Dagblaðið Vísir - DV - 17.11.2001, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 17.11.2001, Blaðsíða 22
22 LAUGARDAGUR 17. NÓVEMBER 2001 Helgarblað_________________________________________________________________________________________________X>V Ung ást, ótímabær dauði Gerð hefur verið sjónvarpsmynd um óhugnanlegt morð á 16 ára gam- alli skólastúlku í bænum Lancaster í Pennsylvaníu og Universal-kvik- myndafélagið hefur keypt réttinn til að gera mynd um sama atburö sem gerðist 19. desember 1991. Málið er allt hið subbulegasta en virðist höfða til þeirra sem framleiða skemmtiefni fyrir sjónvörp og kvikmyndir. Laurie Show var myrt snemma að morgni er hún var að búa sig undir að fara í skóla. Móðir hennar var farin til vinnu í bíl sínum þegar henni snerist skyndilega hugur. Skömmu áður fékk hún símtal þar sem umsjón- arkennari dóttur hennar þóttist þurfa aö tala við hana, En hér var ekki allt með felldu, símtalið var greinilega gabb og dóttur hennar hafði áður ver- ið hótað misþyrmingum af stúlku sem taldi að Laurie hefði tekið kærastann frá sér. imsmmmmm Móðirin, Hazel Show, sneri aftur heim og þá var allt hljótt í húsinu og dóttir hennar ekki sjáanleg. En hún fann hana í svefnherberginu með reipi um hálsinn. En það var ekki allt. Hún var skorin á háls og stungin í brjóstið og með skurð á fæti. Stúlkan var með meðvitund þegar móðirin kom. Hún tók dóttur sína i fangið og gerði sér varla grein fyrir hve illa hún var særð og spurði hver hefði gert þessi ósköp. Laurie hvíslaði tvis- var nafnið Michelle. Hazel hringdi þegar í neyðarlínuna en þegar sjúkraliðana bar að var stúlkan látin. Móðir Laurie vissi um þetta ástand enda fór Michelle ekki leynt með hug sinn til dótturinnar. Hún reyndi að vara dóttur sína við og fá hana til að slíta sambandi sínu við Lawrence en hún var yfir sig ástfangin af mannin- um svo það hafði engin áhrif. En strákurinn sleit aldrei sambandi sínu við verðandi barnsmóður sína og var þríhyrningurinn orðinn heldur vafa- samur þar sem ofurást og miklir skapsmunir fara sjaldnast vel saman. í heila sex mánuði hótaði Michelle miklum hefndum ef skólastúlkan léti kærasta sinn ekki lausan en þau höföu verið saman í tvö ár. Þrátt fyrir að Michelle héldi uppi stöðugum ofsóknum og réðist nokkrum sinnum á Laurie og veitti henni áverka var ekkert gert í málinu þótt árásirnar væru kærðar til lög- reglu. Ótrúleg fjarvistarsönnun Lögreglurannsókn hófst þegar eftir morðið og nágranni sagði lögreglunni frá að hann hefði séð tvær manneskjur hlaupa út úr húsinu og áður heyrt háreysti þar inni. Þeir sem komu út voru með lambhúshettur með göt fyrir augun og voru þeir því illþekkjanlegar. En önnur mann- eskjan var greinilega ólétt kona og kom lýsingin á vaxtarlagi hennar saman við útlitið á Michelle Lambert. Lögreglumenn héldu þegar í stað í íbúðina sem þau Michelle og Lawrence bjuggu saman i en þar var enginn. Nágranni sagði þau vera ný- farin að heiman og hefði þriðja manneskjan verið með þeim. Síðar fundust þau í billjardstofu þar sem Morðinglnn? Svona leit morðinginn út í sjónvarpsmyndinni sem gerö var um dauöa Laurie Show. Forsagan Forsaga málsins var sú að Laurie varð ástfangin af tvítugum pilti sem heitir Lawrence Yunkin, smiður að atvinnu. Hann átti aftur í ástarsam- bandi við 19 ára gamla stúlku, Michelle Lambert, sem var þekkt fyr- ir að vera vanstillt i skapi og hefnigjörn. Laurie og Lawrence voru saman um hríð og varð Michelle æf vegna þess sambands. Hún hringdi nokkrum sinnum í Laurie og hótaði henni öllu iOu ef hún léti unnusta sinn ekki í friði og að minnta kosti einu sinni réðst hún að henni með barsmíðum. Michelle sagðist vera barnshafandi og væri Lawrence faðir- inn og mundi hún aldrei sleppa hon- um í fang annarrar stúlku. þau skemmtu sér oft. Með þeim var besta vinkona MicheOe, hin 17 ára gamla Tabitha Buck. Hún var að læra sérkennslu í sama skóla og Laurie Show stundaði nám. Þessi þrjú voru færð á stöðina og yfirheyrð sitt í hverju lagi. Tabitha var spurð hvemig stæði á ljótum rispum á andliti hennar sem auðsjáanlega voru nýleg sár. Hún sagði að þau þrjú hefðu verið saman um morguninn og farið inn á McDon- alds til að kaupa gosdrykk handa Lawrence sem var hás og þyrstur. Þar hefðu tvær stúlkur frá Puerto Rico kallað þær stöUur ræíla og hórar og hafl þá hafist slagsmál og hún fengið skrámurnar í þeirri viðureign. Hin tvö sögðu sömu sögu og trúði þeim enginn. Engu breytt Hazel Snow í herbergi dóttur sinnar sem lítur eins út og daginn sem hún var myrt. Fórnarlambið Laurie Show. Morðinginn Michelle Lambert. Elskhuginn Lawrence Yunkin. Vinkonan Tabitha Buck. Lögreglumaðurinn sem yfirheyrði MicheUe spurði hver hefði brugðið reipinu um háls Laurie. Hún þóttist ekkert vita. Þá var hún spurð hver hefði skorið Laurie á háls sem væri nú dáin. Þá hrópaði MicheUe upp yfir sig að hún hefði aðeins verið vitni að misþyrmingunum og hefði reynt að koma fómarlambinu tU hjálpar þegar vinkona hennar skar það og stakk. Svo kom saga um að þau hefðu að- eins ætlað að þjarma að Laurie og far- ið heim til hennar og hafi meiningin verið að klippa af henni hárið og kenna henni siðina svo að hún léti Lawrence í friði eftirleiðis. En þegar þau ruddust inn í húsið hafi Laurie Forsaga málsins var sú að Laurie varð ástfanginn af tvítugum pilti sem heitir Lawrence Yunkin, smiður að atvinnu. Hann átti aftur í ástarsambandi við 19 ára gamla stúlku, Michelle Lambert, sem var þekkt fyrir að vera vanstillt í skapi og hefnigjörn. fyrst reynt að ná til símans og þegar það tókst ekki hafi hún náð í skæri og otað þeim að árásarstúlkunum. Þannig stóð á skrámunum á andliti Tabitha. Vafasamir dómar Á meðan stúlkurnar játuðu verkn- aðinn var samið við Lawrence í öðru herbergi um að hann bæri vitni gegn vinkonum sínum og fengi vægari dóm fyrir sinn þátt sem var yfirhylming og aðstoð við að koma morðingjum und- an réttvísinni. En MicheUe reyndi hvað hún gat til að fría hann af allri sök og sagði að hann hefði ekkert vit- að um morðið á Laurie. En það stóðst engan veginn. Hann sagði aftur á móti að hann hefði ekki vitað að stúlkurnar ætluðu að drepa Laurie, heldur aðeins að misþyrma henni og gerði hann ekkert til að koma í veg fyrir það. Hann bar einnig að hann hefði hjálpað þeim að losa sig við blóðug fótin sem þær voru í og að koma morðvopninu undan og síðan að skrökva upp ótrúlegri sögu sem átti að duga sem fjarvistarsönn- un og þau æfðu sig öU í að fara með. Síðar benti hann á staðinn þar sem morðvopninu hafði verið hent út í á. Þar fannst það og reyndist vera slátr- arahnífur. Eftir þriggja mánaða fangelsisvist ól MicheUe stúlkubarn. Var réttar- höldunum frestað vegna barnsins. Síðar var hún dæmd í lífstíðarfangelsi og átti ekki að geta fengið náðun. Þeim dómi var breytt síðar vegna formgaUa og var talið að Lawrence hefði komið á hana sök til að hljóta sjálfur vægari dóm. Var máliö tekið upp og var hið flóknasta. Lawrence hlaut 10 til 20 ára fangels- isdóm. Tabitha Buck hlaut lífstíðardóm en getur sótt um náðun eftir 20 ár. Verjendur MicheUe fengu hana síð- ar lausa úr fangelsi vegna fyrr- greindra formgaUa en síðan var henni stungið inn aftur og gamli dómurinn staðfestur. Það er ekki síst vegna þessa flókna réttarkerfis og klækja lögfræðinga sem máliö þykir hið æsilegasta til að gera um það kvikmynd. 14 ára skytta Kimberley Marcese var erkióvin- ur Elizabeth Bush en báðar gengu þær í sama skóla í Williamsport í Pennsylvaniu og voru 14 ára þeg- ar sú síðar- nefnda skaut þá fyrrnefndu í matsal skólans. Stúlkurnar voru í matþegar Elizabeth gekk að borði erkióvinar síns, tók upp skammbyssu og skaut stúlkuna. Skotiö kom í vinstri öxl Kimberley og særði hana illilega en ekki lífshættulega. Byssustúlkan var afvopnuð áður en henni tókst að skjóta öðru sinni. Skólayfirvöld sögðu eftir atburð- inn að óvild milli nemenda á við- kvæmiun aldri gæti þróast upp í hatur. En þetta er ekki einstakt til- felli í bandarískum skólum því oft berast fréttir af því að nemendur hafi framið fjöldamorö á skóla- systkimun sínum. Frá lúxuslífi í fangaklefá Ég hef búið í fegurstu húsum sem hægt er að hugsa sér, verið gestur í bestu hótelum, drukkið fin- ustu vin og borðaö lúxusmat. En við hvaða kost bý ég núna? spyr breski fjöldamorðinginn Roy Arci- bald Hall sem afplánar lifstið- ardóm fyrir glæpi sína. Lifið sem hann vísar til var þegar hann var einkaþjónn heldri fjölskyldna og þótti til mikillar fyrirmyndar, enda háttprúður í besta lagi og hafði gott lag á aö vera með og stjana xmdir þarfir flna fólksins. En hann var rekinn áfram af óviðráðanlegri ástríðu að myrða fólk og komst upp um hann um síð- ir. í fangelsinu er fátt sem minnir á fyrra lífemi fjöldamorðingjans og segir hann að aöeins dauðinn geti leyst hann frá því hörmungarlífi sem hann lifir nú. Sérkennilegt tómstundagaman „Sumir fara á andaskyttirí sér til skemmtunar en aðrir hafa það ein- kennilega tóm- stundagaman að drepa fólk,“ sagði lögreglu- fulltrúi um skötuhjú sem stunduðu mannaveiðar. Það var í hans verkahring að rannsaka feril þeirra og afla sönnunargagna um glæpina. James DaVeggio og vinkona hans, Michelle Michaud, voru hald- in þeirri slæmu ástríðu að veiða fólk og pynta það til bana. Þau tóku konur af handahófi og náðu þeim undii' einhverju yfirskyni í hús sitt og þar var sérstakur pynt- ingarklefl þar sem þau gengu frá fómarlömbum sinum á þann hátt sem þeim var einum lagið. Lögreglufulltrúinn sagði að eftir að þau náðu bráð sinni í hús hafi guð einn getað bjargað þeim. Sátt viö dauðadóm í ríkisstjóratið George W. Bush i Texas fóru þar fram 98 aftökur sakamanna. Með þeim síðustu sem lét lífið af völd- um opinberrar eitursprautu var Karla Faye Tucker sem setið hafði í 13 ár í dauðadeild. Ríkisstjórinn neitaði náðun þrátt fyrir að dóttir hans lýsti þvi yfir fvrir aftökima að hún væri á móti dauðarefsingum. Bush sagði að hann væri hreykinn af því að dóttir hans hefði sjálfstæða skoðun á mál- inu, hún hefði til þess fullan rétt. En aftakan fór fram eigi aö síður. Glæpur Tucker var að hún hjó konu og karl til bana með öxi. Hún var þá á valdi eiturlyfja og sagði síðar að hún hefði ekki vit- að hvað hún var að gera en vildi samt taka ábyrgð á glæp sínum. Hún gerðist trúuð og var sátt við örlög sin áður en yfir lauk.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.