Dagblaðið Vísir - DV - 17.11.2001, Blaðsíða 56

Dagblaðið Vísir - DV - 17.11.2001, Blaðsíða 56
Opel Zafira FRETTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notað I DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 LAUGARDAGUR 17. NÓVEMBER 2001 Útspil Össurar í ESB: Kemur ekki á óvart „Þaö er ágætt að Samfylkingin komi þessum málum á hreint hjá sér,“ sagði Steingrímur J. Sigfússon, for- maður VG, um Evrópuútspil Össurar Skarp- héðinssonar á landsfundi Sam- fylkingarinnar. „Margt bendir til að landsfundurinn færi Samfylkinguna nær þeirri stöðu sem Alþýðuflokk- urinn hafði. Árið 1995 reyndi flokk- urinn að gera Evrópumálin að kosn- ingamáli en mistókst. Umræðan í Samfylkingunni um Evrópumálin getur verið athyglisverð - og gott að einhver efnisleg skilaboð komi frá fundinum og að orkan fari ekki öll í að ræða nafn flokksins." Margir gallar „Mér kemur ekkert á óvart þótt kratarnir séu þessarar skoðunar og vilji takast á við þetta mál sem í dag skiptir íslenskri þjóð í tvennt, „ sagði Guðni Ágústsson, vara- formaður Framsóknarflokksins. „Sjálfur tel ég hyggilegra að menn horfi til þess sem Framsóknarflokk- urinn hefur náð samstöðu um í sín- um röðum, að styrkja brúna til Evr- ópu um EES-samninginn. í raun er ekkert annað á dagskrá í íslenskum stjómmálum. Innganga í ESB væri mikil fórn fyrir íslendinga á mörg- um sviðum og gallar við aðild eru fleiri en kostir.“ Ekki á óvart „Þetta útspil Össurar kemur ekki á óvart því þaö hefur verið þrýst á forystu Samfylkingar í Evrópumálum," sagði Þorgerður Katrin Gunnars- dóttir, þingmað- ur Sjálfstæðis- flokks. „Það er líka kominn tími til að Samfylkingin skýri betur hvað hún stendur fyrir, hvort sem það eru utanríkismál, efnahagsmál eða annað. Síðan er spurningin hversu langt Össur vill ganga í að líkjast hinum forsjárhyggjusinnaða Sósí- alistaflokki i Frakklandi sem hann hefur sagt að sé fyrirmynd Samfylk- ingarinnar." -sbs Þorgeröur K. Gunnarsdóttir. Olíuverð ekki lægra síðan 1999 Olíverð í heiminum hefur ekki verið lægra síðan í júní árið 1999, eftir að verðið á Brentolíu féll niður i 16,80 dollara fatið í fyrradag. Þetta hefur valdið miklum titringi meðal olíuframieiðsluríkja og samþykktu OPEC-ríkin á fundi sínum í Vín um miðja vikuna að draga saman fram- leiðslu sína um 1,5 milljón föt á dag frá og með næstu áramótum, eða um 6 prósent. Var það samþykkt með þeim fyrir- vara að stóru olíuríkin þrjú, Noregur, Rússland og Mexíkó, sem standa utan OPEC, gerðu slíkt hið sama. Fóru ÖPEC-ríkin fram á aö þau minnkuðu sína framleiðslu um 500 þúsund föt á dag á sama tíma og tóku bæði Norð- menn og Mexíkanar vel í málaleitanina. Norðmenn vilja þó skoða málið betur en Rússar voru ekki tilbúnir í niðurskurð, þrátt fyrir að.olíuverð hafi lækkað um þriðjung síðan 11. september. -EK T ónlistarkennarar: Ekkert miðar Enn er stál í stál í kjaradeilu tón- listarkennara og samninganefndar ríkis og sveitarfélaga. „Nýr fundur hefur ekki verið boðaður. Það er stirt á milli deiluaðila," sagði Þórir Einarsson ríkissáttasemjari í gærkvöld. Verkfall tónlistarkennara hefur nú staðið í um fjórar vikur og samningur ekki í sjónmáli. Tónlistarkennarar hafa boðað til baráttufundar í Háskólabíói á morgun klukkan 14. -sbs Veöriö: Hitabylgjan búin Hitinn á landinu fór upp í þrettán stig í gær en hlýjast varð um miðj- an daginn á Dalatanga. Á Akureyri, þar sem spáð var hitabylgju, steig hitinn ekki nema í 6 gráður hæst. Það eru nokkur viðbrigði frá því í fyrradag þegar hitinn nyrðra fór í næstum 18 gráður. í dag spáir Veðurstofan að vindur standi af suðvestri og verði 8 til 13 metrar á sekúndu. Um landið vest- anvert verða skúrir en þurrt eystra. Hiti verður á bilinu 2 til 8 stig. Bú- ast má við að í dag verði flugsam- göngur með eðlilegum hætti en þær gengu nokkuð skrykkjótt i gær. -sbs Kostirnir fleiri en gallarnir - tímamótayfirlýsing á landsfundi og formaður vill póstkosningu Össur Skarphéöinsson með óvænt útspil í setningarræðu sinni í gær: „Ég hef sannfærst um það enn bet- ur en áður í þessari vinnu að kostirn- ir við aðild að Evrópusambandinu reynist þyngri á metunum en gallarn- ir. í mínum huga skiptir þar fullveld- ið og þátttakan í stefnumótun mestu. Sama gildir um hagsmuni hinna dreifðu byggða.“ Þetta sagði Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylk- ingarinnar, í ítarlegri setningarræðu sinni á fyrsta reglulega landsfundi Samfylkingarinnar sem hófst á Hótel Sögu í gær. Það með er Össur fyrstur íslenskra flokksforingja til að lýsa þvi yfir að hann sé hlynntur aðild að Evr- ópusambandinu. Hann greindi flokks- mönnum í ræðu sinni frá þeirri til- lögu sinni að hann teldi eðlilegt að eftir að Evrópuúttekt Samfylkingar- innar fari til umræðu og kynningar 1 öllum félögum flokksins á næstu mánuðum yrði atkvæðagreiðsla um aðild. „Þá fá flokksmenn allir tækifæri til að gaumgæfa öll rök með og á móti á Landsfundur Samfylkingar var settur í gær Bryndís Hlööversdóttir þingmaður, Össur Skarphéðinsson þingmaður og formaður Samfylkingar heilsa dr. Mustafa Barghouthi, iækni og húmanista, sem er sérlegur gestur landsfundarins. Yfírskrift fundarins er „Jöfn tækifæri“ og stendur hann fram á sunnudag. hann kysi að hafa þennan háttinn á til þéss að forysta og flokksmenn fylgdust að í umræðum og stefnumótun um Evrópumálin. Með þessari yfirlýsingu tekur Össur með mjög ótví- ræðum hætti af skarið í Evr- ópumálum og gengur í til- löguflutningi sínum talsvert lengra en gert er i hinum Þingmenn htýða á ávarp Óssurar formlegu drögum að stjórn- Skarphéðinssonar á fyrsta reglulega landsfundi málaályktun fundarins. Samfyikingar sem hófst á Hótel Sögu í gær. segja má að formaðurinn svipaðan hátt og helstú áhugamenn f okkar röðum gerðu kringum Evrópu- úttektina. Að lokinni ítarlegri um- fjöllun flokksbundinna og opinna funda um málið fari fram almenn póstkosning um málið meðal flokks- manna,“ sagði Össur í ræðu sinni. Hann bætti þvf við að með þessari kosningu yrði hin endanlega afstaða flokksins í Evrópumálum ráðin og komi langt til móts við hug- myndir og sjónarmið ungra jafnaðar- manna sem lagt hafa tillögu fyrir fund- inn um að Samfylkingin lýsi þvi yfir að hún vilji leggja fram aðildarum- sókn. Óljóst er hvaða áhrif þetta útspil formannsins mun hafa á aðrar tillögur en ólíklegt er annað en að tillaga hans nái fram að ganga, þó ljóst sé að hún muni gera umræðurnar um Evrópu- málin á fundinum enn fjörugri. -BG Mjólkurkynnir með hroll í Smáralind: í þreföldum ullar- klæðnaði og með trefil „Það er hrollur í mér,“ sagði Rósa Sigrún Jónsdóttir, sem starfar við vörukynningar á vegum Mjólkursam- sölunnar. Hún hefúr síðastliðna tvo daga staðið vaktina mjólkurkælinum í Smáralind þar sem hún segir hitastig- ið vera „ ... einsog inni i kæliskáp. Sið- an bætist við blástur frá viftunum sem eru héma inni. Hingað mæti ég í þre- fóldum ullarklæðnaði og er með trefil. Það dugar ekki til, nefið á mér rautt.“ Rósa segist hafa komið skilaboðum vegna þessara óvistlegu vinnuað- stæðna á framfæri til yfirmanns síns hjá Mjólkursamsölunni, sem og þeirra sem stýra Hagkaup í Smáralind. Ekk- ert hafi hins vegar verið gert til að bæta aðstæður, svo sem að minnka kraft á viftum. „Ég kem sjálfsagt með húfu í vinnuna um helgina, ef ég verð ekki lögst í rúmið með kvef.“ Verslunarstjóranum í Hagkaup í Smáralind, Trausta Reynissyni, var ókunnugt um hinar óvistlegu aðstæð- ur í mjólkurkælinum þegar DV ræddi við hann í gærkvöldi. „Ég fer þarna oft DV-MYND BRINK Kalt! Rósa Sigrún Jónsdóttir segir vistina í kælinum eins og að vera inni í ísskáp. á dag inn og þetta er ekki svo slæmt. Vinnuaðstæður í kælinum eru þær bestu sem bjóðast og ég efast um að þessar lýsingar sem þú ert með séu réttar." -sbs jólakort STYÐJUM'KRABBAMEINSFÉLAGIÐ í STARFI Q3MHE89 Rafkaup Ármúla 24 - S. 585 2800
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.