Dagblaðið Vísir - DV - 17.11.2001, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 17.11.2001, Blaðsíða 18
18 LAUGARDAGUR 17. NÓVEMBER 2001 Helgarblað_________________________________________________________________________________________________DV Ævintýramaðurinn Jón Grímsson er ein sögupersóna í Ameríska draumnum: Umsjón Ragnar Ingi Aðalsteinsson Hægt að ósi feigðar flýt Ágætu lesendur. Ég hef tekið að raér að fjalla um vís- ur og vísnagerð í þessum dálki í vetur og það vefst svolítið fyrir mér hvar ég á að byrja. Ekki vegna þess að skortur sé á efni, þvert á móti liggur vanda- málið kannski fyrst og fremst í því að vísnasafn þessarar þjóðar er orðið svo óskaplega mikið að vöxtum. Og enn er að bætast við. Það er af svo miklu að taka að manni fallast hendur. Ferskeytlan er Frónbúans fyrsta bamaglingur, en verður seinna í höndum hans hvöss sem byssustingur. Svo orti Andrés Bjömsson. Vísurn- ar hafa fylgt okkur frá því við komum hingað. Og svo merkilegt sem það er þá þjónar ferskeytlan enn sínu hlut- verki prýðilega, þrátt fyrir allt - eftir meira en 1100 ár á þessu skeri. Ég ætla helst ekki að hafa dálkinn í mjög fræðilegum stíl heldur reyna að halda mig við það sem ég ímynda mér að fólki þyki skemmtilegt. Og þegar ég hugsa um skemmtilegar visur kemur fljótt upp í hugann ein sem Jón í Skollagróf orti þegar aldurinn færðist yfir hann. Hægt að ósi feigðar flýt fátt ég mn það skrifa. Meðan ég get mokað skít mun ég glaður lifa. Andrés Björnsson, sem minnst var á hér að framan, var þekktur fyrir skemmtilegar vísur. Einhvern tíma þegar hart var í ári orti hann þessa: Vantar ket, og koramatinn keypt ei getur mörlandinn. Minnkar fretkarl, þróttur þinn en þá er að éta hræfuglinn. í dag hafa íslendingar nóg að éta, reyndar meira en nóg. Helsta heilsu- farsvandamál mörlandans í dag liggur í ofátinu ásamt hóglífi og hreyfingar- leysi. Sjáifsagt gætu margir tekið und- ir með Rögnvaldi Rögnvaldssyni á Ak- ureyri sem vaknaði eitt sinn upp inni á Fjórðungssjúkrahúsinu þar í bæ eft- ir alvarlegt hjartaáfall. Hann var ekki fyrr búinn að fá málið en hann kvað: Letin slappar likamann, leikni er kappans prýði. En æðatappatogarann ég teldi happasmíði. Ég loka dálkinum með fyrri hluta af vísu eftir Jóhannes úr Kötlum. Lesend- ur geta spreytt sig á að leita að botnin- um. Drósir ganga, dreyrinn niðar, drjúpa skúrir. na@ismennt.is Grunaður um aðild að hvarfi Geirfinns - skæruliðarás og dvöl á ísraelsku samyrkjubúi Jón Grímsson þótti í æsku fyrirferð- armikill og honum var fátt óviðkom- andi. Hann ólst að mestu upp á ísafirði þar sem ævintýrin voru handan við hvert hom. Snemma kom hann sér upp bátkænu og sjórinn heiilaði hann öðm fremur þrátt fyrir að sjóveikin ætlaði hann lifandi að drepa. Seinna lá leið hans um heimshöfm og hann valdi sér framtíðarheimili í Seattle í Bandaríkjunum, óravegu frá vestflrska smábænum. Jón Grímsson varð útgerðarmaður þar og gerði út á Bandaríkjamið. Við Alaska sótti hann gull í greipar ægi. Hann er ævintýra- maður sem sækir fisk á erflðustu haf- svæði heims. Jón hefur verið um borð í rússneskum verksmiðjutogara í bmnagaddi við Síberíu og olíuskipi í steikjandi hita á Mexíkóflóa. í banda- rísku réttarkerfi hafa dunið á honum kröfur upp á milljónir dollara og hann hefur átt í átökum við japanska við- skiptajöfra. í bókinni lýsir Jón m.a. á óborganlegan hátt hvemig hann ætl- aði sér að kvænast eingöngu til þess að fá græna kortið en varð óvænt ástfang- inn af eiginkonunni. í kaflabrotinu sem hér fer á eftir segir Jón frá ævin- týrum sínum á yngri árum, þegar hannJerðaðist til ísraels til þess að dvelja þar á samyrkjubúi - og því þeg- ar hann kom heim til íslands og flækt- Æskufelagar Vinirnir Jón Grímsson og Gunnar Þóröarson á ísafiröi á áttunda áratugnum. ist með undarlegum hætti inn í Geir- fmnsmálið. Of hippalegir fyrir tollinn Þegar við komum út á Kastmpflug- völl var búið að byggja göng úr krossviði út að flugvélinni og öryggis- verðir voru við hvert fótmál. Allir voru þuklaðir frá toppi til táar, riflð upp úr töskum og innihaldið grand- skoðað. Tannkremstúpur voru kreist- ar og alit var röntgengreint. Trékloss- amir mínir voru teknir og settir í kassa þar sem þeir gátu verið hættu- legir. Sjálfsagt höfum við fengið sér- staka skoðun vegna þess hve hippaleg- ir við vorum, flestir með hár niður á Reynir Traustason hefur sent frá sér bókina Amer- íska drauminn sem inni- heldur sögur íslendinga sem sest hafa að í Amer- íku. Jón Grímsson, út- gerðarmaður í Seattle, er einn þeirra sem elt hafa ameríska drauminn. herðar. Um borð voru vopnaðir lög- reglumenn í annarri hverri sætaröð. Ferðin gekk áfallalaust og við komumst til ísraels undir handleiðslu fararstjórans. Nú hófst sex mánaða dvöl á samyrkjubúi þar sem hver dagur var ævintýri líkastur. Við íslendingarnir vomm settir í að tína appelsínur úr trjám. Til þess vorum við á tækjum, eins konar gíröffúm, sem lyftu okkur upp. Við fengum ákveðinn kassafjölda sem okkur var gert að fylla. Áhuginn var slíkur að við fylltum kassana á mettíma og vildum þá hætta og fara heim á búið. Þetta þótti ísraelsmönn- unum ótækt. Þeir höfðu ekki vanist svona miklum vinnuhraða og fengu okkur það hlutverk að tína appelsínur þar sem aðrir voru áður búnir að fara yflr. Þessu nenntum við ómögulega og við tókurn upp á því að leika okkur á giröffunum í eins konar hanaslag. Þá tóku þeir okkur úr appelsínutínslunni og ég var settur í að vökva á baðmull- arakrinum. Ég átti að vinna í sex tíma en mér þótti þetta svo skemmtilegt að ég vann í átta tíma eins og ísraels- Ævintýramaður Jón Grímsson býr í Seattle. Hann hefur lent í fleiru en flestir samtíðarmenn hans. Um tíma átti hann frystitogara og stundaöi sjó viö Alaska en nú starfar hann viö aö endurbyggja gömul hús. mennirnir sjálflr. Eftir sex mánuði héldum við heim með sælar minningar eftir dvölina. Við Gunnar vorum strax ákveðnir að fara aftur til ísraels sem i okkar huga var svo sannarlega fyrirheitna landið. Við heimkomuna fór ég að vinna og lagði fyrir peninga til næstu ferðar. Nokkrum mánuðum síðar lögðum við enn upp. Að þessu sinni voru bræðurnir Hjalti og Gunnar í ferðinni auk Kristínar Hálfdanardóttur, kær- ustu Gunnars. Við héldum fyrst til Þýskalands þar sem keyptir voru tveir bílar. Við Hjalti fengum okkur Mercedes Benz. Síðan var ekið sem leið lá til Grikklands þar sem við áætluðum að dvelja um hríð. Ekki gekk ferðin áfallalaust því á ítal- íu skildu leiðir með okkur og Stínu og Gunnari. Við höfðum haft samflot og skiptumst á að elta en Gunnar ruglað- ist eitthvað í ríminu því hann tók rangan afleggjara í Mílanó. Þrátt fyrir mikla leit náðmn við ekki saman aftur. Við höfðum ekki gert neina ferðaá- ætlun til að mæta slíkum uppákomum. Þannig var enginn staður ákveðinn fyrir fram þar sem við myndum hittast ef leiðir skildu. Mílanó var I frjálsu falli ■ S I skitugum nærbuxum Þórunn Hrefna skrifar Þegar ég var miklum mun yngri en núna sat ég á rabbi við nokkrar stelp- ur, eins og gengur hjá stelpum. Ég man ekkert hvað um var rætt, ekkert hvað við vorum að gera eða hvenær þetta var. Ég man hins vegar að ein stelpan sagöi að mamma hennar hefði brýnt fyrir henni að vera alltaf í hreinum nærbuxum, og til þess að hnykkja á mikilvægi þess segði hún stundum við dóttur sína: „Hugsaðu þér ef þú lentir i slysi, misstir meðvit- und og yrðir flutt á sjúkrahús. Þá sæju allir skitugu nærbuxurnar." Mér þótti þetta alltaf mjög undar- legt og spann áfram í huganum um þetta hugsanlega slys, nærbuxurnar og viðbrögð hjúkrunarfólks við þeim. í sumum útgáfum varð slysið banaslys og ég hugsaði: Hvemig er tekið á því þegar látinn maður reynist vera í skítugum nærbuxum? Fá menn ekki uppreisn æru eftir dauðann? Verða ættingjar skítbuxans kannski litnir hornauga af heilbrigðisstarfs- fólki allar götur? Kannski er líka vissara að passa sínar nærbuxur jafnvel þó að maður fari ekki út úr húsi. Maður gæti dott- ið niður dauður á eldhúsgólfinu og þá væri nú vont að vera í skítugum nær- buxum. Þessar hugrenningar áttu sér vita- skuld stað áður en ég fékk vinnu á sjúkrahúsi og komst að þvi að þegar fólk verður fyrir áfalli/slysi er mjög algengt að það pissi og kúki á sig. Við dauða fólks þarf líka að gera sérstak- ar ráðstafanir vegna þess að líkaminn losar sig við hvers kyns vökva og önn- ur úrgangsefni. Að þessu leyti skiptir semsagt engu máli hvernig nærbuxur þess sem lendir í slysi líta út fyrir slysið. Hvers vegna mæður hafa sagt þetta við dætur sínar varð mér því nokkur ráðgáta. Stungið í bjúga Starfs míns vegna hef ég þurft að grafa töluvert í hæstaréttardómum Hvað við verðum lítil þegar við neyðumst til þess að standa fyrir lífi okkar. Þeg- ar óheiðarleikinn, sem við geymdum í neðstu skúff- unni, skríður allt í einu fram, úfinn og önugur og verður öllum Ijós. Litlu framhjdhöldin, lauslœtið, baknagið og skíturinn. undanfarna mánuði. Það eru morð- mál sem ég hef verið að kynna mér og af einhverjum ástæðum hafa gömlu nærbuxnapælingarnar dúkkað aftur upp í höfðinu. Þegar glæpur er framinn á mann- eskjan ekki lengur neitt einkalif. Hvort sem hún er fórnarlamb, glæpa- maður eða vitni er líf hennar tekið til skoðunar. Allir atburðir dagana fyrir glæpinn eru gaumgæfðir og ekkert er svo heilagt að það fái að vera í friði. Manneskjan er til krufningar, það er graflð í koppum og kirnum, það er spurt og það er gerð grein fyrir. Þegar ég hóf lestur dómanna minn- ist ég þess hvað athafnir fólks komu mér oft undarlega fyrir sjónir þegar þeim var lýst svo nákvæmlega í þessu samhengi. „Þennan dag keypti ákærði bjúga sem hann æfði sig á því að stinga í.“ „Þennan dag fór ákærði í ríkið og keypti sér fimm vodkaflösk- ur.“ „Þennan dag sagði fórnarlambið þetta við foreldra sína ..." „Á borðinu við hlið þess látna fannst brauðsneið með hnetusmjöri og remúlaöi." Einfaldast var að afskrifa alla þá sem áttu aðild að morðmálum sem vit- leysinga, en með frekari lestri áttaði ég mig á því að þetta fólk var að fram- kvæma sömu vitleysurnar og við öll. Það var að segja sömu orðin og við öll. Þaö var bara samhengið sem gerði það undarlegt. Og sú staðreynd að ajlt í einu átti þetta blessað fólk engin leyndarmál. Að segja allt satt Hvað við verðum lítil þegar við neyðumst til þess að standa fyrir lífi okkar. Þegar óheiðarleikinn sem við geymdum í neðstu skúffunni, skriður allt i einu fram - úfinn og önugur - og verður öllum ljós. Litlu framhjáhöld- in, lauslætið, baknagið og skíturinn. Að þurfa allt í einu að segja allt satt. Opna á sér líkamann og láta skína í innyflin. Það þola fæst okkar svo nána skoð- un og við búumst heldur ekki við henni. En skítugu nærbuxurnar gætu sést, það gæti einhver ruðst inn í hús- ið áður en við erum búin að taka til - einhver gæti séð hvernig við erum í raun og veru. Það gæti gerst og það er fjöldi fólks sem hefur lent í því. Mórall pistilsins? Farið að ráðum mæðranna: Verið í hreinum nærbux- um.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.