Dagblaðið Vísir - DV - 17.11.2001, Blaðsíða 44

Dagblaðið Vísir - DV - 17.11.2001, Blaðsíða 44
52 LAUGARDAGUR 17. NÓVEMBER 2001 Tilvera Tony Miles látinn: Umdeildur og skemmti- legur persónuleiki Enski stórmeistarinn Anthony John Miles lést mánudaginn 12. nóvember síöastliöinn. Hann varð aðeins 46 ára gamall, fæddist 23. apríl 1955. Hann lést i svefni en hann haföi lengi átt við sykursýki á háu stigi að stríða. Miles var mjög umdeildur en skemmtilegur per- sónuleiki og var ekki feiminn við að fara ótroðnar slóðir. Hann varð fyrsti stórmeistari (1976) og fyrsti heimsmeistari unglinga Breta (sami titill og Helgi Áss Grétarsson náði, þ.e. 20 ára og yngri) aðeins nítján ára að aldri 1974 og höfðu þeir þá beðið lengi og voru farnir að ör- vænta. Það er skemmtileg tilviljun að sami breski auðkýfingurinn, Jim Slater, lofaði að tvöfalda verðlauna- féð í einvígi Fischers og Spasskís og lofaði 5000 sterlingspundum þeim Sævar Bjarnason skrifar um skák Skákþátturinn Breta sem fyrstur yrði til þess að ná stórmeistaratitli í skák. Hvort þeir Fischer og Spasskí fengu aura frá honum veit ég ekki en Miles sá ekki hvorki né fékk eitt einasta pund frá þessum skrumara! Likt og á íslandi tæpum áratug seinna fylgdi mikil skáksprenging í kjölfarið. Þeir John Nunn og Nigel Short komu fram á sjónarsviðið ásamt fjölda annarra sem uppgötv- uðu við þennan áfanga Miles að þetta væri ekki óyfirstíganlegur þröskuldur. Miles var þeirra fremst- ur framan af en veikindin og óskyn- samlegt líferni á stundum komu í veg fyrir að hann væri I allra fremstu röð lengur en efni stóðu til. Ég vitna í Áskel Örn Kárason, sál- fræðing og fyrrverandi forseta Sí: „Við minnumst Miles með söknuði og virðingu. Hann var litríkur per- sónuleiki en fékk víst sinn skammt af vonbrigðum í lífinu. Hann var einn af „krónprinsunum" á 8. og 9. áratugnum en missti svo dálítið flugiö þótt hann væri alltaf erfiður heim að sækja. Þó setti hann mun meira mark á skáksöguna síðustu 2-3 áratugi en skákstigin ein segja til um. Megi skákmenn heiðra minningu þessa einstaka snillings." Áskell kynntist Miles nokkuð, enda var Áskell oft liðs- og fararstjóri á ólympíumótum, auk þess sem Tony Miles kom mjög oft og tefldi hér á Islandi. Tony Miles tefldi yfir 3000 kapp- skákir á ævinni sem sýnir vel að hann eyddi mörgum stundum við skákborðið eða, eins og Bretar segja sjálfir: „Many miles on the clock!“ Sú setning segir mikið. Þar er minnst á Tony sjálfan, tímann við skákborðið og mílumar mörgu um heimsbyggðina. Ýmis uppátæki hans vöktu athygli og skrýtnar byrj- an,ir og skákir voru aðalsmerki hans. Hann lenti í deilum við Breska skáksambandið í lok 9. ára- tugarins og fluttist þá til Bandaríkj- anna og tefldi fyrir þau. Og auðvit- að gegn sínum félögum á ólympíu- móti. Svo leystist Sovétið upp og þá fór Miles að tefla undir merkjum Ástrala um hríð. Reglur FIDE voru svolítið óskýrar. Nóg var að menn hefðu „búið“ eitt ár í landi til að geta teflt fyrir þess hönd. Reglur þessar hafa verið skerptar eitthvað en það er önnur saga. En hugurinn leitar alltaf heim og Miles sættist við sina menn og varð sannur Eng- lendingur frá Birmingham aftur. Sú skák sem Tony Miles verður sennilega lengst tengdur við er einn af sigrum hans á heimsmeistaran- Frd eyðimerkurlffi til ofurfjTÍrsíEtu | jpv/2C8 / Þetta er sðnn og áhrifamikil frásögn. Waris Dirie ólst upp við erfiða lífsbaráttu í eyðimörkum Sómalíu. Tólf ára var henni skip- að að giftast sextugum manni en þá flúði hún til Mogadishu. Hún komst síðartil London, þar sem hún var „uppgötvuð" og hóf þá ævintýralegan feril sem heimsþekkt Ijósmyndafyrirsæta. „Mögnuð lesning og afor áhugaverd ... Sd sem les Eyðimerkurblómið kemst vart hjd J)ví að ddst að ótnílegum viijastyrk og hugrekki Waris." Kolbrim BergJwrslóriir/DV „Heiilandi bók, sem sýnir að Iífið slœr allan skdldskap út... héit mér föngnum heila nótt, dr og dagar síðan bók hefúr ndð slíkum tökum d mér.“ Hrafn Jökulsson/strik.is JjJ 0 JPV ÚTGÁFA Braðraborgarstíg 7 101 Reykjavlk Sími 575 5600 jpv®Jpv.ls • www.jpv.is „Ævintýri líkust. Frásögn hennar er lifandi og greinilegt að hún hefur góða tilfinningu fýrir því að segja sögu d þann hdtt að athygii lesandans er œtíð vakandi.“ Sofíía Auður Birgisdóttir/Morgunblaáíð Áhrifdmikil bók um einstaka konu Anthony John Miles Var ekki alltaf sáttur viö landa sína og keppti meöal annars fyrir Banda- ríkin og Ástralíu. um Anatoll Karpov 1 Skara í Sví- þjóð. Þar mun kristni hafa tekið sér bólfestu fyrst á Norðurlöndum og elsta dómkirkja Norðurlanda er þar. Skara er lítil vinaleg borg fyrir norðan Gautaborg. íslenskir skák- menn hafa rifjað upp minningar um Miles á umræðuhorni skákmanna á Netinu og Páll Agnar Þórarinsson ritaði þetta: „Skákin var tefld á Evr- ópumóti landsliða í Skara 1980. Fyr- ir viðureignina við Sovétmenn ræddu þeir félagar, Miles og GM Stean, stöðu mála. Miles taldi sig hafa greint ákveðið óöryggi hjá Kar- pov í þeim skákum sem hann hafði fengið á sig óhefðbundnar byrjanir. Hann sagði Stean frá þeirri hug- dettu sinni að svara kóngspeðsleik Karpovs með 1. - a6!? og reyna þannig að koma heimsmeistaranum úr jafnvægi. Viðbrögð Steans voru eitthvað á þessa leið: „Já, hann verður örugglega með tárin í augun- um á meðan hann rúllar þér upp!“ Miles lét þessa svartsýni ekki á sig fá og lét slag standa. Karpov mátti játa sig sigraðan eftir 46 leiki. Hvítt: Anatolí Karpov Svart: Tony Miles Mjög frumleg byrjun! Skara 1980 1. e4 a6 2. d4 b5 Ósvífni? Sál- fræði? Snilld? Vitleysa? Sennilega góð blanda af þessu öllu. Byrjun þessi hefur ekki verið endurtekin oft undanfarna tvo áratugi. Ástæð- an er væntanlega sú að þetta er ágætt til að koma andstæðingnum á óvart en stenst til lengdar ekki hæstu gæðakröfur! 3. Rf3 Bb7 4. Bd3 Rf6 5. De2 e6 6. a4?! Nú myndu flestir leika 6. e5 Rd5 7. c3 með ágætu tafli. 6. - c5 Karpov vill auðvitað refsa Miles fyrir ósvífnina en í hugaræsingnum skolast það eitthvað til! Sennilega var best aö skjóta inn 7. axb5 axb5 8. Hxa8 Bxa8 9. dxc5 og hvitur hefur von um örlítið frumkvæði. 7. dxc5 Bxc5 8. Rbd2 b4 Jú, b5-peðinu var hótað með 9. e5, fylgt af axb5. En nú er staða svarts orðin eðlileg aftur! 9. e5 Rd5 10. Re4 Be7 11. 0-0 Rc6 12. Bd2 Dc7 Karpov reynir að tefla af krafti en tekst ekki. 13. Rg3 er eðlilegasti leik- urinn og svartur leikur þá annað- hvort 13. d6 eða 13. f6, allt eftir því hvernig Miles var stemmdur þennan dag. Frumkvæðið er aliavega rokið í burtu eftir næsta leik og stutt í það að Miles fái yfirhöndina. 13. c4!? bxc3 14. Rxc3 Rxc3! 15. Bxc3 Rb4 16. Bxb4!? Hér var hægt að leika 16. Be4 en Karpov vill refsa 16. - Bxb4 17. Hacl Db6 18. Be4 0-0. Miles lék oft ögrandi leikjum. Hér býður hann Karpov upp á að fóma biskupi með gamalkunnu stefl en Karpov var mest fyrir hreinar línur. Fórnin er réttilega vafasöm. Eftir 19. Bxh7+ Kxh7 20. Rg5+ Kg6 21. Dg4 (21. Hc4 Í5) 21. - f5 22. exfB KxfB 23. Rh7+ Kf7 24. Hc4 Be7 virðist sem svartur hafi hrundiö sókninni. En Karpov gerir sér of miklar vonir um mát- sókn. 19. Rg5 h6 20. Bh7+? Hér var enn hægt að leika 20. Bxb7 Dxb7 21. Re4 og hvítur stendur aöeins betur. En Miles hefði þá haldið jafntefli og það kom ekki tfl greina hjá heims- meistaranum. Það er of seint að vera vitur eftir á og að skflja að mörg strákapör eru ekki gerð til leiðinda! 20. - Kh8 21. Bbl Be7. Ekki mátti taka riddarann vegna 22. Dh5 mát. Karpovsfórn! 22. Re4 Hac8. Nú stendur svartur aðeins betur. í hug- arangri fer heimsmeistarinn að tefla afskaplega ómarkvisst, Hér var nauð- synlegt að leika fyrst 23. Hxc8 Hxc8 24. Dd3 og aðeins meira vit er í sókn- inni. 23. Dd3 Hxcl 24. Hxcl Dxb2 Eitraða peðið er sko afeitrað hér! 25. Hel Dxe5. Takk fyrir! 26. Dxd7 Bb4 27. He3. Með peði yfir biskupaparið og betri stöðu neyðir Miles Karpov í drottningarkaup. Eftirleikurinn skýrir sig sjálfur! 27. - Dd5 28. Dxd5 Bxd5 29. Rc3 Hc8 30. Re2 g5 31. h4 Kg7 32. hxg5 hxg5 33. Bd3 a5 34. Hg3 Kf6 35. Hg4 Bd6 36. Kfl Be5 37. Kel Hh8 38. f4 gxf4 39. Rxf4 Bc6 40. Re2 Hhl+ 41. Kd2 Hh2 42. g3 Bf3 43. Hg8 Hg2 44. Kel Bxe2 45. Bxe2 Hxg3 46. Ha8 Bc7 0-1. Minningarmót Botvinniks! Það litur út fyrir að eitthvað verði af taflmennsku á miUi Kasparovs og Kramniks til að heiðra 90 ára fæðing- arafmæli Botvinniks, fyrrverandi heimsmeistara í skák. Anatolí Kar- pov dró sig úr minningarmótinu til að taka þátt í heimsmeistarakeppni FIDE og sögusagnir eru um að hann verði næsti forseti FIDE. Þeir Kramnik og Kasparov ætla að tefla fjórar kappskákir, sex atskákir og tíu hraðskákir og byrjar skákveislan í Moskvu 9. desember. Verðlaunaféð er 500.000 doUarar og skipta þeir því á miUi sín í hlutfóllunum 3:2 sem þýðir væntanlega að sigurvegarinn fær meira! Ekki þó 300.000 doUara þvi að aðalverðlaunin verða fyrir kappskákirnar, minna fyrir atskák- irnar og minnst fyrir hraðskákirnar þannig að auðvitað er mesti heiður- inn að sigra í kappskákareinvíginu! En sigurvegari verður sá þeirra út- nefndur sem sigrar í tveimur ein- vígjum. Svo er bara að sjá til hvort ekki verði skákveisla á alþjóðlegum veraldarvef-taflfélaginu í desember, sem sendir beint í grið og erg, einnig frá íslandi. Heimsmeistarakeppni FIDE verður líka í beinni frá Moskvu og byrjar 27. nóvember, þó ekki i sömu byggingu. Erfitt að fylgjast með!! (Nema á Netinu, auðvitað!) Jennifer Lopez er prímadonna: Æ sér gjöf til gjalda Hafi einhver haldið að Jennifer Lopez þyrfti tUsögn í prímadonnu- stælum þá er það misskilningur. Hafi þess einhvern tíma þurft hefði Mari- ah Carey kannski komið til greina sem leiðbeinandi en þess á ekki að þurfa úr þessu. Við höfum áður sagt frá því hversu erfitt fólki hefur þótt að vinna með Carey og því bjuggust margir við því að hún yrði höfuð- verkur fyrir meðreiðarsveina sína þegar hún var gestastjarna i þáttun- um vinsælu um AUy McBeal. En því fór fjarri. Mariah Carey var hvers manns hugljúfi og gerði allt sem hún var beðin um. Sögurnar af frammistöðu Carey í AUy McBeal eru nokkuð frábrugðnar þeim sögum sem nú berast af stjörnu- stælum Jennifer Lopez. Nýlega var hún við upptökur á hinu klassíska lagi Marvins Gaye, What’s Going On, en upptakan var með mörgum merkum söngvur- um og var ætluð til styrktar Twin Towers Fund. En gjafmildi Lopez var ekki mikil. Sagt er að hún hafi í samn- ingi gert óheyrUega miklar kröfur. Hún fór fram á fá stórt hjólhýsi, hvítt bún- ingsherbergi, geislaspUara, hvíta sófa og gluggatjöld og síðast en ekki síst vildi hún fá ölkelduvatn við stofuhita. Hún fékk ekki mikið af því sem hún bað um en það sem hún fékk snerti hún ekki, enda var sá tími sem hún var á staðnum einung- is ein og hálf klukkustund. Jennifer Lopez Jennifer okkar Lopez er oröin fullupptekin af sjálfri sér ef marka má fregn- ir erlendra blaöa.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.