Dagblaðið Vísir - DV - 17.11.2001, Blaðsíða 47

Dagblaðið Vísir - DV - 17.11.2001, Blaðsíða 47
55 LAUGARDAGUR 17. NÓVEMBER 2001 DV n Islendingaþættir 100 ára__________________________ Brynjólfur Jónsson, Víöilundi 20, Akureyri. 95 ára___________________________ Ólafur Árnason, Seljugerði 1, Reykjavtk. 90 ára___________________________ Gunnar Sigtryggsson, Blesugróf 30, Reykjavík. 85 ára___________________________ Jónína Sigurveig Guömundsdóttir, Dalbraut 16, Reykjavík. Margrét Sveinsdóttir, Eyvindará, Egilsstööum. Sonja Wendel Benjamínsson, Eiöistorgi 5, Seltjarnarnesi. 75 ára____________________________ Jón Aöalsteinn Jónasson, Dalbraut 16, Reykjavtk. Margrét Sigurðardóttir, Smárahltö lOe, Akureyri. 70 ára____________________________ Bjöm Sigurbjörnsson, Stýrimannastíg 12, Reykjavík. Brynjar Skarphéöinsson, Lögbergsgötu 7, Akureyri. Helgi Sigfússon, Borgarsíðu 15, Akureyri. Sigrún Kristbjörg Árnadóttir, Þingaseli 9, Reykjavík. 60 ára____________________________ Dagný Gísladóttir, Þverási 55, Reykjavík. Rósa Finnsdóttir, Gljúfri, Selfossi. 50 ára____________________________ Halldóra Stefánsdóttir, Blikaási 42, Hafnarfirði. Helgi Steinþórsson, Freyjuvöllum 12, Keflavík. Hermann Páll Jónasson, Hátúni lOa, Reykjavík. Kesara Margrét Jónsson, Öldugötu 16, Reykjavík. Siguröur Daníelsson, Fálkakletti 7, Borgarnesi. 40 ára____________________________ Ghasoub Abed, Tungustöu 18, Akureyri. Ingvi Þór Ragnarsson, Hltðarhjalla 66, Kópavogi. Jósef Ólason, Laugavegi 157, Reykjavtk. Sigrún Brynja Ólafsdóttir, Hlaöavöllum 12, Selfossi. Hundrað ára Brynjólfur Jónsson járnsmiður, Víðilundi 20, Akureyri, á aldaraf- mæli á morgun. Starfsferill Brynjólfur fæddist að Dagverðar- eyri við Eyjafjörð og ólst þar upp. Sem barn og unglingur vann hann við landbúnaðarstörf og stundaði einnig hann sjó á yngri árum. Brynjólfur lærði járnsmíðar og starfaði við skipasmíðar og viðgerð- ir á Sigluflrði þar sem hann bjó á fjórða og flmmta áratug síðustu ald- £31 jjiii vnv Jóhannes Sigmundsson, ferðaþjón- ustubóndi og fyrrverandi kennari við Flúðaskóla, til heimilis að Syðra-Lang- holti í Hrunamannahreppi, er sjötug- ur á morgun. Starfsferill Jóhannes fæddist í Syðra-Langholti og ólst þar upp. Hann lauk stúdents- prófi frá Menntaskólanum á Laugar- vatni 1954 og stundaði nám við Kenn- araháskóla íslands 1982-83. Einnig hef- ur hann sótt ýmis kennaranámskeið og fékk líka réttindi sem svæðisleið- sögumaður 1993. . Jóhannes var bóndi í Syðra-Lang- holti 1954-80. Hann var kennari við Flúðaskóla 1961-94, hótelstjóri við Hót- el Flúðir 1985-87 og hefur, ásamt konu sinni og fleirum úr fjölskyldunni rek- ið ferðaþjónustu í Syðra-Langholti í vaxandi mæli frá 1986. Jóhannes var fyrsti formaður Mím- is, félags menntaskólanema á Laugar- vatni 1952-53, var formaður Héraðs- sambandsins Skarphéðins 1966-76, sat i stjórn Ungmennafélags Hrunamanna í nokkur ár og í varastjórn Ungmenna- félags íslands 1963-69. Hann var full- trúi UMFÍ í stjóm Nordisk Samorgan- isation for Ungdomsarbejde 1976-80 og formaður landsmótsnefndar vegna 16. landsmóts UMFÍ 1978 á Selfossi. Hann var formaður kennarafélags Suður- lands 1980-82, formaður Ferðamála- samtaka Suðurlands 1987-95. einnig sat hann í Ferðamálaráði íslands 1987-99 og í stjóm Upplýsingamið- stöðvar ferðamála 1989-93. ar. Eftir að Qölskyldan fluttist til Akureyrar, árið 1949, vann Brynjólf- ur lengst af sem járnsmiður hjá Vél- smiðjunni Atla h/f á Akureyri. Þar starfaði hann til 86 ára aldurs. Fjölskylda Sveinn kvæntist 23. 12. 1939 Sig- ríði Jónsdóttur, f. 06. 02. 1914, hús- móður frá Litla-Dal í Eyjafirði. For- eldrar hennar voru Þórdís Árna- dóttir og Jón Trampe, bændur í Litla Dal. Fóstursonur Sveins og Sigríðar er Jóhannes var í fyrstu stjórn Land- verndar frá stofnun 1969-75, formaður skólanefndar Héraðsskólans á Laugar- vatni 1969-80. Hann var formaður Sjálfstæðisfélagsins Hugins í upp- sveitum Árnessýslu 1992-2001, fyrsti formaður Kiwanisklúbbsins Gullfoss 1985-86, svæðisstjóri Sögusvæðis 1989-90 og í stjórn Hafnar hf. 1985-91. Jóhannes hefur stundað íþróttir frá unglingsaldri og keppt á héraðsmótum Skarphéðins i ýmsum greinum árlega frá 1949, nú síðustu árin aðallega í golfi. Hann var sæmdur gullmerki ÍSt 1970, heiðurskrossi ÍSÍ 1976 og kjörinn heiðursfélagi ÍSÍ 1990. Hann hlaut gull- merki FRÍ 1975, gullmerki UMFÍ 1981 og heiðursfána Skarphéðins 1990. Jóhannes hefur skrifað greinar í blöð og tímarit og var ritsjóri Skarp- héðinssíðunnar i blaðinu Suðurlandi í nokkur ár. Fjölskylda Jóhannes kvæntist 5.11.1954 Hrafn- hildi Svövu Jónsdóttur, f. 5. 11. 1934, ferðaþjónustubónda. Foreldrar hennar em Sigurbjörg Th. Jónsdóttir og Jón Sigfússon sem lengst af bjuggu á Sauðárkróki. Börn þeirra Jóhannesar og Svövu eru Hilmar, f. 18.4. 1955, búfræðingur og bóndi í Syðra-Langholti, kvæntur Fanneyju Þórmundsdóttur. Þau eiga 4 böm; Sigmundur, f. 25. 9.1957, bóndi í Syðra-Langholti, kvæntur Önnu Mary Snorradóttur f. 12.11.1960, d. 30.5.1992. Þau eignuðust tvær dætur. Nú býr Franz Árnason, f. 9. 5.1944, forstjóri á Akureyri. Kona hans er Katrín Friðriksdóttir hjúkrunarfræðingur. Börn þeirra eru Sigríður Rut og Davíð Brynjar. Bróðir Sveins var Aðalsteinn Jónsson, f. 20.8. 1899, d. 9.10 1978, vélstjóri á Akureyri. Faðir Sveins var Jón Hallgríms- son, f. 21. 10. 1876, d. 8. 3. 1903, sjó- maður, og Friðbjörg Sigríður Frið- bjarnardóttir, f. 30. 08. 1863, d. 18.05. 1937. hann með Kristínu Jónsdóttur; Sigur- björg Jóna, f. 5.1.1959, verslunarmað- ur í Hafnarfirði, gift Ólafi Ó. Stephen- sen. Þau eiga þrjú böm; Snorri Freyr, f. 11. 3. 1965, rafvirki í Syðra-Lang- holti, sambýliskona Vigís Furuseth. Þau eiga tvö böm. Gunnar Þór f. 30. 10. 1967, búsettur í Syðra Langholti, stundaði sjómennsku um árabil, er með BA próf í íslenskum fræðum, nú nemi í fjölmiðlafræði viö Hí; Anna Lára, f. 17.12.1969, flugfreyja í Reykja- vik, fyrrverandi maki: Bruno Lebas. Þau eiga eina dóttur; Ásdís Erla f. 2. 6. 1972, ferðafræðingur Skútustöðum, Mývatnssveit. Hennar sambýlismaður er Yngvi Ragnar Kristjánsson og þau eiga eitt barn. Systkini Jóhannesar: Alda, f. 10. 4. 1930, d. 18. 11. 1931, Alda Kristjana, f. 17. 6.1933, húsfreyja í Dalbæ 2, Hruna- mannahreppi, Sigurgeir Óskar, f. 16.3. 1938, d. 9.2. 1997, kaupmaður á Grund, Flúðum, Sigurður, f. 16.3.1938, bóndi í Syðra-Langholti 1, síðar blaðamaður, nú búsettur í Dalbæ 1, Hrunamanna- hreppi, Sverrir, f. 13. 9. 1944, bifreiða- stjóri í Reykjavík. Foreldrar Jóhannesar voru Sig- mundur Sigurðsson, f. 8. 3. 1903 á Litla-Kálfalæk í Mýrasýslu, d. 12. 3. 1981, bóndi, oddviti og búnaðarþings- fulltrúi í Syðra-Langholti, og Þuríður Anna Jóhannesdóttir, f. 24. 3. 1902 að Fremri-Fitjum í Miðfirði, d. 18. 2.1997, húsfreyja. Ætt Sigmundur var sonur Sigurðar bónda í Miklholti í Hraunhreppi, Sig- mundssonar, bónda á Litla-Kálfalæk, Ólafssonar, bónda í Knarrarnesi, Jóns- sonar, langafa Sigurðar, skálds frá Arnarholti. Móöir Sigmundar var Kristjana Bjarnadóttir frá Arnarstapa í Álftaneshreppi. Bjarni var sonur Sig- urðar Jónssonar, bónda á Háhóli, og Helgu Salomonsdóttur, Horna-Sal- omons, langafa Helga Hjörvar, Láms- ar Salomonssonar og þeirra systkina. Þuríður Anna var dóttir Jóhannes- ar, bónda á Fremri-fitjum, Kristófers- sonar. Kristófer var bróðir Gunnars, bónda í Valdarási, langafa Friðriks Sophussonar forstjóra og langalangafa Bjarkar Guðmundsdóttur söngkonu. Jóhannes og kona hans, Hrafnhild- ur, bjóða vinum og vandamönnum til morgunveröarhlaðborðs í golfskálan- um við Efra-Sel (skammt frá Flúðum) frá kl. 10-14 sunnudaginn 18. nóv. Ef veður og aðstæður leyfa efnir Jóhann- es, ásamt Karli Gunnlaugssyni, frænda símun, til golfmóts á Selsvelli kl. 14 en Karl verður sjötugur 17. nóv. Jóhannes Sigmundsson ferðaþjónustubóndi og fyrrverandi kennari Brynjólfur Jónsson járnsmiður S IJrval - gott í hægindastólinn Markúsína Jónsdóttir kennari lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli miövikudaginn 14. nóvember. Sæmundur Guömundsson er látinn. Út- förin fór fram í kyrrþey. María Jóhanna Vilhelmsdóttir, Sogavegi 125, Reykjavík, lést á Landspítalanum við Hringbraut laugardaginn 10. nóvem- ber Fertugur Jósef Aron Ólason formaður íslandsklúbbs Elvis Presleys Jósef Aron Ólason, skemmtikraftur og formaður íslandsklúbbs Elvis Presleys, er fertugur í dag. Starfsferill Jósef Aron stundaði nám í Réttar- holtsskóla og hefur unnið hin ýmsu störf í gegn um tíðina, lengst af verka- mannastörf. Hann er formaður aðdáendaklúbbs Elvis Presleys á íslandi og kemur fram i Elvis-galla til að skemmta fólki á ýmsum aldri, ekki síst þeim sem minna mega sín. Fjölskylda Jósef Aron kvæntist 1. febrúar 1999 Ragnheiði Önnu Þorsteinsdóttur, f. 12.1.1957, húsmóður. Foreldrar henn- ar eru þau Þorsteinn Pálsson bílamál- ari og Guðrún Jónsdóttir, húsmóðir í Reykjavik. Börn Jósefs Arons er Lisa María Jósefsdóttir, f. 5. 2. 2001, og frá fyrri sambúð á hann dæturnar Helgu Dögg Jósefsdóttur, f. 2. 8. 1989, og Önnu Maríu Jósefsdóttur, f. 18. 11. 1994. Systkini Jósefs Arons, samfeðra, eru: Erna, f. 7. 4. 1963, bóndi í Mjóa- firði, Ragnar, f. 17. 7. 1964, starfsmað- ur Reykjavikurborgar, og Kolbrún Óladóttir, f. 19. 8. 1965, verkakona í Vestmannaeyjum. Hálfsystkini hans, sammæðra, eru: Ólína Ragnheiður Gunnarsdóttir, f. 28.12. 1965, húsmóð- ir í Vestmannaeyjum, og Sigurður Pétur Jónsson, f. 2. 8.1982, pítsusend- ifi. Foreldrar Jósefs Arons eru Óli Ad- olfsson, f. 7. 3. 1941, bílstjóri á Eyrar- bakka, og Þorgerður Pétursdóttir, f. 20. 6. 1944, húsmóðir í Reykjavík. Seinni kona Óla er Helga Veturliða- dóttir og seinni maður Þorgerðar er Þórður Andrésson. - nýjungar í launavinnslu á Grand Hótel 22. nóvember. Skráðu þig á www.tm.is H-Laun ... ekkisætta þig viö minna! TÖLVUIiliÐLUn Tölvumiðlun ht. • Engjateigur 3 • 105 Reykjavík Sími 545 5000 • Fax 545 5001 • www.tm.is • tm@tm.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.