úr öflum áttum. Hugað að nýrri stjórn Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti á miðvikudag tillögu að myndun bráðabirgðastjórnar í Afganistan, eftir óvænt fall höfuð- borgarinnar Kabúl í hendur her- manna Norðurbandalagsins. Gert er ráð fyrir að fulltrúar allra þjóðar- brota i landinu fái sæti i stjórninni. Stefnt að auknu frelsi Viðskiptaráð- herrar Heimsvið- skiptastofnunar- innar (WTO) komust að sam- komulagi eftir sex daga fundahöld í arabíska fursta- dæminu Katar að boða til viðræðna um aukið frelsi í heimsviðskiptum á næsta ári. Formælendur slíkra viðræðna segja að þær muni hafa örvandi áhrif á efnahagslíf ríkja heims og leiða til þess að milljónir manna geti brotist úr fátækt. Forsetar ekki sammála George W. Bush Bandaríkjaforseti bauð Vladimír Pútin Rússlands- forseta á búgarð sinn i Texas og gaf honum að borða ekta kúrekamat. Þótt forsetunum hafi orðið vel til vina gátu þeir þó ekki komið sér saman um eina skoðun á ABM-eldflaugasamningnum frá 1972, sem Bush vill fafla frá, og áformum Bandaríkjamanna um varnir gegn eldflaugaárásum óvin- veittra ríkja sem Rússar eru mjög andvígir. Forsetamir hafa þó ekki gefist upp og ætla að ræða aftur saman. -gb
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.