Dagblaðið Vísir - DV - 17.11.2001, Blaðsíða 43

Dagblaðið Vísir - DV - 17.11.2001, Blaðsíða 43
51 LAUGARDAGUR 17. NÓVEMBER 2001 DV Tilvera :mmmm Er Kleifarvatn ad hverfa? Á morgun efnir Umhverfis- og úti- vistarfélag Hafnarfjarðar í samvinnu við Upplýsingamiðstöð Hafnarfjarðar til fræðsluferðar að Kleifarvatni og í Krýsuvík sem mikið hefur verið í frétt- um undanfarið vegna lækkunar yfir- borðsvatnsins í kjölfar jarðskjálftanna í fyrra og glæsilegs hverasvæðis sem komið hefur i ljós. Brottfor er frá BSÍ, Umferðarmiðstöðinni Reykjavík, með rútu Vestfjarðaleiðar kl. 10 og áætluð heimkoma um kl. 15. Fyrir Hafnfirð- inga er brottfór kl. 10.15 frá Upplýs- ingamiðstöð Hafnarfjarðar að Vestur- götu 8. Leiðsögn verður i höndum Krist- jönu Eyjólfsdóttur, jarðfræðings á Orkustofnun, sem stundað hefur rann- sóknir á svæðinu, og Jónatans Garð- arssonar sem er þar gjörkunnugur. Ekið verður að Lambhagatjörn norðanmegin vatnsins og skoðaðar sprungur sem liggja suður í vatnið. Skoðaður verður gamli vatnamælinga- staðurinn við Hellur og komið að þeim nýja við Syðristapa. Síðan er haldið suður fyrir vatn að hverasvæðinu. Verð er 1.500 kr. fyrir fullorðna og 500 kr. fyrir böm 7-15 ára og þátttökugjald greiðist í rútu en ekki þarf að panta fyrir fram. Þátttakendur er hvattir til að mæta vel búnir til úti- vera og með nesti en ekki verður farið í mjög langar gönguferðir. Hjá Upplýs- ingamiðstöð Hafnarfjarðar má leita upplýsinga á heimasíðunni: hafnar- Qordur.is/upphaf. Pílagrimsför til New York í Washington Post skrifar blaðamaðurinn Caryle Murphy um ferð sína til eyðileggingarinn- ar í New York. Blaða- maðurinn segir að sér hafi ekki liðið eins og ferðamanni heldur mikiu fremur eins og pílagrimi enda heitir greinin Píla- grímsfór til heilags lands. „Ég lít á þennan stað sem minnisvarða um hverfulleika framtíðarinnar, brothætt lífið og vamarleysi valdsins," segir Murphy. SAS umtalað SAS er tekið á beinið í Aftenposten en nú liggur frammi nýr bæklingur frá fyrirtækinu þar sem meðal annars er talað um World Trade Center. Textinn um tvíburatumana er í lauslegri þýð- ingu á þessa leið: „Frá efstu hæð World Trade Center liggur Manhattan við fætur þína og útsýnið er yfirþyrm- andi.“ Þetta þykir ekki beint sniðugt og spyr fólk sig hvort ekki ætti að skipta þessum bæklingi út þótt hann hafi verið prentaður fyrir 11. septem- ber. Kringum jörðina á 20 mínútum í Stand By, riti ferðaþjón- ustunnar á Norður- löndum, er fjallað ítar- lega um Vestnorden-ráðstefnuna sem haldin var fyrir skömmu. Þar er með- al annars sagt frá nýlundu hjá Atlanta en næsta sumar ætlar félagið að bjóða upp á flug umhverfis jörðina á 20 mín- útum. Flogið verður frá Stansted í London og að norðurpólnum. Þar verð- ur flogið yfir allar lengdargráður hnattarins á meðan boðið verður upp á kampavín og „bröns“. Beðið eftir snjónum OLYMPUS v-'l Packard Bell 0 inDesiT jamq Nikon rovo f* nordica intimus sangean LOEWE. gameboy Full búft af fínum vörum frá topp framleiðendum - hvað eiga skíðamenn að gera á haustin? Skíðaíþróttin er ein af þeim skemmtilegri og margir sem hana stunda haldnir mikilli skíðadellu eins og títt er um góða íþróttamenn. Haustið er óumdeilanlega erfiðasti árstíminn fyrir skíðamenn. Á sumr- in sitja þeir á strák sínum því árs- tíminn gefur þeim löglega afsökun en strax og haustar fara menn að yf- irfara dótið sitt og athuga hvort allt sé í lagi og fylgjast grannt með veð- urspánni. Síðustu vetur á íslandi hafa verið sannkölluð martröð fyrir skíða- menn því snjóleysi hefur verið nær algert, að minnsta kosti á þétt- býlasta horni landsins þar sem flesta skíðamenn er að finna. Skíða- menn sitja í eldhúsum og tala með dreymnum svip um þau gömlu góðu ár þegar Bláfjöllin voru opnuð fyrir áramót og það var hægt að bregða sér á Miklatúnið eftir vinnu á gönguskíðum. í ár bendir flest til þess að annar vetur eins og sá I fyrra sé í uppsigl- ingu. Óvenjuleg hlýindi, miklar haustrigningar og fréttir af háum sjávarhita. Allt bendir þetta til þess að það muni snjóa seint og illa. En það er margt sem skíðamenn geta gert til þess að búa sig undir þann tíma þegar snjórinn hylur allt og gósentíð ríkir. Það þýðir náttúr- lega ekkert að mæta snjónum óund- irbúinn. Svigskíðamenn geta farið í rækt- ina og lyft lóðum eftir sérstöku kerfi til þess að vera vel undirbúnir. Það er sérstaklega mikilvægt að leggja rækt við axlir og handleggi en ekki gleyma lærvöðvunum. Svigskíða- menn mega heldur ekki gleyma út- haldinu og bregða sér á hlaupabrett- iö í ræktinni eða út að skokka. Gönguskíði eru best Gönguskíðamenn eru sérstaklega óþreyjufullir því þótt ef til vill myndi setja niður snjó fyrir áramót þá er ólíklegt að gönguskíðafæri yrði reglulega gott nema í troðnum brautum. Alla gönguskíðamenn dreymir um þær aðstæður þegar þykkt snjólag hylur fjöll og dali og hægt er að svifa um auðnina á sín- um skíðum í hreinleika íslenskrar vetrarnáttúru. A skíðum skemmti ég mér. Sennitega er haustiö erfiöasti tími skíöamanna því biðin eftir snjónum getur veriö löng og leiöinleg. amsræktarstöðvum er að finna tæki sem líkir eftir hreyfmgum göngu- skíðamanna og reynir bæði á hend- ur og fætur. Hvað viltu fara langt? Sérstakur hópur gönguskíða- manna stundar síðan langferðir á skíðum með allan búnað meðferðis í bakpokum eða á snjóþotum. I þess- um hópum sitja menn á þessum árs- tímum yfir kortum og GPS-punkt- um og reikna út dagleiðir og hyggja að búnaði sínum. Slíkir leiðangrar eru yfirleitt ekki farnir fyrr en seint á vetrum en krefjast mikils undir- búnings og þess að allir leiðangurs- menn séu í góðu formi. Vinsælir leiðangrar af því tagi eru t.d frá Sig- öldu í Landmannalaugar sem eru 27 kílómetrar en dæmi um lengri ferð- ir sem vinsælar eru í þessum hóp- um er t.d. að fara yfir Kjöl eða Sprengisand. Kjölur er talinn léttari en um 160 kílómetrar eru frá Gull- fossi að Blönduvirkjun. Sprengi- sandsganga er meiri manndóms- raun en rífiega 250 kílómetrar eru frá efsta bæ í Bárðardal niður að Búrfellsvirkjun. Svo má líka sitja með bæklinga frá ferðaskrifstofum og láta sig dreyma um skíðaferðir í Ölpum eða Klettafjöllum. Það eru einkum svig- skíðamenn sem sækja í slíkar ferðir sem þykja í dýrari kantinum. Þegar gönguskiðamenn láta skíðalöngun- ina bera sig ofurliði og hrekjast til útlanda undan íslensku snjóleysi fara þeir yfirleitt til Noregs en þar njóta langferðir á skiðum mikilla vinsælda og auðvelt er aö komast í skipulagðar slíkar feröir gegnum norska ferðafélagið sem er hlið- stæða Ferðafélags íslands. -PÁÁ Gönguskíði eru ein erfiðasta íþrótt sem menn táka sér fyrir hendur því skíðaganga reynir á all- an líkamann og krefst tækni og mikils úthalds og þols. í þolprófum ólíkra íþróttamanna koma göngu- skíðamenn betur út heldur en t.d. sundmenn og langhlauparar. Marg- ir gönguskíðamenn halda sér í þjálf- un með því að hlaupa eða skokka en einnig má benda á að í sumum lík- Nýtt kortatímabil Lágmúla 8 • Sími 530 2800
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.