Dagblaðið Vísir - DV - 17.11.2001, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 17.11.2001, Blaðsíða 11
11 + LAUGARDAGUR 17. NÓVEMBER 2001 Skoðun Horft á Omega Eftir að heim kom lágu leiðir feðganna saman innan veggja heim- ilisins. f hvert skipti sem þeir mættust bauð drengurinn góða kvöldið eða hann sagði eitt- hvað kurteislegt og úr engil- bjartri ásjónu hans skein kær- leikurinn. Klukkan var langt gengin í 11 um kvöldið og fjöl- kyldan var saman komin i stof- unni. Dreng- urinn hafði lagt undir sig húsbóndastólinn og fiölskyldan var sameinuð að horfa á kristilegu sjónvarpsstöðina Omega. Þá hringdi síminn. „And- skotinn, hver er að hringja á þess- um tíma?“ sagði húsbóndinn þreytulega. „600 kall,“ heyrðist glað- hlakkalega úr hægindastólnum og húsbóndanum krossbrá svo að hann þorði ekki einu sinni að bölva í hljóði. Næstu dagar liðu án þess að svo mikið sem eitt blótsyrði félli á Kirkjustéttinni. Faðirinn og ung- lingurinn voru á varðbergi og þeir vöktuðu hvor annan en árangurs- laust. Maðurinn upphugsaði hern- aðaráætlun. Svo sem títt er um ung- linga á ákveðnu skeiði var sonur hans uppstökkur. Á þriðja degi blót- bindindisins hóf sá eldri tangar- sókn. Hann spurði strákinn út í heimanámið og tuðaði yflr því að hann hefði ekki mætt á réttum tímna til spurninga hjá prestinum. Hinn roðnaði undir ræðu fóður síns og hann rauk upp. Ljóta orðið var við það að brjótast fram á varir hans þegar svo var sem hann næði áttum. Blísturs- hljóð heyrðist i stað þess að hið hefð- bundna „fokk“ næði að taka á sig mynd. Hann brosti út að eyr- um. „Já, pabbi. Það er ekki gott til afspurnar að mæta illa til prestsins," sagði hann og heiðr- aði bæði föður sinn og móður. Níu hundruð Ekkert bar til tíðinda næstu dag- ana og blótsyrðum virtist hafa verið út- rýmt. Föðurnum fannst sem drengurinn væri með einhver áform og hann gætti að hverju orði. Svo rann upp sunnudag- ur en þá var hinum ófermda ætlað að mæta til spuminga. Sá eldri sat grandalaus og horfi á barnatímann í sjon- varpinu með yngsta barninu þegar táningurinn kom fram með stírurnar í augunum. „Hvað er klukkan?" spurði hann og fékk þau svör að hún ætti stutt eftir í 10. „Átti ég ekki að mæta til prestsins klukkan 10? spurði hann. „Hvem andskotann meinarðu? Svafstu enn einu sinni yfir þig?“ spurði faðir hans fjúk- andi reiður. „Níu hundruð," sagði strákurinn og aðeins eyrun fyrir- byggðu að brosið næði hringinn. „Fermingarfræðslan er eftir mess- una sem hefst klukkan 11,“ sagði hann og rétti fram hönd sína. „Legg í lófa karls,“ sagði hann á gullaldaríslensku. Faðir hans dró upp veski sitt og þúsundkall skipti um eiganda. Feðgarnir óku Kirkjustéttina og síðan áleiðis austur Kristnibraut, fram hjá Maríubaug, til móts við rísandi sól. Bjart var yfir báðum enda á leið til guðsþjónustu. Þeir renndu yfir boðorðin 10 og faðir- inn leit stoltur á soninn sem virtist allt að því endurfæddur. Ósjálfrátt þreifaði hann eftir veski sínu. Árni Mathiesen hefur réttilega sagt að það skipti engu máli hvort myndir Sjónvarpsins séu sviðsettar eða ekki. Það skiptir hins vegar máli hvort sjómennimir okkar hafa þá tilfinningagreind sem þarf til að horfa fram á veginn. dæminu að framan og engin ástæða er til að ætla að þeim vegni vel i sinni sínu á eftir. Samviskan hlýtur að naga þá og því verður að höfða til skynsemi þeirra og sjálfsvirðing- ar. _i_________________ t Ekki fiskinum að kenna Það eru engin rök að sigla út án heimildar fyrir nema einhver tonn af ákveðnum afla og henda 90% afl- ans bara af því að hinar fisktegund- irnar séu svo vitlausar að bíta á krókinn eða séu of smávaxnar. Tré- smiður í landi getur lent í atvinnu- leysi og þá þýðir ekki fyrir hann að rjúka út með hamar og sleggju og brjóta niður hús ef ske kynni að eigandi þess myndi í kjölfarið biðja hann að laga það aftur fyrir þókn- un. Einu gildir í raun hve umfangs- mikið brottkastið hefur verið og hve stór hluti þess er kerfinu að kenna. Á meðan við sitjum uppi með þetta kerfi verður að lifa eftir því. Ekkert kerfi réttlætir brott- kast. Árni Mathiesen sjávarútvegsráð- herra hefur réttilega sagt að það skipti engu máli hvort myndir Sjónvarpsins séu sviðsettar eða ekki. Það skiptir hins vegar máli hvort sjómennirnir okkar, hetjur hafsins, hafa þá tilfinningagreind sem þarf til að horfa fram á veginn. Ef voninni um stundargróða linnir er Islendingum borgið. Sjómönnum er falin mikil ábyrgð og engin út- gerð getur tekið það ok af þeim. Smábátasjómenn hafa átt samúð þjóðarinnar hingað til vegna vist- vænna veiða og hóflegrar um- gengni við auðlindina. Þeir mega ekki láta brottkastið ræna þeirri æru. Þjóðin hafnar rányrkju og það gildir líka um stærri veiðiskip. All- ur afli verður að koma í land og meira þarf til að svo verði en kerf- isbreytingu. -BÞ Leikreglur brotnar Kasta rýrö á starfsgrein Þeir sem hlut áttu aö máli eru ekki aöeins sekir um brot á lögum heldur um ótrúlegan subbuskap og ónærgætni viö náttúruna um leiö og þeir kasta rýrö á heila starfsgrein. auknu eftirliti," sagði Árni M. Mathiesen í viðtali við DV. Særö réttlætiskennd Fyrir landkrabba er merkilegt að sjá hvernig farið er ránshendi um auðlind okkar íslendinga og það án þess að viðkomandi hafi nokkra skömm í brjósti. Þeir sem hlut áttu að máli eru ekki aðeins sekir um brot á lögum heldur um ótrúlegan subbuskap og ónærgætni við náttúr- una um leið og þeir kasta rýrð á heila starfsgrein. Slíkir menn eiga engan rétt til að sækja sjó eða koma nálægt nýtingu mikilvægustu auð- lindar þjóðarinnar. Þetta er kjarni málsins en ekki gallarnir i stjórn- kerfi fiskveiða. Auðvitað reyna andstæðingar kvótakerfisins að nýta sér frétta- myndir Ríkissjónvarpsins málstað sínum til framdráttar. Markmið þeirra er ekki að koma í veg fyrir brottkast á fiski heldur að kollvarpa fiskveiðistjórnunarkerfi, sem þrátt fyrir alla sína galla hefur skilað En réttlœtiskennd mín er hins vegar sœrð þegar upp kemst um menn sem nauðga auðlindinni með skipulegum hœtti og eru síðan settir upp á stall sem baráttumenn gegn ranglœti. Slíkir menn geta aldrei átt samúð mína eða stuðning. okkur íslendingum einhverjum besta árangri í sjávarútvegi sem um getur í heiminum. Með þvi að ala á tortryggni og öfund er reynt að grafa undan því sem vel er gert. Þvi hefur á stundum verið haldið fram að kvótakerfið særi réttlætis- kennd almennings og þá sérstaklega þegar útgerðarmenn geta í krafti kvótaeignar gengið ríkir frá illa reknum og jafnvel gjaldþrota fyrirtækjum. En réttlætis- kennd mín er hins vegar særð þegar upp kemst um menn sem nauðga auðlind- inni með skipulegum hætti og eru síðan settir upp á stall sem baráttu- menn gegn ranglæti. Slíkir menn geta aldrei átt samúð mína eða stuðning. Vonandi verður það upphlaup sem nú hefur átt sér stað aðeins tímabundið þannig að skynsemi fái aftur að ráða. Brottkast er og hefur verið vandamál og fyrir það verður að komast en lausnin verður aldrei fólgin í því að bylta því kerfi sem ríkir og kippa þannig undirstöðun- um undan heilli atvinnugrein. En eftirmálin af „brottkastsmálinu" kunna hins vegar að verða sjávarút- vegi dýrkeypt með öðrum hætti. Ungt fólk laðast ekki lengur til starfa hjá fyrirtækjum í sjávarút- vegi eins og svo oft áður. Sjávarút- vegur hefur orðið að pólitísku þrætuepli og svartir sauðir innan greinarinnar hafa komið óorði á starfsgreinina og sjómenn sem gerir ungt fólk fráhverft því að hasla sér þar völl. Slíkan skaða kann að verða erfitt að vinna upp. Þá skipta deilurnar engu Stjórnkerfi fiskveiða er ófullkom- ið eins og önnur mannanna verk. En þrátt fyrir gallana er kerfið það skásta sem völ er á og skiptir engu þótt heilagir stríðsmenn úr röðum útgerðarmanna eða fjölmiðlunga reyni að sýna fram á annað. Við eigum hins vegar ekki að hræðast breytingar en breytingar eiga ekki að eiga sér stað breyting- anna vegna. Mikilvægt er að á hverjum tíma fari fram öfgalaus umræða um hvernig skynsamlegast sé að skipuleggja nýtingu auðlinda sjávar og hvernig best verði staðið að því að tryggja góðan og hag- kvæman rekstur sjávarútvegsfyrir- tækja sem þrátt fyrir allt mun skipta okkur íslendinga miklu í ná- inni framtíð. En það má ekki alltaf vera að breyta leikreglunum og kippa þannig stoðunum undan framtíðaráformum fyrirtækja. Eigi íslensk sjávarútvegsfyrirtæki stöð- ugt yfir höfði sér að leikreglunum verði breytt mun engin þróun verða í greininni, engin sýn til framtiðar, engin fjárfesting í möguleikum til aukinnar sóknar. Og þá skipta deil- ur um fiskveiðistjórnunarkerfið hvort sem er engu máli. Umræða um hrottkast á fiski hef- ur blossað upp aftur eftir makalaus- ar myndir sem birtust í Ríkissjón- varpinu fyrir skömmu, þar sem sýnt var skipulagt brottkast á góð- um afla. í ljós hefur komið að í hlut áttu kvótalausir eða kvótalitlir bát- ar. Eins og vænta mátti tóku margir fjölmiðlamenn og stríðsmenn gegn kvótakerfinu sig til. Hér var enn ein sönnun þess hve kvótakerfið er rot- ið. Dregin er upp mynd af mönnum í gervi Hróa hattar - slíkt hentar málstaðnum í stað þess að sýna raunveruleikann - sóða sem um- gangast auðlindir af lítilsvirðingu og ganga gegn almannahag. Þannig er öllu snúið við. í sjálfu sér er það mannlegt að leggjast á sveif með einstaklingum sem berjast gegn óréttlátu kerfi eða ranglátum lögum. Slik barátta vek- ur hrifningu flölmiðlunga og al- mennings. En myndir Ríkissjón- varpsins eiga ekkert skylt við slíkt heldur eiga hlut að máli menn sem í skjóli vitlausasta dóms Hæstarétt- ar sækja sjóinn vitandi það að þeir verða að stunda brottkast í stórum stíl. Myndirnar eru því ekki dómur yfir gildandi stjórnkerfi flskveiða heldur yfir Hæstarétti og þeim dóm- urum réttarins sem kváðu upp illa rökstuddan og illa framsettan dóm - svokallaðan Valdimarsdóm. Hertar reglur Árni M. Mathiesen sjávarútvegs- ráðherra beitti sér fyrir breytingu á lögum um umgengni um nytjastofna sjávar þar sem reglur og eftirlit með brottkasti á fiski voru hertar og réttur útgerða varðandi tegundatil- færslur skertur. Markmiðið var og er að tryggja enn frekar góða um- gengni um auðlindir sjávar. Eins og sá er þetta ritar benti á fyrir liðlega ári er sjálfsagt og eðli- legt að herða eftirlit með nýtingu auðlinda við landið og auka svig- rúm Fiskistofu til að framfylgja gildandi lögum og reglum. Hins veg- ar er auðvelt að fara offari í þeim efnum og góður ásetningur og vilji er ekki alltaf trygging fyrir því að útkoman verði eins og að er stefnt. Vandinn sem blasir við er auðvit- að sá að eftirlit með hugsanlegum lögbrotum og rannsókn þeirra virð- ist ekki vera í þeim farvegi sem eðlilegt og æskilegt hlýtur að teljast. Og það er oft erfitt að framfylgja lög- um þegar brotaviljinn er einbeittur, eins og sjávarútvegsráðherra hefur bent á: „Hins vegar er mjög erfitt að nálgast þá sem gera gagngert út á þessi brot nema með lögregluað- gerðum og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.