Dagblaðið Vísir - DV - 17.11.2001, Blaðsíða 42

Dagblaðið Vísir - DV - 17.11.2001, Blaðsíða 42
50 Helgarblað LAUGARDAGUR 17. NÓVEMBER 2001 I>V Café Victor Café Victor er í gamla Fálka- húsinu við Hafnarstræti. Staður- inn er líklega þekktari sem helg- arskemmtistaður og matsölustað- ui en kaftihús. Að vanda pantaði ég mér tvöfaldan espressó sem kostar tvö hundruð og flmmtíu krónur, sama og bolli af cappuccino. Verðið á kafíinu væri svo sem í lagi ef það væri gott en svo var ekki i þessu til- felli. Kaffið var ekki vont, það var bara ekkert sérstakt. Súkkulaðitertusneiðin sem ég pantaði með kaffinu var aftur á móti tii fyrirmyndar. Sneiðin var passlega stór og henni fylgdi rjómi og ís og hæði jarðarber og vínber. Tertan kostað fjögur iiundruð og níutíu krónur og bætti að hluta upp vonbrigðin með kaffið. Að mínu mati er Café Victor skemmtistaður frekar en kaffi- - lús og ætti fólk að hafa það í iiuga þegar það fer þangað. -Kip Vegamót Veitingahúsið Vegamót er í senn bar, bistro og kaffihús og töluvert vinsælt. Húsnæðið er minna en það sýnist vera vegna þess að spegill nær yfir heilan vegg á móti dyrum. Reykingar eru leyfðar á 8 borðum af 10 á neðri hæð sem er hálfgerð ofrausn. Ég fékk mér cappuccino sem var alveg prýðilega góður á 250 krónur. Það er afar mögnuð kaka á matseðli Vegamóta sem er kennd við Robert de Niro. Það er þrefold súkkulaðikaka, borin fram heit með jarðarberjum, þeyttum rjóma. Hún kostar 550 krónur og er hverrar krónu virði og áreiðanlega um það bii tvöfalt fleiri hitaeiningar í einum skammti en krónur í veröinu. Þjónustustúlkan var falleg, en önug. í það heila tekið vinalegur og aðlaðandi staöur sem mætti gera betur við reyklausa. -PÁÁ Kaffi París Kaffi París er líklega með kunn- ari kaffihúsum bæjarins og hefur lengi verið til húsa við ósæð borg- arinnar á horni Austurstrætis og Pósthússtrætis. Viðskiptamanna- hópur Parísar er nokkuð fjöl- breyttur en ungt fólk er þar mest áberandi en inn á milli má sjá allsherjargoða og einstaka skáld. Útsýni er yfir Austurstræti og Austurvöll og þannig hægt að fylgjast með gestkomum á Borg- inni og dást aö þingmönnum lötra fram þjá Jóni Sigurðssyni. Yfirbragð staðarins er mjög bjart og hreinlegt en kemur um leið í veg fyrir að staðurinn verði verulega kósí. Ég fékk mér cappuccino og kost- aði það 270 krónur en verð á kaffi og kakódrykkjum er almennt í kringum 250 krónur. Drykkurinn var afskaplega góður og bætti upp fremur þurra sælgætistertu sem kostaði 450 krónur. f heildina tek- ið er Kaffi París nokkuð vinalegur staður en meginkostur þess er staðsetningin, ekki síst þegar sólin skín. -sm Kúskús Kúskús er mjög mikilvægt í matreiðslu- menningu Norður-Afriku, Frakklandi og ann- ars staðar við Miðjarðarhaf. Grjónin eru úr hörðu hveiti og eru í ætt við pasta. Heitið kúskús er á arabísku og er dregið af sögninni kaskasa sem þýðir að mala smátt. Vinnsla kúskús fer þannig fram að símilja er vætt svo úr verða lítil grjón sem síðan eru húðuð með hveiti. Því er kúskús ríkt af sterkju og próteini. Á Vesturlöndum notar fólk yfirleitt forsoðiö kúskús og þau þarf aðeins að leggja i bleyti í sjóðandi vatn og láta standa í smástund eða þá að þau eru gufusoðin. Ef kúskús- ið er ekki forsoðið eru þau lögð í bleyti áður en þau eru gufusoðin i 30-45 mín- útur. Vaninn er að bera það fram með kindakjöti en soðið grænmeti er líka vin- sælt. Einn þekktasti kúskúsréttur- inn er Kúsk.ús Fassi sem á uppruna sinn í borginni Fez og víðar í Marokkó. í Matarást er sagt að rétturinn sjálfur sé kryddaður duglega en algengara sé að með honum sé borin sterk sósa, til dæmis harissa, sem er borin fram í litlum skálum. Einnig er til sætt kúskús. í bókinni The Great Green Cookbook segir höfundurinn, Rosamond Richardson, að kúskús „sé ástríða. Ég hef verið frelsuð frá hinni gömlu ímynd kúskússins sem er klesstir og bragðlaus- ir kekkir. Ég hef uppgötvað léttleika þess, viðkvæmni og fullnægju - og hversu auðvelt að matbúa það. Kúskús á nú sinn fasta sess i daglegri elda- mennsku minni.“ DV MYNDIR E.ÖL. Kúskús í kóngsins Kaupinhafn „Þegar ég var að læra og lifa eftir heimspeki macrobiotic í kóngsins Kaupmannahöfn í „den“ þá var kúskús-kakan sérlega vinsæll eftirréttur og þótti þvílík hollusta, laus viö sykur, egg, malaö hveiti, smjörlíki og aðra óæskilega óholl- ustu. Og þaö besta var aö hún gat varla klikkað, “ segir Sólveig á Grænum kosti. Kúskús: Getur varla klikkað! Þegar leitað var að góðum upp- skriftum að kúskús-réttum þá lá beinast við að leita til Sólveigar Ei- ríksdóttur á Grænum kosti. Hún brást ekki frekar en fyrri daginn og gefur hér þrjár uppskriftir að góö- um kúskús-réttum. „Þó svo að okkur finnist kúskús líta út fyrir að vera korn þá er það ekki eiginleg korntegund," segir Sólveig. „Það er búið til úr durum hveiti (triticum durum) sem er hveititegund, sérlega auðug af glút- eni. Það er gufusoðið, þurrkað og mulið. Þar sem kúskúsið er forsoðið þarf það lítinn eldunartíma, það er nóg að hella yfir það sjóðandi vatni og láta það standa í ca 5 mínútur. Hlutfallið er ca 1:1, það er 1 hluti af kúskús á móti 1 hluta af vatni eða öðrum vökva. Þetta gerir kúskúsið mjög vinsælt í eldhúsi hjá fólki á hlaupum. Kúskús er mikið notað í löndunum við Miðjarðarhafið, sér- staklega Marokkó og öðrum löndum Norður-Afríku. Algengt er að kúskúsið sé eldað með kjúklinga- baunum og grænmeti en einnig er það mikið notað sem meðlæti í stað- inn fyrir hrísgrjón með ýmsum mat. Þegar ég var að læra og lifa eftir heimspeki macrobiotic í kóngsins Kaupmannahöfn í „den“ þá var kúskús-kakan sérlega vinsæll eftir- réttur og þótti þvílík hollusta, laus við sykur, egg, malað hveiti, smjör- líki og aðra óæskilega óhollustu. Og það besta var að hún gat varla klikkað. Gangi ykkur vel!“ Kúskús-salat - elnfalt/fljótlegt/gott 2 bollar (400 g) kúskús 2 bollar (500 ml) sjóðandi vatn 1 gerlaus grænmetisteningur 1 rauð paprika 1 gul paprika 2 tómatar 1 rauðlaukur 100 g ólífur 200 g fetaostur 6-7 sólþurrkaðir tómatar Salatsósa 3 msk. ólífuolía 1 msk. sítrónusafi 1 hvítlauksrif, marið smá ferskt timjan eða þurrkað Leysið grænmetisteninginn upp í sjóðandi vatni, setjið kúskúsið í hitaþolna skál og hellið vatninu yfir. Fint er að setja lok yfir. Skerið grænmetið í fallega passlega munn- bita og setjið í stóra skál. Blandið kúskúsinu út í grænmetið. Hristið salatsósuna saman og hellið henni yfir salatið. Þetta getur veriö heil máltíð í sjálfu sér, til dæmis með góðu speltbrauði eða sem meðlæti, til dæmis í staðinn fyrir hrísgrjón með grænmeti eða fiski eða kjöti. Allt eftir því hvað þig langar í. „Gamaldags" kúskúskaka 1 bolli smátt saxaðar döðlur 1/2 bolli smátt saxaðar aprikósur 1/2 bolli rúsínur salt á hnífsoddi 1 tsk. vanilluduft 1 tsk. kanill lítill biti af engiferrót, ca 1 cm ca 3 bollar eplasafi 1 bolli kúskús Setjið alit í pott nema kúskúsið og látið sjóða í ca 20 mín. við væg- an hita. Skolið kúskúsið og bætið því út í og látið sjóða í ca 5 mín. í viðbót. Hellið þessu í hringlaga form, þjappið og látið kökuna kólna og stifna. Skreytið meö fullt af ferskum jaröarberjum og þurr- ristuðum hnetum og möndlum og borðið eina og sér eða með þeytt- um rjóma eða sojarjóma eða sojaís. Kúskús - með fersku kóríander 3 msk. ólífuolía 1 meðalstór laukur/lítill púrrulaukur 1-2 hvitlauksrif 500 g kúskús 625 ml sjóðandi vatn smávegis salt & cayennepipar 1 búnt ferskur kóríander 100 g möndlur Olían er hituð á pönnu og lauk- urinn er skorinn í þunnar sneiðar og mýktur þar á ásamt hvítlaukn- um. Setjið kúskúsið í skál og hellið sjóðandi vatninu yfir og látiö standa í ca 5 mín. eða þar til vatn- ið er gufað upp. Skerið möndlurn- ar í tvennt eftir endilöngu og þurrristið þær á pönnu þar til þær verða gylltar. Blandið öllu saman við kúskúsið, möndlum, lauk, smátt söxuðum ferskum kóríand- er, salti og smá cayennepipar. Þetta er gott sem meðlæti með alls konar mat - og himneskt meö ind- verskum. matur@dv.is Fyrir grænmetið 2 laukar 2 stórir blaðlaukar 350 g eggaldin 4 stórir þroskaðir tómatar 3 stórir kúrbítar 2 stórar gulrætur 300 mlvatn sjávarsalt 2 msk. blönduð krydd eins og saffron, chilli, kummin, kóríander o.þ.h. tabascosósa (ekki nauðsynlegt) Fyrir kúskúsið 600 mlvatn 250 g kúskús 2 msk. ólífuolía Fyrst er grænmetið tekið fyr- ir, það þvegið og skorið gróft niður. Allt grænmetið er sett í eldfasta skál með vatninu og salti. Lokið vandlega og setjið í ofn í tvær klukkustundir og fjörutíu mínútur á 150 gráða hita. Takið grænmetið úr ofninum og blandið kryddinu saman við og setjið það svo aftur inn í ofn- inn í tuttugu mínútur. Á meðan er kúskúsið eldað. Látið vatnið sjóða á stórri pönnu og hellið kúskúsinu varlega út í. Hrærið stöðugt þar til suða er komin upp. Takið þá pönnima af hellunni, lokið henni og látið standa í tfu mínútur. Hrærið í með gaffli og látið olífuolíuna út á. Þegar grænmetið er tilbúið skuluð þið athuga kryddið og þá er einnig hægt að skella tabascosósu út á ef þið viljið. ] ^æringargild Eldaö kúskús Efnainnihald í hundraö grömmum er: Hftaeiningar 112 Kolvetni 23g Kalk 8 mg Prótein 4 g Natríum 5mg Trefjar lg
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.